Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987
Staðgreiðslukerfi skatta:
Stærstu breytingarnar tvímæla-
laust kostir fyrir sveitarfélögin
- sagði Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra á ráðstefnu Sam-
bands íslenskra sveitarfélga
HINN 1. janúar næstkomandi taka gildi lög um staðgreiðslu opin-
berra gjalda. Á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, um
fjármál sveitarfélag, sem hófst á Hótel Sögu á mánudag var meðal
annars fjallað um hið nýja staðgreiðslukerfi og kom þar meðal ann-
ars fram, að sveitarstjóranmönnum þykir nokkur óvissa ríkja um
hvernig innheimta muni ganga í þessu nýja kerfi. Jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra fluttu erindi á ráðstefnunni þar sem komið var inn á þessi mál
auk þess sem Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri og Skúli Eggert
Þórðarson, forstöðumaður staðgreiðsludeildar ríkisskattstjóraembætt-
isins gerðu grein fyrir álagningu og framkvæmd hins nýja kerfis.
Þá fjallaði Snorri Ólsen, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu og formað-
ur gjaldheimtunefndar um breytta framkvæmd innheimtu opinberra
gjalda.
í máli fjármálaráðherra kom með-
al annars fram að lögum samkvæmt
ákveður félagsmálaráðherra inn-
heimtuhlutfall útsvars í staðgreiðslu,
en sveitarfélög eru sjálfráð um end-
anlega álagningu, allt að 7,5%. Jón
Baldvin sagði að fyrir lægi, að skipt-
ar skoðanir væru um það hvert
innheimtuhlutfall í staðgreiðslu ætti
að vera. Útsvarið væri mikilvægasti
tekjustofn sveitarfélaga og myndi
gefa þeim um 54% af tekjum þeirra.
Með staðgreiðslukerfmu kæmu fram
ýmsar nýjar forsendur og aðstæður
er snertu útsvarið. Stærstu breyting-
amar væru tvímælalaust kostir fyrir
sveitarfelögin, en þær væru helstar,
að með staðgreiðslu yrði útsvarið
verðtryggt og tæki breytingum [
takt við laun og þar með að stórum
hluta útgjöld sveitarfélaga. í öðru
lagi yrði útsvarsstofn breiðari en
áður, sem gæfi möguleika á lægri
útsvarsprósentu án þess að lækka
tekjur miðað við árið 1986. Sam-
kvæmt framtölum 1987 yrði út-
svarsstofn um 6 milljörðum hærri
vegna breikkunar en hann var í
gamla kerfinu. Fjármálaráðherra
sagði að hér væri fyrst og fremst
um að ræða að ýmsir tekjuliðir, svo
sem lífeyrir, mynduðu útsvarsstofn
og frádráttur sem heimilaður hefur
verið felldur niður. í þessari tölu
væri ekki gert ráð fyrir aukningu
af óvissum þáttum eins og ökutækja-
styrkjum og dagpeningum. Útsvars-
tekjur sveitarfélaga yrðu óháðar
afslætti og skattleysismörkum og
leggðist útsvarið á allar tekjur, í
stað þess að tekjur að 24 þúsund
krónum voru útsvarslausar. Útsvar
þeirra sem ekki greiddu neina skatta
yrði greitt með nýtingu á persónu-
afslætti.
Sameiginlegar gjald-
heimtur ríkis og sveit-
arfélaga
í máli Snorra Ólsen, formanns
gjaldheimtunefndar, kom m.a. fram
að gert er ráð fyrir sameiginlegum
gjaldheimtum ríkis og sveitarfélaga
þótt ljóst sé að sú breyting mun
ekki að fullu ná fram að ganga fyrst
um sinn. Snorri sagði að gjald-
heimtunefnd hefði að undanfömu
fjallað um hvemig innheimtu stað-
greiðslufé verði skipt fyrstu mánuði
1988 þar sem tölvuskrá sú sem
gjaldheimtunefnd hefði lagt til að
notuð yrði til að skipta stað-
greiðslufé milli ríkis og sveitarfélaga
yrði ekki tilbúin í ársbyrjun 1988. í
því sambandi væri gert ráð fyrir að
ríkissjóður ábyrgðist sveitarfélögum
sambærilegt tekjustreymi miðað við
reynslu undangenginna ára á grund-
velli sérstaks útreiknings, þar til
mögulegt yrði tæknilega að skipta
staðgreiðslufé vélrænt milli rétthafa.
