Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 1
80 SIÐUR B tfgmiMaMfr STOFNAÐ 1913 262. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Yeltsin hjartveik- ur á sjúkrahúsi Moskvu, Reuter. TALSMAÐUR sovéska utanrík- isráðuneytisins skýrði frá því í gær að Boris Yeltsin, sem í siðustu viku var vikið úr emb- ætti leiðtoga sovéska kommún- istaflokkisins í Moskvu eftir að hafa gagnrýnt flokksforustuna harðlega, hefði undanfarna daga dvalist í sjúkrahúsi. Hann bar hins vegar til baka orðróm þess efnis að Yeltsin væri allur. Yuri Gremitskikh, starfsmaður upplýsingaskrifstofu sovéska ut- anríkisráðuneytisins, bar til baka orðróm um að Yeltsin hefði fengið hjartaáfall eða stytt sér aldur. „Eg get staðfest að Boris Nikolayevich Yeltsin er ekki heill heilsu og að hann hefur dvalist í sjúkrahúsi undanfama daga,“ sagði talsmað- urinn á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Er gengið var á hann bætti hann því við að Yeltsin ætti við hjartveiki að stríða. Á mánudagskvöld stöðvuðu ör- yggislögreglumenn hóp Moskvu- búa sem hugðist ganga að höfuð- stöðvum kommúnistaflokksins þar í borg og krafðist þess að fá frétt- ir af heilsufari Yeltsins. Dreifði Reuter Melodie ákallar föður sinn Mannræningjar fimm ára gamall- ar stúlku á Spáni sendu foður hennar í gær segulbandsupptöku, lokk úr hári hennar og mynd af henni þar sem hún heldur á bæj- arblaðinu dagsettu þann 17. nóvember. Á segulbandsspólunni má heyra rödd stúlkunnar sem heitir Melodie og biður hún föður sinn að borga þær 13 milljónir Bandaríkjadala sem ræningjamir kreíjast í lausnargjald. Stúlkunni var rænt í síðustu viku þegar verið var að aka henni í skólann í bænum Estepona. Faðir hennar, Raymond Nakachi- an, segist ekki hafa efni á að borga lausnargjaldið. Mannræn- ingjamir hafa neitað tilboði hans um einnar milljón dala lausnar- gjald og hóta nú að hætta að gefa stúlkunni mat. fólkið fjölrituðum miðum þar sem á stóð: „Moskvubúar krefjast þess að fá að vita sannleikann um dauða Yeltsins." Svo sem kunnugt er af fréttum var Yeltsin vikið úr embætti eftir að hafa á miðstjómarfundi gagn- rýnt flokksforustuna harðlega fyrir seinagang við framkvæmd um- bótastefnu Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga. Enn á hann form- lega sæti í stjómmálanefnd kommúnistaflokksins sem fulltrúi án atkvæðisréttar en nafn hans hefur ekki birst opinberlega á prenti undanfama daga sem þykir gefa til kynna að honum hafi end- anlega verið ýtt til hliðar. Moskvubúar hafa lýst furðu sinni á því að Yeltsin hafi verið bolað frá en hann naut almennra vinsælda sem flokksleiðtogi i Moskvu. Fréttir herma að efnt hafí verið til mótmæla sökum þessa í Sverdlovsk í Úralfjöllum en þar gegndi Yeltsin embætti flokks- formanns áður en Gorbachev kallaði hann til starfa í Moskvu fyrir tveimur ámm er stjómvöldum þótti spilling í stjóm borgarinnar hafa gengið úr hófí fram. Bandaríkin: : (1 * Th 0/a.\ /30 K t>t K i s fí nyTH Reuter Munkar mótmæla Tíbetskir munkar í útlegð á Indlandi sjást hér á hjólum með borða til að mótmæla viðræðum Kínverja og Indveija í Nýju- Delhí um landamæri ríkjanna. Munkarnir krefjast sjálfstæðis Tíbets og viðurkenna því ekki stjóm Kínverja þar í landi. V estur-Þýskaland: Alnæmissjúkl- ingur dæmd- ur í fangelsi Nilrnbergj Reuter. DÓMSTOLL í Niirnberg í Vest- ur-Þýskalandi hefur dæmt bandarískan alnæmissjúkling sem kallaður er B. Linwood í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa haft kynmök við þijár manneskjur án þess að nota smokk. Linwood var dæmdur á mánudag á þeirri forsendu að hann hefði vitað um sjúkdóm sinn án þess að vara bólfélaga sína við. Hann hefur nú ákveð- ið að áfrýja dómnum. Saksóknari í Bæjaralandi krafð- ist þriggja og hálfs