Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
mátt eyða meiri tíma í að heimsækja
það á meðan það var á lffi. Ég ráð-
legg einnig ættingjum að skipuleggja
heimsóknimar á sjúkrahúsin, koma
ekki allir í einu heldur dreifa heim-
sóknunum. Ef fólk er tímabundið þá
ætti það alls ekki að koma i bytjun
heimsóknartímans og fara í miðjum
tíma, heldur koma frekar seinna og
fara um leið og fólkið er að fara frá
öðmm sjúklingum. Þetta er sálrænt
atriði sem getur haft mikið að segja.
Ég hef líka aðeins umgengist van-
gefið fólk á Vistheimilinu Sólborg á
Akureyri. Ég byijaði á því að heim-
sækja mann héðan sem þar er
vistmaður og hef síðan eignast fjölda
kunningja þar og núna fer ég alltaf
á Sólborg þegar ég kem til Akur-
eyrar. Það er ekki til þakklátara fólk
fyrir það litla sem maður gerir fyrir
það.“
Fréttaritari Morgnn-
blaðsins í hálfa öld
Silli hefur verið fréttaritari Morg-
unblaðsins á Húsavík í 50 ár. Hann
og Bjöm Jónsson á Höfðaströnd,
Bjöm í Bæ, em þeir fréttaritarar
blaðsins sem lengst hafa starfað.
Silli segir að Valtýr Stefánsson rit-
stjóri hafi ráðið sig þegar hann, innan
við tvítugt, kom suður í Verslunar-
skólann og segir að þeir starfsmenn
sem þá vom við blaðið séu allir hætt-
ir, flestir fyrir löngu.
Silli nefnir tvö eftirminnileg atvik
úr fréttaritarastarfinu. Minnisstæð-
asti atburðurinn er þegar Súðin varð
fyrir árás Þjóðveija djúpt út af
Skjálfanda 16. júni 1943. Segist
hann hafa látið Morgunblaðið vita
og síðan hafi hann verið beðinn að
taka myndir af skipinu þegar það
kom að landi. Höfðu Morgunblaðs-
menn fengið til þess leyfi hjá setulið-
inu. „Ég fór um borð, en var
stöðvaður af vopnuðum yörðum, sem
mættir vom með alvæpni. Tjáði ég
þeim að ég hefði leyfí, en þeir tóku
af mér myndavélina og ætluðu að
kanna máíið. Niðurstaðan varð sú
að ég fékk vélina aftur og leyfi til
að mynda á mínu gömlu og lélegu
vél og ég held að það séu einu mynd-
imar sem til em af þessum atburði."
Hann nefnir einnig aprílgabbið frá
1960. Þá sendi hann suður tilbúna
frétt um risalax (88 punda!) sem
átti að hafa veiðst við Grímsey, með
þeim skilaboðum að fréttin mætti
ekki birtast í blaðinu fyrr en 1.
apríl. Stækkaði hann upp mynd af
laxi þannig að það leit út fyrir að
sjómaðurinn héldi á risalaxi. Þetta
aprílgabb heppnaðist svo vel að það
var birt í „Öldinni okkar“ og myndin
með, athugasemdalaust eins og heil-
agur sannleikur.
Fýrstu árin annaðist Silli líka
dreifingu Morgunblaðsins á Húsavík.
Þá komu þangað 10 eintök og vom
áskrifendumir ekki svo margir. Hann
fór óvenjulegar leiðir í sölunni. Setti
upp Morgunblaðssjálfsala í forstofu
sparisjóðsins og segir að það hafi
bara gengið vel.
Silli segir að sér hafi líkað frétta-
ritarastarfið vel. Hann hafi bara
haft of lítinn tíma til að sinna því,
en nú þegar rýmra yrði með tíma
ætlaði hann að reyna að senda meira
af fréttum frá Húsavík. Hann segir
að sér hafi alltaf leiðst að senda
hörmungafréttimar og verði að við-
urkenna að hann sé lélegur í þeim.
