Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Islenskur hundur sýnir yfirburði Vinnur til margra verðlauna á hundasýningu í Sviss TÍK AF íslensku kyni, Vaka frá Hvammi(927/85), vann til verð- launa og vakti gífurlega athygli á hundasýningu í borginni Wint- hertur í Sviss fyrir skömmu. Auk fyrstu verðlauna fyrir hunda af íslensku kyni fékk Vaka sviss- nesk og alþjóðleg fegurðarverðlaun og hreinræktunarvottorð hennar fékk umsögnina „framúrskarandi" í keppni í opnum flokki. Loks sýndi Vaka yfirburði yfi keppinauta sína í keppni björgunar hunda við leit £ið fólki sem grafís hefur í snjóflóðum. í tímariti, sen Félag eigenda íslenskra hesta Sviss gefur út, segir að aðrir kepp endur, flestir SchAfer og Labrado. hundar, hafi ætt út og suður um leitarsvæðið og auk þess átt erfítt með, vegna þyngdar sinnar, að komast áfram í djúpum snjónum en Vaka hafi hins vegar verið fljót að finna hvar „sá nauðstaddi" lá grafínn. Guðrún Guðjohnsen formaður Hundarætunarfélags íslands tjáði Morgunblaðinu að árangur Vöku væri sérlega ánægjulegur en þó ekki óvæntur. Vaka væri af úrvals- kyni og hefðu ýmsir frændur hennar gert garðinn frægan erlend- is, í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og Sviss. Vaka er undan Úu frá Keldnaholti (83/79) og Játvarði (18/82). Hún á systkini og frændur víða um land. Vaka var flutt til Sviss sem ungur hvolpur en eigandi hennar, Ada Maissen, er tengda- móðir Péturs Behrens listmálara sem mörgum er kunnur. Pétur er eigandi Uu, móður Vöku. Guðrún sagði að þefvísi Vöku kæmi ekki á óvart. Til væru skráð- ar sögur um það að íslenskir hundar hafi bjargað fé og fólki úr ýmsum háska og taldi hún það dæmi um að verið væri að sækja vatn yfír lækinn að flestir björgunarhundar hérlendis væru af innfluttu kyni. Sagði Guðrún það leiðinlegt að ís- lendingar þyrftu að láta útlendinga uppgötva fyrir sig hvílíkur kosta- gripur íslenski hundurinn væri. Dagursafnað- arhjálpar í Reykjavíkur- prófastsdæmi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá dómprófastinum í Reykjavík: „Reykjavíkurprófastsdæmi barst stórkostleg gjöf úr Stofnendasjóði EUiheimilisins Grundar til að efla og styrkja safnaðarhjálp innan prófastsdæmisins, hvort heldur ei á vegum safnaðanna sjálfra, kven- félaga þeirra eða annarra samtaka Fyrstu árin bætast vextimir vic höfuðstólinn, en síðan verður þein úthlutað eftir reglum stofnskrárinn- ar. Einu kvaðimar, sem lagðar ert á þá, sem æskja styrks úr sjóðnum. er að þeir hafí árlega sérstakan dag til eflingar sjóðnum, en hver söfnuð- ur heldur því fé, sem berst, skv. frekari reglum um safnaðarhjálp. Forstjóri Elliheimilisins Gmndar, Gísli Sigurbjömsson, hefur með þessu gert það mögulegt að efla slíka starfsemi og auka hana með skipulegum hætti, og er það ríku- legt þakkarefni. Stjóm sjóðsins hefur ákveðið að beina því til safnaða og presta að gera sunnudaginn 25. október að sérstökum degi safnaðarhjálparinn- ar með því að fjalla um erindi hans og styrkja hann til frekari dáða. Er ekki síst skorað á kvenfélögin og aðra þá aðila, sem hafa innt af hendi svo ríkulega þjónustu að taka höndum saman vegna þessa mál- efnis." Viðskipta- samningur við Kínverja undirritaður Viðskiptasamningur milli ís lands og Alþýðulýðveldisins Kiní var undirritaður i Peking 17. októ ber sl. í samningnum er gert rác fyrir að stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafanir til eflingar áfram- haldandi og stöðugri þróui viðskipta landanna, auk þess aé sköpuð verði eins hagstæð skilyrði fyrir þá þróun og hægt er, segir í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Samkvæmt samningnum verður skipuð sameiginleg nefnd, sem fjallar um viðskipti landanna. Samningin undirrituðu Pétur Thorsteinsson, sendiherra, og frú Zhu Yulan, aðstoðarráðherra i kínverska utanríkisviðskiptaráðu- neytinu. Hann tók gildi við undirrit- un. I skíðaferðum vetrarins stefnum við á gamlar og grónarskíðaslóðirsem eru íslensku skíðafólki að góðu kunnar um leið og við bryddum upp á ferskum nýjungum sem vert er að veita verulega athygli. Við höldum þó fast í nokkra gamla siði og leitum að vanda enn betri valkosta í gistingu, treystum einungis á færustu fararstjórana og leggjum meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á val bestu skíðasvæðanna. í ár skíðum við enn hærra! mtHOGíMMMmmim - Einungis fyrsta fiokks skíðasvæði Aðal skíðastaðirnir í ár, Sölden og Saalbach/Hinterglemm, hafa fyrir löngu skipað sér sess á meðal allra bestu skíðalanda Evrópu. Fjölbreyttir möguleikar í gistingu, vel staðsett hótel og vandaðir gististaðir ásamt fyrsta flokks skíðaaðstöðu og fullkomnum aðbúnaði til leikja og hvíldar eru dýrmæt trygging fyrir hnökralausri ferð. SKÍÐIÍmSÍKU Nú liggur leiðin á skíði í Coloradofylki í Bandaríkjunum, þar sem aðstaðan í hrikalegri náttúrufegurð Klettafjallanna gefur bestu skíðasvæðum Mið-Evrópu ekkert eftir. DKAUMAVIKA ÍSAtlBllKG Enn ein nýbreytnin er sérstakt tilboð Samvinnuferða-Landsýnar á skíða- og listaferð til Salzburg. Þú skíðar á mörgum nafntoguðustu skíðasvæðum Austurríkis á milli þess sem þú stundar listina að lifa í háborg tónlistar og menningar! Dæmi um verð: Jólaferð til Sölden I9.des.-2.jan. Verð frá kr. 3S.S40,- miöaö viö gistingu með morgunverði i tveggja manna herbergi á Haus Meier. Innifaliö í veröi er akstur til og frá f lugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 9.000 fyrir böm yngri en tólf ára. Brottför: 19. des.-2 vikur. 13.feb.-2 vikur. 27. feb. - 2 vikur. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91-622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-21400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.