árs fangelsis- vistar manninum til handa en hann var áður matsveinn í bandarískri herstöð í Númberg. Ekki er vitað hvort rekkjunautar Linwoods smituðust af alnæmi. Flokkur græningja í Vestur- Þýskalandi hefur fordæmt dóminn og segir hann vera ómannúðlegan. „Barátta stjómvalda í Bæjaralandi við alnæmi hefur nú í fyrsta skipti leitt til fangelsisdóms," sagði tals- maður flokksins. Hin hægrisinn- aða fylkisstjóm í Bæjaralandi ákvað fyrr á þessu ári að skera upp herör gegn útbreiðslu alnæm- is og hafa róttækar aðgerðir hennar vakið miklar deilur í landinu. Grorbachev Sovétleiðtoga boðið að ávarpa þingfund Reagan vill flytja sovésku þjóðinni ræðu Washington, Moskvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev Sovétleið- toga verður boðið að ávarpa Bandaríkjaþing þann 9. desem- ber í tilefni leiðtogafundar risaveldanna að þvi er Jim Wright talsmaður fulltrúadeild- arinnar sagði í gær. Þetta verður í fyrsta skipti sem leiðtogi Sov- étríkjanna ávarpar sameiginleg- an fund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandarikjaþings. Marlin Fitzwater talsmaður Hvíta hússins sagði að Bandaríkja- stjóm teldi eðlilegt að Reagan ávarpaði sovésku þjóðina ef Gorbachev ræddi við kjöma fulltrúa bandarísku þjóðarinnar. Búist er við ákvörðun þar að lútandi í lok vik- unnar. Raisa Gorbachev, eiginkona Sov- étleiðtogans, sagði við fréttamenn á mánudag að fjöldi gestrisinna Bandaríkjamanna hefði sent þeim hjónum bréf og boðið þeim í heim- sókn á meðan á leiðtogafundinum stæði. Hún sagði að bréfunum fylgdu gjama lyklar að íbúðum bréfritara sem sýndi að hugur fylgdi máli. Þriggja daga lotu í samningavið- ræðum risaveldanna í Genf lauk í gær án þess að samkomulag næðist um upprætingu meðal- og skamm- drægra eldflauga á landi. Samn- ingamenn sögðust þó vera bjartsýnir á að fmmdrög slíks samnings yrðu tilbúin í næstu viku. Yuli Vorontsov, aðalsamningamað- ur Sovétmanna, gefur í skyn í yfírlýsingu sem Tkss-fréttastofan birti í gær að enn sé deilt um þá kröfu Bandaríkjamanna að þeir fái að fylgjast með framleiðslu lang- drægra eldflauga í Sovétríkjunum. Bandaríkjamenn leggja áherslu á að þetta sé þriggja mánaða gamalt skilyrði fyrir samkomulagi en ekki nýr fyrirsláttur eins og Vorontsov lætur í veðri vaka. Júgóslavía: Verkamenn mótmæla efna- hagsaðgerðum stjómarinnar Belgrad, Reuter. ÞÚSUNDIR verkamanna I borginni Skopje í suðurhluta Júgóslavíu mótmæltu í gær harkalegum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að sögn vitna eru þeir óánægðir með laun sín og óttast að launaskerð- ing verði liður í aðgerðum stjórnarinnar. Stjórnvöld í Makedóníu, fátækasta lýðveldi Júgóslaviu, létu í gær undan kröfum verkamann- anna og lofuðu kauphækkunum. Um helgina knúði, Branko Mikulic forsætisráðherra Júgóslavíu, neyð- aráætlun í gegnum þing landsins til að vinna á gífurlegum efnahags- vanda sem farið hefur vaxandi undanfarin ár. Stjórn landsins berst nú við 135% verðbólgu á ári, 13% atvinnuleysi og erlendar skuldir sem nema tuttugu milljörðum Banda- ríkjadala. í áætluninni felst 30-70% verðhækkun á olíu, helstu matvælum og þjónustu. Forsætisráðherrann sagði að eftir að þessar hækkanir kæmust í framkvæmd yrði verðlagi haldið föstu fram á mitt næsta ár. Stefnt skyldi að því að laun hækkuðu ekki á tímabilinu. Stjómpiálaskýr- endur telja að undanlátssemi sijóm- valda í Makedóníu við kaupkröfum verkamanna stefni áætlun forsætis- ráðherrans í hættu. Tilkynnt var í gær um 24,6% geng- isfellingu júgóslavneska dínarsins. Hinni stórfelldu gengisfellingu er ætlað að blása lífí í útflutningsiðnað landsins en efnahagssérfræðingar segja að 35% gengisfelling hefði ver- ið frekar í anda stöðunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.