Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 61 Hvalskoð- unarferð- ir í stað hvalveiða Til Velvakanda. Gleðileg fregn birtist í Morgun- blaðinu 8. október sl., en þar er sagt frá því að Norðmenn hafí ákveðið að bjóða fólki upp á hval- skoðunarferðir á næsta sumri. Búast þeir við, að fólk flykkist hvað- anæva að úr Evrópu til hvalskoðun- ar við „Andöya", sem er við Norður-Noreg. Þessi fregn leiðir hugann að því, hvort við íslendingar gætum ekki tekið upp hliðstæða háttu, og laðað til landsins aukinn ijölda erlendra ferðamanna, með því að bjóða þeim í stuttar sjóferðir á hvalaslóðir, og þar með leyft þeim að sjá með eig- in augum þessi stórfenglegu dýr í eðlilegu umhverfí sfnu. Víst má telja, að væri mönnum gefinn kostur á slíkum skoðunar- ferðum, mundu fjölmargir leggja hingað leið sína, til þess að njóta þessa sérstæða tækifæris. Til þess- ara ferða þyrfti helst að hafa rúmgóða og þægilega feiju, þar sem farþegar gætu notið þeirra þæginda og veitinga, sem nútímafólk gerir kröfur til. Efnt skyldi til slíkra ferða á þeim tíma, sem göngur hvala standa yfír, og væri líklega hæfílegt að skipu- leggja ferðimar einu sinni til tvisvar í viku, eftir ástæðum. Vel gæti farið svo, að hvalskoð- unarferðir gætu gefið þjóðarbúinu meira í aðra hönd en hvalveiðar þær sem stundaðar hafa verið hingað til. Auk þess er ekki saman að jafna hversu margfalt skemmtilegra yrði að sýna mönnum lifandi stórhveli í réttu umhverfí sínu, heldur en dauða hvali, sundurflakandi og al- blóðuga á bryggju hvalvinnslu- stöðvarinnar í Hvaifirði. Slíkar sýningar voru reyndar aldrei neinn þjóðarsómi, og verða síst hér eftir. Ingvar Agnarsson óskar velunnurum íslenskrar tónlistar til hamingju með daginn. Veitingarekstur Flugstöð - Keflavík óskar velunnurum íslenskrartónlistar til hamingju með daginn. ] Electrolux ,000, wr. afsSrta^é>um VATERM HITASTYRÐ BLÖNDUNARTÆKI FYRIR STURTU OG BAÐKER Hitastýrðu blöndunartœkin frö VÁRGÁRDA eru með afar nákvœma hita- og flceðistýr- ingu, sem bregst fljótt við þegar setja á hvaða hitastig sem er. Sparar líka heitt vatn. VERÐ KR. 6.526.- SENDUM í PÓSTKRÖFU k| i HEILDSALA — SMÁSALA VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.