Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 57

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 57 Reykjavíkur varðveitir myndasafn sitt hér; það varð því ekki eldinum að bráð þegar kviknaði í Iðnaðar- mannahúsinu." Svanhildur borgarskjalavörður vildi ekki að svo komnu máli gefa Morgunblaðinu upp nöfn „syndasel- anna,“ vildi þó láta það koma fram að borgarstjómin væri ekki í þess- um hópi, þar væru skjalamálin til fyrirmyndar. „Einnig er það vanda- mál bæði hérlendis og erlendis að sumir embættismenn gera ekki greinarmun á pei-sónu sinni og þeirri stofiiun, sem þeir veita for- stöðu, og telja þar af leiðandi skjöl embættis síns nánast vera sína per- sónulegu eign. Það hefur hent, þegar embættismenn hafa látið af störfum og farið á eftirlaun, að þeir hafa tekið heim til sín skjöl til einkaafnota s.s. til að skrifa endur- minningar sínar. Af þessu hafa hlotist ótalin vandræði og leiðindi." Eftir að skjal hefur gegnt sínu hlutverki hjá viðkomandi borgar- stofnun, er farið að „kólna", liggur leið þess loks í Borgarskjalasafnið. Þar er fylgt svonefndri uppruna- reglu, þ.e.a.s. leitast er við að geyma skjalasafn hverrar stofiiunar sem sérstaka einingu, ekki má stokka saman skjölum sem hafa orðið til hjá tveimur eða fleiri að- skildum stofiiunum. Þetta gildir jafnt þótt skjölin kunni að vera efn- islega skyld eða fjalli um sömu mál. Borgarskjalavörður var inntur eftir því hverjir væru helstu notend- ur? „Borgarfulltrúamir líta alltaf öðru hvoru inn, aðallega til að kynna sér forsögu mála og hvaða umfjöllun þau hafa áður fengið. Einnig vilja þeir gjaman kjmna sér afgreiðslu sambærilegra mála. Starfsmenn borgarstofnana nota lfka safnið töluvert. Almenningur kemur hingað oftast til að kynna sér gögn, sem snúa að sérhveijum persónulega t.a.m. skjöl varðandi húsnæðismál, skjöl byggingar- nefndar eru t.d. mjög virk, einnig má nefna íbúaskrár og manntöl. Margir hagsmunaaðilar vilja líka gjaman líta í fundargerðir borgar- stjómar og ýmissa nefnda. Einnig er stöðugur straumur af fræði- mönnum og skólafólki sem vill kíkja á nánast allt mögulegt. Fræðimenn- imir og skólafólkið nota líka prentaðar bækur skjalasafnsins, en Borgarskjalasafnið á eitt besta bókasafn um sögu Reykjavíkur. Úrklippusafnið er einnig mikið not- að. Mér finnst það bera vitni um mikla framsýni hjá Lárusi Sigur- bjömssyni að hafa gengist fyrir því að safna kerfisbundið ýmsum mála- flokkum úr dagblöðunum. Núna er víst til fyrirtæki sem sinnir svipuð- um verkefnum. Það má segja að Láms hafi verið aldarfjórðungi á undan sinni samtíð." Einkalíf fólks á að vera friðhelgt Morgunblaðið spurði Svanhildi hvort hver sem er hefði ftjálsan og liðugan aðgang að öllum skjölum safnsins. „Safnið er opið fyrir alla sem vilja leita þar upplýsinga og við reynum að aðstoða eftir bestu getu, hins vegar verður líka að hafa það hugfast að skjöl, sem varða einkalíf manna, geta verið friðhelg og því lokuð. Borgarskjala- vörður tekur ákvörðun um aðgang að skjölum, sem eru varðveitt í safn- inu, ef ákvæði um það efni er ekki að finna í lögum, reglugerðum eða öðmm samþykktum. Og einnig get- ur afhendingarskyldur aðili áskilið sér einkarétt til þess að heimila aðgang að skjölum, sem hann hefur afhent safninu, í allt að tuttugu ár frá afhendingu. Það má eiginlega segja að það verði vart við tvö við- horf um aðgang að upplýsingum og skjölum. Annars vegar tala menn um rétt almennings til upp- lýsinga og um upplýsingaskyldu stjómvalda. Hins vegar tala menn um friðhelgi einkalífs og hafa stór- ar áhyggjur og þungar af því að Íiað verði fótum troðið. Héma á slandi er hefðin frekar sú að hafa aðgang mjög fijálsan, en í Banda- ríkjunum em áhyggjumar um friðhelgi einkalífsins sterkari. Með- alvegurinn gullni er vandrataður, en persónulega finnst mér aðgang- ur manna að upplýsingum um nágrannanna stundum vera full- mikill." Er logandi hrædd í húsnæði safnsins á Skúlatúni 2 em einkum geymd þau skjöl og gögn, sem mönnum er mjög annt um, og svo þau skjöl sem talið er að helst þurfi að hafa við höndina, en eins