Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 37 eiðistjórnun igsmunum Morgunblaðið/Ámi Sæberg til veiði smáþorsks, þar sem ráð- herra væri heimilt að halda fiski undir stærðarmörkum utan kvóta. Með því væri verið að umbuna þeim, sem. stunduðu smáfiskadráp. Hiuti loðnuafla verði utan kvóta Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra fiskmjölsframleið- enda, sagði að of lítið væri fjallað um hlut fiskimjölsverksmiðja í sjáv- arútveginum. Á síðasta ári hefði framleiðsla þeirra skilað 10% af verðmætum útfluttra sjávarafurða, en allan þennan áratug að undan- skildu árinu 1984, hefði þessi atvinnugrein verið rekin með tapi. Það væri því þörf mikilla aðgerða á þessu sviði. Afurðaverð hefði lækkað mjölnotkun dregizt saman og framleiðsla í heiminum aukizt. Samkeppni við niðurgreiddar afurð- ur úr jurtaríkinu færi vaxandi og innan EB væri rætt um tolla á lýsi, sem væru jafnháir og fengist fyrir hverja lest á almennum markaði. Verksmiðjurnar þyrftu því að byggja sig upp, bæta tækjakostinn og auka gæði mjölsins og líklega þyrfti að fækka þeim til að auka nýtingartíma þeirra, sem eftir yrðu. Með hvaða hætti það gæti orðið, væri hins vegar óljóst vegna margra þátta, sem hefðu áhrif á nauðsyn verksmiðjureksturs fyrir byggðar- lögin. Hann lagði til breytingar á núver- andi fiskveiðistjórnun, sem meðal annars fólu í sér að einhver hluti leyfilegs heildarafla á loðnu, 20% til dæmis, yrðu utan kvóta. Sókn í það magn yrði fijáls og með því móti hæfust veiðar hugsanlega fyrr og vinnslutími verksmiðjanna jafn- aðist og lengdist. Þá yrði reynt að ná samningum við Grænlendinga um að kvóti þeirra yrði keyptur af okkur og Norðmönnum í sömu hlut- föllum og veiðunum væri skipt milli landanna. Færeyingar keyptu kvóta Grænlendinga nú við vægu verði, en við þyrftum mikið á þessum afla að halda. Þá lagði hann til að út- flutningur á ferskri loðnu skerti kvóta viðkomandi skipa eins og annarra, sem flyttu ferskan fisk utan. Þá væri rétt að umbuna þeim skipum með aukningu kvóta, sem hirtu lifur um borð og nýttu fiskúr- gang í meltu til dæmis. Ekki ýkja hrifinn af meðferðinni Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sagðist ekki íkja hrifinn af fyrir- hugaðri meðferð á eigendum smábáta. Sjávarútvegsráðherra hefði ekki kynnt sér greinina um stjórnun á veiðum þeirra nægilega vel og gerði sér því ekki fyllilega grein fyrir áhrifum hennar. Það væri ennfremur ljóst, að þeir, sem samið hefðu lagagreinina um smá- bátana hefðu aldrei komið nálægt slíkum veiðum og hefðu enga þekk- ingu á þeim. Kvóti á bátana leiddi til gjaldþrots fjölda manna og skerðing á afla þeirra væri í ein- staka tilfellum allt að 60%. Þá væri öryggi sjómanna stefnt í voða, þegar þeim væri att út í veiðar úr sameiginlegum kvóta. Bátum undir 6 tonnum mynda halda áfram að fjölga, hlutur atvinnumannanna rýmaði og hrun yrði í stéttinni. Hann drægi í efa að 40 tonna hár- marksafli dygði til að framfleyta fjölskyldu og standa undir rekstri á bát. Væri það rétt, efaðist hann um lögmæti þessara aðgerða. Hann sagði að ekki væri tekið tillit til þeirra, sem veiðarnar stund- uðu þrátt fyrir yfirlýsingar um hið ganstæða og ekki væri stuðlað að hagkvæmum veiðum með hvatn- ingu til aukinnar sóknar og banni við sölu á aflakvóta. Það virtist allt snúa öfugt, þegar smábátarnir væru annars vegar. Vegna hug- mynda um að miðað við aflareynslu þessa árs við úthlutun á því næsta réru menn nú upp á líf og dauða í svartasta skammdeginu. Sóknarmarkið ranglátt Tómas