Framkvæmdin yrði með þeim
hætti að útsvarsstofn hvers sveitar-
félags við álagningu 1987, það er
tekjuár 1986, yrði framreiknaður
með tilliti til áætlaðra launabreyt-
inga milli 1986 og 1988 samkvæmt
útreikningi Þjóðhagsstofnunar.
Stofninn verði margfaldaður með
útsvarsprósentu í staðgreiðslu fyrir
1988. A grundvelli fyrirligjandi upp-
lýsinga frá sveitarfélögum sam-
kvæmt sérstöku úrtaki um
mánaðarlega dreifíngu útsvarstekna
á árunum 1986 og 1987 yrði fundið
innheimtuhlutfall hvers mánaðar.
Áætlaður útsvarsstofn hvers sveitar-
félags yrði í hveijum mánuði á
meðan bráðabirgðaskipting varir
margfaldaður með umsömdu hlut-
falli. Hlutfallið fyrir hvem mánuð
yrði ákvarðað það sama fyrir öll
sveitarfélögin með sérstöku sam-
komulagi á milli fjármálaráðuneytis
og stjómar Sambands íslenskra
sveitarfélaga byggt á reynslu miðað
við fyrirligjjandi úrtak. Ríkissjóður
greiði upp í útsvar til hvers sveitarfé-
lags samkvæmt þessum útreikningi
eigi sjaldnar en mánaðarlega.
Almennt um stað-
greiðslu
stjóri sagði meðal annars í erindi
sínu að staðgeiðslan byggði á tiltölu-
lega einföldum grunni þar sem sömu
afdráttarreglur giltu um alla launa-
menn, eða eitt skatthlutfall og ein
tegund frádráttar, það er persónuaf-
sláttur. Einstaklingsbundin frávik
kæmu fram við uppgjör eftir á, þeg-
ar framtali staðgreiðsluársins hefði
verið skilað. Hann sagði að eitt mik-
ilvægasta atriði staðgreiðslunnar
væri notkun skattkorta. Launa-
manni bæri að afhenda aðallauna-
greiðanda sínum skattkort sitt fyrir
upphaf staðgreiðsluárs eða þegar
hann hefur störf.
Á skattakortinu koma fram per-
sónubundnar upplýsingar, upplýs-
ingar um skatthlutföll, staðfesting
ríkisskattstjóra á því að viðkomandi
eigi rétt á persónuaflætti, og fjárhæð
mánaðarlegs persónuafslttar sem
færa á til frádráttar staðgreiðslu
launamannsins. Þegar laun eru
greidd reiknar launagreiðandinn
skatt af launum viðkomandi og dreg-
ur persónuafsláttinn frá samkvæmt
skattkorti. Einungis er heimilt að
færa persónuafslátt til frádráttar ef
launamaður hefur afhent launa-
greiðanda skattkort sitt til vörslu.
Stundi maki launamanns ekki
launað starf er launamanninum
heimilt að afhenda launagreiðanda
skattkort maka síns. Koma þá 80%
persónuafsláttar makans, til við-
bótar við persónuafslátt launa-
mannsins, til frádráttar frá skatti
hans. Launagreiðendur eiga að skila
afdreginni staðgreiðslu mánaðarlega
til gjaldheimtna eða innheimtu-
manna ríkissjóðs, það er bæjarfógeta
og sýslumanna. Hvert greiðslutíma-
bil er einn mánuður.
Staðgreiðsla dregin af
öllum launum og launa-
tengdum greiðslum
Mikilvægt er að launagreiðandi
athugi að auk þess sem venjulega
er átt við með launum ber einnig
að draga staðgreiðslu af ökutækja-
styrkjum, dagpeningum og ýmsum
launatengdum greiðslum svo og
hvers kyns fríðindum og hlunnind-
um. í 5. grein staðgreiðslulaganna
eru taldar upp þær greiðslur sem
teljast laun og launagreiðanda er
skylt að draga af staðgreiðslu og
standa skil á eftirfarandi:
1. Endurgjald fyrir hvers konar
vinnu, starf eða þjónustu, sem innt
er af henndi fyrir annan aðila, til
dæmis biðlaun, starfslaun, nefndar-
laun, stjómarlaun, eftirlaun og
lífeyrir, fatnaður, fæði, húsnæði,
risnufé, verkfærapeningar, öku-
tækjastyrkir, dagpeningar, flutn-
ingspeningar og aðrar hliðstæðar
starfstengdar greiðslur, fríðindi og
hlunnindi, svo og famlög og gjafir
sem sýnilega eru gefnar sem kaup-
auki. Hvorki skiptir máli hver tekur
við greiðslu né í hvaða gjaldmiðli
goldið er, hvort sem það er í reiðufé,
fríðu, hlunnindum eða vinnuskiptum.
