Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 45 Panda Björn Jæja, hér kemur gæludýr október- mánaðar, eins og ég lofaði. Þetta er panda bangsi, og hann er um 40 sentímetra hár. Það er sérlega gaman að sauma þennan bangsa, og ekki svo erfitt ef farið er ná- kvæmlega eftir númerunum á sniðunum. Panda bangsinn er tvílitur, eins og sjá má á myndinni, og saumað- ur úr loðefni (plussi). í hann fara um 35 sm. af ljósa litnum og 25 sm. af þeim dökka - og svo auðvit- að uppfyllingarefni, plast nef og augu. Eins og ég hef áður bent á fæst mikið úrval af þessum litlu fylgihlutum f Saumasporinu f Kópavogi, og eins í Litum og föndri við Skólavörðustíg. Ég sá lfka mik- ið úrval af allskonar plussefni í Vogue við Skólavörðustíg. (mynd nr. 2) Úr ljósa litnum: Nr. 106: Búkur, 2 stk. Nr. 107: Bak, 2 stk. Nr. 108: Fram og afturhluti höf- uðs, 2 stk. Nr. 109: Trýnið, sett á brot - snfðið 1 stk. Úr dökka litnum: Nr. 110: Ytri handleggur, 2 stk. Nr. 111: Innri handleggur, 2 stk. Nr. 112: Ytri fótleggur, 2 stk. Nr. 113: Innri fótleggur, 2 stk. Nr. 114: Sóli, 2 stk. Nr. 115: Eyru, 4 stk. Nr. 116: Augnstykki, 2 stk. Nr. 117: Rófa, 2 stk. Öll snið klippt með 1 sm. saum- fari, og gætið þess að láta snúa rétt í plussefninu. Panda bangsinn er saumaður saman á eftirfarandi hátt: Sniðin eru lögð saman rétt móti réttu, köntunum tyllt saman með títuprjónum (þvert á efnið), hárinu ýtt vendilega innundir, og mér finnst bezt að sauma með þéttu sig-sag spori. Höfuð: Eyrun saumast saman rétt mót réttu, þeim snúið við og þau þrædd á efri afturhluta höfuðs milli þverstrika (saumur 10). Höfuðstykkin lögð saman rétt mót réttu þannig að fremra höfuð- stykki liggi á þvf aftara, og stykkin saumuð saman (saumur 11), eyrun tekin með. Frá réttunni saumast augnlappinn á fremra höfuðstykki f höndunum (saumur 12-13). Sfðan leggjast hinir tveir helmingar höf- uðsins á hvorn annan, og þið saumið fremri og aftari miðsaum. Á trýninu saumast fyrst saman miðsaumamir, sfðan þversaumam- ir. Trýnisstykkið saumað á rúnnaða kantinn á fremra höfuðstykki, höfðinu snúið við og augun saumuð í. Handleggir: Saumið innri og ytri handleggssstykkin saman rétt mót réttu, og snúið þeim síðan við. Fótleggir: Innri og ytri fót- stykkin saumuð saman rétt mót réttu. Sólamir saumaðir á og fót- leggjastykkjunum snúið við. Saumið saman miðsauminn á maga og baki. Saumið hliða, axla og rass sauma. Handleggir og fótleggir saumað- ir við þar sem númerin segja til um. Búknum snúið við og hann og höfuðið fyllt með troði. Hálskantur- inn rykktur þar til hann mælist um 30 sm. Höfuðið saumað á í höndun- um með sterkum þræði. Saumið saman rófuna, snúið henni við og troðið f hana. Hún svo saumuð á f höndunum. Um 5 sm. frá nefinu þræðið þið með nál og enda allt f kringum trýnið þar til tota myndast að fram- an, festið svo endann vel. Að lokum er svo nefið límt eða saumað á samanber mynd. Að vanda geta þeir sem áhuga hafa fengið send snið af Panda Bimi í réttri stærð með því að