og fyrr hefur verið getið er stærstur hluti af Borgarskjala- safninu geymdur á Korpúlfsstöðum, nánar tiltekið í gamla flósinu. Svan- hildur var spurð hvort það gæti ekki hent að spurt væri um tiltölu- lega nýlegt skjal sem væri þegar til ætti að taka í geymslu á Korp- úlfsstöðum? Svaraði hún því til að því miður gerðist þetta allt of oft „en á meðan plássið er er nú eins og það er em svona tilfelli óhjá- kvæmileg. Við neyðumst til biðja viðskiptavininn afsökunar og ná í skjalið við fyrsta tækifæri. Þetta veldur óhagræði og tímaeyðslu bæði fyrir okkur og kúnnann." Morgunblaðið innti borgarskjala- vörðinn eftir því hvort hann teldi geymsluaðstöðuna á Korpúlfsstöð- um ömgga, t.d. með tilliti til vatnsleka, en það slys gerðist þama á síðasta ári að heitavatnsinntak gaf sig. Svanhildur sagði að svona slys væm vissulega áhyggjuefni, vatn, eldur og ryk væm martröð skjalavarða. Þessu næst innti Morg- unblaðið Svanhildi eftir því hvort það væri rétt að gashylki væm geymd í kjallaranum undir skjala- geymslum höfuðborgarinnar? „Eftir flestu tekur Mogginn. Jú, þetta er rétt og ég er að sjálfsögðu logandi hrædd við þetta. Ef svo má að orði komast nálægt gashylkjum." Plastmöppur sem eyðileggja letrið Morgunblaðið spurði Svanhildi borgarskjalavörð hvemig umbúnaði skjala væri háttað bæði hér á landi og erlendis? „Þetta er eiginlega tvíþætt spuming, hvemig ætti þetta að vera og hvemig er það. Skylda okkar er auðvitað sú að ganga þannig frá skjölunum að þau skemmist ekki og varðveita þau eins lengi og þurfa þykir. Sum skjöl em það merkileg að við viljum helst varðveita þau til endaloka veraldar. Allir vita að venjuleg skjöl úr pappír er oftast geymd í möppum, öskjum og kössum, annaðhvort úr pappa eða plasti. En þetta er ekki nóg, umbúðimar verða að vera sým- lausar líka. Sennilega vita það fæstir, en nútímapappir hefur þann galla að hann er of súr og eyðist á nokkram áratugum. Ef ekkert er að gert gulnar pappírinn og verður brothættur og molnar að lokum. Hér á safninu em t.d. þrátíu ára gömul skjöl sem em verr farin held- ur en skjöl sem em þó meira en aldargömul. Hér á landi em ekki framleiddir sýmlausir kassar og umbúðir og er það mjög slæmt fyr- ir skjalasöfn. Skjalasafninu hafa oft verið afhent skjöl í plastmöppum sem em þeirrar náttúm að losa vélritað letur frá pappímum. Þessar möppur era algengar í verslunum hér á landi. Auðvitað er ekki allt plast skaðlegt, t.d. sýnist mér plast- umbúnaður, sem er fáanlegur f ljósmyndavöraverslunum, yfirleitt vera í lagi. Borgarskjalavörður var spurður hvort brana- og þjófavamir væm í nógu góðu lagi í íslenskum skjala- söfnum. Svanhildur sagði að í þessum efnum væri víða pottur brotinn. „Það er eins og menn telji það vera næga vöm að við geymum ekki peninga eða gull á skjalasöfn- unum, en ef illa fer er tjónið óbætanlegt eins og gefur að skilja." Skjalaverðir mættu grisja meira Morgunblaðið spurði Svanhildi Bogadóttir um hver væri stefnan varðandi eyðleggingu skjala? „Hingað til finnst mér þetta hafa verið stefnuleysi. Það hefur vantað reglur um hvaða skjöl mætti eyði- leggja, allra handa bréf og pappírar hafa safnast fyrir og enginn þorir að fleygja neinu. Skjölunum er svo hent ofan í kassa og þeim svo drösl- bréf fyrir Reebslager-húsinu. að uppá háaloft eða ofan í kjallara. Tíu til tuttugu ámm seinna drífur kannski einhver framtakssamur maður í „vorhreingemingu" og keyrir allt „draslið" á hauganna. Svona harmsaga þarf ekki að ger- ast ef skipulega er að málum staðið." Svanhildur sagði að borgar- stjóm Reykjavíkur hefði sett reglur um ónýtingu skjala hjá borginni og stofnunum hennar, árið 1983. I þeim er reynt að velja það merkileg- asta úr öllum skjalabunkunum til varðveislu, t.d. er þar kveðið á um að heimilt sé að eyðileggja fylgi- skjöl bókhalds og önnur undirgögn átta ámm eftir lok reikningsárs. „Þetta tekur svosem nóg pláss samt, fylgiskjölin frá borgarbók- haldi og borgarsjóði em t.a.m. næstum 400 kassar árlega af allra handa reikningum. Það sér það hver heilvita maður að ekki er hægt að geyma öll þessi