Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Bergling afplánaði lífstíðardóm og sænska stjómin hafnaði umsókn hans um náðun skömmu áður en hann flúði. Hann var enn talinn búa yfir þekkingu, sem gæti komið Rússum að gagni, þótt viss gögn bendi til hins gagnstæða, en fékk að skipta um nafn, tók sér ættar- nafn Elísabetar konu sinnar og kallar sig nú „Eugén Sandberg". Auk þess fékk hann nýtt vegabréf og ökuskírteini og hann mun hafa breytt útliti sínu. „Til hvers þarf lífstíðarfangi vegabréf og ökuskírteini?" spurðu Svíar forviða. En sænskir fangar fá mildilega meðferð og sleppa jafn- vel eftir 15 ár, þótt þeir séu dæmdir í ævilangt fangelsi. Bergling hafði setið inni í átta ár og hefði e.t.v. losnað áður en langt um liði, þótt honum væri neitað um náðun. Hafízt hafði verið handa um að búa hann undir „aðlögun að venjulegu lífí“ og kvenfangavörður í ramm- byggðu fangelsi í Norrköping, þar sem hann var í haldi, sagði eftir flótta hans: -“Hann olli okkur mikl- um vonbrigðum eftir allt það sem við höfðum gert fyrir hann. Áratugum hafa jafnvel hættuleg- ir fangar fengið „frí“ annað veifíð til að létta þeim lífíð eftir fangavist- ina. Því gat Bergling heimsótt konu sína öðru hveiju og undirbúið flót- tann með henni. Ar hvert fékk hann rúml. 350.000 ísl kr. frá ríkinu í bætur fyrir „álag vegna fangavist- ar.“ Skriffínnska og hroðvirkni „kerf- isins" gerðu Bergling kleift að hverfa út í buskann þegar hann fékk sólarhringsleyfí 5. október og ákvað að dveljast hjá konu sinni í íbúð hennar í Rinkeby, úthverfí Stokkhólms. Fangavörður, sem fylgdi honum þangað kl. 10 um kvöldið, fékk sér gistingu á nálægu hóteli og kom ekki aftur fyrr en kl. 9 morguninn eftir, en þá voru hjón- in á bak og burt. Tólf tímar liðu áður en lögreglan var sett í við- bragðsstöðu og landamærayfírvöld- um var tilkynnt um flóttann. Yfírmenn fangelsismála héldu að öryggislögreglan Sápo ætti að gæta Berglings í fríum hans, en hún kveðst aðeins hafa fylgzt með hon- um þegar þannig stóð á og ekki haft hann undir stöðugu eftirliti. Þegar Wickbom dómsmálaráð- herra sagði af sér sagðist hann taka á sig alla ábyrgð á þeim mistökum, sem leiddu til flótta Berglings. Þrír samstarfsmenn hans urðu einnig að víkja, auk Ulf Larssons, en hátt- settir menn í Sápo hafa ekki farið varhluta af gagnrýninni. Á faraldsfæti Mál Berglings er ekki síður dul- arfullt vegna þess að ekki tókst að binda endi á njósnir hans löngu áður en hann var handtekinn 1979. Bergling, sem er fímmtugur, var ofursti í varahemum þegar hann var dæmdur. Hann hóf störf í Sápo 1969 og hafði þá verið í þjónustu strandvamarliðsins, (Kustartilleri- et), SÞ á Kýpur og lögreglunnar í Stokkhólmi. Hann gætti þess ekki nógu vel að leyna því að hann léki Stig Bergling, öðru nafni „Eugén Sandberg": Ótrúlegur flótti Njósnarinn sem hvarf Tengist mál Svíans Berglings njósnum sovézkra kafbáta? STEN Wickbom dómsmálaráðherra og Ulf Larsson, yfirmaður fangelsis- mála í Svíþjóð, hafa sagft af sér vegna ótrúlegs flótta kunnasta njósnara landsins, Stig Berglings, og linkindar og glappaskota yfirvalda, sem hafa vakið mikla reiði, Slíkar afsagnir eru ekki algengar í Svíþjóð: jafnvel emb- ættismenn, sem hafa verið sakaðir um vanrækslu í starf i í rannsókn morðsins á Olof Palme og Bofors- málsins, hafa setið sem fastast. Oll þessi mál hafa rýrt traust almennings á stjórnvöldum og álit Svía út á við. tveimur skjöldum og átti það sam- merkt með mörgum öðrum njósnur- um, sem hefur verið flett ofan af, að hann vildi láta á sér bera og lifa í vellystingum og var grobbinn og kvensamur. Hann