Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 53

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 53 Minning: Kristín S. Finns- dóttir, Blönduósi Fædd 17.janúar 1924 Dáin 26. október 1987 Langri og erfiðri baráttu er lokið og Síta okkar hefur fengið hvíldina eftir nær áratugs baráttu við þann sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli. Aftur og aftur hafði henni tekist með einstökum dugnaði að komast á fætur og til vinnu eftir að gerðar voru á henni miklar aðgerðir, en á liðnu sumri var sýnt að hverju stefndi, og síðustu mánuðina varð hún meira og minna að liggja á sjúkrahúsi, þar til hún lést aðfara- nótt 26. október sl. Kristín Sæbjörg Finnsdóttir, eða Síta, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd í Skrapatungu í Vind- hælishreppi þann 17. janúar 1924. Var hún þriðja í röðinni af fjórum systkinum, en þau eru, Ottó Valur, trésmiður á Blönduósi, Guðný, hús- móðir á Skagaströnd og Elísabet, húsmóðir á Blönduósi. Foreldrar þeirra vonj Finnur Guðmundsson, bóndi í Skrapatungu, og síðar versl- unarmaður á Blönduósi, og Ingi- björg Jónsdóttir kona hans. Síta ólst upp í einstaklega samhentri og góðri fjölskyldu þar sem allir lögð- ust á eitt með að búa að sínu og aðstoða vini og nágranna. Hef ég heyrt marga fyrri nágranna þeirra lýsa því hvernig íjölskyldan í Skrapatungu var ávallt hjálpleg og tilbúin að liðsinna þeim sem á þurftu að halda. Síta fékk sína barnaskólamennt- un eins og aðrir á þeim tíma, en síðar fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, og er mér minnisstætt þegar hún rifjaði upp sögur frá veru sinni þar og samheldni, sem ríkt hefur hjá skólasystrum hennar, en á milli þeirra hefur ávallt verið gott samband. Vorið 1945 flutti fjölskyldan í Skrapatungu til Blönduóss, og eftir þann tíma starf- aði Síta hjá Kaupfélagi Húnvetn- inga, að undanskildum þremur árum er hún vann við verslunar- störf í Reykjavík. Hjá kaupfélaginu vann hún fyrst við verslunarstörf, en lengst af við bókhald félagsins. Var hún þar eins og annars staðar vinsæl og vel virf af öllum sem henni kynntust. Eins og fyrr segir flutti Síta ásamt fjölskyldu sinni til Blönduóss 1945. Bjuggu þau fyrst í gömlu húsi sem nefnt var Litla-Enni. Nokkrum árum síðar flutti fjöl- skyldan í nýbyggt hús á Húnabraut 36, sem síðan varð heimili hennar til æviloka. Um margra ára skeið annaðist hún ásamt Ottó bróðir sínum for- eldra þeirra, sem dvöldust heima til æviloka, og var umhyggja þeirra til mikillar fyrirmyndar, og eflaust var vinnuálagið mikið, því gesta- gangur var alla tíð mikill á heimil- inu. Síta eignaðist einn son, Leif Kristin, fæddan 27. mars 1958, starfsmann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann reyndist móður sinni alla tíð einstaklega vel, enda var hann augasteinn og yndi henn- ar. Segja má að vinátta og kunnings- skapur hafi ríkt á milli fjölskyldna okkar frá því að ég man eftir mér. Við bræðurnir vorum daglega gest- ir á Húnabraut 36, enda stutt á milli. Seinna var undirritaður dag- legur gestur í „sexkaffi" ásamt Ottó, og voru þá oft teknar hressi- legar rimmur um landsins gagn og nauðsynjar. Var Síta þá miðpunkt- urinn og fengum við félagarnir að finna fyrir því hversu skelegg hún Minning: Björg Aradóttir Fædd 29. janúar 1933 Dáin 26. október 1987 Frænka mín og vinkona Björg Aradóttir er látin, 54 ára að aldri, eftir langa og