Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
Pábnar Smári Gunnarsson með eiginkonu sinni, Súsönnu Reginu Gunnarsdóttur, og bömunum Siguriaugu Isabelhi og Jónaá Hannesi. Þegar myndin var
tekin vom tveir úr Qölskyidunni fjarverandi, þdr Þorgeir Kristján og ESnar Hafsteinn.
Ég b>ggi á því að eitthvað
mikihægt bíði mín í lífinu
SEGIR PÁLMAR SMÁRIGUNNARSSON SEM KOMST
LÍFS AF ÚR FLUGSLYSINU í LJÓSUFJÖLLUM
Fólki er sjálfsagt enn í fersku minni hörmulegtflugslys sem varð
5. apríl 1986. Flugvél frá Flugfélaginu Emir á ísafirði hrapaði í
Ljósufjöllum á Snæfellsnesi með þeim afleiðingum að fimm manns
fómst en tveir björguðust eftir að hafa beðið hjálpar í rúmar tíu
klukkustundir í flugvélarflakinu, stórslasaðir og ískaldir. Annar
þeirra, Pálmar Smári Gunnarsson, missti sambýliskonu sína og 11
mánaða dóttur í slysinu. Hann skýrði frá reynslu sinni í Morgun-
blaðinu eftir slysið á þann hátt að enginn sem las var ósnortinn.
Nú, einu og hálfu ári
seinna, er Pálmar
Smári að finna sér fót-
festu aftur í lífinu.
Hann er kvæntur á ný,
Súsönnu Regínu Gunnarsdóttur, og
vinnur nú hjá lögreglunni í
Reykjavík, en Pálmar var lögreglu-
maður á ísafirði fyrir slysið.
Morgunblaðinu lék hugur á að
kynnast því hvemig Pálmari gengi
að takast á við lífið eftir þá reynslu
sem hann varð fyrir.
„Ég get ekki neitað því að ég
hugsa enn mikið um slysið," sagði
Pálmar Smári í upphafi samtalsins.
„Eins og ég hef sagt við marga
held ég að ég muni aldrei vilja nein-
um svo illt að lenda í svona. Þetta
var svo ólýsanlega hræðilegt, að
sitja þama allan þennan tíma í flug-
vélarflakinu með dáið fólkið í
kringum sig. Ég fann það um dag-
inn, þegar kom smá hríðarmugga,
að snjór og rok fara mjög illa í
mig. Eg áttaði mig ekki fyrst í stað
á af hveiju þetta stafaði, en þegar
ég fór að leggja saman tvo og tvo
komst ég að raun um að þetta vom
eftirköst slyssins sem enn koma
fram með þessum hætti."
— Sérðu enn fyrir þér í huganum
slysið og biðina eftir björguninni?
„Ég gæti lýst í smátriðum at-
burðarásinni frá því við lögðum af
stað frá ísafirði; þetta stimplaðist
svo inn í mig. Það þarf lengri tíma
til að þetta dofni aðeins, en ég verð
að læra að lifa með þessari hugsun
því hún á eftir að búa með mér
alla mína ævi. Auðvitað er þetta
ofboðslega sárt, en ég verð að sætta
mig við það.“
Hvers vegna að
vera að þessu?
— Var ekki erfitt að fara út í
lífíð aftur eftir slysið?
„Ég get ekki neitað því. A tíma-
bili var ég gjörsamlega að sökkva
niður í svartnættið. Mér fannst lífíð
ekki hafa neinn tilgang. Mér fannst
fjölskylda mín hafa verið hrifsuð
frá mér og ég hugsaði því oft; til
hvers að vera að þessu? Ég veit að
allir fara þegar þeir eiga að fara
og ég hef greinilega ekki átt að
fara þama. En sú hugsun sótti oft
að mér og sækir enn; hvers vegna
tók Guð ekki mig og leyfði mæðg-
unum að lifa. Það átti ég virkilega
erfítt með að sætta mig við.
Á þessum tíma, þegar mér leið
sem verst, komu góðir vinir mínir,
ættingjar og konan mín, og sögðu
við mig. „Þú verður að átta þig á
því að fyrst þú komst af bíður þín
eitthvað mikilvægt í lífínu.“ Á þessu
hef ég reynt að byggja, að það bíði
mín eitthvað mikilvægt sem ég
þurfí að takast á við og þess vegna
fæ ég að lifa áfram.
Trúin hefur hjálpað mér mjög
mikið. Ég hafði mína bamatrú, en
fyrir fjórum árum varð ég fyrir
áfalli og þá tók ég trúna af alvöru
inn í mitt líf. Trúin og bænin hafa
hjálpað mér mjög mikið. í þessu
þjóðfélagi okkar virðist það vera
ríkjandi viðhorf að þeir sem biðja
og þora að segja frá sinni trú séu
ekki í fullkomnu lagi. En ef fólk
reynir að biðja virkilega heitt fínnur
það að þetta er engin vitleysa. Þetta
er ekki aðeins mín reynsla þótt ég
geti aðeins talað fyrir mig. Þótt
mikið af góðu fólki hafí hjálpað
mér er ég ekki viss um að ég stæði
þar sem ég stend í dag ef ég hefði
ekki haft trúna."
