Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
fyrirtækja, sem eru í einhveijum al-
þjóðlegum tengslum. Þessi viðskipti
hafa verið útgáfunni mjög mikilvæg.
Síðan gjafaáskriftir einstaklinga til
fólks úti í heimi. Það er umtalsverð-
ur flöldi og stöðugt vaxandi. Nú,
erlendis eru áskrifendur okkar ein-
staklingar, fyrirtæki og stofnanir —
til dæmis bókasöfn.
Mikilvægasta einstaka svæðið á
þessu sviði er Norður-Ameríka, en
annars eigum viðtryggja áskrifendur
um allan heim. Ég segi trygga, því
okkur helst mjög vel á áskrifendum
eftir að við erum búin að ná til þeirra
á annað borð. Og í dreifingu áskrift-
argagna leitum við samvinnu við
einstaklinga, félög og fyrirtæki og
kaupum útsendingarlista úr öllum
áttum. Höfum jafnvel pælt í síma-
skrám borga og bæja þar sem við
teljum að eitthvað sé að hafa! Prent-
unar- og póstsendingarkostnaður við
allt þetta starf er mikill, þangað fer
allt sem stendur útaf og því allt of
lítið flármagn fyrir hendi til að
stunda það sem kalla mætti eðlilegt
kynningarstarf hér innanlands.
Hagkvæmnisástæður
— Nú hefur Iceland Review lengst
af verið prentað erlendis, verður ein-
hver breyting á þvi?
Það er ómögulegt að segja. Upp-
haflega var þetta spuming um að
komast í offsetprentun, vandaða lit-
prentun. Það var fyrir 20 árum.
Síðan hefur tæknibúnaður í prentun
hér stóraukist. En það eru margar
hliðar á málinu, ekki aðeins prentun.
Stærstur hluti upplagsins dreifist
erlendis. Til hvers að kosta flutning
á pappímum út til íslands til að senda
hann svo aftur yfir hafið í pósti? Við
setjum blaðið hér, látum litgreina og
fílmuvinna það allt og sendum síðan
fílmumar út. Slíkir hlutir gerast um
allan heim. Vissulega fylgist ég með
þróun prentiðnaðarins hérlendis og
verðlagsþróun hér og í ýmsum öðmm
löndum. Þegar það verður hag-
kvæmara að vinna hér flyt ég
prentunina hingað. Hér er margt vel
gert í prentun en almennt séð mætti
faglegur metnaður aukast.
Útg’áfan færir
út kvíarnar
— Af þessum meiði hafa vaxið
ýmsar greinar. Hvað finnst þér mest
um vert?
í fyrsta lagi News From Iceland,
mánaðarlegt fréttablað á ensku, sem
ég hóf að gefa út 1975. Það var
heilmikið átak en hefur gengið vel,
einkum síðustu árin. Ég hef brotið
upp á ýmsum hlutum um dagana en
þegar ég stóð með fyrsta tölublaðið
í höndunum á sínum tíma og skynj-
aði hvílíkt risaverkefni ég var búinn
að fleygja mér út í, fann ég til ein-
hvers umkomuleysis, sem aldrei
hefur gripið mig hvorki fyrr né síðar.
Engir áskrifendur, engir auglýsendur
— allt þetta fólk úti um allan heim
sem ég þurfti að finna og sannfæra
um gagnsemi þessarar þjónustu og
fá það til að kaupa hana. Eina ráðið
var að kaffæra sig í vinnu og ég kom
ekki úr kafinu fyrr en eftir þijú ár.
Þá var komin glæta í málið.
Ég átti að vísu einn bakhjarl í
upphafí, það var utanríkisþjónustan.
Eiginlega var það Pétur Thorsteins-
son sem ýtti mér út í þetta. Hann
taldi að það vantaði tilfínnanlega
einhvers konar fréttablað með meiri
útgáfutíðni en Iceland Review og bað
mig að skoða málið. Ég hef alltaf
átt mjög gott samstarf við utanríkis-
þjónustuna.
