Morgunblaðið - 01.11.1987, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
REWIAvflCUR Leikritasamkeppni
í tilefni af opnun Borgarieikhúss efnir Leikfélag
Reykjavíkur til leikritasamkeppni. Frestur til að
skila inn leikritum er til 31. október 1988 og mun
dómnefnd skila úrskurði sínum 15. janúar 1989.
Dómnefndina skipa: Hallmar Sigurðsson, leik-
hússtjóri, Hafliði Arngrímsson, tilnefndur af
Rithöfundasambandi íslands, og Sigríður Hagalín,
leikari.
Samkeppnin er tvíþætt, þar sem annars vegar
verða veitt verðiaun fyrir barnaleikrit og hins veg-
ar leikrit, sem ekki er bundið því skilyrði.
Verðlaunaupphæð nemur samtals kr. 1.000.000,
og er upphæðin bundin lánskjaravísitölu nóvem-
bermánaðar 1987, 1841 stig. Veitt verða ein fyrstu
verðlaun í hvorum flokki, ekki lægri en kr. 300.000
hver, en að öðru leyti hefur dómnefnd frjálsar
hendur um skiptingu verðlauna. Verðlaun eru
óháð höfundarlaunum ef verkin verða valin til
flutnings hjá félaginu og áskilur Leikfélag
Reykjavíkur sér forgang að flutningsrétti á öllum
innsendum verkum í samkeppnina.
Leikritum skal skila með dulnefni eða kenni og
skal fylgja lokað umslag merkt sama dulnefni eða
kenni með réttu nafni höfundar.
Kristinn Árna-
son, skipsijóri
Kristinn Árnason, stýrimaður og
skipherra hjá Landhelgisgæslunni,
er látinn. Hann fæddist í Ólafsfirði
31. janúar 1933, sonur hjónanna
Áma Bergssonar, kaupmanns og
símstöðvarstjóra, og konu jians,
Jóhönnu Magnúsdóttur. Á Ólafs-
firði hóf Kristinn ungur það starf,
sjómennskuna, sem varð síðan ævi-
starf hans. Kristinn varð bráð-
kvaddur um borð í skipi sínu
varðskipinu Tý þann 7. október
síðastliðinn. Kristinn lauk far-
mannaprófi frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík 1961, og stuttu
síðar skipstjóraprófi á varðskip
ríkisins frá sama skóla. Hann hóf
þá þegar störf hjá Landhelgisgæsl-
unni, sem stýrimaður og starfaði
þar eins og áður sagði til dauða-
dags.
Leiðir okkar Kristins lágu saman
þegar hapn varð stýrimaður á varð-
skipinu Óðni að loknu stýrimanns-
námi hans. Með okkur tókst vinátta,
sem hélst æ síðan. Mér verða lengi
minnisstæðar ferðir okkar tii að
skera úr skrúfum síldarbáta þegar
við vorum samskipa á aðstoðarskipi
síldveiðiflotans í norðurhöfum, en
þá fylgdu varðskipin eftir flotanum,
sem aðstoðar- og hjálparskip. Mikið
Innilegar þakkir sencti ég öllum þeim, sem
glöddu mig á 60 ára afmœlisdaginn minn.
GuÖ blessi ykkur öll og bœnheyri.
HalldórS. Gröndal.
- Miðsvæðis á rólegum stað í
borginni.
-100 glæsileg herbergi með stórum
þægilegum rúmum.
- Hentug samliggjandi herbergi fyrir
fjqlskyldur.
- JJtasjónvarp, minibar og
hárþu/rka á hverju herbergi.
- Verið velkomin.
* f ' *
Sigtúni 38, 105 Reykjavík Simi (91) 689000
s
I
/
- Opið öll kvöld.
- Stórglæsilegir oggómsætir réttir við
ikertaljós og hátíðlegan blæ.
■*- Metnaður í matargerðarlist og
þjónujstu.
- Ver(ð velkomin.
* '■ \
Sigtihn%38, 105 Rcykjavík Sími (91) 689000
var að gera við að hreinsa net og
annað úr skrúfum skipa og oft
margar kafanir á dag, bæði við
íslensk skip og erlend. Við þær
aðstæður, sem þama voru, varð
mér fljótt ljós sá óhemju dugnaður
og ósérhlífni sem einkenndi Kristin
Ámason, og það varð mér dýrmæt
reynsla að fá að vinna með slíkum
manni. Hann var hvorutveggja góð-
ur sjómaður og verklaginn við flest
störf. Árið 1971 byijaði Kristinn
Árnason að leysa af sem skipherra
á varðskipunum og fyrsta ferð hans
var að sinna ákveðnu verkefni við
Svalbarða en skip hans var þá leigt
bandarískum háskóla, sem vann að
ákveðnum rannsóknum í íshafinu.
Verkefni þessu sinnti hann af kost-
gæfni eins og þeim er/honum vom
síðar falin.
Á seinni þorskastríðsárunum og
síðar var Kristinn oft skipherra á
hinum ýmsu varðskipum um lengri
eða skemmri tíma. Er mér sérstak-
lega minnisstæð ferð á varðskipinu
Albert til Austfjarða, en þar var
hann skipherra. Varðskipið Albert
var ekki stórt skip og síst smíðað
til mikilla átaka við togara eða
dráttarbáta. Áhöfnina skorti ekki
kjark til að takast á við verkefni
er þeim vom ætluð þó við ofurefli
væri að etja. Mikil ásókn breskra
togara var á miðunum við Hvalbak
og var ákveðið að reyna að klippa
togvírana af einum þeirra. I fyrstu
tilraun tókst að koma klippunum á
togvírana, en ekki rejmdist unnt
vegna lítillar vélarorku Alberts að
klippa togvírana í sundur og hékk
hann nú fastur við togarann með
vírinn strengdan milli skipanna og
breskan verndardráttarbát stutt
frá. Sá stefndi á fullri ferð að Al-
bert vafalaust með ásiglingu í huga.
Þá sýndi Kristinn skipherra þá festu
og rósemi er honum var einkar lag-
ið á slíkum stundum. Vírinn tókst
að höggva frá varðskipinu á síðustu
stundu og árekstri varð forðað.
Ekki mátti miklu muna og ég er
viss um að í þetta skiptið bjargaði
rósemi Kristins því sem bjargað
varð en ekki mátti miklu muna í
það skiptið.
Kristinn Árnason var góður fé-
lagsmálamaður og áttu málefni
starfsmanna Landhelgisgæslunnar
mikinn hug hans. Sérstaklega voru
orlofshús starfsmannanna honum
hugleikin og á engan hallað þó sagt
sé að honum megi þakka það helst,
að land undir orlofshús var fengið
á hinum fallega stað í Grónesi í
Gufudalssveit og framkvæmdir
hafnar við byggingu orlofshúsa.
Árið 1960 gekk Kristinn að eiga
Sigríði Auðunsdóttur frá Dverga-
steini í Álftafirði, ágæta konu, sem
bjó manni sínum fallegt heimili. Þau
tóku tvö kjörsyni, Árna fæddan 8.
desember 1965, og Auðunn fæddan
18. mars 1972. Þau hjón slitu sam-
vistir eftir langan hjúskap, en með
þeim var vinátta og sonum sínum
var Kristinn góður faðir. Síðastliðið
ár bjó Kristinn með Freyju Jóns-
dóttur. Ástvinum hans er nú sár
söknuður búinn. Megi góður guð
blessa minningu Kristins Árnason-
ar.
Hálfdan Henrýsson
■4