Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
Morgunblaðið/Þorkell
Meðal viðstaddra við upphaf nittóruverndarþings í gær voru Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís-
lnnHa, og Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra. Sjét þau á myndinni ásamt Elínu
Pálmadóttur, varaformanni Náttóruverndarráðs.
Ferðamannaaðstaða
verður bætt við Gullfoss
VIÐ setningu 6. Náttúruvemd-
arþings ígær kom fram i ávarpi
Birgis Isleifs Gunnarssonar
menntamálaráðherra að hann
hefur skipað Eyþór Einarsson
og Elínu Pálmadóttur til að
gegna áfram störfum formanns
og varaf ormanns Náttóru-
verndarráðs til ársins 1990.
Framkvæmdastjóri Náttúru-
verndarráðs sagði meðal
annars í ræðu sinni á þinginu
að á næsta ári yrði hafist handa
við að bæta ferðamannaað-
stöðu við Gullfoss.
Meðal viðstaddra við setningu
þingsins, sem stendur til sunnu-
dags, var forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, auk menntamála-
ráðherra. Menntamálaráðherra
ávarpaði þingið og skýrði frá skip-
un formanns og varaformanns
náttúruvemdarráðs. Þá gerði
menntamálaráðherra grein fyrir
skipun nefndar til að marka nýja
framtíðarstefnu í umhverfísmál-
um og skal hún skila nýju
frumvarpi að Náttúruvemdarlög-
um fyrir áramót. Þá varpaði
Birgir ísleifur fram þeirri spum-
ingu, þingfulltrúum til umhugsun-
ar, hvort rétt væri að krefja
ferðamenn um gjald fyrir að skoða
og ganga um ýmsa eftirsótta og
viðkvæma ferðamannastaði.
Nefndi ráðherra í því sambandi
Dimmuborgir.
Eyþór Einarsson formaður
Náttúruvemdarráðs sagði í ræðu
sinni að íslendingar væm eftirbát-
ar nágrannaþjóða í alþjóðlegu
náttúruvemdarsamstarfi. Til
marks um það sagði Eyþór að auk
Islendinga hefðu Möltumenn, ein-
ir Evrópubúa, enn ekki undirritað
og fullgilt Bemarsamþykktina um
vemdun villtra lífvera og lífsvæða
og væri það okkur mjög til vansa,
að mati Náttúmvemdarráðs.
Þá kom fram í máli Gísla Gísla-
sonar fi-amkvæmdastjóra Nátt-
úmvemdarráðs að næsta ár verði
hafíst handa við úrbætur á ferða-
mannaaðstöðu á Gullfosssvæðinu.
Náttúmvemdarráð hefur í sam-
vinnu við heimamenn unnið að
skipulagi á svæðinu og er gert ráð
fyrir að þjónusta við ferðamenn
verði á efri palli svæðisins, það
er skammt ofan friðlandsmark-
anna en þaðan liggi göngustígur
niður að fossinum. Einnig er gert
ráð fyrir að Kjalvegur verði færð-
ur þannig að hann liggi aðeins
að litlum hluta um friðlandið.
*
Islenskur tón-
listardagur í dag
Haldinn til að vekja áhuga almenn-
ings á íslenskri tónlist
ÍSLENSKUR tónlistardagur er
haldhm í dag til að vekja áhuga
almennings á islenskri tónlist og
stuðla að útbreiðslu hennar. Til-
gangur hans er einnig að auka
atvinnutækifæri fyrir tónlistar-
menn og stuðla að samheldni
tónlistarmanna á ólikum SVÍðum.
Að íslenskum tónlistardegi
standa standa Félag tónskálda
og textahöfunda, Tónskáldafé-
lag íslands, Félag íslenskra
hljóðfæraleikara, Félag
íslenskra tónlistarmanna, STEF,
Félagsheimili tónlistarmanna og
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Hátíðahöld dagsins fara fram
víðs vegar í Reykjavík og hefjast
þau með tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands sem verða í Kringl-
unni frá kl. 12.30 til 13.30.
Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika
í Kaupstað í Mjódd kl. 13.00 og kl.
Landbúnaðar-
nefnd klofnaði
Landbúnaðarnefnd neðri
deildar Alþingis klofnaði í af-
stöðunni til frumvarps Matthías-
ar Bjarnasonar og fleiri um
heimild fyrir Sláturfélag Arn-
fírðinga að slátra í sláturhúsi
sínu á Bíldudal í haust.
Meirihluti nefndarinnar mælir
með því að frumvarpið verði fellt
en minnihlutinn mælir með því að
það veiði samþykkt. Meirihlutann
skipa Ami Gunnarsson, Alþýðu-
flokki, Ragnar Amalds, Alþýðu-
bandalagi, Alexander Stefánsson,
Framsóknarflokki og Páll Péturs-
son, Framsóknarflokki. í minnihlut-
anum eru Pálmi Jónsson og Eggert
Haukdal, Sjálfstæðisflokki, og Ingi
Bjöm Albertsson, Borgaraflokki.
14.00 verður Félagsheimili tónlist-
armanna að Vitastíg 3 formlega
opnað. Söngnemar koma fram í
opnu húsi hjá íslensku Ópemnni frá
kl. 15.00 til 18.00, Lúðrasveit
Reykjavíkur heldur tónleika á Lækj-
artorgi kl. 14.00, Söngskólinn í
Reykjavík og Tónmenntaskólinn í
Reykjavik verða með opið hús frá
kl. 14.00 til 17.00. Þá verða rokk-
tónleikar í Tónabæ frá kl. 15.00 til
23.30.