2. Endurgjald vegna vinnu við
eigin atvinnurekstur auk endur-
gjalds maka og bama innan 16 ára
aldurs ef því er að skipta.
3. Tryggingabætur, styrkir og
hvers konar skaðabætur og vátrygg-
ingabætur.
4. Höfundalaun og greiðslur til
rétthafa hvers konar hugverka.
5. Verðlaun eða heiðurslaun,
skattskydlir vinningar í happdrætti,
veðmáli eða keppni.
6. Greiðslur til manna sem bera
takmarkaða skattskyldu hér á landi
og getið er um í lögum um tekju-
skatt og eignarskatt.
í flestum tilvikum er ljóst hvort
sá sem fær greiðslu vegna starfa
sem hann innir af hendi, telst launa-
maður eða ekki og hvort greiðandi
eigi að halda eftir staðgreiðslu eða
ekki.
Eigin atvinnurekstur
Þeir sem vinna við eiginn atvinnu-
rekstur eða sjálfstæða staarfsemi
skulu reikna sér endurgjald og miða
við það staðgreiðslu sína. Reikna
skal einnig maka og bami innan 16
ára aldurs endurgjald ef þau vinna
við atvinnureksturinn eða starfsem-
ina og skila stáðgreiðslu af því
endurgjaldi. Ríkisskattstjóri ákveður
lágmark reiknaðs endurgjalds með
viðmiðunarreglum sem hann ákveð-
ur fyrir upphaf staðgreiðsluársins,.
Lágmark þetta breytist á stað-
greiðsluárinu í samræmi við þróun
launa og tekna í viðkomandi starfs-
grein.
Skattstjóri hefur heimild til þess
að breyta reiknuðu endurgjaldi
manns, ef hann telur það of lágt,
með hliðsjón af viðmiðunarreglum
ríkisskattstjóra. Að fengnum skrif-
legum skýringum, sem studdar eru
nauðsynlegum gögpnum, getur skatt-
stjóri breytt fyrri ákvörðun sinni.
Viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra
byggja á launum fyrir sambærileg
störf í venjulegum vinnutíma. höfð
er hliðsjón af gildandi kjarasamning-
um og raunverulegum tekjum í
viðkomandi starfsgrein. viðmiðunar-
tekjur þeirra er landbúnað stunda
miðast við vinnuþátt í verðlags-
grundvelli landbúnaðarafurða að
frádregnum einum þriðja, þó að
teknu tilliti til aðstæðna hveiju sinni.
Greiðslutímabil reiknaðs endurgjalds
telst hver einstakur almanaksmán-
uður staðgreiðsluársins. Laun hvers
almanaksmánaðar ákvarðast sem
tólfti hluti árlegs reiknaðs endur-
gjalds.
Skattkort
Skattkort eiga meðal annars að
tryggja að launagreiðendur hafi rétt-
ar upplýsingar til þess að ákvarða
staðgreiðslu launamannsins. AUir
launamenn fá skattkort frá skatt-
yfirvöldum. Börn innan 16 ára aldurs
fá ekki skattkort enda njóta þau
ekki persónuafsláttar.
Launamaður á fyrir upphaf stað-
greiðsluársins eða þegar hann hefur
störf að athenda launagreiðanda
skattkort sitt til vörslu og ber launa-
greiðandi ábyrgð á kortinu á meðan
það er í vörslu hans. Launagreiðanda
ber að ákvarða staðgreiðslu launa-
mannsins á grundvelli þeirra upplýs-
inga, sem fram koma á skattkorti
launamannsins. Á skattkorti koma
fram persónubundnar upplýsingar
um launamanninn, auk upplýsinga
um skatthlutföll og þann mánaðar-
lega persónuafslátt sem færa á til
frádráttar þegar búið er að reikna
út skattiinn á grundvelli skatthlut-
falls.
Skattkortin geta verið með mis-
mundandi persónuafslætti. Launa-
menn eiga rétt á að fá skattkort
með uppskiptum persónuafslætti til
þess að staðgreiðsla þeirra verði sem
réttust, það er að minnst frávik verði
milli staðgreiðslu þeirra á tekjuárinu
og endanlegrar álagningar.
