Morgunblaðið - 18.11.1987, Page 9

Morgunblaðið - 18.11.1987, Page 9
9 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Hostkassar ogskúffur Fyrir skrúfur, rærog aöra smáhluti. Einnig vagnarog verkfærastatíf. Hentugtá verkstæðum og vörugeymslum. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEILDVEBSLUN BILDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 * Venjulegirofnar * Handklæðaslár ‘Tauþurrkarar HF.OFNASMHIJAN MXk söludeild SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. | Loðfóðraðir kaidaskór \ j Dömu-ogherra- kuldaskór frá Stærðir nr 40-47 GEísiP Stærðir nr. 34-47 Stærðir nr. 36-41 Þjóðviljinn stóðst ekki prófið. Þjóðviljinn og Stefán Jóhann Fréttaflutningur ríkisfjölmiðlanna og Þjóðviljans um svonefndar leyniskýrslur í Bandaríkjunum og samskipti Stefáns Jóhanns Stefánssonar, þáverandi forsætisráðherra, við Bandaríkjamenn, hefur vakið reiði margra. Hlutur ríkisfjölmiðlanna hefur aðallega verið til umræðu en í gær birti Alþýðubiaðið forystugrein þar sem fjallað var um skrif Þjóðviljans um þetta sama mál. í Stak- steinum í dag er vitnað til þessarar forystugreinar Alþýðublaðs- ins svo og áframhaldandi skrifa í Tímanum . Alþýðublaðið segir í forystugrein i gær m.a.: „Sannleikurinn nm meint samsæri Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Alþýðuflokks- ins og bandarísku leyni- þjónustunnar á árunum eftir strið, virðist vera kominn á hreint. Norski sagnfræðingurinn Dag Tangen, sem kannað hef- ur bandarisk skjöl frá þessum tima, og gefið fréttaritara - Ríkisút- varpsins i Osló og rit- stjóm Þjóðvijjans tilefni til niðfrétta um látna islenzka forystumenn, hefur nú leyst frá skjóð- unni. í viðtali við DV i gær, segir Tangen, að hann hafi séð bréf i skjalasafni frá forsetatíð Harry S. Truman, þar sem segir að Stefán Jó- hann Stefánsson hafi veríð i samstarfi við bandarisk yfirvöld. Það em aldeilis stórmerkileg- ar sagnfræðilegar uppgötvanir. Síðan segir Tangen við blaðið, að hann eigi ekki afrit af bréfinu, hann muni ekki hver skrifaði það, né hvenær það var dagsett. Þetta em heimildimar, sem fréttaritari Ríkisút- varpsins í Osló og Þjóðvijjinn hafa unnið út frá. Þá hefur það einnig komið fram i fjölniiðlum, að Steingrímur Her- mannsson, utanrfldsráð- herra, hafi fengið afrit af slg'ölum Norðmanns- ins og er þar hvergi minnzt á Stefán Jóhann Stefánsson. Þjóðviljinn tók einn upp endaleysuna úr fréttaritara RQdsút- varpsins i Osló. Allir aðrir fjölmiðlar tóku þá ákvörðun að bíða með fréttaflutning, unz þeir væm vissir um stað- reyndir í málinu, en þær virtust nýög á reiki og upplýsingum bar ekki saman. Þess vegna stóð- ust allir fjölmiðlar þetta próf. Allir nema Þjóðvijj- inn.“ Pólitískur miðill Siðan segir Alþýðu- blaðið i forystugrein sinni: „Hvers vegna stóðst Þjóðviþ'inn ekki prófið? Þvi er fljótsvar- að. Það er vegna þess, að Þjóðviljinn var og er póiitiskur miðill. Fréttir Þjóðviljans bera alltof oft pólitiskan blæ og oft- ar en ekki hafa blaða- menn þar á bæ persónulegar, pólitískar skoðanir, sem þeir hika ekki við að bera á borð i fréttum sínum. Þjóðvilj- inn, hefð sinni trúr, þurfti þess vegna ekki að biða eftir staðfestingu á ruglinu i fréttaritara Rfldsútvarpsins i Osló. Þetta var pólitiskt hag- stætt mál: Fyrrum forsætisráðherra krata hafði náið samstarf við CLA. Alþýðubandalagið undir nýrri forystu Ólafs Ragnars hefur þegar hafið brýningu kutanna gegn Alþýðuflokknum. Þama kom gamalt mál, sem gæti varpað dökkum skugga á krata: Sýna þjóðinni hvers konar hyski þeir hafa alltaf verið, landráðamenn og ofsóknarmenn kommún- ista. Mennimir, sem seldu landið. Og ruglið varð að stórpólitiskri ár- ásarfrétt, þar sem traðkað var á minningu látinna forystumanna. Þannig máttu aðstand- endur og gamlir vinir Stefáns Jóhánns Stefáns- sonar lesa i Þjóðviljanum i nokkra daga að fyrrum forsætisráðherra hefði verið handbendi CIA og hinn versti landráðamað- ur. En nú hefur sannleik- urinn komið i þ'ós og fjölmiðlar famir að birta staðfestar fréttir af inni- haldi skjalanna, þar sem Stefáns Jóbanns er hvergi getið. Hvað ætlar Þjóðvuijjinn nú að gera? Ætlar hann að birta af- sökunarbeiðni tíl að- standenda Stefáns Jóhanns?" Krafaum réttláta um- fjöllun Garri, sem er dálka- höfundur i Tímanum segir um sama mál i gær. „Hér er um það að ræða að menn eiga kröfu á réttlátri umfjöUun um gerðir sinar, hvort sem þeir eru lifs eða liðnir. Og ekki sakar heldur að taka tillit til þess, ef við- komandi menn eiga afkomendur eða nána ættingja á lífi mitt á meðal okkar. Fréttastof- an, Þjóðviyinn og þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa það núna á samvizkunni að hafa gert sitt bezta til að koma til- hæfulausum blettí á mannorð Stefáns Jó- hanns Stefánssonar. Það getur svo sem komið fyr- ir alla að hlaupa á sig. En hitt verður þó að hafa i huga að hér hegðuðu þessir aðilar sér óhæfí- lega bamalega með þvi að hlaupa upp með mál án þess að hafa áður séð stafkrók af þeim heimild- um, sem þar áttu að liggja að baki. Núna stendur þess vegna upp á þessa aðila alla að reyna að bæta fyrir fíjót- fæmi sína.“ ANNAÐ OG FIMMTA HEILRÆÐIFRÁ VERÐBRÉFAMARKAÐIIÐNAÐARBANKANS TIL ÞEIRRA SEM ERU AÐ BYRJA AÐ SPARA: Vextir eru leiga fyrir afnot af peningum. Því fyrr sem byrjað er að leggja fyrir því lengur vinna vextimir við að auka eignirnar. Takið upp sparnað er afborgunum lána lýkur! Grípið tækifærið er lán hafa verið greidd upp og leggið samsvarandi fjárhæð fyrir í stað þess að eyða peningunum í annað. .. OG PAÐ ER EKKERT ERFTIT AÐ STIGA FYRSTU SKREFIN! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.