Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
Séra Kristján Valur Ingólfsson
Umræða sfðustu prestastefnu, þar sem fjallað var um kynhverft fólk, hefur vakið mikla at-
hygli og hér i blaðinu hefur fólk skipzt á skoðunum um málið.
Samþykkt síðustu prestastefnu um eyðni hefur vakið mikla
athyg'li og skírskotun hennar til samkynhneigðs fólks hefur
hvatt til skoðanaskipta hér í blaðinu. Með þessari skírskotun
viðurkenna þau, sem samþykktu ályktun prestastefnu, að
samkynhneigt fólk sé fólk, sem ræða þarf við, það sé ekki
aðeins hópur, sem eigi að vera í felum og öðrum beri að láta, sem sé
ekki til. Þetta er stórt skref frá mínum bæjardyrum og ástæða til að
huga að næstu skrefum. Til að gefa okkur ofurlitla yfirsýn yfir veginn
hef ég tínt til nokkur greinarbrot úr erlendum kirkjublöðum, sem mér
berast. Ég birti ykkur þau, kæru lesendur, ykkur til þeirrar íhugunar
og þess mats, sem þið kjósið.
Vilja ekki hópa kyn-
hverfra einstaklinga
Dignity Twin Cities er félags-
skapur kynhverfs fólks í ka-
þólsku kirkjtmni i Minneapolis
og St. Paul i Bandarikjunum.
Hópurínn hefur átt samastað í
félagsheimili kaþólsku kirkjunnar
en hefur nú flutzt yfír götuna í
sameiginlegt félagsheimili bisk-
upakirkjunnar og hinnar lútersku.
Hópurinn hefur starfað f 13 ár og
hitzt í ýmsum kaþólskum kirkjum.
Ástæðan fyrir flutningnum er sú
að samkvæmt skipun frá Vatikan-
inu er þeim bannað að hittast sem
sérstakur hópur í kaþólskum kirkj-
um. Yfirmaður kaþólsku kirlqunn-
ar í St. Paul og Minneapolis býður
þau samt innilega velkomin sem
einstaklinga f allar hinar kaþólsku
kirkjur þar í biskupsdæminu.
Prestar við-
urkenni kyn-
hverftfólk
Séra Harold C. Skillrud, ný-
kjörmn biskup í lútersku
amerísku kirkjunni, segir að
prestar verði að læra að sýna
kynhverfu fólki f söfnuðum
sínum viðurkenningu. Prestar
eigi að prédika um þetta og
byggja upp traust tengsl við
kynhverft safnaðarfólk og láta
það vita að þeim sé Ijós vandi
þess. Hann hefur gefíð út bækl-
ing til leiðbeiningar um sálu-
sorgun fyrir kynhverft fólk.
Séra Harold segir einnig að
hann sé oft beðinn að blessa
tryggðaheit kynhverfra en skirrist
við það vegna þess að kirkja hans
hafí ekki gefið út neina yfirlýsingu
um þetta. Þess í stað fari hann
heim til þessa fólks og hafí þar
athöfn til að blessa heimili þess.
Biskupinn hvetur presta til að
gera sér grein fyrir eigin fordóm-
um og óöryggi. Hann segir að
kynhverft fólk sé afar næmt fyrir
andúð og fordómum og biður
presta að sýna ekki öryggisleysi
sitt né gagnrýni. Til þess að kveða
niður þessar tilfínningar vill bisk-
upinn að safnaðarfólk hittist f
samtalshópum, þar sem það fái
góða þekkingu á þessum málum
en það sé einmitt mikill stuðning-
ur við kjmhverft fólk. Hann segist
fyrrum hafa talið að þær tölur,
sem voru gefnar upp um fjölda
kynhverfra í söfnuðunum væru
of háar, en nánari reynzla hafí
sýnt sér að þær væru of lágar.
Þau, sem kjósa að gefa sig fram
og hætta að leyna því að þau séu
kynhverf, þarfnist þess afar mikið
að kirkjan fullvissi þau um kær-
leika Guðs og þess að þau séu
vissulega dýrmætar persónur og
þau þurfí lfka að fá að vita að
presti þeirra þyki vænt um þau.
Kynhverf pör
vilja vinna heit
um tryggð
í kirkjublaði NEI les ég um
tvo danska presta, sem hafa
tekið sér fyrir hendur að að-
stoða kynhverft fólk, sem viU
tvennt og tvennt gefa gagn-
kvæm loforð um eilífa tryggð.
„Fólk hringir til mfn og óskar
eftir „vígslu“,“ segir séra Henning
Reelsbo sóknarprestur í Kaup-
mannahöfn. „En því neita ég. Eg
get ekki gift það í hefðbundnum
skilningi þess orðs. Ég sting í
staðinn upp á því að það kalli
saman vini og vandamenn og
gangi fram fyrir eitthvert þeirra
og gefí loforð frammi fyrir Guði
og mönnum um tryggð þar til
dauðinn aðskilur. Við erum öll
prestar frammi fyrir Guði.“ En
ef enginn í fjölskyldunni getur
sinnt þessu starfí gegnir Henning
Reelsbo því sjálfur. Hann leggur
djúpa áherzlu á að þá sé hann
aðeins einstaklingur í kirkjunni
en komi þar ekki fram sem prest-
ur og sé ekki í hempu.
Svo margt fólk leitar til séra
Hennings að hann hefur skrifað
f blað prestafélagsins og beðið
aðra presta að sinna þessu starfí
með sér. Annar danskur prestur,
séra Harald Söbye, sem var vikið
úr þjóðkirkjunni árið 1964 hefur
frá þeim tfma framkvæmt „vfgslu-
athafnir" fyrir kynhverft fólk.
