Morgunblaðið - 25.10.1987, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
O
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Teikningar sem
sýna vel mismun-
andi súrefnismett-
un í kæfisvefni og
heilbrigðum svefni
„stor-
HROTU-
u
MENN'
o
ö
o
o
o
o
o
o
o
o
o
HJFSHÆITU
Rætt við Þórarinn Gíslason lækni um hroturannsóknir
og meðferð sjúklinga sem þjást afkæfisvefni svokölluðum
að er því nokkuð á skjön
við þessa hugljúfu mynd
Þegar sofandi menn
taka uppá því að hijóta
svo að undir tekur í
húsum og vama með háttalagi sínu
sjálfum sér og öðrum að njóta nauð-
synlegrar næturhvíldar. Það er auk
heldur ekki nóg með að blessaðir
mennimir hijóti til vandræða á
nóttunni þeir eiga einnig til að sofna
fyrirvaralaust við hinar óheppileg-
ustu kringumstæður að deginum til
og er það oft bæði þeim og öðrum
til vandræða. Út yfír tekur þó þeg-
ar þessir menn sofna undir stýri á
bílum eins og stundum kemur fyrir
og valda með því slysum og eyði-
leggingu.
Það er ekki langt síðan menn
tóku að gera sér ljóst að slíkt svefn-
lag sem hér að ofan er lýst sé
sjúklegt og valdi ekki bara öðrum
skapraun og skaða heldur einnig
ómældu tjóni á heilsu hrotumanns-
ins og geti jafnvel dregið hann til
dauða. Síðast liðna tvo áratugi hef-
ur komið í ljós, að til eru öndunar-
truflanir sem eingöngu koma fram
í svefni. Algengast er, að um sé
að ræða öndunarhlé og séu þau
fleiri en þijátíu á einni nóttu þá
kallast ástandið kæfisvefn (Sleep
apnea stndromre). Sjúklingamir
em oftast feitlagnir miðaldra menn
og helstu einkenni sjúkdómsins em
háværar hrotur, öndunarhlé og
dægursyfja. Oft fylgir þessu hár
blóðþrýstingur, hjártsláttartraflanir
og mikil þreyta.
Þórarinn Gíslason læknir er ný-
lega kominn hingað heim til íslands
til starfa eftir að hafa dvalið um
árabil í Svíþjóð við framhaldsnám
í lungnasjúkdómum. Eftir að hann
lauk sémámi í Svíþjóð fyrir þremur
ámm var hann að mestu við rann-
sóknir á öndunartmflunum hjá fólki
og varði doktorsritgerð um það efni
sl. vor í Uppsölum í Svíþjóð. Hann
starfar nú við Geðdeild Landsspítal-
ans og við Vífilsstaðaspítala.
Þórarinn sagði í samtali við
blaðamann fyrir skömmu að hann
teldi líklegt að álíka margt fólk hér
á landi þjáðist af kæfisvefni og
gerist í Svíþjóð þar sem þetta hefur
verið rannsakað. Þar er að minnsta
kosti 1,3 prósent af körlum á aldrin-
um 30 til 69 ára með þennan
sjúkdóm. „Um helmingur þessa
hóps „stórhrotumanna", sem við
rannsökuðum," sagði Þórarinn,
„þurfti á meðferð að halda vegna
öndunartmflananna. Hinn hluti
hópsins var hafður undir eftirliti.
Stærsti hluti „stórhrotumanna“,
sem við köllum, em karlmenn. Önd-
unartmflanimar stafa af þrengslum
í efri loftvegum. Fyrir slíkum
þrengslum geta verið mjög margar
ástæður en oftast er það offitan sem
þrengslunum veldur og þrengir að
kokinu, úftium og tungunni, það
getur sem sé safnast fita í tung-
una. Stundum er um að ræða stóra
hálskirtla eða nefskekkju, tíma-
bundna þrengingu vegna ofnæmis
eða kvefs, það að hökuliðurinn eyð-
ist og hakan verði afturstæð og
einnig getur tungan stækkað vegna
annarra sjúkdóma, öll þessi ein-
kenni og kannski fleiri geta leitt til
kæfisvefns.