var tvíkvæntur og eignaðist að sögn margar vin- konur á næstu árum, „elskaði sumar þeirra heitt, en fór illa með aðrar." í Sápo fékk Bergling stöðu í gagnnjósnadeild, sem á að koma upp um njósnir Rússa í Svíþjóð, og hefði varla getað fengið ákjósan- legra slqol til að njósna fyrir þá. Að ári liðnu gekk hann aftur í þjón- ustu SÞ og komst í jafnvel enn betri aðstöðu til að útvega Rússum leynilegar upplýsingar þegar hann var ráðinn starfsmaður lejmiþjón- ustu heraflans. En hann var eirðar- laus og skipti oft um störf: réðst aftur í þjónustu SÞ og var loks skipaður yfirmaður í lögreglunni á Arlanda-flugvelli hjá Stokkhólmi. Yfírboðarar Berglings voru starfsmenn leyniþjónustu sovézka heraflans, GRU. Hann fékk aldrei að hitta sovézka tengiliði sína í Svíþjóð og fundum þeirra bar oft- ast saman í Póllandi eða Austur- Þýzkalandi. GRU veitti honum ýmsa þjónustu; „lagfærði" t.d. vegabréf hans, svo að margar ferð- ir hans austur fyrir tjald kæmu ekki upp um hann, og útvegaði honum falsað sænskt vegabréf. Margar ferðir hans til útlanda vegna starfsins í Sápo urðu honum að miklu liði og hindruðu að upp um hann kæmist. Hann gekk m.a. í njósnaskóla í Austur- Þýzkalandi og námið þar hefur líklega auðvel- dað honum að flýja. Vinkonur Berglings komu og fóru. Ábendingar a.m.k. þriggja þeirra styrktu tortryggni um að hann stundaði njósnir, þótt hann væri ekki klófestur fyrr en allt að sex árum eftir að hann gekk á mála hjá Rússum. Fyrstu grun- semdimar vöknuðu þremur árum áður en hann var handtekinn, en ekkert gerðist fyrr en ísraelska leyniþjónustan komst á slóð hans vegna gruns um að hann njósnaði um ísrael fyrir Rússa. Þetta var síðari hluta árs 1978 þegar Rússar virðast hafa flarlægzt hann og fjár- skortur háði honum. Hann greip þá til þess ráðs að smygla gulli frá Miðausturlöndum og var á nær stöðugum þeytingi um Evrópu á næstu mánuðum. Bergling var handtekinn í Tel Aviv 21. marz 1979 og framseldur Sten Wickbom dómsmálaráð- herra tilkynnir afsögn sina: Tók á sig ábyrgðina. Svíum. í íbúð hans fundust m.a. sálmabók, sem hafði að geyma tæki til að lesa örsmátt letur, dul- málslistar, móttökutæki, sem tók við dulmálsskeytum frá sendistöð skammt frá Moskvu tvisvar í viku, og 11 mismunandi vegabréf. Leyni- hólf fannst í bifreið hans. Bergling viðurkenndi nauðugur viljugur að hafa selt Rússum upp- lýsingar um strandvamir Svíþjóðar á árunum 1973-1977 og var dæmd- ur í ævilangt fangelsi í Stokkhólmi 7. desember 1979. Hann kvaðst hafa þegið 60,000 s. kr. af Rússum, en mun hafa fengið miklu hærri greiðslur. Bað um verkefni Dómskjölum ber saman um að Bergling hafí selt Rússum mikil- vægustu upplýsingamar árið 1974 og e.t.v. 1975, en síðan virtist hon- um fatast tökin og Rússar missa áhugann á honum. Síðan Bergling flúði hefur verið bent á að bréf, sem hann skrifaði Rússum sumarið 1978 og lagt var fram í réttinum, virðist gefa til kynna að þeir hafí talið að þeir gætu ekki notað hann lengur og njósnaferli hans hafí raunverulega verið lokið. Hann gekk svo langt í bréfínu að biðja um ný verkefni,en fékk engin. Því gæti virzt að hann hafí ekki haft undir höndum fleiri upplýsingar eða gögn, sem Rússar vildu kaupa af honum, og hann hafi ekki verið hættulegur öryggi Svíþjóðar eftir 1978, gagnstætt því sem haldið er fram. í bréfínu bað Bergling um fund í Berlín og skjótt svar. Fundurinn fór fram í nóvember 1978 á tilsett- um stað, en hann var svo hræddur um að hann væri með Sápo á hæl- unum að hann bað Rússa að grípa til sinna ráða. í janúar 1979 var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.