Morgunblaðið - 01.11.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 01.11.1987, Síða 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 9 Minning eftir SR. HALLDÓR GUNNARSSON Það vetrar eftir gott sumar og haust. Dagurinn styttist og það er næstum eins og myrkrið þyng- ist. Sannarlega hefur þetta áhrif á okkur, sálarlíf okkar og geð, vinnuafköst og framkomu, þannig að allt virðist erfíðara en áður. Sagt hefur verið að þetta sé tími uppgjafar hjá mörgum í margs- konar aðstæðum: I erfíðri fjár- hagsstöðu, í leiðinlegri vinnu, í stormasömu hjónabandi, í veik- indum, sorg eða þjáningu, í einmanaleika eða einhveiju ámóta. Erfiðleikamir mæta okkur allt- af í einhverri mynd en þó með misjöfnum þunga. Það má segja að erfiðleikamir séu kennslu- greinar lífsskólans, sem við verðum öll að ganga í gegnum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og þá skiptir svo miklu við- horf okkar, hvemig við mætum erfíðleikunum — myrkrinu og haustinu. í myrkri kveikjum við ljós og þegar vetrar þá höfðum við áður reynt að búa okkur undir vetur- inn. Eins er með erfíðleikana. Við verðum að læra að lifa með þeim, reyna að kveikja okkar sálarljós og búa okkur undir það sem kem- ur. Við lifum ekki þessa lífsbar- áttu til að gefast upp. Það er alltaf til leið til lausnar. Ein leiðin er að líta til annarra sem erfíðari baráttu hafa háð og hrinda þannig vorkunnsemi á braut. Við getum hugsað til for- feðra okkar, sem þetta land byggðu, lífsbaráttu þeirra og hvemig fátækt, hungur og drep- sóttir hafa komið í þeirra garð. Við lifum þægindi dagsins í dag vegna þess að forfeður okkar sigr- uðu erfíðleikana, byggðu einstæð hús úr torfí og grjóti, sem stóðu af sér kulda og veðráttu þessa lands, kveiktu ljós á grútarlömp- um, unnu mó úr mýri, hirtu sprek af fjöru, nýttu allt matarkyns, þannig að ekkert fór í súginn og vom þannig að öllu leyti sjálfum sér nógir með nytjum dýra og þess sem sjórinn gaf. í byijun vetrar, þegar jörðin talar til okkar um hrömun og dauða og myrkrið leggst svo þungt að, þá kemur til okkar einn af þessum fomu kirkjudögum, sem á sér hefð alla leið til frum- kristninnar. Við nefnum þennan fyrsta sunnudag í nóvember allra heilagra messu. Heitið er fomt og allt sem því er tengt virðist fjarri. En er svo? Stendur okkur ekki nærri minning um látna ást- vini? Er hún ekki í hugskoti okkar, minningin, svo sterk og nálæg, um allt það góða sem ástvinur okkar gerði eða minningin um baráttu hans og hvemig hann var veitandi, sá sem huggaði og gladdi? Ég er viss um að þú sem þessar línur lest átt sterka minn- ingu um látinn ástvin, einn eða fleiri, minningu, sem er þér kær og þó ef til vill enn meir. Þessi minning getur verið hluti af lífí þínu, þannig að þér sé nauðsyn- legt að minnast og þakka. Dagurinn í dag er þessi þakkar- dagur sem kirkjan þín vill helga minningu þeirra sem famir eru á undan okkur, að við hvert um sig minnumst þeirra og þökkum allt það góða og kærleiksríka, sem tengist minningu þeirra. Sumar af þessum minningum tengjast okkar mestu hamingju og þvi er- I 20. sd. e. Trin. Allra heilagra messa. Mt. 5; 1.-12. um við minnt á hvað lífíð er stórkostlegt í því að eiga ástvini að, að hafa átt föður og móður, sem hlúðu að í bemsku, leiddu, kenndu og gáfu. Aðrar minningar leiða okkur að þjáningunni, dauða ástvinarins, veikindum og sökn- uði. Þessum minningum getum við einnig mætt með þakkarhug og fyrirbæn. Það er ljósið sem við kveikjum til að hrekja myrkrið á braut. í orðum heilagrar ritningar sem tilhejrra þessum degi er ljósgeisl- anum beint á sæluboðorð Fjall- ræðunnar: „Sælir em fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir era syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir era hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sælir era þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir era miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir era hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir era friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kall- aðir verða." Það er engin uppgjöf í þessum orðum Fjallræðu Jesú Krists. Það er fyrirheiti sem nær út fyrir vet- urinn og myrkrið — nær til framtíðar, handan grafar, til hússins hans með herbergjunum mörgu. Fyrirheitin um hamingju ná til okkar allra og ástvina okk- ar, hvert svo sem hlutskiptið er, aðeins að við lifum stundina, heyr- um fagnaðarboðskapinn og breytum eftir honum. Við búum okkur undir veturinn með því að taka þátt í kjöram annarra af hógværð og með réttsýni og við hrekjum myrkrið á braut með því að kveikja ljós kærleika í bijósti okkar til ástvina og ættingja. Og við minnumst þeirra einnig með þessum sama trúargeisla. Minningardagurinn er haldinn í vetrarbyijun. Fölnandi fegurð sumarsins er fyrir augum og haustið að líða hjá. Þannig er einnig um lífíð allt. Við lifum sjálf þessa vetrarkomu á ævikveldi, en þá er fram undan nýtt vor, sem Drottinn Jesús Kristur hefur gefíð okkur fyrirheiti um í orði sínu. Lína G. Atladóttir Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni erlifandi peningamarkaður og persónuleg þjónusta. Margrét Hinriksdóttir FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Sigrún Ólafsdóttir Stefán jóhannsson Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18 og laugardaga kl. 10 - 14 LIFANDIPENINGAMARKAÐUR í KRINGLUNNI SKULDAB líf. OG HEIL euro-krediti bréfavidskipti Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 30. okt. 1987: Kjarabréf 2,385 - Tekjubréf 1,256 - Markbréf 1,214 - Fjölþjóðabréf 1,060

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.