Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 55

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 55 Ebba Þor- steinsdóttir - Minning Fædd 19. maí 1927 Dáin 14. október 1987 Hún Ebba er dáin. Þessi harma- fregn barst okkur að morgni 13. okt. sl. Við samstarfsfólk hennar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði áttum erfitt með að trúa að hún væri öll. Við vonuðum að hún yrði ekki köll- uð burt frá okkur svona fljótt. Við ólum með okkur þá von að hún fengi að koma aftur til sinna starfa. Nú er sú von orðin að engu. Við kynntumst Ebbu fyrir 9 árum þegar hún hóf störf á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði. Það kom fljótt í ljós að þarna var kona er bar af sér góðan þokka og reyndist auk þess mikill kvenkostur. Það var ávallt reisn yfír Ebbu. Ebba var hávaxin kona, bein í baki og eftir henni var tekið er hún gekk eftir göngunum, hún var svo tíguleg. Allt hennar viðmót var þægilegt. Hún var glaðlynd og reyndi að vinna það besta úr öllu. Og alltaf var hún jákvæð, hvað sem á dundi og tók öllu sem að höndum bar með jafnað- argeði. Ebba hafði alla þá kosti að bera sem til þurfti í oft erilsömu starfi. Við sem áttum því láni að fagna að kynnast Ebbu náið þáðum oft heimboð hjá henni. Það var sama reisnin yfir öllu. Allur gróður innan dyra sem utan bar þess merki að um hann var hugsað af alúð. Blóm- in voru hennar stolt og margan afleggjarann eigum við frá Ebbu. I tilefni af 60 ára afmæli sínu sl. vor hélt Ebba okkur samstarfs- fólki sínu veislu, þá orðin sjúk kona. Það sýnir best stórhug hennar og dugnað. Engan grunaði að þetta yrði síðasta samverustund okkar með henni á St. Jósefsspítala. Það er sárt að horfa á eftir þess- ari hugrökku konu, sem reyndist svo tryggur samstarfsmaður. Ebba skilur eftir sig góðar minningar sem munu lifa. Við þökkum henni samveru- stundimar og vottum eiginmanni og bömum okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Dagmar Olafs- dóttir - Minning Fædd 2.júní 1910 Dáin 10. október 1987 A lífsleiðinni gefum við hvort öðm ómetanlegar gjafír sem við bætum í safn reynslu og þekking- ar. Amma Dagmar skilur við okkur með sæg af slíkum gjöfum og dýr- mætt er að hafa umhyggju hennar, dugnað og framtakssemi að leiðar- ljósi er við göngum æviveginn. Við lítum til baka og minnumst hversdagsstunda í eldhúsinu hjá ömmu með þakklæti. Ómetanleg var umhyggja hennar fýrir okkur. Seint og snemma var henni um- hugað um öryggi og velferð ástvina sinna og við vitum að hún mun áfram halda vemdarhendi yfír okk- ur. Við kveðjum með trega hana ömmu, sem ávallt gaf sér tíma til að hlusta á lítil vandamál og gefa okkur skoðanir sínar og heilræði. En við varðveitum minningamar um þær ófáu gleðistundir sem við áttum saman. Traust hennar og vinátta mun ávallt fylgja okkur. Dinna, Dammý og Skorri Tengdamóðir mín, Dagmar Ól- afsdóttir, lézt þann 10. október sl. á Landspítalanum eftir stutta legu, en í allmörg undanfarin ár hafði hún kennt þess sjúkdóms, sem áður hafði lagt systur hennar tvær að velli langt um aldur fram. Dagmar fæddist á Seyðisfirði 2. júní 1910. Hún var önnur í röðinni af fjórum bömum foreldra sinna, sem voru hjónin Guðrún Guðjónsdóttir og Olafur Ólafsson. Það sama ár flutt- ist fjölskyldan til Vestmannaeyja, en Ólafur var sjómaður að atvinnu. Þar bjuggu þau hjón með bömum sínum til ársins 1918. í janúarmán- uði það ár lét seglskipið Rigmor úr höfn í Portúgal. Ólafur var þar fyrsti stýrimaður. Það kom ekki aftur úr þeirri för og spurðist aldr- ei til þess framar. Guðrún stóð þá ein eftir með fjögur ung böm og kveljandi ótta vikum og mánuðum saman um afdrif skipsins. Það er ef til vill ekki auðvelt nú til dags að setja sig inn í slíkar aðstæður. Samgöngur, samhjálp og tiygging- ar voru þá með öðrum hætti en nú þekkist. Guðrún brá fljótlega á það ráð að flytja til Reykjavíkur og hélt þar heimili með dætrum sínum þremur en sonurinn, sem