Hugsa um góðu
stundimar
— Slysið og fjölskyldumissirinn
hefur þá ekki orðið til að draga úr
trúnni?
„Néi, þvert á móti. Auðvitað er
það ofboðslega sárt að missa fjöl-
skylduna á þennan hátt og ég var
lengi að skilja þetta. Enn er ég
ekki sáttur við það þótt ég reyni
eftir bestu getu að hugsa um góðu
stundimar sem við áttum, þegar
sorgin þyrmir yfir mig og mér fínnst
allt vonlaust. En það er einhver til-
gangur með því að ég fékk að lifa
og það er einnig tilgangur með því
að þær vom teknar. Þær eru héma
í kringum mig og ég hef fundið
fyrir þeim marg oft þótt ég sjái þær
ekki og ég veit að þeim hefur verið
ætlað eitthvað meira hlutverk hin-
um megin.
Fólk hefur auðvitað mismikla trú
á framhaldslífí, en ég veit að þeim
líður orðið vel, ég hef fengið boð
Þrýsti barninu að
mer og reyndi að
verja konuna mina
Mestu
vinnu-
deilur í
(itTnfrí-Wni
Forsíður Morgunblaðsins þriðjudag og miðvikudag eftir slysið í
Ljósufjöllum 5. april 1986.
um það. Konan mín var ósátt við
að vera kippt í burtu en það er að
lagast og þær eru ánægðar nú. Ég
veit að við eigum öll eftir að hittast
aftur hinum megin og ég hef reynt
að hafa það hugfast.
— Þú ert kominn með nýja fjöl-
skyldu. Hjálpar það þér ekki mikið?
„Ég kynntist konunni minni á
síðasta ári og hef fengið að heyra
frá mörgum að ég hafí farið út í
samband allt of fljótt. Fólk getur
auðvitað haft sínar skoðanir á því,
en ég þarf einhvem mér við hlið
til hjálpar. Ég áleit að þetta myndi
hjálpa mér mikið sem það og gerði.
Sú hugsun að hafa fjölskyldu til
að snúa til og eitthvað til að lifa
fyrir er mikilvægt því í slysinu var
§ölskylda mín bókstaflega þurrkuð
út. Ég veit að þetta hefur verið
erfítt fyrir konuna mína og það
hefur ýmislegt gengið á. Sem betur
fer hefur það allt farið vel og sam-
band okkar nú er mjög gott og
ekki farið aftur í mitt fyrra starf
sem lögreglumaður og fékk mig því
fluttan til Reykjavíkur þar sem ég
gat fengið létt starf. Fyrrverandi
yfírmaður minn á ísafírði hjálpaði
mér mjög mikið við að komast að
hér og yfirmenn mínir hér hafa
reynst mér frábærlega, allir sem
einn.“
— Nú varst þú fyrir rúmu ári
fullfrískur í blóma lífsins. Finnst
þér ekki erfitt að þurfa allt í einu
að vera svona mikið upp á aðra
kominn?
„Mér fínnst það mjög erfítt því
ég hafði séð mikið um mig sjálfur
í minni vinnu og staðið mig vel að
ég tel. Því var mjög erfítt að vera
kippt út úr raunverulega lífínu á
þennan hátt. Ég reyni þó að sætta
mig við það að ég næ aldrei því sem
ég náði áður.
Aldrei aftur í
litla flugvél
traust."
Aðeins brot
af sjálfum mér
— Áttirðu lengi í meiðslunum
sem þú hlaust í slysinu?
„Ég er búinn að eiga í þeim bók-
staflega fram á þennan dag og er
enn að fara í uppskurði. Það er
raunar aðeins brot af sjálfum mér
eftir. Áður vann ég mikið, vann
erfíðisvinnu og var á ferð og flugi.
Nú sit ég inni á skrifstofu frá 9 til
5 og vinn vinnu sem ég hef aldrei
unnið áður. Það er einfaldlega
vegna þess að ég er ekki maður til
neinna átaka.
Hendin er nær máttlaus og ég
get ekki hlaupið vegna þess að
annar fóturinn er máttlaus. Ég gat
— Hefurðu ferðast með flugvél
síðan þetta gerðist?
„Ég fór í flugvél vestur á ísa-
fjörð til að vera við jarðarförina og
það var óskaplega erfitt. Þetta tók
ofboðslega á; vélin þurfti ekki ann-
að en hreyfast örlítið til að ég
upplifði hreinlega slysið aftur.
Síðan ferðaðist ég til útlanda í boði
Flugleiða í vetur. Ég er mjög þakk-
látur Sigurði Helgasyni, forstjóra
Flugleiða, fyrir það boð því ég
þurfti virkilega á því að halda að
fara í flugvél. Auðvitað var það
erfítt, en ég held að ég sé nú búinn
að ná úr mér versta skrekknum.