Hann vísar nú þeim sem til hans
leita til séra Hennings. Dönsk
kirkjuyfirvöld hafa ekki látið þetta
til sín taka.
Biblíu-
lestur
vikunnar
Minn fríð gef ég yður
Sunnudagur:
Jóh. 14.27 Frið læt ég eftir
Mánudagur:
Lúk. 19. 37-40 Friður á
himni og dýrð
Þriðjudagur:
Matt. 10. 12-13 Friður
hússins
Miðvikudagur:
3. Mós. 26. 6 Friður lands-
ins
Fimmtudagur:
Jesaja 32. 17—20 Friður
er ávöxtur réttlætis
Föstudagur:
Jesaja 51. 7—10 Boðberar
friðarins
Laugardagur:
Davíðssálmur Friður þinn
Er hægt að lækna kynhverft fólk?
Þetta er úr grein eftir Janelle Bussert
fréttaritara um trúmál, sem birtist í Frétta-
blaði Lúterska heimssambandsins f sumar.
Á síðastliðnum tfu árum hafa margar kirkjur
fundið knýjandi nauðsyn þess að láta af hefð-
bundnum fordómum í garð kynhverfs fólks.
Ýmsir trúarhópar hafa hins vegar kappkostað
að hjálpa kynhverfu fólki til þess að verða
gagnkynhneigt. Þetta hjálparstarf, sem er eink-
um stutt af karismatfskum hópum, bókstafstrú-
arhópum og óháðum kristnum hreyfíngum, er
þekkt sem hreyfíng þeirra, sem fyrrum voru
sjálf kynhverf. Um 56 slíkir hópar hafa myn-
dað samtökin Exodus 12, sem vísar til brott-
farar hinna 12 kynkvísla ísraelsmanna úr
þrælahaldi Egyptalands. Exodus 12 hittist f
Minnesota í júnfmánði sl. Yfír 300 manns starfa
þar og fleiri bætast við. Nafnið gefur vísbend-
ingu um að hópurinn líti svo á að þau, sem eru
kynhverf, séu í þrældómi og þarfnist frelsunar.
Þarfnast kynhverft fólk
frelsunar úr þrældómi?
Þegar þessi mál eru rædd vakna þessar
spumingar: Kýs kynhverft fólk sjálft að vera
kynhverft eða er það því ósjálfrátt? Sé það
ekki val þess getur það þá verið synd? Eða er
kynhverfa hluti af fyrirætlun Guðs, sem kirkj-
umar hafa engan rétt til að dæma? Dr. Ralph
Blair, einn stofnenda kristinna samtaka um
kynhverfa, hefur sagt að hann hafí í rúmt ár
fylgzt með hreyfíngu þeirra, sem segjast hafa
snúizt frá því að vera kynhverf, og hann hafí
komizt að raun um að svo sé í raun ekki. Þau
séu eftir sem áður kynhverf en breytingin felist
f yfírlýsingum þeirra, vitnisburði, loforðum og
ákvörðunum. John Gonsiorek, sálfræðingur við
Twin Cities Therapy Clinik, segir að mörg þau,
sem gangast undir slíka lækningu læri að
bæla kynhverfar tilfinningar sínar niður um
tíma, gangi jafnvel f hjónaband, en hinar fyrri
tilfínningar bijótist út aftur. Það geti gerzt á
svo óheppilegum stöðum sem vfnstúkum kyn-
hverfra, sem sé afar hættulegt með tilliti til
eyðni. Hann segir að það uggvænlegasta við
hreyfíngu þeirra, sem fyrr voru kynhverf, sé
sú skammartilfínning, sem þau fyllast, sem
gangast undir meðferðina.
Ráðgjöfin er kærleikur
án kynlífs
Á hinn bóginn segir Ed Hurst, forystumaður
Outpost, eins þessara hópa, að þeir áfellist alls
ekki kynhverft fólk, sem gefur sig fram við
þá. Svo kann að hafa verið fyrr, að kynhverft
fólk hafí verið fordæmt. Hann telur ekki að
hægt sé að segja að ekkert sé athugavert við
það að vera kynhverf. Hins vegar séu þær til-
finningar ekki sjálfráðar. Þessar tilfínningar
eru vandi, sem við viljum hjálpa fólki til að
ráða við, segir Ed Hurst. Hann telur að alls
ekki eigi að hvetja kynhverft fólk til að gift-
ast, það geri tilfinningar þess aðeins erfiðari.
Hins vegar eigi að hvetja það til heilbrigðrar
vináttu við fólk af sama kyni. Hvatir fólks eru
metnar á misunandi hátt eftir því að hvetju
þær beinast. Finni maður t.d. freistingu til að
segja ósatt sé það ekki það sama og að vera
lygari. Þ6 telji fólk að þau séu kynhverf, sem
fínni hjá sér sterkar tilfinningar í garð sama
kyns. Ráðgjöfín í hópi hans byijar með því að
fínna hvenær það gerðist að eðlileg þörf á viður-
kenningu fólks af sama kyni, kærleika þess og
athygli, varð kynferðisleg. Þeim, sem koma,
er sýnt fram á að það sé eðlilegt að þarfnast
kærleika og þau eru hvött til að uppfylla þess-
ar þarfir án þess að stofna til kynferðislegs
sambands. Sum sækja þetta hjálparstarf í tvo
til þijá mánuði, önnur í nokkur ár. Hópurinn
hefur nú starfað í 10 ár og 15 til 20 manns
koma þangað vikulega og hljóta ókeypis ráð-
gjöf.