En hann hafi litla gagnrýni fengið á
fréttir sínar frá Húsavík enda hafi
hann reynt að vera vandur að heim-
ildum.
Annað áhugamál Silla, sem raunar
tengist fréttaritarastarfínu, er ljós-
myndun. Hann hefur tekið mikið af
myndum af fólki, byggingum og at-
burðum á Húsavfk og nágrenni og
hefur útbúið hluta þeirra til sýning-
ar. Hann segist hafa mest gaman
af að taka heimildarmyndir, en á
ámnum eftir 1950 var enginn ljós-
myndari starfandi á Húsavík og hafi
hann þá oft verið beðinn að mynda
fólk. „Þá gekk ég í hús og ljósmyn-
daði eingöngu böm sem engar
myndir vom til af. Þetta vildi ég
gera ef bömin myndu deyja. Það
hefur komið fyrir að ég hef átt einu
myndimar af bömum sem hafa dáið
og getað látið ættingjana hafa þær.“
Annáll Húsavíkur
sendur til brottf luttra
Silli hefur í mörg ár sent brott-
fluttum Húsvíkingum og öðmm
kunningjum sínum óvenjulega jóla-
29
Silli sá um dreifingu Morgunblaðsins á Húsavík fyrir mörgum árum.
Þá tók hann upp þá nýbreytni að setja upp Morgunblaðssjálfsala í
forstofu sparisjóðsins. Hann tók þessa mynd af Ragnheiði Guðmunds-
dóttur hjúkrunarfræðingi að kaupa sér blað.
kveðju. „Mér fannst svo þurrt að
senda þessi venjulegu jólakort og
reyndi því að finna eitthvað nýtt.
Ég fór svo að taka saman „ágrip af
Húsavíkur-annál" og senda kunn-
ingjum. Þetta hefur verið vinsælt og
ég veit til þess að annállinn hefur
verið lesinn upp í saumaklúbbum og
gengið á milli heimila. Þetta em nú
orðin 200 eintök. Það er töluvert
mikil vinna að útbúa annálinn. Ég
skrifa hjá mér allt árið á lausa miða
það sem ég tel að f annálinn þurfi
að koma og síðan .þarf ég að skrifa
þetta nokkmm sinnum upp til að fá
það f rétt form.
Mikið af fólki hefur flutt frá
Húsavík og er mikil eftirsjá af mörg-
um stómm Qölskyldum sem hafa
nærri því hoifið úr byggðarlaginu.
Þessar fjölskyldur vora áberandi í
bæjarlffinu á mfnum uppvaxtarárum,
til dæmis Qölskyldur Havsteens,
Bjama Ben., Guðjohnsens og Bened-
ikts Bjömssonar. Húsavfk hefur
breytst mikið. Það var svo mikill
samgangur á milli flölskyldnanna f
bænum. Farið var í heimsóknir á
afmælisdögum og þá gjaman tekið
í spil og sungið fram á nótt. í slíkum
veislum var áfengi aldrei haft um
hönd og má þakka það konunum."
Nú þegar Silli lætur af starfi úti-
bússtjóra flytur hann úr fbúðinni á
efri hæð Landsbankans og f gamla
læknishúsið við hliðina þar sem hann
átti heima í 40 ár. Landsbankinn
hefur eignast húsið og er að innrétta
þar íbúð. „Landsbankinn ætlar að
búa mjög vel að mér þar. Ég hef lítið
hugsað hvað við tekur, nema hvað
ég er ákveðinn f að flytja ekki frá
Húsavík að svo stöddu. Ég tel að
hér hafí ég frekar verkefni til að
sinna en annars staðar.