skrifa til Dyngjunnar. Utanáskrift- in er Dyngjan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Góða skemmtun, Jórunn. Slátrað allt árið á Höfn Höfn, Homafirði. HAUSTSLÁTRUN hjá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga er nú að mestu lokið. Slátrun á vegum félagsins fer fram á þremur stöð- um: Á Höfn, Djúpavogi og í Oræfum. Á Höfn var slátrað 21.418 dilk- um, alls 298.721 kg, 1.267 full- orðnu 27.149 kg. Meðalvigt innlagðra dilka 13,70 kg. í Öræfum voru dilkar 5.127 sem voru 77.432 kg, fullorðnu 402 sem voru 9.082 kg. Meðalvigt innlagðra dilka 14,83 kg. Á Djúpavogi voru dilkar 9.060 sem vógu 133.022 kg, fullorðnir 844 sem vógu 20.148 kg. Meðalvigt innlagðra dilka 14,35 kg. Inn í tölu frá Höfn em 633 dilk- ar sem slátrað var í sumar. í sláturhúsinu á Höfn fer annars fram slátmn allt árið. Fram til loka september hafði verið slátrað 438 svínum, 23.229 kg og 440 nautgrip- um sem vógu 61.160 kg. Slátrað er að jafnaði um 50 gripum af hvorri tegund á mánuði. Einhverju lítilræði er óslátrað á Höfn en í hinum húsunum er slátr- un lokið. Sláturhússtjóri KASK er Einar Karlsson. - JGG Sókn mótmæl- ir söluskatti á matvæli FUNDUR stjómar og trúnaðar- ráðs starfsmannafélagsins Sóknar, haldinn 19. október, sendir frá sér svohljóðandi álykt- un: „Stjóm og trúnaðarráð Starfs- mannafélagsins Sóknar mótmælir harðlega fyrirhuguðum söluskatti á matvæli. Slík kjaraskerðing bitnar harðast á þeim er síst skyldi. Þá átelur stjóm og trúnaðarráð Stafsmannafélagsins Sóknar ríkis- stjómina og borgarstjóm Reykja- víkur harðlega fyrir hækkun þá á opinberri þjónustu er dunið hefur yfir undanfarið. Opinber þjónusta hefur hækkað langt umfram þær kjarabætur er fengust fram 1. októ- ber sl. Sijóm og trúnaðarráð Starfs- mannafélagsins Sóknar lýsir undmn sinni á aðgerðum þessum á hendur alþýðu landsins á þessu síðasta mess- eri gildandi kjarasamnings, og bendir á að fólk með laun á bilinu 29.975 til 36.686 hefur ekki greiðsluþol til að bera slíkar álögur. WordPerfect Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun ritvinnslukerfisins WordPerfect. FORRITIÐ ER Á ÍSLENSKU OG MEÐ ÍSLENSKU ORÐASAFNI. Dagskrá: ★ Helstu grundvallaratriði í DOS ★ Byrjendaatriöi í WordPerfect ★ Helstu skipanir við textavinnslu ★ Verslunarbréf og töflusetning ★ Dreifibréf ★ Gagnavinnsla ★ íslenska orðasafnið og notkun þess ★ Umræður og fyrirspurnir Tími: 27.-29. okt. kl. 13-17 Innifalin í námskeiðsgjaldinu er nýja WordPerfect bókin. VR og BSRB styðja sína félaga tií þátttöku á námskeiðinu. Inniritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Borgartúni 28 Leiðbeinandi: Manhías Magnússon, rithöfundur benger klORHEIM TILBOÐSVIKA Mánudag 26. og þriðjudag 27. okt.: - allt á tilboðsslánni á 3000 kr. Miðvikudag 28. og fimmtudag 29. okt.: -alltátilboðsslánniá 2000 kr. Föstudag 30. og laugardag 31. okt.: -alltátilboðsslánni á 10OO kr. Allt góðar vörur Hverfisgötu 105, s. 23444. TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.