í sambandi við News From Iceland
ber þess og að geta, að ég hef átt
einstaklega gott samstarf við Morg-
unblaðið, sem hefur prentað blaðið
frá upphafi og reyndar séð um meg-
nið af minni setningu frá því að ég
hleypti fréttablaðinu af stokkunum.
Þar eru líka enn nokkrir af þeim
vinum mínum sem ég virði mest.
En News From Iceland er eina
reglubundna fréttaþjónustan frá ís-
landi á ensku og okkur hefur gengið
það vel upp á síðkastið að við fáum
allt að 100 nýjar áskriftir á mánuði
úr öllum heimshomum. Einhvem
tíma hefði maður nú brosað breitt
yfir slíku! Dreifingin er margvísleg.
Flugleiðir hafa til dæmis tekið News
From Iceland um borð með dag-
blöðunum á millilandaleiðunum, það
gerðist fyrir nokkrum ámm. Blaðið
Starfsfólk Iceland Review við Höfðabakka 9 þar sem útgáfan er tíl húsa.
Frá upphafi var mark-
miðið að geía írmeiðuga
mynd af landi og þjóð
— segir Haraldur J. Hamar
á 25. útgáfuári Iceland Review
Nú stendur yfir 25. útgáfuár tímaritsins Iceland Review, sem
Haraldur J. Hamar gefur út. Það er gefið út á ensku eins
og kunnugt er og flytur fróðleik umIsland til áskrifenda um
allan heim. Upphaf þessa útgáfustarfs skapaði ákveðin tíma-
mót í upplýsingamiðlun um Island á sínum tíma. En Haraldur
gefur einnig út annað lesefni á ensku: Fréttablaðið News
From Iceland kemur út mánaðarlega og Atlantica, tímarit
fyrir farþega í millilandaflugi Flugleiða, er Iíka frá hans
hendi. Þá má nefna árbók viðskipta- og atvinnulífs, Yearbook
of Trade and Industry, auk ótal bóka um íslensk efni, nátt-
úru, dýralíf, sögu, menningu og menntir. En af hveiju hefur
Haraldur einbeitt sér að lesefni fyrir útlendinga?
Eg hafði unnið sem blaða-
maður við Morgunblaðið
í allmörg ár þegar mér
varð ljós þörfin á að er-
lent fólk hefði aðgang
að flölbreyttara efni um land og þjóð.
Það var nánast ekkert til á prenti
um ísland á erlendum málum. Fyrst
og fremst skorti efni um samtíð okk-
ar og þjóðfélagsþróun fyrir áhugas-
ama almenna lesendur. Mér fannst
ástæða til að gera eitthvað { málinu.
Upphaflega hugmyndin var að gefa
út fréttablað á ensku þar sem greint
væri frá því helsta, sem hér væri að
gerast, en á endanum varð vænlegra
að ráðast í vandað tímarit með minni
útgáfutíðni. Nú, þetta hefur ekki
gengið átakalaust, en ég er búinn
að vera við þetta í aldaríjórðung og
I mér er enginn uppgjafartónn nema
síður sé.
Áhætta
— Þótti mönnum þetta ekki
áhættufyrirtæki?
Vafalaust hefur ýmsum þótt þetta
vonlítið, enda ofur eðlilegt, þvf vart
er hægt að hugsa sér erfíðara við-
fangsefni í útgáfu á íslandi en að
fara að gefa út tímarit fyrir erlendan
markað. Maður fékk svo sem að
heyra það. Samt var hér nógu stór
hópur manna sem hafði skilning og
áhuga á málinu og hann veitti mér
þann móralska stuðning, sem réð
úrslitum. Viðbrögð úr ýmsum áttum
erlendis voru líka örvandi.
