Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
35
Reykjavíkur og ennfremur ójafna
aðstöðu dreifbýlisins og höfðuð-
borgarinnar.
Erindið náði ekki fram að ganga
árið 1931 né heldur 1932. Árið
eftir var málið enn lagt fram,
flutningsmenn voru þeir Jón Þor-
láksson og Jakob Möller, forystu-
menn í Sjálfstæðisflokknum. Enn
sem fyrr urðu nokkrar deilur og
voru þeir Jón Þorláksson og Jónas
Jónsson, einn skeleggasti talsmað-
ur framsóknarmanna, þar fremstir
hvor í sínum flokki. Jónas hafði
ýmislegt að athuga við fram-
kvæmd málsins og hafði uppi
efasemdir um að landið gengi í
ábyrgð fyrir Jón Þorláksson og
hans samheija. Jón sagðist gera
sér nokkrar vonir um að „sjá raf-
ljósin útrýma myrkrinu úr ýmsum
un metur endumýjunarverð á
sambærilegri virkjun við Ljósa-
fossstöðina 1000 milljónir.
Samkvæmt áætlunum Landsvirkj-
unar, miðað við núverandi verðlag
og í samræmi við rekstraráætlun
ársins 1988 eru tekjur af Ljósa-
fossvirkjuninni 100 milljónir króna
en kostnaður 16 milljónir. Árlegur
hagnaður er því 84 milljónir. í
tekjunum er lögð til grundvallar
áætluð meðalorkuframleiðsla á ári
og miðað við meðalrafmagnsverð
í dag .
Stórvirkjun
síns tíma
í dag er uppsett afl í kerfi
Landsvirkjunar 782 MW svo af-
köst Ljósafossvirkjunar em því
Vinnubrögð hafa breyst mikið á hálfri öld.
sveitum hér á landi“. „Og þá vona
ég að rafljósunum takist að eyða
myrkri þeirrar vantrúar, sem nú
ríkir glóralaust . . .“ Guðrún
Lárasdóttir, rithöfundur og sjötti
landskjörinn þingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, frábað sér að
blandast í deilur manna en vildi
nefna virkjunarmálið, „mál ljóss-
ins og ylsins". Svo fór að þessu
sinni að málið hlaut afgreiðslu og
var staðfest sem lög sem konung-
ur undirritaði 19. júni, 1933.
Árlegur hagnaður
84 milljónir
Sogsvirlq'un var stofnuð sem
sérstakt fýrirtæki í eigu
Reykjavíkurbæjar og var fyrsti
áfangi Ljósafossvirkjunar boðinn
út 1934 miðað við tvær vélasam-
stæður hvor um sig 4,4 MW. Vinna
við virkjunina hófst í byijun júní
1935 og var henni lokið haustið
1937, en, 25. október það ár var
stöðin vígð. 1944 var þriðju véla-
samstæðunni bætt við svo nú er
Ljósafossvirkjun 15 MW. Fyrstu
tvær vélasamstæður írafossvirkj-
unar vora ræstar árið 1953, 15,5
MW hvor og þeirri þriðju 16,8 MW
var bætt við 1963. írafossvirkjun
er nokkra neðar við ána heldur
en Ljósafossvirkjunin. Síðasti
áfanginn í virkjun Sogsins var
virkjun í Efra-Sogi, en þar reis
Steingrímsstöð með tveimur véla-
samstæðum, hvorri um sig 13,6
MW o g vora þær ræstar árin 1959
og 1960. Samtals nemur uppsett
afl Sogsstöðvannaþriggja 89 MW.
Ríkið gerðist meðeigandi að
Sogsvirkjun 1949 og við stofnun
Landsvirkjunar 1965 urðu Sogs-
virkjanimar hluti af stofnframlög-
um ríkisins og Reykjavíkurborgar
til Landsvirkjunar.
Síðasta lánið vegna virkjananna
við Sogið var greitt upp árið 1984
og eru þær því skuldlaus eign
Landsvirkjunar í dag. Landsvirkj-
1,92% af heildarafköstunum en
bygging Ljósafossvirkjunar var
stórvirkjun síns tima, fyrsti áfangi
hennar, alls 8,8 MW, fól í sér fjór-
földun á því afli sem fyrir var í
rafstöðinni við Elliðaár.
Fyrsti stöðvarstjóri við Ljósa-
foss var Ellert Ámason en núver-
andi stöðvarstjóri allra stöðva við
Sog er Jón Sandholt. í dag er
fyrsti vélstjóri við Ljósafossvirkjun
Loftur Jóhannsson. Raforkukerfi
Landsvirkjunar er nú fjarstýrt frá
stjómstöð við Geitháls og hefur
það leitt til breytinga vinnufyrir-
komulagi og mannahaldi öllu við
Sogsvirkjanimar; aðeins einn fast-
ur starfsmaður er við Ljósafoss-
virkjun en við Sogstöðvamar allar
era alls 18 starfsmenn, þar af 11
sameiginlegir fyrir allar stöðvam-
ar. Vinna starfsmanna er aðallega
í því fólgin að líta eftir að allur
búnaður og mannvirki séu í lagi
og sjá um viðhald. Er lögð áhersla
á að fyrirbyggja bilanir og er unn-
ið eftir ákveðnu kerfi sem hefur
gefíð góða raun.