Þorvaldsson úr Grindavík sagði sóknarmarkið ranglátt og það ylli deilum. Ráðherrann ætlaði að laga þetta, en gengi ekki nógu langt. Auðvitað ætti að skipta kök- unni jafnt og nauðsynlegt væri að leiðrétta það, sem ranglega hefði verið gert. Hrifinn af sókn- armarkinu Jóhann K. Sigurðsson frá Nes- kaupstað sagði að sóknarmarkinu fylgdi áhætta fyrir þá, sem það veldu, menn gætu bæði hækkað og lækkað í því og gætú auk þess hvorki keypt eða selt kvóta. Hann væri engu að síður hrifinn af því, það væri til mikilla bóta. Úthlutun afla hefði miðazt við reynslu skip- anna og því hefði kökunni verið skipt rétt. Enginn hefði tekið neitt frá öðrum. Þá mætti geta þess að meðalþorskafli á skip á suðursvæð- inu hefði á viðmiðunarárunum verið 570 tonn, en nú væri hámarkið í sóknarmarki þeirra, sem ekki mið- uðu við eigin reynslu, heldur meðaltal, 1.200 tonn. Á þessum tíma hefðu skipin legið í karfa og siglt með hann, ekki vegna hags- muna annarra, heldur aðeins af því þau hefðu grætt á því. Skerðingin var mest á Vestfjörðum Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, sagðist geta verið sammála Marteini Friðrikssyni um það, að hefði ekki verið talað um 200.000 tonna hámarksafla af þorski á sínum tíma, hefði niðurstaða Fiski- þings getað orðið önnur. Hann sagðist efast um kjark Fiskiþings til að leggja fram ákveðnar tillögur um nýtt kerfi við stjórn fiskveiða. Því væru menn að tala um út- færslu núverandi kerfis. Hann minnti á það, að þegar kvótinn hefði verið ákveðinn, hefði aðeins komið skerðing á þorskafla, um 40% að meðaltali. Mest skerðing á afla hefði því á sínum tíma orðið á Vestfjörðum, þar sem þorskaflinn hefði verið mestur. Þegar kvótinn hefði verið settur á, hefðu þurft 3 tonn af karfa á móti einu af þorski, en nú aðeins tvö tonn. Afkoma á karfaveiðum hefði batnað og minnkað áhrifin af mismunandi þorskaflahámarki. Þá sagðist hann aldrei áður hafa verið í nefnd (ráðgjafaranefnd um sjtórnun fiskveiða) sem ætlað væri að vinna tillögur með fulltrúum allra hagsmunaaðila og stjórn- málaflokkanna, sem leggja ætti fyrir Alþingi, sem síðan fengi bréf frá Alþingi, þar sem sagt væri til um hver niðurstaðan ætti að verða. Það væru forkastanleg vinnubrögð og hann sæi tæpast ástæðu til að nefndin héldi störfum áfram, stæði þetta fólk við bréfið væri niðurstað- an fyrirfram ákveðin. Jöfnuði þarf að ná Benedikt Thorarensen úr Þor- lákshöfn sagði að menn á suður- AÐALFUNDUR Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum verður haldinn í Glóðinni í Keflavík föstudaginn 27. og laugardaginn 28. nóvember. Aðalfundurinn verður settur eftir skráningu fulltrúa og afhendingu gagna klukkan 14.15 á föstudag. Að lokinni kosningu fundarstjóra og fundarritara ávarpa gestir fund- inn. Guðfinnur Sigurvinsson formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum les skýrslu stjórnar, Eiríkur Alexandersson fram- kvæmdastjóri kynnir ársreikning sambandsins. Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri svæðinu vildu vera viðurkenndir sem jafnréttháir íbúum annarra landshluta. Á aðalfundi LÍÚ hefðu menn verið sammála um að þetta hámark miðað við þorskígildi skyldi vera jafnt milli svæðanna. Þessum jöfnuðj þyrfti að ná og hann hvetti þingfulltrúa til að ná samstöðu um málið. Bréfið hneisa fyrir þingmenn Einar K. Guðfinnsson frá Bol- ungarvík sagði mikinn skoðana- ágreining ríkja um skiptingu landsins í veiðisvæði. Hins vegar væri hið óskynsamlega bréf al- þingismannánna 32 ekki bara hneisa fyrir þingmenn, heldur