var yngst- ur, ólst upp hjá móðursystur sinni á Neskaupstað. Dagmar, tengdamóðir mín, minntist oft æsku sinnar og ávallt með mikilli gleði og stolti yfír því með hvflíkum dugnaði og útsjónar- semi móðir hennar, Guðrún, sá um uppeldi og framfærslu bama sinna við hinar erfíðustu aðstæður. Aldrei heyrði ég annað en að allsnægtir hefðu verið á því heimili, slík var ráðdeild og eljusemi þessarar ekkju. Árin liðu m.a. við sumardvöl í Mýr- dal, sveit sem Dagmar unni æ síðan, og árið 1929 siglir hún til Dan- merkur til náms á Sorö Husholdn- ingsskole. Það var mikið ævintýri ungri stúlku og ekki algengt að sækja slíka menntun til útlanda á þeim tíma. Sú skólaganga skildi eftir djúp spor. Þar voru hnýtt vin- áttubönd, sem ekki hafa rofnað fyrr en nú nær sex áratugum síðar, og veganesti skólans einkenndi heimili hennar alla tíð. Henni þótti vænt um hið hlýja umhverfi Sorö og vitjaði þess staðar oftar á ævi sinni er hún mátti þvi við koma. Þegar heim kom giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Jóni Bjamasyni. Það var mikið gæfu- spor. Hann var henni umhyggju- samur og traustur eiginmaður, hún var honum góð eiginkona. Missir hans er því vissulega mikill. Þau settu saman heimili í Reylqavík og keyptu þegar fram liðu stundir hús- ið á Njarðargötu 5 í félagi við Guðrúnu móður hennar. í þessu húsi bjó fjölskyldan siðan um langt skeið. Þar ólust bömin upp, Ólöf gift Val Egilssyni tannlækni, búsett í Chicago, Inga Bima lektor í Slag- else og Gunnar, sem starfar hjá Orkustofnun. Þar bjó Guðrún til æviloka í skjóli dætra sinna og tengdasona. Þar bjó bróðirinn Haukur þegar hann stundaði nám sitt í Stýrimannaskólanum. Þama bjó stórfjölskylda að þeirra tíma hætti. Fljótlega eftir andlát Guðrúnar fluttu þau hjón, Dagmar og Jón, á Hraunteig 13, þar sem þau hafa búið síðan. Þar kynntist ég henni fyrst. Hún var fríð kona sýnum og fágæt húsmóðir. Allt, sem laut að matargerð og húshaldi, gerði hún með einhverum sérstökum glæsi- brag, sem henni var einni laginn. Hún kunni manna bezt að halda veizlur góðar og þeir munu margir í þessari fjölskyldu sem telja að naumast verði haldið sómasamlega upp á hátíðir og tyllidaga með öðru sniði en hennar. Óll verk sín vann hún af nákvæmni og vandvirkni, í þeim efnum var aldrei gefíð eftir. Gilti þá einu hvort hún saumaði kjóla á dætur sínar eða bamaböm ellegar gerði útsaum, aðeins það bezta var nógu gott. Nú hin síðari ár notaði hún bæði gleraugu og stækkunargler til þess að greina örfínan þráðinn. Mörg verk hennar skreyta heimili ^ölskyldunnar og munu gera um langan aldur, en auðvitað var hennar eigið heimili ljósasti votturinn um listfengi henn- ar og sköpunargleði. Þar hélt hún öllu óaðfínnanlega allt til síðasta dags, eins og hún hafði ávallt gert. Okkur, sem yngri emm og stóðum henni nærri, fannst að hún hefði mátt spara þrek sitt meir og slá af þeim kröfíim, sem hún gerði til verka sinna. Það var ekki ætíð gott að muna að þar fór kona hátt á áttræðisaldri. Hún helgaði líf sitt manni, heimili og bömum. Ég veit af löngum kynnum við tengdamóð- ur mína að ekkert það var til, sem hún hefði ekki á sig lagt til þess að auka á velferð bama sinna og eiginmanns. Bamaböm hennar nutu þess og í ríkum mæli. Ef ein- hvem vanda bar að höndum okkar gerði hún hann umsvifalaust að sínum og þá komst ekkert annað að, en einlægur vilji til hjálpar og slík fómfýsi að sjaldgæft er. Væri þar af mörgu að segja. Á liðnu sumri fóru þau hjón til Danmerkur í sumarfrí og dvöldu þar á heimili dóttur sinnar í mánað- artíma. Þá var enn farið um fomar slóðir og vitjað vina. Þau komu heim úr för sinni þann 21. septem- ber sl. glöð og ánægð, en þrekið var á þrotum og hin afmarkaða stund hennar nær liðin. Hún hverf- ur okkur nú um sinn er haustar, þegar grös sölna í Mýrdalnum og marglitt laufíð fellur í skógum Sjá- lands. Að okkur sem eftir lifum er þungur harmur kveðinn. Við sam- einumst í þökk