Þó ég hafi svo til alla mfna
starfsæfi verið yfirmaður á vinnustað
hef ég haft mína yfirstjóm og notið
trausts minna yfirboðara sem ég met
mikils og þakka," segir Silli f lok
samtalsins. „Svo vil ég þakka öðmm
sem ég hef haft samskipti við fyrir
traust og virðingu, en það hefur ver-
ið mér mikils virði.“
Viðtal: Helgi Bjamason
Ljóemyndir. Guðmundur Svansson
-o-
Starfsfólk Morgunblaðsins
sendir Silla þjartanlegustu árn-
aðaróskir á afmælinu og þakkar
áratuga samstarf og góð kynni.
Arm
TIL HJALPAR
ÁHEITASÍMINN
62-35-50
GÍRÓNÚMER:
621005
KRÍSUVÍKURSAMTÖKIN
ÞVERHOLTI 20.
TRYGVE
BRUDEVOLD-GRUPPEN
er hópur norskra fyrirtœkja sem lýtur sameiginlegri stjórn. Þau hafa sérhæft sig í byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis auk þess
sem þau hafa staðið fyrir smíði hótela og fleira. Fyrirtækin starfa einnig á öðrum sviöum og annast til að mynda rekstur skipa og
flugvéla. Þau eiga íbúöar- og atvinnuhúsnæði í Noregi og taka þátt í byggingarverkefnum á Bretlandi, Spáni og í Vestur-Þýskalandi.
Á næstu árum áætla þau að verja um 1,5 milljörðum norskra króna til ýmissa framkvæmda.
ATVINNUHÚSNÆÐITIL LEIGU í
SKANDINAVIEN-CENTER
í HAMBORG
Trygve Brudevold-hópurinn hefur reist „skandinaví-
ska miðstöð" (Scandinavien-Center) í Hamborg í
um tíu mínútna fjarlægð frá miðborginni. Þar hefur
verið reist 15.000 fermetra nýtískulegt hús á 24.000
fermetra lóð. Ráðgert er að koma þar upp miðstöð
verslunar og viðskipta fyrir norræn og vestur-þýsk
fyrirtæki. Hugmyndin er sú að þar geti hin ýmsu
fyrirtæki, jafnt iðn- og verslunarfyrirtæki, fengið
inni.
í gegnum tíðina hafa Norðurlandaþjóðirnar átt mik-
il samskipti við Hamborgara. Höfnin hentar vel fyrir
Norðurlandaþjóðirnar því auðvelt er að koma varn-
ingi þangað sem fyrirhugað er að selja á Evrópu-
markað. Að auki er Hamborg miðstöð verslunar
og viðskipta á fjölmörgum sviðum.
í „Skandinavísku miðstöðinni" býðst ýmiss konar
húsnæði til leigu meðal annars skrifstofuhúsnæði,
lagerpláss, sýningarhúsnæði og húsnæði sem
hentartil iðnframleiðslu, viðhalds og viðgerða. Fyr-
irtæki sem þurfa á ýmiss konar húsnæði að halda
finna hér allt undir sama þaki. Leigan er lág eða 8
til 16 vestur-þýsk mörk á fermetra á mánuði. Við
þetta bætast síðan sameiginleg útgjöld. Miðstöðin
er í alfaraleið frá Kiel og Lubeck og samgöngur
allar eru sérlega greiðar.
Sendið úrklippuna hér að neðan eða hafið sam-
band við:
TRYGVE BRUDEVOLD-GRUPPEN
Grevegárden 24, postboks 124,1320 STABEKK
NORGE.
Sími: 2-12 04 00 - Telefax 2-53 72 83
SKANDINAVIEN-CENTER HAMBURG
Am Neumarkt 30 - D 2000 Hamburg 70
Sími (40) 656 7998 - Telefax (40) 656 7616
VINSAMLEGAST SENDIÐ MÉR ÍTARLEGAR UPPLÝSINGAR:
Nafn.............................................
Fyrirtæki.........................................
Heimilisfang.....................................
Póstnúmer............ Bær/Borg...................
..................... Land.......................