Öndunarhlé vegna t.d. offítu
koma aðeins fram þegar fólkið sef-
ur en ekki þegar það er vakandi.
Það hefur þó verið talið hægt að
sjá á vissum öndunarprófum hvort
efri loftvegimir séu þröngir eða
ekki en aftur á móti getur fólk
verið með þrönga efri loftvegi þó
það sé ekki með þessi öndunarhlé.
Ef öndunarhléin em mörg og
tmfla svefn þá hvílast menn ekki
og þeir verða syfjaðir að degi til.
Sumir verða að auki þreyttir og
pirraðir og eiga erfitt með að ein-
beita sér. Þetta getur orðið til þess
að menn reyni að haga lífsvenjum
sfnum á þann veg að þessi sjúk-
dómseinkenni komi ekki eins mikið
fram. Það þykir ekki óeðlilegt að
menn softii yfir sjónvarpi en ef
menn fara að sofna gegn vilja sínum
yfir matborði, á biðstofum og jafn-
vel við akstur eða stjóm vinnu-
tælga, þá er þetta orðið til meiri
háttar vandræða og það hefur verið
talið að allt að fjórðung umferðar-
Þórarinn Gíslason læknir
slysa þar sem aðeins einn bfll á
hlut að máli, megi rekja til ofsyfju
ökumanns sem stafi af þessum
sjúkdómi.
Viðkomandi einstaklingar verða
líka oft erfiðir í sambúð að ekki sé
talað um ef gripið er til áfengis.
Áfengi hefur þau lífræðilegu áhrif
að það eykur hrotur og iengir og
fjölgar öndunarhléum. Það hefur
áhrif á taugamar sem halda tung-
unni svo hún verður' slappari og
leggst aftur í kokið og eykur þann-
ig þrenginguna sem fyrir er og
einnig virkar það í heilastofni þann-
ig að það minnkar næmi öndunar-
stöðva svo líkaminn sættir sig
frekar við öndunarhléin. Afengi er
þessum sjúklingum því stórhættu-
leg og einnig algengustu svefnlyf
sem nú em notuð. Þetta tvennt
ættu stórhrotumenn því að varast
algerlega. Þess má einnig geta að
um fjórðungur karla kvartar um
getuleysi samfara þessum sjúkdómi
og stafar það hugsanlega af ein-
hveijum hormónatmflunum sem
kunna að orsakast af vangetu líka-
mans til að framleiða hormóna í
nægilegu magni vegna þreytunnar
sem svo aftur orsakast af öndunar-
hléunum. í þessu sambandi ber að
hafa í huga að þessi einkenni sem
hér hafa verið talin upp hijá einkum
þá sem veikastir em.
Það er talið að um 400 manns
hér á landi þjáist af kæfisvefni á
mismunandi háu stigi og er þá tek-
ið mið af fjölda sjúklinga t.d. í
Svíþjóð. Sl. tíu ár hefur þessum
sjúkdómi verið veitt miklu meiri
athygli en tíu árin þar á undan eft-
ir að sjúkdómurinn var uppgötvað-
ur. Áhugi manna á þessum
sjúkdómi hefur líka aukist við það
að nú er hægt að beita við hann
meðferð. Við flest stærri sjúkrahús
hefur verið komið á fót aðstöðu til
greiningar á öndunartmflunum í
svefni. Fjölmargir þessara sjúklinga
hafa öndunarhlé sem em meira en
hálf mínúta á lengd og við það
minnkar súrefnisþrýstingur blóðs-
ins mikið og alvarlegar hjartsláttar-
tmflanir em tíðar, einnig þjáist um
það bil helmingur þessara sjúklinga
af háþiýstingi, þessi atriði em beint
lífshættuleg.
Flestir sjúklingamir leita til
læknis vegna þess að þeir sjálfir
eða aðstandendur þeirra telja lýs-
inguna á sjúkdómnum eiga við í
þeirra tilviki. Forsenda fyrir með-
ferð er að fram fari greining þar
sem fylgst er með önduninni í svefni
og athugað hvort um sé að ræða
öndunarhlé og af hvaða toga þau
séu spunnin. Ég starfaði í Svíþjóð
á fyrstu svefndeildinni sem komið
var á laggimar á Norðurlöndum.
