Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 42

Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 • • __________ Oryggisrokk í Tónabæ Dagnrinn í dag hefur verið helgaður islenskri tónlist og hlotið nafnið íslenski ténlistardagnrinn. Þá er rokktónlist ekki nnHanakilin þó oftar en ekki sé hún eitt af óhreinu bömunum hennar Evu. í tilefni dagsins verða haldnir tónleikar í dag í Tónabæ sem bera yfirskriftina Rokkað til örygggis, enda eru tónleikamir skipulagðir í samvinnu við JC-samtökin og eiga að vera þáttur í átaki þeirra fyrir auknu umferðaröryggi. Á tónleik- unum koma fram fjórtán hljóm- sveitir og söngvarar, í bland þekktar sveitir og minni spámenn. Pram koma Valgeir Guðjónsson, Hörður Torfason, Bjartmar Guð- laugsson, Stuðkompaníið, Gildran, Bjami Tryggva og hljómsveit, Óþekkt andlit, Rauðir fletir, Da da, Blátt áfram, Tíbet tabú, Bláa bflskúrsbandið, E-X og Súellen. Bjami Tryggva, Bjartmar og Rauðir fletir kynna líklegast vænt- anlegar plötur, sem út koma næstu daga, en Gildran, Hörður Torfa, Stuðkompaníið, Da da og Súellen hafa eldri plötuefni í farteskinu. Hinar sveitimar má kalla bflskúrs- hljómsveitir og í bflskúrshljómsveit- unum liggur vaxtarbroddurinn. Þær leggja og fyrir sig ólíka tónlist; E-X leikur tilgerðarlausa rokktónlist sem er þó ekki hreint rokk. Bláa bflskúrsbandið leikur rafmagnað blúsrokk sem mikið er sótt til Jimi Hendrix, Óþekkt andlit leikur íslenskt rokk án aukaefna, Blátt áfram leikur það sem kallað hefur verið gáfumannarokk og svo mætti áfram telja. Kannski hefði það ver- ið meira f ætt við daginn að fleiri bflskúrshljómsveitir væru viðraðar, en ekki verður um það fengist, það er þó gott að fá þær sem í boði em. Hvað hinar sveitimar og söngv- arana varðar, þá er það víst að þeir hafa margt gott gert og em enn að. Rauðir fletir hafa mikið komið fram í sumar og síðastiiðinn vetur og eins og áður sagði þá er væntanleg plata frá þeim á næst- unni. Gildran hefur einnig mikið spilað í vor og sumar í kjöifar plötu- útgáfu í vor, eftir að hafa farið allt að því huldu höfði Iengi. Stuð- kompaníið hefur notið mikillar hylli eftir að sveitin sigraði í músíktil- raunum Tónabæjar og Bylgjunnar snemma á árinu. Da da gaf út sína fyrstu plötu í síðasta mánuði og hefur nokkuð spilað sfðan. Súellen E-X Ljjósmynd /BS Blátt áfram Óþekkt andlit Morgunblaðið/Sverrir Bláa bílskúrsbandið Ljósmynd/BS NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM A LAGER: kúplingar,kveikjuhluti;bremsuhluti, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA PJÓNUSTA Úrvals varahlutir 0 AMERISKAN BIL. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 gaf út plötu í sumar og flestir ættu að kannast við lagið Símon er las- inn sem náði hátt á vinsældalistum. Bjami Tryggva hefur ekki sent frá sér plötu lengi og einnig er langt síðan hann hefur komið fram með hljómsveit með sér, en hann hefur verið að vinna að plötu líkt og Rauð- ir fletir. Annar sem hefur verið innilokaður í hljóðveri er Bjartmar Guðlaugsson, en hann kemur fram einn með gítarinn og flytur efni af plötunni væntanlegu f bland við eldra efni. Hörður Torfason er kom- inn inn í vinsældalistadansinn með nýjustu plötu sinni Hugflæði, sem menn hafa kallað bestu fslensku trúbadúrplötuna. Hörður kemur enda fram sem trúbadúr og syngur nýtt og gamalt í bland. Eins og áður sagði verða tónleik- amir í Tónabæ, en áður hafði verið auglýst að þeir yrðu f Reiðhöllinni í Víðidal. Erfiðlega gekk þó að fá leyfi fyrir meira en fimm tíma tón- leikum í Reiðhöllinni, sem hefði gefíð hverri hljómsveit heldur lítinn tíma á sviðinu. Tónabær er opnaður kl. 14.00 en ekki er hægt að gera ráð fyrir að tónleikamir hefjist fyrr en á flórða tímanum. Þeir standa sfðan til 23.30. Ekki var búið að ákveða niður- röðun hljómsveita þegar þessi grein fór í vinnslu, en Ijóst má þó vera að hinar frægari sveitir spila á eft- ir hinum ófrægari. Trúbadúramir, Bjartmar, Hörður og Valgeir leika aftur á móti um sexleytið og þá í beinni útsendingu allra útvarps- stöðva samtímis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.