Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 25

Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 25 Danmörk: Tj æreborg-ferðaskrifstx)fan seld á um milljarð d. kr. Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgfen Bruun, fréttaritara Morgfunblaðsins. DANSKA ferðaskrifstofan „Tjæreborg Rejser" hefur verið seld tveimur af forstjórum fyr- irtækisins. Verð ferðaskrifstof- unnar og meðfylgjandi flugfélags, Sterling Airways, er nálægt einum milljarði dan- skra króna (u.þ.b. 5,5 milljarðar isl. kr.). Seljandinn er stofnandi fyrirtækisins og eigandi, hinn 77 ára gamli prestur Eilif Krogager. Sterling Airways, sem er stærsta flugfélag á Norðurlöndum í einkaeigu, var selt dansk-sænsku fjárfestingarfélagi. Aðalstjóm- andi þess verður núverandi for- stjóri flugfélagsins, Ejnar Lundt. Tjæreborg-ferðaskrifstofumar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi vom seldar forstjóra samsteypunnar, Jens Veino. Ekkert hefur verið gefíð opin- berlega upp um kaupverðið, en dönsk blöð sögðu í gær, að flugfé- lagið hefði verið selt á 635 milljón- ir og ferðaskrifstofan á u.þ.b. 300 milljónir. Seljandinn, séra Eilif Krogager, segir, að hann hafí viljað selja, af því að hann sé orðinn 77 ára gamall, kona hans 83 og dóttir þeirra, sem er kennari, hafí ekki áhuga á að halda rekstrinum áfram. -Svo að nú hlakka ég til að úthluta peningunum. Stofnað- ur verður sjóður með u.þ.b. einum milljarði danskra króna í höfuðstól og eiga ailar tekjur hans að ganga til góðgerðarmála. Hjá Tjæreborg-samsteypunni vinna 3200 manns, 1300 hjá Sterl- ing Airways og afgangurinn hjá ferðaskrifstofunni. Búist er við, að Tjæreborg Rejser sendi um 410.000 manns í orlofsferðir á þessu ári. Angóla: Skæruliðar hrinda nýjustu árás kommúnistastíómarinnar Stjórnarherinn undir stjórn sovéskra hershöfðingja Lúanda, Reuter. AÐ SÖGN erlendra stjórnarerindreka í Lúanda, höfuðborg Angólu, hafa skæruliðar UNITA, undir stjóm Jonasar Savimbi, hrundið ár- legri sókn stjóraarhersins, en hann er undir stjórn sovéskra hers- höfðingja. Angólastjóra nýtur dyggilegs stuðnings Sovétmanna og Kúbumanna, en skæruliðar reiða sig á stuðning Suður-Afríku og annarra vestrænna þjóða. Haft var eftir Savimbi að skæruliðar hefðu stökkt stjórnarheraum á flótta eftir bardaga við Lomba-fljót. ERLENT Stórskotahríð Suður-Afríkana skipti sköpum í viðskiptum hinna stríðandi aðila, en sókn stjómar- hersins er sögð ein sú öflugasta frá því að frumskógarstríðið hófst árið 1975. Savimbi hershöfðingi, sem er ein- arður andkommúnisti, hefur m.a. fengið vopn frá Bandaríkjunum og stjómin í Pretoríu hefur veitt hon- um mikinn stuðning. Hann hefur nú tögl og hagldir í um þriðjungi landsins. Að sögn hans vom um 18.000 manns f liði stjómarhersins, en því stjómaði sovéski hershöfð- inginn Konstantin Shagnovitch. Erlendir stjómarerindrekar segja að sókn stjómarhersins hafí verið hæg í byijun, en hann hafi þó ver- ið betur skipulagður og betur vopnum búinn en áður. Hins vegar mun hafa verið gmnnt á því góða milli hermanna og sovéskra jrfir- manna þeirra, sem stjómuðu aðgerðunum úr fjarlægð, og mis- skilningur og samskiptavandamál mun ekki hafa bætt úr skák. Suður-Afrikustjóm staðfesti fyrr í mánuðinum að herlið á þeirra veg- um væri í Angólu, en vildu ekki