Morgunblaðið - 31.10.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 31.10.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 45 Sljörnudagur á Hellu Selfossi. HELLA og Hellubúar verða I brennidepli hjá útvarpsstöðinni Stjörnunni i dag, laugardag. Þá verður bein útsending í gangi frá Hellubíói milli klukkan 13 og 16,00. Fyrirtæki á Hellu verða þennan dag með vörukynningar og afsláttartilboð allan daginn . Skemmtikraftar munu koma fram í Hellubiói og viðar og allt gert til að stemmningin verði sem líflegust. Stjömumenn verða með tækja- búnað sinn í Hellubíói. Fólk getur fylgst þar með útsendingunni og þeim skemmtikröftum sem koma fram. Kaffíhlaðborð frá Grillskálan- um verður á boðstólum og meðal þess sem verður á döfínni í bíóinu er getraun frá Trésmiðjunni Rangá. Bjössi bolla verður með uppákomur í Hellubíói og Hjörtur Benediktsson mun herma eftir landskunnu fólki. Sumarhús Mosfells verða til sýn- is og þar í tjaldskálanum verður Vörufell með sýningu á garða- og garðskálaskrauti. Þar verður einnig snyrtifræðingur frá Rangárapóteki, Ljósá verður með vörukynningu, ferðakynning verður þar frá Um- boðsskrifstofunni og Bflaþjónustan kynnir vörar og þjónustu. A sumar- húsasvæðinu býður Grillskálinn upp á kaffíhlaðborð svo gestir fari ekki þurrbijósta hjá garði Sláturhús Kaupfélagsins Þórs hf verður til sýnis svo og kjötfram- leiðsla þeirra. í verslun kaupfélags- ins verðir vörakynning á kjötvörum og þær á kynningarverði. Þar verða einnig Holtakjúklingar á afsláttar- verði og vörar frá Ölgerðinni á sérlega góðu verði. Úr versluninni er stutt í kaffíhlaðborð í húsakynn- um Grillskálans. Hjá Mosfelii og Tjaldborg verður sérstök kynning á Pfaff saumavél- um og saumavélaborðum. Sérfræð- ingur frá Pfaff verður í versluninni og kennir og leiðbeinir fólki. Þar verður einnig sýning á heimilistækj- um frá Candy og Brown, auk þess sem tilboðsverð verður á fram- leiðsluvöram Tjaldborgar og Mosfeils og iofað er spennandi get- raun í versluninni. Hjá Kjötvinnslu Jonasar verður grillað allan daginn og sérstakt kynningarverð verður þar á kjötvör- um. Þar verður hægt að vinna sér kjöt í verðlaun í getraunaleik. Sam- verk hf verður með opið og mun sýna og kynna framleiðslu sína, hiaðgler, spegla og fleira. Gíslabak- arí verður með vörakynningu og smakk og Vídeóleigan með kjmn- ingu. Það munu allir leggjast á eitt með Sijömumönnum að gera dag- inn eftirminnilegan. Búist er við að fólk sjái sér hag í því að heim- sækja Hellu á morgun enda era Hellubúar góðir heim að sækja. Sig.Jóns. Þeir hafa ekki búið til samfellt lífeyriskerfí allra landsmanna og jafnframt hafa þeir ekki með fram- varpinu nálgast það að öllum lífeyr- isþegum verði tryggður viðunandi heildarlífeyrir sem fylgi þróun kaupgjalds. Þeir hafa heldur Qar- lægst þetta. Ef frumvarpið verður samþykkt, hafa þeir að vísu nálgast það markmið að auka jöfnuð meðal landsmanna, en þá með því að rýra réttindi ríkisstarfsmanna og færa þá niður á við, í átt til hinna. Þann- ig verða allir illa settir. Þetta má Ifklega kalla jöfnun lífeyrisréttinda. Að lokum. Það er ljóst að allir ríkisstarfsmenn meta núverandi lífeyrisréttindi mikils. Þessvegna má ekki á nokkum hátt tefla þess- um réttindum í tvísýnu. Það er mat lögfræðinga að bráðabirgðaákvæði fi-umvarpsins, sem þú staðhæfír að tryggi öll réttindi ríkisstarfsmanna, geri það því miður ekki. Ýmis vafa- atriði era til staðar og hvergi er í bráðabirgðaákvæðinu afdráttar- laust tekið fram að lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna verði eftir gildi- stöku laganna óbreytt frá því sem nú er. Þessvegna getum við ekki samþykkt þessa lagasetningu og þá aðferð sem þar er viðhöfð við mat á lífeyrisréttindum okkar. Svo lengi sem nokkur vafí leikur á að réttindin verði að fullu virt, er það skylda okkar að spyma við fótum, mótmæla og veija réttindi okkar. Með vinsemd og virðingu. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Jeppi valt við Sandskeið JEPPI valt á Suðurlandsvegi, skammt frá Sandskeiði, á sunnu- dag. Engin slys urðu á fólki. Við veltuna lagðist þak jeppans saman og hann er mikið skemmdur að öðra leyti. Talið er að óhappið megi rekja til hálku, sem var alln- okkur á þessum slóðum um helgina. GLUGGAR • GLUGGATJÖLD GLERSTEINAR • ARKITEKTÚR DEPLAMÁLNING • MATUR PEYSUUPPSKRIFTIR • TEPPI í GARÐINUM AÐ HAUSTLAGI ÁSKRIFTARSÍMI 83122 f LITAG Litið á litaval á utanhúss málningu í Reykjavík og víðar INNLIT: DRAUMAHÚS Ólafar Kjaran og Hilmars Knudsen Höfundur er formaður IHiMR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.