Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 5

Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 5 ísleikur á tjörninni í Reykjavík Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Rás 2 þjónar stórum hópi hlustenda - segir Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri „ÉG get ekki samsinnt því að Rás 2 komi illa út úr könnun Félagsvísindastofnunar, því það verður að hafa í huga að rásinni er ætlað að þjóna mikl- nm hópi hlustenda um land allt,“ sagði Markús Örn Ant- onsson, útvarpsstjóri. í könnun Félagsvísindastofnun- ar á sjónvarps- og útvarpsnotkun landsmanna kom í ljós, að fleiri hlustuðu á Bylgjuna og Stjömuna á morgnana en á Rás 2. „Við get- um ekki einskorðað okkur við Reykjavíkursvæðið, því þó að Rás 2 hafi ekki mesta hlustun þar þá þjónar hún allri landsbyggðinni,“ sagði Markús. „Það er mjög nauð- synlegt fyrir fólk á landsbyggðinni að geta valið um tvær rásir út- varpsins. Ég varð var við þetta sjálfur á ferð um Austfírði fyrir skömmu. Þar var greinilegt að Rás 2 var í miklum metum og hlustend- um þótti mjög gott að geta valið hvort það hlustaði á hana eða Rás 1. Ég hef því engar áhyggjur af útkomu Rásar 2 á höfuðborgar- svæðinu, enda engin ástæða til. Rás 2 er fyrst og fremst þjónustur- ás við fjölmarga hlustendur á landsbyggðinni." Kvikmyndin Fidelíó sýnd í Islensku óperunni STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar sýnir kvikmyndina Fidelió þriðjudaginn 27. októ- ber kl. 20.00. Styrktarfélag íslensku ópe- runnar hefur staðið fyrir sýningum á kvikmynduðum óperum og er Fidelíó ein af þeim. Sýningamar fara fram í íslensku ópemnni. Fidelíó er ópera eftir Ludwig van Beethoven og er ljóðrænt drama í tveimur þáttum. Frum- uppfærsla á verkinu var 20. nóvember 1805 í Theater an der Wien. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. Sjá nánar grein á bls. 4C. &TDK HUÓMUR Okkur er það mikil ánægia að geta boðið ykkur á morgun í gjörbreytta aðstöðu í útibúi okkar og kynna ykkur nýja starfshætti, sem miða að enn betri og aukinni þjónustu við viðskiptavini okkar. Við erum með heitt á könnunni og nýstárlegt meðlæti. Verið velkomin, starfsfólk Hafnarfjarðarútibús. © Mnaðarbankinn -HlitiM Þ<Mk}

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.