tjá sig frekar um hlutverk þeirra. Embættismenn, sem ekki vildu láta nafns síns getið, hermdu að tvær sveitir úr Suður-Afríkuher hefðu barist í Angólu, önnur þeirra úr „Buffla-fylkinu", en í því er fjöldi Angólumanna, andsnúnum stjóm- inni í Lúanda. Sagt er að enginn standist þessu fylki snúning í fmm- skógarhemaði. Hinar nýju Stinger-flaugar UN- ITA, sem Bandaríkjastjóm sendi þeim, virðast hafa haldið flugher stjómarinnar í flarlægð, en Kúbu- menn þeir sem fljúga vélum stjóm- arhersins hafa ekki lagt í lágsprengjuflug, sem þó mun vera árangursríkast. Borgarastyrjöld hefur geisað í Angólu frá því að landið hlaut sjálf- stæði frá Portúgal árið 1975, en stjómin selur olíu til Sovétríkjanna og Kúbu gegn hemaðaraðstoð. Tal- ið er að þessi síðasta sókn sljómar- hersins muni kosta stjómina um tvo milljarði Bandaríkjadala, en að sögn ferðamanna er höfnin í Lúanda nú yfírfull af flutningaskipum með hergögn og aðrar vistir og daglega lenda tvær sovéskar flutningavélar af stærstu gerð með ýmis tæki og búnað frá Sovétríkjunum. Skoðanakönnun meðal sovéskrar æsku: Vill marga frambjóð- endur í kosningum París. Reuter. ^ París, Reuter. SOVÉSK æska viU geta valdið um fleiri en einn frambjóðanda Stj ómmálaferill Papandreous í hættu veffna hneykslismáls? Aþenu, New York Times. SAMBAND Andreasar Pap- andreous, forsætisráðherra Grikklands, við fyrrum flug- freyju hjá Olympic Airways hefur valdið vinslitum milli hans og eiginkonu hans, Marg- aretar, sem fædd er í Banda- ríkjunum, og stefnt pólitískri framtið hans í tvísýnu. Almennt er ekki litið svo á, að grískum stjómmálamönnum stafí pólitísk hætta af framhjáhaldi. En sumir stjómmálaskýrendur halda fram, að Papandreou hafí þama brotið óskráðar reglur: með því að sýna almenningi og fjöl- skyldu sinni fyrirlitningu og með því að gera Grikkland að athlægi á alþjóðavettvangi. „Hneykslið hefur nú náð út fyrir landamæri Grikklands," seg- ir stjómarandstöðublað íhalds- manna, Kathimerini. „Það er orðið ein af meginfréttunum frá Grikkl- andi.“ Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC var með frétt um þetta mál á mánudag. Samband Papandreous, sem er 68 ára gamall, og Dimitm Liani, sem er 33 ára, komst í hámæli, þegar griski sósíalistaleiðtoginn hætti við að vera viðstaddur minn- ingarathöfn í bænum Kalamata í ágúst síðastliðnum, en þar var verið að minnast þess, að eitt ár var liðið, frá því að 22 af íbúum bæjarins fómst í jarðslqálfta. Skrifstofa forsætisráðherrans skýrði fjarveru hans með því, að annríki væri um að kenna. Fréttablöð sögðu hins vegar frá því, að á þessum tíma hefði hann sést með Dimitru Liani á skemmtisiglingu á Eyjahafi. Kathimerini sagði, að ráðher- rann hefði „hlaupist frá eiginkonu sinni eftir 36 ára hjónaband" og „bmgðist bænum Kalamata, sem er í sámm eftir jarðskjálftann, til þess eins að fara í skemmtisigl- ingu og lifa í vellystingum — og stofna þannig leiðtogaembættinu í hættu". Dagblaðið Eleftherotypia, sem venjulega styður stjómina, sagði: „Verði þetta mál ekki til lykta leitt, kann ríkisstjómin að falla.