Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 41 Umsjón: Andrés Magnusson '67 til '87 Plasticland er ein þeasara bandarísku hijómsveita sem erfitt er að skilgreina eða átta sig á. Tónlistin sem hljómsveitin leikur minnir mikið á þá tónlist sem Pink Floyd lék á þeim árum þegar Syd Barret var þar fremstur meðal jafningja. Þó má finna í nýstárlegri hugmynd- ir sem fléttaðar eru saman við hið gamla og gœða þannig tón- listina lífi. Plasticiand hefur nýlega sent frá sér sína aðra plötu, plötuna Salon, sem er með einkar „sýkadelísku" um- slagi. Af myndum á umslaginu má síðan sjá að sveitarmenn reyna sitt til að vera sem mest í anda sinna fyrirmynda frá því Eitt sinn hippi ávallt hippi um 1965 til 1970. Eins og áður sagði er erfitt að skilgreina tónlistina og henda reiður á þeim áhrifum sem það birtast, en hún er þó alltaf skemmtileg og áhuga- verð. Gaman verður að heyra á næstu plötu sveitarinnar hvort nútfmi eða fortíð ná yfir- höndinni. Hvort sem er þá má búast við góðri útkomu sé mið tekið af þessari plötu. Árni Matthíasson Allt of góðir! Hendrix stendur fyrir sínu Fyrir skömmu kom út leysidiskur með áður óútgefnum tónleikum gítarsnillingsins Jiml Hendrix. Hendrlx lést langt fyrir aldur fram og er tvímælalaust einn af mestu snillingum rokksins. Hendrix skildi þó ekki margar plötur eftir sig, en óprúttnir karlar hafa löng- um stundað þá Iðju að gefa út sjóræningjaplötur. Þær eru þó sjaldnast vandaðar og hljóm- burður oft fyrír neðan allar hellur. Fyrrnefndur leysidlskur flokkast þó ekki þarna með — sfður en svo. Hann er gefinn út með leyfi rátthafa og hljómburðurinn er ótrúlega góður. Hér er um hljómleikaplötu að ræða og fór upptakan fram f Wint- erland f San Francisco árið 1968. Á þessum tíma var Hendrix í topp- formi og fór batnandi meö degi hverjum og er snilli hans á þessum tónleikum engu Ifk. Það sem sker þessa plötu þó sérstaklega úr eru hljómgæðin. Upphafiegu tökurnar voru nefni- lega hljóðblandaðar upp á nýtt og það gert með stafrænum hætti. Allt suð og óþarfa hljóð var fjar- lægt, en eftir situr ómengaður Hendrix. Diskurinn hefst á kurri í hljóm- leikagestum, en undir leika Procul Harum „A Whiter Shade of Pale“ af segulbandi. Þessi stutti kafli áður en tónleikarnir sjálfir hefjast gefa línuna vel. Maður beinlínis finnur gamla hippaandann rjúka út úr hátölurunum. Foringinn byrjar á aö taka „Fire" og að því loknu er kýlt á „Manic Depression". Því næst er tekist á viö gamla Cream-lagið „Sunshine of Your Love" og ferst það yndis- lega úr hendi sem allt annað. Alls leikur gamli maðurinn ellefu lög og áður en yfir lýkur tekur hann „HeyJoe", „Purple Haze" og „Wild Thing" í einum rykk. Þessi plata er eins og besta tímavél. Sem gamall Hendrix- aðdáandi féll ég vitaskuld í stafi, en án svo jákvæðra fordóma held ég samt að þessi leysidiskur teljist með tíu bestu plötum, sem óg hef heyrt. Stór orð, en Hendrix stend- ur fyllilega að baki þeim. Því miður verða þessir tónleikar víst aðeins gefnir út á leysidiski, en ef lesendur eiga ekki leysispil- ara fyrir er hér komin ástæða til þess að fjárfesta í slíku tæki. Hendrix lifir. ★ ★ V2 9,5-foringjar Gallinn viö þessa plötu „Rock’n’Roir er sá að Motor- heed er orðin alltof góðl Motorhead hefur alltaf verið á mörkum þess að teljast pönk- og þungarokkshljómsveit. Aðal hljómsveitarinnar er kraftur og keyrsla og í raun má helst rekja brotajárnsrokkið fThrash) til þeirra. Og það var galdurinn við sveitina. Taumlaus keyrsla þar sungið var um dauða, of- beldi og blóð. Hugljúft. „Rock’n’Roll" er alltof vönd- uð. Það er mikið lagt í laga- smíðar, hljóðfæraleikur er mun agaðri en áður og tónlistin er útsett (Motorhead prófaði það í fyrsta sinn á síðustu plötu sinni „Orgasmatron"). Vitaskuld er hér ekki um neina fágstefnu að ræða, en maður býst einhvernveginn við einhverju ruddafengnara frá Motorhead. Platan er ágæt, en hún stenst engan samanburö við fyrri plötur, síst „Orgas- matron", sem henni stendur þó næst. ★ ★ ★ ★ ★ Landinn ætti að vera farínn að þekkja T.S.O.L. að góðu einu og nýjasta plata þeirra, „Hlt and Run“ er til frekarí staðfestingar á því. Þessir karíar fá 9,6 f ein- kunn frá undirrftuðum og hún er ekki oft gefin. 