Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 36
36
___MORGUNBLASIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987_
ÁÆTLUNINUM
AÐRÆNA
WmM'M
lct Fetrtary, W
„111 remember ln piiottond''aoiartl
r"ny3^rthe?r?naicnMcn tbnt u.erc v,us ev«n
KOMIÐ hefur á daginn að brezki flugiierinn (RAF)
hafði á prjónunum einkennileg áform um að ræna
Hitler 1941 þegar borizt hafði vitneskja er benti til
þess að einkaflugmaður hans, Hans Baur, vildi svíkjast
undan merkjum.
staðnum" sem allra fyrst, ef svo
kynni að fara að reynt yrði að sker-
ast í leikinn ... Ég held því að flytja
ætti ránsfenginn beint í flugmála-
ráðuneytið undir vemd vopnaðra
varða og yrði feginn, ef þú gæfír
skipanir um það ... “
RAF virðist ekki hafí tilkynnt
.Winston Churchill forsætisráðherra
eða stjóm hans um þessar ráða-
gerðir, en Sir Alexander Cadogan,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu-
neytinu, virðist hafa vitað um þær.
Það olli greinilega RAF miklum
vonbrigðum að Baur kom ekki.
Ekki er vitað um ástæðuna, en
sagnfræðingar benda á hann hafí
verið tryggur nazisti og em vissir
um að aldrei hafí verið minnstu
líkur á því að hann mundi svíkja
Foringjann.
Búlg’arinn Kiroff
Hugmyndina að fyrirætluninni
um að ræna Hitler átti Búlgari að
nafni Kiroff, sem hélt því fram að
hann væri tengdafaðir Baurs. Sam-
kvæmt skjölunum í brezka þjóð-
skjalasafninu setti Kiroff sig í
samband við Alexander Ross undi-
rofursta, hermálafulltrúa Breta (
Sofía, í desember 1940 og bauð upp
á samninga um Baur. Kiroff sagði
að Baur gerði sér grein fyrir því
að hann hefði látið blekkjast af
Hitler, að hann hefði hefði misst
tvo bræður í stríðinu og vildi óðfús
efla málstað friðar í heiminum með
því að ræna Hitler og flytja hann
til Bretlands.
Ross ákvað að hafa samráð við
aðstoðarmann sinn, Aidan Meriv-
málaráðuneyti8in • _zkalandi“
óvæntan *
mun bera áð garði
Baur: flugmaðurinn sem samsærið sner-
ist um
„Bomber“ Harris og „Sholto" Douglas:
í „móttökunefndinni“ sem beið óþreyjufull
Hitler stígur út úr flugvél i hinum þýzkhernumda hluta
Frakklands: ætluðu Bretar að ræna honum með hjálp
Baurs einkaflugmanns hans?
Crawley: „alls konar ÓtrCleg Áform,“
sem kunna að þykja ÓtrÚleg
„Sholto“ í febrúar 1941:
Iwþijá mánuði var mikill
leyniviðbúnaður á
Lympne-flugvelli skammt
frá Folkestone í Kent á
Suður-Engiandi og beðið
eftir Baur, sem búizt var
við að mundi lenda þar
þá og þegar með Hitler.
„Foringinn“ kom ekki, en um svipað
leyti og von var á honum lenti stað-
gengill hans, Rudolf Hess, öllum
að óvörum í Skotlandi til þess að
hitta hertogann af Hamilton.
Fyrir skömmu fann brezka blaðið
„Sunday Times" upplýsingar um
hina dularfullu fyrirætlun um ránið
á Hitler í brezka þjóðskjalasafninu.
Aðgangur að skjölum um málið var
heimilaður 1972, en enginn virtist
taka eftir þeim. Hér er m.a. um að
ræða bréf frá Sir Arthur („Bom-
ber“) Harris flugmarskálki, sem var
annar æðsti maður brezka flugráðs-
ins 1941, en skipulagði seinna hinar
umdeildu loftárásir á borgir Þýzka-
lands, til W.S. („Sholto") Douglas
flugmarskálks í yfírstjóm orrustu-
flugdeildar RAF (Fighter
Command), og fleiri háttsettra
manna í brezka flughemum.
Möguleiki
í bréfí, sem var dagsett 21. fe-
brúar 1941 og merkt „algert
leyndarmál“, sagði Harris m.a. að
hann vildi ekki rekja í smáatriðum
hvaða ráðstafanir hefðu verið gerð-
ar til að sannprófa fréttina um
Baur, en hún hefði rejmzt rétt í
aðalatríðum.
Þótt fyrirætlunin um að ræna
Hitler kunni að þylqa hlægileg og
fáránleg nú á dögum er greinilegt
að Harris hefur talið raunverulega
möguleika hafa verið á því að Baur
gæti komið honum til Bretlands.
Þáverandi yfírmaður Fighter Com-
mand), Sir Trafford Leigh-Mallory,
og nokkrir aðrir háttsettir menn í
flughemum voru á sama máli.
Undirbúningur áætlunarinnar
hófst í febrúar 1941, en hún var
lögð á hilluna l.júní, þremur vikum
eftir að Hess flaug til Skotlands
þeirra erinda að gera vonlausa til-
raun til að semja frið við Breta.
Hinn 18.marz varð Harris svo æst-
ur að hann sendi sérstaka bifreið
og bflstjóra og auk þess tvö vélhjól
og ökumenn til Lympne til að sækja
„ránsfenginn", eins og hann orðaði
það.
í bréfí sama dag til „Sholto"
Douglas vinar síns sagði Harris:
„Ég tel nauðsynlegt að koma her-
fanginu (eða stríðsföngunum ef
þeir verða fleiri en einn) af „slys-
ale-Crawley flugsveitarforingja,
þar eð Baur var flugmaður og ef
taka ætti boðinu yrði að biðja RAF
um aðstoð. Crawley, sem nú er 79
ára gamall, hafði þetta að segja um
afskipti sín af málinu í viðtali við
„Sunday Times":
„Ég hitti Kiroff einu sinni í Sof-
ia. Ég vissi aldrei um fyrra nafn
hans og held að enginn hafí gert
það. Hann gat litið út fyrir að vera
smábóndi. Hann sýndi okkur mynd-
ir af Baur, sem við sendum til
London. Flugmálaráðuenytið stað-
festi að myndimar væm af Baur
og Baur væri kvæntur konu, sem
héti Kiroff. Flugmálaráðuneytið
hafði samband við Sir Alex Cadog-
an í utanríkisráðuneytinu og hann
sendi sendiherra mínum skeyti með
fyrirmælum um að láta okkur hefj-
ast handa."
Crawley sagði enn fremur: „Við
höfðum alls konar ótrúleg áform á
y'
pijónunum í þá daga, en vorum
spenntir, því að Kiroff virtist frekar
glöggur og traustur náungi og þeg-
ar staðfesting kom frá flugmála-
ráðuneytinu héldum við að eitthvað
væri hæft í þessu. En ég vissi ekki
að málinu hefði verið haldið vak-
andi svona lengi á Englandi."