“ Þessir spádómar koma í engu heim og saman við það, sem grískir stjómmálaskýrendur og vestrænir diplómatar hafa áður sagt, sem sé að þetta mál mundi undir engum kringumstæðum geta haft svipaðar afleiðingar í för með sér og meint framhjáhald banadríska stjómmálamannsins Gaiy Hart með fyrirsætunni Donnu Rice. „Lúktu þessu máli á hvem þann hátt, sem þú kýst,“ sagði Elefthe- rotypia, „en gerðu það af einlægni og heiðarleika. Fólkið sem treysti þér fyrir stjóm landsins, getur ekki fyrirgefíð lítilmannlegar und- anfærslur." Papandreou hefur samt ekkert látið frá sér fara um málið opin- berlega og skipað talsmanni sínum að vera þögull sem gröfin. Kona hans, Margaret, er í Belgíu, þar sem hún er oddviti Papandreou með Liani í viðtalsþætti í sjónvarpinu. sendinefndar Sambands grískra kvenna. Hún hefur heldur ekkert sagt opinberlega. Papandreou er sagður hafa stuðlað að því, að Dimitra Liani fékk stöðu hjá ríkissjónvarpinu — þar sem hún hefur verið með við- talsþætti, sem nefnast „Miso- Miso“. Gríski forsætisráðherrann var með þeim fyrstu, sem hún ræddi við í þættinum, og hefur það og annað í svipuðum dúr ver- ið tíundað í grisku blöðunum. Vikublaðið Eikones, sem útg- áfufélag (Ethnos) í eigu vinstri- manna gefur út, birti forsíðumynd af Papandreou, þar sem hann heilsar Liani með handabandi. Inni $ blaðinu birtir blaðið mynd af Papandreou með konu sinni og bömum. Einn sona hans, George, situr í griska þinginu. „Deilumar vegna einkalífs for- sætisráðherrans em á allra vit- orði,“ segir blaðið. Sagt er, að Papandreou hafí svarað þessum skrifum blaðsins með því að skipa stuðningsmönn- um sínum að sækja ekki íburð- armikla veislu, sem haldin var í tilefni af sex ára útgáfuafmæli þess. Þegar málið komst fyrst í há- mæli, datt fáum stjómmálaskýr- endum í hug, að stjóm Papandreous mundi nokkru sinni stsifa hætta af því. Nýjustu vísbendingar virðast hins vegar gefa til kynna, að vaxandi óróa sé farið að gæta á stjómarheimil- í kosningum og lítur svo á að skrifræði í Sovétríkjunum standi áfromum Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga helst fyrir þrifum, að þvi er kemur fram í skoðanakönnun, sem birtist í gær. Könnunin, sem sovéska frétta- stofan Novosti lét gera meðal skólanema og ungra verkamanna, birtist í franska vinstra blaðinu Le Matin. Sagði í blaðinu að hver einasti þeirra sem könnunin náði til hefði viljað að fleiri en einn maður byðu sig fram til embættis. Sovétmenn gerðu ýmsar tilraunir í sveita- og bæjastjómarkosning- um í júní og á nokkmm stöðum gátu kjósendur valið um frambjóð- endur. Sex af hveijum tíu aðspurðum sögðu að skrifræðið væri helsta hindmnin í vegi fyrir endurbótum Gorbachevs. Tveir af tíu sögðu að aðgerðar- og áhugaleysi fólksins hamlaði endurbótum. Þegar spurt var hvemig koma mætti á endurbótum sögðu 40 prósent að það væri hægt með auknum sósíalisma, 25 prósent kváðu skynsamlegast að efia efna- haginn og 14 prósent töldu aukið frelsi vænlegast til árangurs. í könnun Novosti var einníg spurt hvaða erlent ríki heillaði mest. Frakkland átti mestum vin- sældum að fagna og i kjölfarið sigldu Ítalía og Sviss. Vestur- Þýskaland var óvinsælast. 40 prósent aðspurðra kváðust hafa ýmugust á Vestur-Þýskalandi, en aðeins 11 prósent sögðust hafa illan bifur á Bandaríkjunum, sem var í öðra sæti þegar spurt var um óvinsælasta rikið. Þess var hvorki getið til hve margra nemenda könnunin hefði náð, né hvenær hún hefði verið gerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.