Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 23

Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 23 nipiHPffiapi PtTmT?iTT7T»Ti1 litinn pening HÁBER G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 I-8 47 88 Kúplingsdiskar og pressur í eftirtalda fólksbíla og jeppa: Ameríska — Enska Franska — ítalska Sænska — Þýzka Ennfremur kúplingsdiska í BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Stofnun lítillar stál- bræðslu er í athugun Selfossi. ÁHUGI er á því að reisa litla stálbræðslu hér á landi, sem gæti framleitt 50-100 þúsund tonn á ári. Hörður Torfason lög- fræðingur skýrði frá þessu á aðalfundi Landverndar á Flúð- um. Gengið verður úr skugga um það á næstu mánuðum hvort fyrirtæki kemst af stað um stálbræðsluna. Kostnaður við litla verksmiðju er um fjórðungur af stórri, sem fyrir- hugað var að reisa. Forsendur reksturs slíkrar verksmiðju er að samningar um sölu til erlendra að- ila náist og að samstarf geti tekist við innlenda aðila sem vinna brota- jám. Hægt er að nota afgangsorku við framleiðsluna. — Sig. Jóns. mona mmm . . .það er málið! Höskuldur Einarsson, leiðbein- andi hjá Slysavarnarskóla sjómanna sagði á námskeiði, sem skólinn hélt fyrir skipverja á skuttogaranum Tálknfirðingi, að skólinn hefði ekki fengið krónu á fjárlögum. „Við höfum því ekki efni á því að senda skip skólans, Sæbjörgina, til staða úti á landi. Fyrsta nám- skeiðið, sem Slysavamarskólinn hélt, hófst 29. maí 1985 en fyrsta námskeiðið, sem haldið var í Sæ- björgu, byijaði 3. júní í fyrra og nú eru ríflega tvö þúsund manns, frá öllum landshlutum, búnir að fara á námsskeið skólans," sagði Höskuldur ennfremur. Om Sveinsson, skipstjóri á Tálknfírðingi, sem siglt var til Reykjavíkur vegna námskeiðsins, sagði að áhöfíi skipsins væri mjög ánægð með námskeiðið en hún væri sammála um að það hefði þurft að standa lengur en í fjóra daga. „En Slysavamarskólinn er í algjöru fjársvelti, því stjómvöld virðast reyna að komast eins létt frá öryggismájum sjómanna og þau geta,“ sagði Öm. „Nú er yfirleitt meiri og betri öryggisbúnaður um borð í fískiskipum en áður var og til dæmis er verið að setja flotgalla um borð í skipin núna. Höskuldur Einarsson leiðbein- andi hjá Slysavarnarskóla sjómanna. Örn Sveinsson skipstjóri á skut- togaranum Tálknfírðingi. Þegar ég var í Stýrimannaskól- anum fengu nemendur hans mjög litla kennslu í öryggismálum. A þessu námskeiði hef ég hins vegar fengið þjálfun í til dæmis enduriífg- un, fyrirbyggjandi eldvömum, flutningi slasaðra, svo og notkun handslökkvitækja," sagði Óm. Frá námskeiðinu um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnarskóla sjómanna. Morgunbiaðið/Emiiia Ekkí króna á fjárlögum til Slysavarnaskóla sjómanna - segir Höskuldur Einarsson leiðbeinandi hjá skólanum Cloer vöfflujárnin eru sjálfvirk, hitaeinangruð með nákvæmri stiglausri bakstursstillingu. Smekklegt útlit í dökku eða Ijósu ber gæðunum vitni. Nýbakaðar vöfflur eru hreint lostæti. Fást í næstu raftækjaverslun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.