Morgunblaðið - 18.11.1987, Page 21

Morgunblaðið - 18.11.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 21 I' Kvæði Freysteins Gunnarssonar í heildarútgáfu KVÆÐI Freysteins Gunnarsson- ar, skólastjóra Kennaraskóla íslands, eru komin út i einni bók á vegum Kvæðaútgáfunnar. Í formála að útgáfunni segir Gils Guðmundsson: „Arið 1935 komu út Kvæði eftir Freystein Gunnars- son, bók í litlu broti, prentuð sem handrit í aðeins 200 tölusettum ein- tökum. Bókin seldist up á svip- stundu og hefur ekki verið endurprentuð síðan. Árið 1943 gaf Freysteinn út Kvæði II, og voru þau prentuð sem handrit í 400 tölusett- um eintökum. Kvæði II eru einnig löngu uppseld. Á efri árum gekk Freysteinn frá handriti þriðja ljóða- safns síns, er hann nefndi Kvæði III. Ekki hefur orðið af útgáfu þeirra kvæða fyrr en nú. í safni því sem hér birtist eru Kvæði I og II endurprentuð. Aftast eru síðan Kvæði III sem ekki hafa áður komið út í bók.“ Framan við kvæðin í þessari nýju útgáfu er nafnaskrá á fimmta hundrað nemenda Freysteins sem gerast með þessari áskrift sinni aðilar að útgáfunni í minningar- og þakkarskyni við kennara sinn og skólastjóra. Um útgáfuna sáu Gils Guð- Freysteinn Gunnarsson mundsson, Ragnar Þorsteinsson og Andrés Kristjánsson, sem einnig ritar grein um Freystein framan við kvæðin. Bókaútgáfan Iðunn annast dreifingu bókarinnar. Upp er boðið ísaland eftir dr. Gísla Gunnarsson ÖRN OG Örlygur hafa gefið út bókina Upp er boðið ísaland — Einokunarverslunin og íslenskt samfélag 1602—1787 eftir dr. Gísla Gunnarsson. í frétt segir: „Bók þessi er að meginstofni þýðing á bókinni og doktorsritgerðinni „Monopoly Trade and Economic Stagnation", sem kom út í Lundi í Svíþjóð 1983. Nokkrir hlutar þessarar bókar eru þó frumsamdir. Um bókina „Mono- poly Trade_...“ hefur m.a. verið skrifað: „í doktorsritgerð Gísla Gunnarssonar er að finna nýja heildarsýn um einokunarverslun Danmerkur á íslandi og um íslenskt samfélag á 17. og 18. öld ... Þessi bók leysir á margan hátt af hólmi bók Jóns Aðils, Einokunarverslun Dana á íslandi, frá árinu 1919, sem helsta heimildarverk um þetta efni.“ Harald Gustafsson í bandaríska tímaritinu Scandinavian Studies." Bókin er sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Amarfelli hf. Kápu gerði Sigurþór Jakobsson. Dr. Gísli Gunnarsson NYI TIMINN.. Klukka í Pýramída Hofðabakka 9 Sími685411 t* Þegar mjólkin er með er mikið fengið. Dalafrauð Súkkulaðifrauð Jaíhvel rödd Svona mál þarf ekki morgunhanans að bíða nammidags. verður að „fagurgali“. Léttur sýrður rjómi (10%) ... og línudansinn verður leikur einn. 200 j. 4-. AUK hf 3 222/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.