Þær breytingar sem gerðar hafa
verið á stöðvunum era nær ein-
göngu vegna breyttar tækni í
stjómbúnaði. Allar vélamar og
flest tækin era þau sömu í öllum
stöðvunum og í upphafi. Bilanir
hafa aldrei verið verulegar né
kostnaðarsamar miðað við þau
verðmæti sem þessar stöðvar
skapa. Rekstur virkjananna við
Sog er að sumu leyti auðveldari
heldur en annarra virkjana Lands-
virkjunar, rennsli í Soginu er
tiltölulega jafnt og minna er um
ístraflanir og rennslisvandamál
heldur en t.a.m. á Túnársvæðinu.
Þrátt fyrir sín 50 ár og löngu
liðinn afskriftartíma stendur
Ljósafossstöð enn vel fyrir sínu í
rekstri með þeim virkjunum sem
síðar hafa verið byggðar og er
ekki ástæða til að ætla annað en
að svo verði áfram á næstu áratug-
um.
NÝJASTI
FJÖLSKYLDU-
MEÐLIMURINN!
affa
40 ára reynslá
á íslandi
&Qe
Sogkrafturinn
stillanlegur, allt
að 1200 W, eða
alsjálfvirkur
■Qa
Allirfylgi-
hlutir í vélinni
Býc
Tengjanleg við
teppahreinsara
BUJC
Lág bilanatíðni,
ótrúleg ending
HOLLAND ELECTRO
SÖLUAÐILAR:
Hafnarljörður: Rafha - Kaupf. Hafnf
Kópavogur: Rafbúðin, Auðbrekku
Reykjavík: BV-búsáhöld, Hólagarði -
Kaupstaður i Mjódd - Gos hf., Nethyl -
Rafvörur, Langholtsvegi 130 - Ljós & orka
- Búsáhöld & gjafavörur, Kringlunni -
JL-húsið hf. - Rafbraut, Bolholti 4
Mossfellsbær: Mosraf
Akranes: Trésmiðjan Akur
Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga
Ólafsvik: Versl. Vik
Stykkishólmur: Húsið
Búóardalur: Kaupf. Hvammsfjarðar
Patreksfjöröur: Kaupf. V-Barðstrendinga
Bolungarvík: Versl. Einars Guðfinnssonar
ísafjöröur: Vinnuver
Hólmavík: Kaupf. Steingrimsfjarðar
Borðeyri: Kaupf. Hrútfirðinga
Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetninga
Blönduós: Kaupf. Húnvetninga
Sauöárkrókur: Kaupf. Skagfirðinga
Ólafsfjöröur Vers. Valberg
Akureyri: Kaupf. Eyfirðinga, Raftækni, Rafland
Húsavik: Kaupf. Þingeyinga
Kópasker: Kaupf. N-Þingeyinga
Raufarhöfn: Kaupf. N-Þingeyinga
Þórshötn: Kaupf. Langnesinga
Vopnafjbröur: Kaupf. Vopnfirðinga
Neskaupstaóur: Kaupf. Fram
Eskifjöróur: Pöntunarfélag Eskifirðinga
Egilsstaóir: Kaupf. Héraðsbúa
Seyðisfjörður: Kaupf. Héraðsbúa
Reyðarfjörður: Kaupf. Héraðsbúa
Fáskrúösfjörður Kaupf. Fáskrúðsfirðinga
Höln: Kaupf. A-Skaftfellinga
Kirkjubæjarklaustur Kaupf. Skaftfellinga
Vik i Mýrdal: Kaupf. Skaftfellinga
Vestmannaeyjar: Kjarni
Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga
Rauöalækur: Kaupf. Rangæinga
Hella: Kaupf. Þór
Þykkvibær Versl. Friðriks Friðrikssonar
Flúöir: Versl. Grund
Selfoss: Kaupf. Árnesinga
Hverageröi: Bygg.v.versl. Hveragerðis
Njarðvík: Kaupf. Suðurnesja, Samkaup
Keflavik: Versl. Stapafell
Ráðstefna Félags viðskiptafræðinga
og hagfræðinga um
FJÁRLÖGIN OG EFNAHAGSLÍFIÐ
á Hótel Sögu Átthagasal fimmtudaginn 29. október 1987
14.00 Mæting
14.10 Setning
Kristján Bj. Ólafsson, formaður
fræðslunefndar FVH.
14.15 Ávarp
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráftherra.
14.30 Fjárlögin1988
GunnarH. Hall, skrifstofustjóri,
fjártaga- og hagsýslustofnun.
14.55 Fjárlöginog
efnahagslífið
Óiafur isleifsson, efnahagsráö-
gjafi ríkisstjómarinnar.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvaemdastjóriVRl.
16.00 Kaffi
16.30 Pallborðsum-
ræður um fjárlögin
Umræðustjóri Þðröur Friðjðns-
80n,foretjóriÞjóðhags-
stofnunar.
VHhjálmur Egibson, framkv-
stjóriVRl.
Tryggvi Pálsson, framkvstjóri
ijármálasviðs LÍ.
Víglundur Þorsteinsson,
formafiur Fll
17.45 Ráðstefnulok