í kvöld fer fram „Tónlistarveisla
ársins 1987“ á Hótel Sögu með
blandaðri tónlist og kvöldverði. í
tilefni dagsins munu íslensku út-
varpsstöðvamar leika nánast
eingöngu íslenska tónlist og íslensk-
ar hljómplötur verða seldar á
afsláttarverði.
Sjá nánar blaðsíðu 16.
Verð skilur á milli í samn-
ingnm við Sovétmenn
SAMNINGAR um sölu á saltsfld
tíl Sovétríkjanna hafa enn ekki
tekizt. Helztí Þrándur f Gðtu
samninga er krafa Sovétmanna
iitti læklmn á verði frá síðasta
ári. Á síðasta ári voru seldar
plotBunÞIáhiþ
í dag
200.000 tunnur til Sovétríkjanna,
en 78.000 tunnur til annarra
landa
Að ósk Sovétmanna er samn-
ingaumleitunum haldið áfram með
telexskeytum og jafnframt er unnið
að því að koma á fundi samningsað-
ila, Síldarútvegsnefndar og Prodin-
torg, matvælainnkaupastofnunar
Sovétríkjanna. Samgöngur við
Moskvu ganga hins vegar illa nú
vegna þoku og hefur ekki verið flog-
ið þangað dögum saman og tugir
þúsunda fólks bíður fars. Þar að
auki er byltingarafmælið 7. nóvem-
ber næstkomandi og fundarhöld um
saltsíldarsölur í Moskvu tæpast á
dagskrá bá.
Samið hefur verið um sölu á
50.000 tunnum af hausskorinni og
slógdreginni síld til Svíþjóðar og
Finnlands og 9.000 af síldarflökum.
Það samsvarar um 83.000 tunnum
af heilsaltaðri sfld. Söltun upp f þá
samninga hefur verið úthlutað í
samræmi við reglur, sem félög
sfldarsaltenda hafa komið sér sam-
an um. Samkvæmt þeirn er ákveð-
inn heildarkvóti á hvert plan og
dagskammtur er 300 tunnur. Sölt-
un er mislangt komin eftir stöðum,
en líklegt er að langt verði komið
með að salta upp f gerða samninga
f næstu viku. A fimmtudag hafði
verið saltað í 38.500 tunnur af
hausskorinni og slógdreginni sfld
og 1.100 af flökum, eða 61% af
samningnum. Á sfðasta ári tókust
samningar við Sovétmenn í byijun
nóvember.
Barði Guðmundsson
Lést í bíl-
slysi í
Svíþjóð
ÍSLENZKUR maður, Barði
Guðmundsson, lést í fyrrinótt
eftir bflslys í Sviþjóð að-
faranótt síðastliðins miðviku-
dags. Barði var 36 ára að
aldri og hafði starfað i Nor-
egi í röskan áratug. Tildrög
slyssins eru óljós, en Barði
var á leið frá Gautaborg til
Osló og var einn í bílnum.
Slysið varð skammt frá
Uddevalla.
Jóhann á sigurbraut
Fri Leifi Jóateinuyni, fréttarítara Morgunhlartaina á InvestJbankamótinu i Belgrad.
Jóhann Hjartarson sigraði
júgóslavneska stórmeistarann
Bozidar Ivanovic i æsispennandi
skák i fímmtu umferð mótsins í
gærkvöldi. Jóhann er þvi i efsta
sætí á mótínu með fjóra vinn-
inga, en Viktor Korchnoi er nú
kominn upp i annað sætíð með
þijá og hálfan vinning. Timman
og Salov hafa þijá vinninga.
Skák þeirra Jóhanns og Ivanovic
var gífurlega spennandi og lenti
Jóhann tvfvegis í miklu tímahraki,
fyrst við 40 leikja tímamörkin og
síðan í öðru ennþá verra við 60
leikja mörkin. Framan af skákinni
stóð Ivanovic betur, en er hann
hugðist notfæra sér fyrra tímahrak
Jóhanns missti hann stöðuyfirburði
sína. Eftir að Jóhann hafði náð
tfmamörkunum fór hann að reyna
að tefla til vinnings, en það ekki
betur en svo að staða hans var á
tímabili töpuð. Þar sem Jóhann var
líka búinn með tímann virtust úrslit-
in ráðin, en þá lagði hann gildru
sem Ivanovic féll í. Júgóslavanum
brá svo mikið er hann sá mistök
sín að áhorfendur sáu greinilega
að hann tók kipp f sætinu.
Júgóslavneskir blaðamenn og
áhorfendur voru að vonum von-
sviknir yfír óförum síns manns, en
margir urðu þó til að óska Jóhanni
til hamiiigju, enda er hann langvin-
sælastur útlendu keppendanna hér
f Belgrad.
Önnur úrslit í fimmtu umferð
urðu þau að Korchnoi vann Maij-
anovic og Short vann Popovic.
Jafntefli gerðu Timman og Gligoric,
Ljubojevic og Beljavsky, Salov og
Nikolic. í gær vann Korchnoi frest-
aða skák gegn Beljavsky í aðeins
28 leikjum og Salov vann biðskák
sína við Ivanovic.
Jóhanns bíður mjög erfítt verk-
efni í dag, þá hefur hann svart
gegn Alexander Beljavsky, núver-
andi skákmeistara Sovétrfkjanna.
Mánafoss
kyrrsettur
MÁNAFOSS, leiguskip Eim
skipafélagsins, var kyrreett
Rotterdam í gær. Leigusamning
verður sagt upp og eftír helg
tekur uppboðsréttur við skipinu.
Áhöfii skipsins, 11 manns, kemu
heim eftir helgi.