Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 56

Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 SKJALASAFN ER EKKI ^ GRAFHYSI Svanhildur Bogadóttir skoðar gamla bréfabók. SPJALLAÐ VIÐ SVANHILDIBOGADÓTTUR, NÝJAN BORGARSKJALAVÖRÐ ar sjálfar og fyrir almenning og fræðimenn. Gildi skjala er marg- þætt, í fyrsta lagi er það lagalegt og í þessu safni má t.d. nefna reglu- gerðir og samninga borgarinnar við ýmsa aðila. í öðru lagi er það stjóm- unarlegt, t.d. skjöl sem veita upplýsingar um ákvarðanir sem hafa verið teknar og á hvaða for- sendum þær vom teknar, einnig má nefna ýmis skjöl varðandi starfsmannahald. í þriðja lagi er það fræðilegt gildi skjalanna við rannsóknir, einkanlega á sviði sagn- fræði og félagsvísinda. Skjalasafn er ekki grafhýsi skjala eins og ansi margir virðast halda, Borgarslq'ala- safnið á að vera lifandi stoftiun til að þjóna Reykvíkingum og ég vil sjá sem flesta þeirra hér.“ 30. apríl 1954 var skjalasafn Reykj avíkurbæj ar viðurkennt sem héraðsskjalasafn og 7. október sama ár samþykkti bæjarstjóm Reykjavíkur stofnun Minjasafhs Reykjavíkur og ráðningu skjala- og minjavarðar. Fram að þeim tíma var skylt að afhenda Þjóðskjala- saftii eldri skjöl borgarinnar til varðveislu, en við stofnun hérað- skjalasafns fluttust skjöl borgarinn- ar yfir til þess. Árið 1967 var skjala- og minjasafninu skipt í tvö aðskilin söfn. Minjasafnið var síðar flutt upp í Árbæ og er kennt við þann stað. Skjala- og minjavörður fram til árs- ins 1967 var Lárus Sigurbjömsson. Fyrsti borgarskjalavörður var Láms H. Blöndal og gegndi hann stöð- unni fram til ársins 1971. Þá tók Geir Jónasson við og var hann borg- arskjalavörður fram til 1976. Jón E. Böðvarsson varð borgarskjala- vörður það sama ár og veitti hann safninu forstöðu til 10. september á þessu ári. Jón er m.a. kunnur fyrir skrif sín og fræðsiustarf á vegum Sambands íslenskra sveitar- félaga, hann hefur auk þess samið bréflykla til efnisflokkunar á skjala- söfnum. Við Borgarskjalasafn Reykjavík- ur starfa auk borgarskjalavarðar 2 aðrir starfsmenn, en heimild er fyr- ir 4 stöðugildum alls. Borgarskjalasafnið er staðsett í Skúlatúni 2, en húsrými þar rúmar aðeins fimmtung af þeim skjölum sem í safninu em; hefur orðið að flytja allar stærri skjalasendingar í geymslur á Korpúlfsstöðum. Hlýst af þessu margvíslegt óhagræði bæði fyrir starfsfólk og safngesti. Hillupláss Borgarskjalasafnsins er 3500 metrar. Fyrirhugað er að tölvuvæða og tölvuskrá safnið á næsta ári. Það reynist mörgum erfitt að greina hismið frá kjarnanum í pappírsflóði nútímans. Hvað verður að geyma og hveiju má fleygja? Pappírsflóðið hefur undanfama áratugi farið sívaxandi og virðist lítið lát verða á. Tölvuvæðingin gefur fyrirheit um „pappírslaust samfélag" en afraksturinn sýnist enn sem komið er frekar vera tölvuútprent. í gegnum bréfalúgur heimilanna flæðir alls konar „gluggapóstur", tilkynningar, reikningar og reiknisyfírlit, einnig allra handa auglýsingabæklingar. Auk þess verður fólk að hafa reiðu á kvittunum og samningum af ýmsu tagi. Á heimilum landsmanna er rejmt að stýra þessu pappírsflóði, sumir geyma þetta samviskusamlega í ýmsum hirslum en oft hafa þessir pappírar stuttan stans á leiðinni