stranga baráttu, þar sem margar orustur voru háðar, en aðeins sú síðasta tapaðist. Björg var fædd og uppalin í Máskoti í Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hennar, sem bæði eru látin, voru Ari Sigur- björnsson, bóndi í Máskoti, og kona hans, Kristín Ásmundsdóttir frá Víðum í sömu sveit. í Máskoti var borin mikil um- hyggja fyrir mönnum og málleys- ingjum. Ari þótti sérlega natinn bóndi. Var haft á orði að búpening- ur hans lifði sældarlífi, enda voru dilkamir í Máskoti alltaf með þeim þyngstu í sveitinni. Kristín var mik- il gæðakona. Á unga aldri vann hún við hjúkrunarstörf á Akureyri og þótti farast þau sérstaklega vel úr hendi. Það fór líka svo, að mest alla búskapartíð hennar leitaði at- hvarfs hjá henni ellimótt fólk og einstæðingar, sem hún annaðist af mikilli mildi og fómfýsi. f þessu andrúmslofti vom Björg og Sigríður systir hennar, sem nú býr í Máskoti, aldar upp. Oft minnt- ist Björg með þakklæti á æskuheim- ili sitt, sem hún var bundin sterkum tilfinningaböndum. Á sínum yngri ámm var Björg mikil íþróttakona. Sagt var að hún væri léttfætt sem kind, enda átti hún í fómm sínum verðlaunapen- inga fyrir spretthlaup. Björg var í tvo vetur við nám í Héraðsskólanum á Laugum og síðan í einn vetur í Húsmæðraskól- anum á sama stað. í báðum þessum skólum stóð hún sig vel, enda var hún góð námskona ásamt því að vera handlagin og vandvirk. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á íslenskri tungu og talaði sérstak- lega vandað og fallegt mál. Björg var ekki fljóttekin, en þeir sem náðu vináttu hennar eignuðust þar traustan félaga með skemmti- lega kímnigáfu. Hún var glæsileg á velli, teinrétt með fallegan lima- burð og fríð yfirlitum. Hún hafði yndi af því að dansa. Ekki hef ég séð aðra bera sig betur á dansgólfi. Framan af ámm var Björg for- eldrum sínum mikil hjálparhella við búskapinn. Hún stundaði einnig ýmis önnur störf. Lengst vann hún á saumastofum, þar sem verklag hennar kom að góðum notum. 24. október 1969 giftist Björg eftirlifandi manni sínum, Magnúsi A. Ólafssyni, múrarameistara í Reykjavík. Sl. 16 ár hafa þau búið í Goðheimum 16, en þar komu þau sér upp fallegu heimili, sem bar * smekkvísi og snyrtimennsku Bjarg- ar fagurt vitni. 27. júlí 1976 kom stærsti sólar- geislinn inn í líf Bjargar, en þá fæddist einkadóttirin Kristín Halla. Litla stúlkan var tekin með keisara- skurði og Björg sagði mér eitt sinn í gamni, að þegar hún sá hana í fyrsta sinn hefði henni þótt sem þetta væri aðskotahlutur, sem kæmi sér lítið við. Það viðhorf breyttist skjótt og ekki veit ég neitt barn, sem notið hefur meiri móður- umhyggju en Kristín Halla. Fyrir 5 árum kenndi Björg fyrst þess sjúkdóms, sem hún nú hefur lotið í lægra haldi fyrir. Síðan hafa skipst á skin og skúrir í heilsufari hennar. Eftir hverja legu stóð Björg á fætur staðráðin í að gefast ekki upp. Tilhugsunin um að fara frá litlu fallegu stúlkunni sinni var henni nánast óbærileg, enda var gat verið ef hún vildi það við hafa. A árunum frá 1970—’80 fórum við ásamt fjölskyldum okkar nokkrum sinnum í sumarferðir, sem eru okk- ur og börnum okkar minnisstæðar. Síta tók mikinn þátt í félags- starfi, m.a. með Ungmennafélaginu Hvöt og Leikfélagi Blönduóss, þar sem hún lék í fjölda af leikritum og vann einnig ýmis störf sem tengdust starfsemi félagsins. Hún sat mörg ár í stjórn leikfélagsins og var gerð að