fyrir líf hennar og starf, er svo oft var í okkar þágu. Ég bið guð að gefa tengdaföður mínum styrk í sorg hans. Blessuð sé minning tengdamóður minnar. Erla Hjartardóttir Edward Jones „Guitar Slim“ ___________Blús______________ Árni Matthíasson Earl King, gítarleikarinn snjalli, sagði eitt sinn frá þvi að Guitar Slim kom fram á tón- leikum með helstu meisturum blúsgitarsins, Clarence Gat- emouth Brown, T-Bone Walker og Lowell Fulson, í Opelousas í Louisiana. Þá hermir sagan að Guitar Slim hafi sagt við hina: „Herrar mínir, hér eru samankomnir helstu gitarleik- arar landsins. Eftir að ég hef komið fram í kvöld mun enginn muna eftir þvf að þið hafið verið hér líka.“ Þeir hlógu all- ir, en svo fór sem hann sagði. Guitar Slim kom fram á syiðið í bláum fötum og skóm, með blátt hár. Þjónn bar hann á háhesti í gegnum áheyrendahópinn á með- an hann lék á gítarinn, enda með yfír 100 metra gítarsnúru. Þjónn- inn bar hann út á bflastæðið fyrir utan tónleikastaðinn og þar varð umferðaröngþveiti. Ekki var það þó svo að Guitar Slim, sem hét reyndar Edward Jones, þyrfti á öllu umstanginu að halda til að koma sér á fram- færi, því hann var snjall gítarleik- ari og góður lagasmiður. Edward Jones fæddist Green- wood, eða Hollandale, í Miss- issippi 10. desember 1926. Þegar hann komst til vits og ára fluttist hann úr sveitinni lflct og svo marg- ir á undan honum, en hann fór ekki norður eins og flestir, heldur suður til New Orleans. Þar fór hann að leika á gítar og lék þá blús. Fyrst er hans getið í tónlist- arsögunni um 1950 og þá sem góðrar eftirlíkingar af Clarence Gatemouth Brown, sem er von- legt, enda var Gatemouth þá á hátindi frægðar sinnar. Slim tók fyrst upp árið 1951 og um 1953 var hann orðinn meðal þeirra vin- sælli á sviðinu í Suðurrikjunum. Það ár tók hann upp lagið The Things That I Used to Do með Ray Charles á píanó. Lagið sló rækilega í gegn og varð vinsæl- asta rytmablúslag ársins 1953. Það var ekki bara laglínan og gospellíkur söngurinn sem vakti hrifningu, heldur var gítarleikur- inn ólíkur því sem menn áttu að venjast. Slim notaði bjögun á líkan hátt og Jimi Hendrix átti eftir að grípa til löngu síðar. Uppúr 1955 voru vinsældir Slim famar að minnka og voru í niðursveiflu allt fram til 1958 að hann varð að taka sér hlé frá tónleikahaldi vegna ofþreytu og drykkju. 1959 fór hann aftur af stað, en var þó ekki búinn að ná sér að fullu. í febrúar það á lést hann úr lungna- bólgu í New York. Hann var greftraður í Thibodeaux með gítarinn sér við hlið. Besta leið til að kynna sér tón- list Guitar Slim er á tveimur plötum sem Ace hefur gefíð út, en á annarri þeirra á hann helm- ing á móti Earl King. Platan sem hann hefur einn til umráða heitir einfaldlega The Things That I Used to Do. Þar á eru upptökur sem hann gerði fyrir Specialty og eru lögin tekin af upprunalegu „master“ segulböndunum og með- höndluð stafrænt til að ná fram sem bestum hljómi. Eðlilega er mest gaman að heyra The Things That I Used to Do en önnur lög á plötunni eru og skemmtileg, enda var Slim góður söngvari ekki síður en gítarleikari. Einna skemmtilegust eru lögin Guitar Slim, The Story of My Life, A Letter to My Girl Friend, Reap What You Sow og Bad Luck Blues. í þeim lögum öllum sýnir hann takta á gítarinn sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á það hvemig gítarinn var notaður í blúsnum og ekki síður rokkinu eins og heyra má hjá Jimi Hendr- ix og Stevie Ray Vaughan. grunnnámskeið Fjölbreytt, gaanlegt og skemmtilegt byrjendanámskeio í notkun Macintoshtölva. Dagskrá: Grundvallaratriði Macintosh Teikniforritið MacPaint Ritvinnslukertið Works Gagnagrunnurinn Works Töflureiknirinn Works Helgar og kvöldnámskeið Næstu námskeiö hefjast 7.nóvember Halldór Kristjánsson verkfræöingur TOlvu-og :'/'■v-:': vBrkfræöiþjónustan Grensásvegi 13, sfmi 68 80 90 einnig um helgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.