Þetta fór fremur hægt af stað og
fyrstu árin vann ég áfram á Morgun-
blaðinu og hafði Iceland Review í
hjáverkum. En eftir þijú ár varð ég
að velja á milli, útgáfan var orðin
það umfang8mikil og síðan hef ég
verið við þetta eingöngu. Við unnum
saman að þessu Heimir Hannesson,
gamall skólafélagi, og ég og reyndum
að þróa þetta hægt og rólega og
halda yfírbyggingunni í skeQum. A
þessum fyrstu árum reyndist áskrif-
endaöflun erlendis langtum erfiðara
viðfangsefni en við höfðum átt von
á og þegar áratugur var liðinn voru
efasemdimar um fjárhagslegan
grundvöll þessarar útgáfu orðnar svo
sterkar að við ákváðum að leggja
hana niður. Þegar ég stóð frammi
fyrir því að gera upp dæmið sætti
ég mig hins vegar ekki við að gefast
upp fyrr en í fulla hnefana. Ég hafði
gefið of mikið af sjálfum mér í allt
þetta starf. Ég keypti hlut félaga
míns, byijaði á ný án þess þó að slíta
þráðinn alveg. Síðan hef ég rekið
þetta einn. Ég var fáliðaður framan
af, en elsti starfsmaður minn, Ema
Franklín, nú flármálastjóri útgáfunn-
ar, hefur staðið með mér í þessu í
nær tuttugu ár og á sinn stóra þátt
í því að okkur hefur orðið vel ágengt
í seinni tíð.
Viljum ábyrg-a
blaðamennsku
Hefurðu jafnan haft ákveðin
Morgunblaðið/Einar Falur
Sólveig K. Jónsdóttir, meðritsljóri Iceland Review, ræðir hér við
Harald J. Hamar, útgefanda, og Pál Stefánsson, ljósmyndara.
markmið með útgáfu Iceland
Review?
Svo sannarlega. Ég hef aldrei
misst sjónar á upphaflegum mark-
miðum, sem vora að gera ísland
aðgengilegra fyrir erlent fólk, gefa
því tækifæri til þess að kynna sér
helstu þætti í lífi okkar og starfi,
sögu og menningu og stuðla þannig
að auknum skilningi fólks í útlöndum
á högum okkar og allri tilvera. Þann-
ig hefur útgáfa mín leitast við að
auka og styrkja tengsl okkar við
útlönd og hjálpa til við að ijúfa ein-
angrun okkar. Ekki með skrami eða
áróðri. Við höfum lagt áherslu á að
útlit og innihald blaðsins gefi lifandi
og trúverðuga mynd, við viljum
stunda ábyrga blaðamennsku.
Þegar ég iít svo um öxl er það
einkum þrennt, sem mér er ofarlega
í huga. Með útgáfu Iceland Review
hófst hér ákveðið brautryðjendastarf,
sem var erfitt, en ég held að það
hafi borið þó nokkum árangur og
bætt úr því ástandi, sem þurfti að
breyta. í öðra lagi er sá metnaður
fyrir hönd landsins og þær skyldur,
sem við tókum á okkur með þessu
starfí, sem við höfum reynt að leysa
á grandvelli fijálsrar og lifandi blaða-
mennsku. í þriðja lagi er það gríðar-
lega verkefni að leita að og finna
það fólk í milljónahafínu úti í heimi, „
sem hefur áhuga á tengslum við ís-
land og er jafnvel reiðubúið að greiða
fyrir það samband, það er að segja
áskriftargjöldin. Þetta er viðamesti
þáttur málsins og verk, sem aldrei
verður lokið. Það er óendanlegt og
vex í rauninni stöðugt eftir því sem
okkur gengur betur.
— Hvemig hafið þið einkum aflað
áskrifenda?
Ég held að við höfum reynt allar
hugsanlegar leiðir og við eram alltaf
að leita að nýjum. Ákveðinn gran-
dvöllur er hér heima fyrir, kaup og
dreifing til stofnana, samtaka og