10 er að sjálfsögðu ekki til umræðu nema á fimm ára frestl. T.S.O.L., sem mun standa fyrir True Sounds of Liberty, hefur ver- ið „vænd" um það að vera eins- konar afrit af Doors. Gott ef satt er segi ég. Það er að vísu rétt, söngvarinn Joe Wood stælir Jim Morrison, en það er líka meðvitað og honum ferst það vel úr barka. Það er góður kraftur í T.S.O.L. svo sumum finnst jaðra við þunga- rokk, en óg vil nú frekar kenna það viö heiðarlegt rokk og ról. Það er frekar erfitt að flokka sveitina, en hún er popphljómsveit með járn- klæðningu og vænum skammti af sýruleifum frá blómaskeiöi hippa. Þó svo hipparnir hafi visnað og fallið blómstrar T.S.O.L. Að vísu er rétt að T.S.O.L. er mun þyngri nú en á fyrri plötum sínum — ekki síst í útliti, en eins og sjá má af plötuumslaginu eru kapparnir býsna leðraðir. Ástæðu þess er e.t.v. ekki langt að leita. Sá sem tók myndir af þeim og- stjórnaði útlitsmálum fyrir þessa plötu er nefnilega sá hinn sami og hefur haft þau mál til meðferðar hjá Mötley Criie. Eftirtektarverðast við þessa plötu er það aö þare er ekki að finna eht uppfyllingarlag. Ekki eittl öll standa fyllilega fyrir sínu — mismikiö eins og gengur. Bestu lögin myndi ég telja „It’s Too Late", „The Name Is Love", „Hit and Run", „Not Alone Any- more" og „Sixteen". Langur listi, en hér er einfaldlega um afbragðs- tónlist að ræða. Platan er kjörgripur og mennirn- ir upp á 9,5. Steve Bohren til íslands Það er ekki á hverjum degl sem suðurríkjarokkara rekur á fjörur íslendinga, en hór á landi er nú staddur bandarískl blúsrokkarinn Spencer Bohren, sem hefur sitt tónlistaruppeldi f rá New Orleans. Þar og víöar í suðurríkjunum hefur hann og starfað og þá með ekki ómerkari mönnum en blúsur- unum Albert Collins, Albert King, Clarence Gatemouth Brown, John Lee Hooker, Mighty Joe Young, Muddy Waters ofl. Einnig hefur hann starfaö með zydecokóngin- um Clifton Chenier, Rockin’ Dopsee, Professor Longhair og Dr. John svo aðeins sé tæpt á meðleikurum hans. Spencer kemur hingað til lands úr tónleikaferð til Skandinaviu hvar hann hefur verið kærkominn gest- ur síðustu þrenn sumur eða svo. Hér á landi heldur Spencer fimm tónleika, þá fyrstu í kvöld í Abracadabra, sfðan tónleika í ýms- um skólum á höfuðborgarsvæðinu og lokatónleikar hans í þessari (s- landsför verða í Evrópu næstkom- andi fimmtudagskvöld. Spencer kemur einn fram með gítarinn á sunnudagskvöld og næstu kvöld þar á eftir, en hann er snjall gítarleikari og söngvari góður. Á fimmtudagskvöld mun hann aftur á móti leika með nokkr- um af fremstu tónlistarmönnum hérlendum. Tónlistin sem Spencer leikur er blúsað suðurríkjarokk og oftar en ekki hreinn blús, sem má gerst heyra á plötu sem hann sendi ný- lega frá sér, en á þeirri plötu semur hann mest sjálfur og hefur náð að gera plötu sem er nútímleg suð- urríkjarokkplata um leið og hann byggir á blúshefðinni. Árni Matthíasson Nr. Flytjandi—titill venjul. verð afslverð 1. Bruce Springsteen - Tunnel of love 799 719 2. MichaelJackson-BAD 799 719 3. Hörður Torfason — Hugflæöi 899 809 4. Jefhro Tull — Crest for a knave 799 719 5. Pet shop boys—Acctually 799 719 6. The Smiths - Strangways, here we come 799 719 7. Hooters-Onewayhome 799 719 8. Bee Gees-ESP 799 719 9. Mick Jagger—Primitiv cool 799 719 10. TerenceTrent D’Arby- Introucing 799 719 11. Cock Robin - Afther here through midland 799 719 12. Guðjón G. Guðmundsson - Gaui 899 809 13. TheCars-DoortoDoor 799 719 14. Mike Oldfield — Islands 799 719 15. Depenche Mode - Music for the masses 799 719 16. Communards—Reds 799 719 17. ABC-Alphabetcity 799 719 18. Tom Waits—Franks wilde years 799 719 19. DeaconBlue-Raintown 799 719 20. Billy Joel - Kohuept 799 719 Þú gerir ekki betri kaup. Tllboðvikunnar: Kim Larsen MIDTOM NATTEN Platan sem margir hafa beðið eftir er : komin, og á til- boðsverði í eina — .^«rð"»99r viku- Póstkröfuþjónusta. Rauðarárstíg 16 s. 11620 og 28316 Símsvari opinn allan sólarhringinn. Sími28316. Góð þjónusta. stsborhF Austurstræti, Glæsibæ, Rauðarárstig, Strandgötu og Hagkaup, Kringl- unni. Póstkröfu8Ími 11620 og 28316 (simsvarí).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.