Launagreiðandi á að draga frá
reiknuðum skatti launamannsins
þann persónuafslátt sem skráður er
á skattkortið. Launagreiðanda er
með öllu óheimilt að veita launa-
manni persónuafsltt nema hann hafi
skattkort hans í sinni vörslu.
Persónuaflsátturm launamanns er
ákveðin fjárhæð, sem hann fær í
skattfrádrátt á einu ári. Persónuaf-
slættinum er skipt jafnt á mánuði
ársins, það er fasta mánaðarlega
upphæð. Ekki er heimilt að millifæra
ónýtta persónuafslátt á milli mán-
aða. Persónuafsláttur staðgreiðslu-
ársins er endurmentinn þann 1. júlí
ár hvert í samræmi við breytingu
lánskjaravísitölu frá 1. desember
árið á undan til 1. júní á stað-
greiðsluárinu.
Launamaður sem er í hjónabandi
eða sambúð er veitir rétt til sam-
sköttunar má afhenda launagreið-
anda sínum kort makans ef sá hefur
engar launatekjur. Launagreiðand-
inn má þá færa 80% af persónuaf-
slætti tekjulausa makans til
frádráttar reiknuðum skatti launa-
mannsins aúk eigin persónuafsláttar
hans.
Útreikningnr stað-
greiðslu
Útreikningur launagreiðandans á
staðgreiðslu þeirra, sem hann greið-
ir laun er tiltölulega einfaldur.
Aðeins er um að ræða eitt skatthlut-
fall og eina tegund frádráttar, það
er persónuafslátt. Staðgreiðslu
launamannsins skal draga af launum
jafnóðum og þau eru útborguð.
Greiðslutímabil launa til launamanns
fer eftir ákvæðum kjarasamninga
þar um. Ekkert launatímabil skal
þó teljast lengri en einn mánuður.
Eftirfarandi jafna lýsir útreikn-
ingi skattsins: Staðgreiðsla launa-
manns = (Laun x skatthlutfall) +
persónuafsláttur.
Launin eru skattstofninn. Laun
eru allar tegundir greiðslna, fríðinda
og hlunninda, sem launagreiðandinn
innir af hendi til launamannsins.
Orlofsfé er talið með í skattstofnin-
um. Skatthlutfallið er samanlagt
skatthlutfall tekjuskatts og útsvars.
Skatthlutfallið (skattþrepið) er eitt.
Persónuafslátturinn kemur fram á
skattkorti hvers launamanns. Hafi
launamaður ekki afhent launagreið-
anda skattkort sitt til vörslu er
óheimilt að draga Persónuafslátt frá
staðgreiðslu launamannsins.
hjá þeim launagreiðendum, sem
greiða mánaðarlaun, er mánaðarper-
sónuafslátturinn sú fjárhæð sem
draga ber frá reiknuðum skatti í
hvert sinn. Hjá þeim aðilum sem
greiða ekki mánaðarlaun má hins
vegar nota þá reglu að draga viðeig-
andi hlutfall frá við hvetja útborgun,
t.d. vikulaun verða þá 1/4 hluti
mánaðarpersónuafsláttar.
Staðgreiðsla launamannsins verð-
ur engin ef reiknaður skattur er jafn
persónuafslættinum eða lægri.
Reiknaður skattur umfram persónu-
afslátt er sú staðgreiðsa sem
launagreiðandi skal halda eftir og
standa skil á.
Garðar Valdimarsson ríkisskatt-
Dœmi um úfrelkning sfaðgreiðslu einstaklings
sem jafnframt nýtir 80% persónuafsláftar maka
Dœmi um útreiknlng
sfaðgreiðslu einstaklings
□ Laun - skattstofn
□ Skatthlutfall 36%
■ Persónuafsláttur kr. 11.500.-
I Sta&greiósla
■ Laun til launamanns
Dœmi um úfreikning staðgreiðslu elnstaklings
undir skattleysismörkum
□ Laun = skattstofn
□ Staögreiösluhlutfall 36%
■ Persónuafsláttur kr. 11,500,-
■ Ónýttur persónuatsláttur.
■ Laun tíl launamanns
100.000 36.000 20.700 15.300 84.700
100.000 36.000 11.500 24.500 75.500
25.000 9.000 11.500
2.500 25.000