Morgunblaðið - 24.10.1987, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
4
Jafnrétti - grund-
vaUarmannrétdndi
Getum við öll verið sammála?
Veður var með eindæmum gott alla helgina og veríð úti við meira en ella. M.a. faríð í blak. í baksýn
er skálinn í Vindáshlið.
Vindáshlíð
Kristilegt stúdentamót
Samfélagsefling var mikil á mótinu.
eftirJón Bjarna
Þorsteinsson
Hvarvetna, sem íslendingar eru
saman komnir, berst talið fyrr eða
síðar að launum.
Menn bregðast mjög misjafnlega
vel við þessu umræðuefni, sumir
ijúka upp og telja því þjóðfélagi
allt til synda, sem hefur svo lág
laun, tala um hækkun launa,
styrkjahækkanir, ívilnanir og margt
fleira.
Aðrir reka augun mest í stjóm-
fyrirkomulagið, ríkisstjómina, sem
þeir telja úrelta, gagnslausa, mínir
pólitíkusar myndu gjörbæta ástand-
ið, breytt stjóm. Enn aðrir sjá, eða
jafnvel ofmeta, kosti hins mikla
bóknáms, og telja tilhugun þess að
laun þar skuli vera sem best.
í stuttu máli: Mjög mismunandi
sjónarmið em ríkjandi, eins og eðli-
legt er í stómm og sundurleitum
hóp, en um eitt atriði tel ég að al-
gjört samkomulag eigi að vera unnt
að sameinast um, þ.e. að allir ís-
lendingar eigi rétt á sömu gmnd-
vallar mannréttindum. Fatlaðir og
ófatlaðir. Enginn kýs það að fæðast
fatlaður ef val væri um annað.
Grundvallarmannréttindi:
Hver em svo þessi mannréttindi?
Riflum upp orð sögð á skammdegis-
vöku fatlaðra í desember 1986.
Síðan fylgdu heildarsamtök fatl-
aðra baráttunni eftir með kosninga-
vöku fatlaðra 1987.
Fatlaðir hafa ekki tryggingu
fyrir því að hafa húsaskjól. Það
vantar tryggingu fyrir mannsæm-
andi lífeyri hjá þeim. Þeir hafa ekki
heldur tryggingu fyrir atvinnu.
Það vantar tryggingu fyrir að-
stöðu til endurhæfíngar. Það vantar
tryggingu fyrir menntun á móts við
ófatlaða.
Margt hefur þó áunnist í þessum
efíium á síðustu ámm. Gleðitíðindi
hafa átt sér stað á síðasta fjárlaga-
fmmvarpi.
Enn skortir þó á að undirtalin
gmndvallarmannréttindi hafí feng-
ist viðurkennd í fjárlagaferð fyrir
þá sem fatlaðir em.
Undirritaður hvetur
þingrnenn og þá er
áhuga hafa á málefnum
fatlaðra að mæta og
kynna sér þessi mál.
Um þessa helgi verður haldið
landsþing „Þroskahjálpar" á Hótel
Sögu, nýbyggingu.
Þar verður m.a. sameiginlegur
fundur „Þroskahjálpar" og „Or-
yrkjabandalags íslands". Undirrit-
aður hvetur þingmenn og þá er
áhuga hafa á málefnum fatlaðra
að mæta og kynna sér þessi mál.
Við munum taka eftir því hverjir
mæta.
Stefnumörkun fatlaðra mun m.a.
gmndvallast á þessu og hópurinn
telur að hérlendis skorti jafnrétti,
þ.e.a.s. að allir menn hafí sama
rétt. Vilji er allt sem þarf. Samein-
umst nú.
Höfundur er formaður Þroska-
hj&lparAReykjanesi ogheilsu-
gæsiulæknir í Hafnarfirði.
Málfreyjur
funda á
ísafirði
FYRSTI fundur 1. ráðs mál-
freyja á íslandi verður haldinn í
sal Menntaskólans á ísafirði
laugardaginn 24. október.
Gestgjafí fundarins er málfreyju-
deildin Sunna á ísafirði.
Skráning hefst kl. 12.00 á há-
degi. Á fundinum verður Jóna S.
Óladóttir frá málfreyjudeildinni Ýr
í Reylgavík með kynningu á
AP-kerfínu.
Fundurinn er opinn öllum sem
áhuga hafa á starfí málfreyja.
Borgarfirði.
HIÐ árlega haustmót Krístilegs
stúdentafélags var haldið í Vind-
áshlíð helgina 17.-18. október.
Óvenju margir komu að þessu
sinni á mótið eða rétt tæplega
70 manns. Yfirskrift mótsins var
„Frá myrkrí til ljóss“. Ræðumenn
voru þeir Hjalti Hugason kenn-
arí, sem fjallaði um „Lif í
myrkri", og Guðni Gunnarsson
skólaprestur ræddi um efnið „í
ljósaskiptunum“ og Stína Gísla-
dóttir guðfræðingur var með
efnið „Líf í ljósi“. Á laugardags-
kvöldið var „Colombiukvöld-
vaka“ í umsjón starfsmanna
Krístilegu skólahreyfingarínnar
og messa á sunnudeginum í um-
sjón Guðna skólaprests.
Kristilegt stúdentafélag er ætlað
þeim, sem eru komnir undir tvítugs-
aldurinn og þar yfír. Starfar félagið
á meðal háskólastúdenta og annarra
nema að loknum framhaldsskóla.
Að auki eru vitaskuld aðrir, sem
ekki eru endilega í námi eða hafa
lokið námi. Fyrir utan framantaldan
skólaprest hefur félagið starfsmann
á skrifstofunni á Freyjugötu 27, sem
annast margháttuð störf fyrir Stúd-
entafélagið ásamt störfum fyrir
Kristileg skólasamtök.
Fundir hjá Stúdentafélaginu eru
haldnir á Freyjugötu 27 á föstu-
dagskvöldum, þar sem tekin eru
fyrir mörg grundvallaratriði krist-
innar trúar og þau rædd. Verður á
næstunni hresst upp á kunnáttuna
í fermingarfræðslunni, þar sem
næstu fundir flalla um Trúaijátn-
inguna. Eru allir alltaf velkomnir á
þessa föstudagsfundi hjá félaginu.
Stúdentafélagið er aðili að Kristi-
legu skólahreyfíngunni, sem fjár-
magnar starfsmenn hennar með
fíjálsum framlögum, samskotum og
annarri fjáröflun. Er í gangi happ-
drætti núna til þess að efla fjárhag
Skólahreyfingarinnar. 1.000 miðar
eru gefnir út á 1.000 krónur hver
og ein bifreið í boði. Veltur á, hvem-
ig til tekst með happdrættið, hvort
gerlegt verður að halda þessum
tveimur starfsmönnum eða segja
öðrum upp, þar sem ekki eru digrir
sjóðir til að greiða þeim laun.
Um þessar mundir eru samfélags-
hópar/heimahópar/Biblíuleshópar
að fara af stað. Eru 6—8 manns í
hveijum hópi yfírleitt og þar komið
saman, lesið, rætt saman og beðið.
Núverandi stjóm skipa Björg
Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðinemi,
formaður, Ásta Þorbjömsdóttir tölv-
unarfræðingur, Anders Josepsson
guðfræðingur, Astrid Magnúsdóttir
bókasafnsfræðinemi, Ingibjörg
Baldursdóttir sjúkraþjálfunamemi
og Björg Ólafsdóttir viðskiptafræði-
nemi, gjaldkeri utan stjómar.
- PÞ