ósköp." Aðspurð tjáði Svanhildur Morgun- blaðinu að hún teldi að fslenskir skjalaverðir mættu að skaðlausu vera mun stórtækari við grisjun skjala. Þyrnirós hlýtur að hafa rykfallið Morgunblaðinu lék hugur á að fræðast nánar um nám Svanhildar í Bandaríkjunum og ástand skjala- mála þar í landi. Hún tjáði Moigun- blaðinu að það væri mjög gott að læra skjalafræði í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn stæðu framarlega á tæknisviðinu og þeir litu oft á hlutina frá öðmm sjónarhóli heldur en Evrópumenn, þeir hefðu mikinn metnað fyrir því að gera söfnin góð, aðgengileg og umfram allt lif- andi. Svanhildur tjáði Morgunblaðinu að skjalasafn Trinity Church væri það allra fullkomnasta, sem hún hefði séð, t.a.m. væm allar skjala- geymslur eldvarðar og með sjálf- virkum raka- og hitastillum, einnig væri safnið mjög vel búið með til- liti til tölvu- og hugbúnaðar. Svanhildur starfaði þama við að skrá þrjú hundmð ára gamla land- leigusamninga kirlqunnar og gera þá aðgengilega fyrir fasteigna- og lögfræðideild kirkjunnar. Trinity ' Church mun eiga álitlegan flölda lóða á Manhattan-eyju, m.a. lóðina undir World Trade Center. Svan- hildur starfaði einnig með náminu við skjalasafn YMCA (Kristilegt félag ungra manna) í New York. Aðspurð hafði hún ekki nema gott eitt um þann félagsskap að segja. Samtökin væm mjög öflug í New York, hefðu 400 þúsund meðlimi og tvö þúsund starfsmenn og væm rekin eins og stórfyrirtæki. Hreyf- ingin stæði að margháttaðri þjóð- þrifastarfsemi. Það sem kom henni mest að óvart var að í YMCA væri nú fólk úr öllum trúflokkum, þótt samtökin hefðu upphaflega verið trúarleg hreyfing mótmælenda. Svanhildur sagði að annars væri erfitt að segja mikið um fyrstu ár YMCA í New York þar eð þeirra dýrmætustu og merkilegustu skjöl um frumbýlingsárin hefðu rétt ný- lega orðið aðgengileg. Svanhildur var óðara spurð hvort starf YMCA væri svo viðkvæmt að þörf væri á ártuga skjalaleynd? Hún sagði svo ekki vera, fór undan í flæmingi, en tjáði Morgunblaðinu að lokum, að sagan af skjölum þessum væri gott dæmi um að öryggið gæti gengið út f öfgar. Tildrög málsins vom þau, að New York-deild YMCA byggði nýjar að- alstöðvar árið 1902. I byggingunni miðri var byggð skjalageymsla eða öllu heldur bankahvelfíng. Var hvelfing þessi hin rammbyggileg- asta og henni ætlað að standast eld, vatn, sprengjur og ryk. New York-deild YMCA kom þama fyrir öllum sínum merkustu og dýrmæt- ustu skjölum og hugði nú vel fyrir séð. Dyr vom þrefaldar og var þeim innstu læst með tveimur talnalásum og varð að kunna skil á þeim báðum til að opna dymar. Aðeins tveir menn varðveitu talnaformúlumar í minni sér. Nú vildi svo ólánlega til að báðir féllu frá með skömmu millibili, bar andlát þeirra svo brátt að, að þeim gafst ekki ráðrúm til að kenna öðmm talnaformúlumar góðu. Smásaman fækkaði þeim sem vissu um skjalageymsluna lokuðu. Næst ber það til tíðinda, að fímmtíu ámm síðar finnur yfirskjalavörður YMCA í New York heimildir um skjalageymsluna og innihald henn- ar. Var nú gengið að þvf verki að finna einhvem þann mann sem kunnáttu hefði til þess að opna dymar rammgerðu. Ekki var talið ráðlegt að nota sprengiefni. Skjölin gætu orðið fyrir hnjaski og þar að auki væm aðferðir bankaræningja tæpast við hæfi virðingarverðra samtaka. Eftir mikla leit tókst að hafa upp á lásasmið, sem gat ráðið talnaformúlumar, og í febrúar á þessu ári vom dymar opnaðar af yfirskjalaverði New York-deildar YMCA ásamt næstráðanda hans, Svanhildi Bogadóttur. „Nú skil ég hvemig prinsinum í ævintýrinu um Þymirós hefur liðið þegar hann leit sitt dýrmætasta yndi augum, hvílík vonbrigði; hvelfingin átti að vera rykheld en þama var allt svart af ryki. Eg trúi ekki öðm en því að eitthvað hafi fallið á Þymirós, á, hundrað áram í tuminum." TEXTI: PÁLL LÚÐVÍK MYNDIR: SVERRIR VILHELMS- SON Starfsmenn Borgarskjalasafns, talið frá vinstrí: Ester Westlund, Hildur E. Pálsson og Svanhildur Boga- dóttir borgarskjalavörður. Reynt er að geyma minna notuð skjöl á Korpúlfsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.