Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 35

Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 35 Geimfeijan: Búist við geim- skoti í júní 1988 Houston, Reuter. ENDURBÆTUR á bandarísku geiinfcrjunni og tilraunir með nýjan búnað hennar ganga sam- Grænland: Bæjar- fulltrúi í vínsmygli Nuuk, frá NJ. Bruun, fréttaritara Morg- unbladsins. Lögreglan í Egedesminde á Norðvestur-Grænlandi hefur komið upp um mikið smygl á brennivíni, tóbaki, súkkulaði og öðrum tollskyldum varningi frá Danmörku. Er einn bæjarfulltrú- anna í smyglarahópnum. Smyglvamingurinn var falinn innan um annan vaming frá Dan- mörku en þar eru fyrrnefndar vörur allmiklu ódýrari en á Grænlandi. Hafa á milli 10 og 20 manns verið sektaðir af þessum sökum og þar á meðal einn bæjarfulltrúa Atass- ut-flokksins. í útvarpsviðtali játaði hann að hafa smyglað brennivíni til landsins en lagði áherslu á, að hann væri búinn að borga sína sekt. Þess vegna sæi hann enga ástæðu til að segja af sér embættinu. kvæmt áætlun og eru forráða- menn bandarisku geimvísinda- stofnunarinnar (NASA) vongóðir um að ferjunni verði skotið á loft 2. júní 1988, eins og ráð er fyrir gert. Ferðir geimfeijunnar hafa legið niðri frá því Challenger splundrað- ist skömmu eftir flugtak 28. janúar í fyrra. Að sögn Amolds Aldrich, framkvæmdastjóra geimfeijuáætl- unarinnar, má ekkert útaf bregða ef áætlunin um geimskot 2. júní á að standast. Þá verður feijunni Discovery skotið upp með fimm manna áhöfn. Að sögn Aldrich hafa verið gerð- ar 40 breytingar og endurbætur á hreyflum feijunnar og hjálpar- flaugum. Verið er að prófa búnað, sem gerði það að verkum að geim- faramir gætu komið sér út úr feijunni ef hún bilaði alvarlega og svifíð til jarðar í fallhlíf. Hingað til hafa geimfarar ekki átt neina undankomuleið ef neyðarástand yrði um borð. ERLENT Skoska sjónvarpið: Nöfn drukkimia ökumanna birt St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SKOSKA sjónvarpsstöðin Scott- Sjónvarpsstöðvar í Englandi ish TV hefur ákveðið að birta fylgjast vandlega með þessari til- nöfn, heimilisföng og dóma öku- raun til að gera upp hug sinn, hvort manna, sem hafa verið sekir þær ejgj ag gn'pa til svipaðra að- fundnir um ölvunarakstur. Yms- gerða. ir hafa fagnað þessu framtaki. Sjónvarpsstöðin byijaði með röð þátta á mánudagskvöld um reynslu fómarlamba, aðstandenda þeirra, lögreglu og ökumanna vegna slysa af völdum ölvunaraksturs. í lok hvers þáttar á að birta nöfn þeirra ökumanna, sem hafa verið sekir fundnir vikuna á undan, auk heimil- isfanga, dóms hvers um sig, hvort viðkomandi fékk fangelsisdóm eða sekt og hve lengi hann hefur verið sviptur ökuleyfi. Til að auka á áhrif- in verður algjör þögn, þegar nöfnin renna yfir skerminn. Ástæðan fyrir þessari þáttaröð og þessu nýmæli er fjöldi dauðs- falla í Skotlandi á hveiju ári vegna ölvunaraksturs. Og nú fer í hönd sá tími, þegar flestir ökumenn em teknir fyrir ölvun við akstur. Um 200 manns látast á hveiju ári í umferðarslysum, sem verða vegna ölvunaraksturs, um 2500 slasast og margir þeirra verða ör- kumla alla ævi. Kostnaður skatt- greiðenda vegna þessa er yfir sex milljarðar króna ár hvert. Árið 1985 vom 12.269 fundnir sekir um ölv- unarakstur. Félög lækna og lögreglumanná fögnuðu þessu framtaki sjónvarps- stöðvarinnar og sömuleiðis annað félag bifreiðaeigenda, RAC: Allar tilraunir til að draga úr ölvunar- akstri væm af hinu góða. En hitt bifreiðaeigendafélagið, AA, taldi, að ekki væri ástæða til að bæta þessú við þá refsingu, sem dómstól- ar hefðu ákveðið. Nýfundnaland: Togara með 36 mönnum saknað St. John’s, Nýfundnalandi, Reuter. SPÆNSKS togara er saknað við Nýfundnaland og er óttast að hann hafi sokkið með allri áhöfn, 34 manns. Að sögn talsmanns kanadísku strandgæzlunnar er talið að togar- inn, Hosanna I, hafi sokkið á mánudag 250 sjómílur undan Race-höfða á suðurodda Nýfundna- lands. Illviðri var á þeim slóðum þar sem síðast var vitað um togar- ann, stormur og haugasjór. Tvö kanadísk strandgæzluskip og kóreskt skip, Peonia VII, em komin á vettvang. Síðast heyrðist frá Hosanna I skömmu fyrir hadegi á mánudag er togarinn var í tal- stöðvarsambandi við kóreska togarann San Won Ho. Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið uppá vegg. En það besta er: Ekkert uppvask. FAIMINIIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 25 11 ■AUSTURSTRÆTI 14» Sd2345-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.