í ruslakörfuna. ótt slík vinnu- brögð dugi í einkalífí er ljóst að fyrirtæki og stofnanir verða að hafa annað verklag. Opin- berar stofnanir ýmiss konar afgreiða „málin og erindin" eftir ákveðnu ferli og til þess er ætlast að málskjölin hafni að lokum í skjalasafni. Er þá skjala- safn ruslakarfa fyrir stofnanir og fyrirtæki eða eitthvað annað og meira? Til að svara þessu og fleiri spumingum hafði Morgunblaðið samband við Svanhildi Bogadóttur, en hún er menntuð í stjóm og rekstri skjalasafna frá New York University Svanhildur veitir nú Borgarskjalasafni Reykjavíkur for- stöðu. Svanhildur er úr Kópavogi, fædd árið 1962, lauk BA-prófí í sagn- fræði frá Háskóla íslands 1985. Að því loknu hélt hún utan til Bandaríkjanna til frekara náms og lauk þar prófí í vor. Svanhildur er að nokkm kunn fyrir afskipti sin af málefnum námsmanna, hún er nú varaformaður SÍNE (Samband íslenskra námsmanna erlendis) og fulltrúi fyrir þau samtök í stjórn Lánasjóðs islenskra námsmanna. Á námsámm sínum í Bandaríkjunum starfaði hún í skjalasafni Trinity Church í Wall Street, einnig var hún næstráðandi við skjalasafn New York-deildar YMCA (Kristi- legt félag ungra manna), ennfremur skráði hún og flokkaði bréf í sam- eiginlegu skjalasafni verklýðshreyf- ingar og ýmiss konar kvennasam- taka og gyðinga. Sambýlismaður hennar er Ríkharður H. Friðriksson, tónskáld. Skjalasafn er ekki grafhýsi Borgarskjalavörður var snöggur til svars þegar Morgunblaðið innti hann eftir hlutverki skjalasafna: „Hlutverk skjalasafna er að varð- veita og gera aðgengilegar ýmiss konar upplýsingar fyrir stofnanim- Það er ráðlegra að halda jafnvæginu á Borgarskjalasafni. Vill ekki segja til syndaselanna Með orðinu skjal er átt við hvers konar gögn sem geyma upplýsingar er orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar, einkaaðila eða eir.staklings, hvort sem þau em skrifuð gögn, uppdrættir, ljósmynd- ir, fílmur, örglæmr, hljóðupptökur, tölvugögn eða önnur hliðstaeð gögn. Yfirleitt er slqal á skjalasafni ein- stakt, þ.e.a.s. um önnur eintök er ekki um að ræða. Ný og nýleg skjöl, sem em fyrst og fremst notuð í daglegu starfí og em „virk“, em geymd í skjala- safni viðkomandi stofnunar. Til þess að slq'öl nýtist sem best verður að skipuleggja skjalavörslu og ekki síður skjalamyndun vel strax í upp- hafí. í samþykkt borgarstjómar um Borgarskjalasafnið frá 1983 er gert ráð fyrir því að safnið líti eftir skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila og láti þeim í té leiðbeiningar um skjalavörslu og ákveði um ónýt- ingu skjala sem ekki er talin ástæða til að varðveita. „Við emm til ráð- gjafar og reynum einnig að sjá til þess að eitthvert samræmi sé í flokkun skjala víðs vegar í borgar- kerfínu. Það er gert ráð fyrir því að borgarstofnanir sendi safninu þau skjöl sín sem em eldri en tutt- ugu ára, miðað við síðustu inn- færslu bókar eða síðasta bréf afgreidds máls. í reynd er því mið- ur allur gangur á þessu, stundum em safninu send mun yngri gögn en aðrir skila litlu eða engu. Það verður ekki nógu oft brýnt fyrir mönnum að skila inn skjölum þeirra stofnana sem þeir starfa hjá, t.d. var það lán í óláni að Leikfélag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.