Upp í litla vél fer ég þó ’aldrei aft-
ur. Ég hef verið á leiðinni til ísa-
fjarðar í eitt og hálft ár, en hef
ekki náð að setja í mig kjark enn
til að fara þangað. Þangað færi ég
með Fokker.
í framhaldi af þessu er vert að
það komi fram að fólk sem ferðast
í flugvél er svo að segja ótryggt.
Það er tryggt fyrir 36.500 gullkrón-
ur í flugvél fyrir örorku og dauða
sem jafngildir nú um 800 þúsund
krónum. Það kemur síðan í ljós að
litla stúlkan okkar, sem ég hélt í
fangi mér í flugvélinni, eins og fólk
gerir yfirleitt, virðist hafa verið al-
gerlega ótryggð. Mér var tilkynnt
að hún hefði verið ómálga bam og
því væri ekki skylt að greiða bætur
vegna hennar. Þótt ég fengi óend-
anlegar Qárhæðir fengi ég dóttur
mína aldrei bætta því auðvitað er
ekki hægt að meta mannslíf til
peninga. Mér skilst að farþegi í bíl
sé tryggður fyrir margar milljónir
meðan farþegar í flugvél eru aðeins
tryggðir fyrir brot af þeirri upphæð.
Það er ekki auðvelt né gott fyrir
taugamar að vera að reyna eftir
bestu getu að komast út í lífið og
þurfa síðan að standa í rifrildi og
málarekstri vegna tryggingamála.
Það er greinilega ástæða til að vara
fólk við þessu, en það virðist ekki
átta sig á að það er nær ótryggt
Því fínnst ekki taka því að kaupa
sérstaka ferðatryggingu þótt það
hoppi upp í flugvél innanlands, eins
og það gerir þegar það ferðast til
útlanda. Ég held að fólk myndi með
glöðu geði greiða hærri fargjöld ef
það væri til að auka tryggingar
flugfarþega.“
Fólk horf ir á
úr fjarlægð
— Allir lesa um slys á borð við
það sem þú lentir í en fæstir lenda
í þeim. Nú ert þú einn af þeim sem
lendir í slysi og aðrir lesa um.
„Ég hugsaði oft, eins og ég er
handviss um að allir hugsa, að það
kemur ekkert fyrir mig. En fólk
verður einfaldlega að gera sér það
ljóst að það getur, fyrr en varir,
legið uppi á gjörgæsludeild milli lífs
og dauða. Eg ætlaði að skreppa
suður til Reykjavíkur eina helgi
þegar ég átti frívaktir og ég er
ekki farinn vestur á ísafjörð enn
eftir eitt og hálft ár.
• Sem lögreglumaður vildi ég
gjaman koma því að, að umferðin
og aksturinn í Reykjavík er alveg
hroðalegur. Ef fólk hugsar um hvað
getur gerst — á einu sekúndubroti
er það orðið örkulma aðeins vegna
ógætilegs aksturs. Þið blaðamenn
skrifíð um slysin, sem er mjög gott
ef það er gert á réttan hátt. En það
vantar oft að fylgst sé með fólki
sem lendir í slysum, um hvemig
því tekst að komast á fætur aftur.
Það er mikið talað um slys þegar
þau verða, en síðan fjarar umræðan
út og enginn veit hvað verður um
þetta fólk. Ef afleiðingar slysa eru
alvarlegar þarf að sýna fólki þær,
svo framarlega sem viðkomandi er
því samþykkur. Það getur kannski
orðið til þess að fólk fer að hugsa
og það fínnst mér oft vanta.“
— Ef það sem þú ert að segja
núna verður til þess að bjarga ein-
hverjum frá slysum og dauða fínnst
þér þá jafnvel að einhverjum til-
gangi sé náð með að þú lifðir af
slysið?
„Ef þetta gæti orðið til þess að
bjarga þó ekki nema einum fyndist
mér tilganginum náð. Ef þetta yrði
til þess að fleiri fæm að hugsa yrðu
þessi slys ef til vill ekki eins hræði-
leg og raunin er. Fólk stendur oft
í fjarlægð, les um slysin í blöðunum
og segir; „Guð minn góður, þetta
er voðalegt" og svo er það búið og
gleymt. En þegar fólk stendur
skyndilega frammi fyrir bláköldum
raunveruleikanum, að makinn eða
bömin þeirra eða nánir ættingjar
eru örkumlaðir eða látnir eftir slys
þá áttar það sig, en þá er það of
seint."
Pálmar Smári vildi að lokum
þakka öllum þeim sem sýndu hori-
um hlýhug dagana eftir slysið. „Ég
fékk kveðjur frá fjölda fólks og
gjafír sem yljuðu mér mikið og
gáfu mér styrk. Ég fékk meðal
annars senda áritaða biblíu frá
móður leikfélaga minna þegar ég
var 4-5 ára gamall og hún þekkti
mig aftur af viðtölunum sem tekin
voru við mig eftir slysið," sagði
Pálmar Smári Gunnarsson. -GSH