Þar em rúm fyrir átta sjúklinga
með svefntmflanir og rannsóknar-
aðstaða sem vakað var yfir alla
nóttina og stöðugt skráð. Samtímis
var fylgst með heilariti, augnhreyf-
ingum og vöðvariti. Þetta var síðan
notað til að meta svefnstigin, önd-
unarhreyfingar, loftflæði og súrefn-
ismettun blóðs. Það var miðað við
að sjúklingurinn þyrfti að sofa
minnst fjórar klukkustundir til að
rannsóknin væri áreiðanleg. Ég hef
sjálfur verið við um það bil 200
rannsóknir og ég held að aðeins í
örfá skipti hafi þurft að endurtaka
rannsóknina vegna þess að sjúkl-
ingur svæfi ekki nógu lengi. Fullf-
rísku fólki gengi kannski illa að
sofna við þær kringumstæður sem
em þegar slík rannsókn stendur
fyrir dymm en hinir sem veikastir
vom sofnuðu stundum áður en okk-
ur tókst að festa á þá öll mælitækin.
Þegar búið er að staðfesta að
sjúkdómurinn kæfísvefn sé fyrir
hendi hjá einhveijum einstaklingi
þá er reynt að beita meðferð til að
lækna hann. Nokkmm aðferðum
er beitt í því skyni. Mikilvægt er
öllum þessum sjúklingum að forðast
svefnlyf og áfengi og svo hitt að
grenna sig séu þeir of feitir. 80
prósent af sjúklingunum em karl-
menn en þó konumar verði kannski
jafn feitar eða feitari þá virðist
kvenhórmóninn progestron hafa
þau áhrif á öndunarstöðvamar að
ekki komi til öndunarhléa.
Fyrir þá sem veikastir em var
algengasta meðferðin áður fyrr að
gert var gat á hálsinn og lögð
slanga inn í barkann og þannig
komið í veg fyrir þrengsli á nótt-
unni. Á daginn hafa menn þá tappa
í gatinu. Þetta er óþægilegt og
þessu fylgir sýkingar og blæðingar-
hætta. Fólk sem er með slíka slöngu
á erfítt með að stunda sund eða
böð svo eitthvað sé neftit af þeim
takmörkunum sem þetta veldur í
lífi fólks. Þetta var lengi eina með-
ferðin sem hægt var að beita fyrir
utan megmnina.
Þessi sjúkdómur lagast við megr-
un hjá flestu fólki en ekki er
fyrirfram vitað hversu mikið. Hún
virðist henta sumum sjúklingum og
oft hverfa öll sjúkdómseinkennin
við ákveðinn þyngdarpunkt, sjúkl-
ingur sem er kannski 120 kíló nær
að megra sig niður í 105 kfló og
er þá einkennalaus. Hjá mörgum
er erfítt að finna þennan punkt og
stundum standa menn andspænis
því að megmnin hefur tekist en
viðkomandi er ennþá með öndunar-
hlé. Megmn er þó alltaf reynd en
árangurinn er því miður oft lítill.
Þó fólk sé í mikilli hættu þá virðist
vera erfítt fyrir það að megra sig.
Það nær kannski af sér 5 til 10
kílóum fyrstu vikumar en svo vant-
ar úthaldið til að halda áfram. Það
mætti sennilega ná betri árangri
með því að hjálpa þessum hópi fólks
betur og reyna að efna til hópfunda
þar sem sjúklingamir hefðu stuðn-
ing hver af öðmm og nytu aðstoðar
næringarfræðings. Við lögðum
stundum inn sjúklinga úti til að
megra þá. Þeir grenntust mikið á
þeim sex til átta vikum sem þeir
vom á spítalanum en svo vildi sækja
í sama horfið aftur þegar heim var
komið.
Við flesta þessra sjúklinga er
Sjúklingur með tæki sem léttir innöndun