heiðursfélaga fyrir frábært starf í þágu þess fyrir nokkrum árum. Lokið er margra ára baráttu, þar sem Síta vissi að hún mundi bíða ósigur. Hún tók örlögum sínum möglunarlaust og hetjulund hennar- var aðdáunarverð. í þeim raunum og erfiðleikum sem hún og fjölskylda hennar hafa reynt er það huggun harmi gegn, að handan móðunnar miklu bíður hennar æðra líf, sem þeim hlotnast sem reynt hafa mikið og ævinlega miðlað því besta til samferðar- manna. Megi minningin um fagurt líf hinnar látnu milda þá sorg sem hvílir yfir syni hennar, fjölskyldu og vinum. Hilmar Kristjánsson með ólíkindum hvað hún þraukaði lengi. I þessu veikindastríði stóð Magn- ús, eiginmaður hennar, alla tíð þétt við hlið hennar með uppörvunarorð á vörum. Svandís, dóttir hans af fyrra hjónabandi, reyndist Björgu líka mikill styrkur. Tveim dögum fyrir andlátið kvaddi Björg mig með þessum orð- um: „Ég vona að þetta hendi aldrei þig og þitt fólk.“ Mér fannst þessi setning lýsa Björgu vel. Hún lá þarna sárþjáð án þess að kvarta, en gat ekki hugsað til þess, að aðr- ir þyrftu að heyja aðra eins baráttu og hún var að ljúka. Ég bið Guð að gefa litlu dóttur- inni, eiginmanninum og einkasyst- urinni styrk á þessum erfiðu tímamótum. Ég bið þau líka að minnast þess, að þau eru lánsöm að hafa átt slíka konu að sem Björgu Aradóttur. Sigríður Teitsdóttir Útför Bjargar fer fram frá Lang- holtskirkju mánudaginn 2. nóvem- ber kl. 15.00. t Eiginkona mín, ALBERTÍNA ELÍASDÓTTIR, Grœnagarði, (safirði, lést í sjúkrahúsi ísafjarðar aðfaranótt 28. október. Jarðarförin fer fram frá kapellunni í Hnífsdal miðvikudaginn 4. nóvember ki. 14.00. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og annarra vandamanna, Pétur Tryggvi Pétursson, Grænagarði, Ísafirði. t Móðurbróðir minn, JAKOB ÞORSTEINSSON frá Borg í Skötufiröi, er andaðist 21. þ.m. á Hrafnistu, verður jarðsunginn miðvikudag- inn 4. nóvember kl. 13.30 frá nýju kapellunni í Fossvogi. Fyrir hönd aðstandenda, Friðrik S. Friöriksson. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, HRÓLFS HALLDÓRSSONAR framkvæmdastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Halldóra Sveinbjörnsdóttir, Þóra Hrólfsdóttir, Sigrfður Hrólfsdóttir og Halldóra Hrólfsdóttir. t Þökkum innilega veitta samúð vegna andláts og jarðarfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, B0RGE HILLERS, Heiðmörk 3, Selfossi. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Ómar Hillers, Anna Friðbjörnsdóttir, Úlla Hillers, Úlfar Pálmi Hillers, Ingibjörg Hjaltadóttir, Karl Henrik Hillers, Edda Guðmundsdóttir, Gyöa Huld Björnsdóttir, Jón Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og vináttu vegna andláts og útfarar, ÞÓRÐAR HELGASONAR frá Þursstöðum, Borgarhreppi. Guðrún Tryggvadóttir og fjölskyldur. Lregsteinar HARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít: ■ Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður WORD ritvinnsla með stæl Námskeið fyrir þá sem gera kröfur til ritvinnslu og textagerðar. Dagskrá: • Grundvallaratriði Word • Uppsetning skjala og leturval • Orðasöfn og style sheets • Efnisyfirlit og atriðisorðaskrár • Fléttun skjala og aðrir eiginleikar Dag og kvöldnámskeiö Næstu námskeið hefjast 9.nóvember Halldór Kristj'ánsson verkfræðingur Talvu-og verkfræfiiþjónustan Grensásvegi 13, sími 68 80 90 einnig um helgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.