kæmi það í veg fyrir skynsamlega lausn. Á aðalfundi LÍÚ hefði náðst ásætt- anleg lausn, en síðan kæmi bænarskjal frá alþingismönnum til nefndar úti í bæ, rétt eins og völd- in væru hennar en ekki Alþingis. Menn þyrftu að átta sig á því að svæðaskiptingin byggðist á afla- reynslu viðmiðunaráranna. Teldu menn ástæðu til að hverfa frá því fyrirkomulagi, væri um leið horfið frá undirstöðu kvótakerfisins í heild. Þegar hefði verið gengið of langt í jöfnun milli þessara svæða. Sem dæmi mætti nefna að 9 til 10 skip af suðursvæði, valin af handa- hófi hefðu á síðustu þremur árum aukið þorskafla sinn um 90 til 215%. Hann skildi því ekki hvernig menn gætu fengið sig til að kvarta yfir meðferðinni á sér í þessu kerfi, sem endurspeglaði afla- og sóknar- mynstrið. Á sama tíma hefði auking á þorskafla skipa fyrir vestan verið á bilinu 72 til 83%. Aflaaukning sóknarmarksskipa ætti ekki að bitna á aflamarksskipum. Um þetta ■ mál yrði að ná samkomulagi og til að halda friðinn væri rétt að fara sömu leið og LÍÚ. ísland á að vera eitt land GuðmUndur Runólfsson úr Grundarfriði sagði að norðanmenn vildu aðeins fá gott veður til að viðhalda þeim ójöfnuði, sem þeir hefðu náð. Hann gæti lýst ánægju sinni á því réttlætismáli, sem al- þingismennirnir 32 hefðu vakið máls á í bréfi sínu. Hann teldi að Island ætti að vera eitt land, ekki tvö, þar sem þegnunum væri mis- munað. Þá væri hann hissa á stuðningi Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIÚ og Oskars Vigfús- sonar, formanns SSI, við þennan ójöfnuð. Þeir vildu með þessu skerða afkomu útgerðar og sjó- manna á Snæfellsnesi. Þetta væri hagsmunastríð og ekkert athuga- vert þó svo væri. Hins vegar ætti Fiskiþing ekki að samþykkja áfram- haldandi skiptingu landsins. Umræðan hlægileg Jón Magnússon frá Patreksfirði sagði þessa umræðu orðna hlægi- lega. Það væri þegar búið að ákveða hvernig málum yrði skipað. Það hefði verið hlustað á Fiskiþing, þeg- ar það hefði glapizt til að samþykkja kvótann, en síðan ekki söguna meir. Þá hefðu menn verið blekktir með tali um 200.000 tonna hámarksafla af þorski. Hann væri þeirra skoðun- ar að Fiskiþing ætti ekkert að senda les skýrslu undirbúningsnefndar sambandsins í sameiningarmáium klukkan 16. Þá ræða Ingólfur Aðal- steinsson forstjóri, Albert Alberts- son framkvæmdastjóri og Júlíus Jónsson framkvæmdastjóri samein- ingu hitaveitunnar og rafveitnanna klukkan 17.15. Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra ávarpar fundinn á laugardag klukkan 10 og Oddur Einarsson bæjarstjóri og formaður gjaldheimtunefndar fjallar um Gjaldheimtu Suðurnesja. Þá ræða Ellert Eiríksson formaður launa- nefndar, Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri, Stefán Jón frá sér um þetta mál, það væri ekki til neins. Kvótinn verri en skrapdagakerfið Marías Þ. Guðmundsson frá Isafirði sagði að afli hefði farið mikið fram úr aflamökum á tíma kvótans og sókn í smáfisk hefði aukizt. Ilvort tveggja væri verra en í skrapdagakerfinu og kvóta- kerfið hefði brugðizt í nýtingu þorskstofnsins. Þá leiddi kvótakerf- ið til meðalmennsku, þar sem mesti aflvakinn, frelsi til sóknar, hefði verið afmuninn. Eðlilegt væri að menn deildu um skiptingu aflans, en henni gæti margt ráðið. Frá því kvótakerfið hefði verið tekið upp, hefðu breytingar á hlutdeild ein- stakra staða í heildaraflanum aðeins verið 3% til eða frá að meðal- tali. Nokkrir staðir skæru sig þó úr og væri það í nær öllum tilfellum vegna rekstrarvanda útgerðar. Hlutdeild Hafnarfjarðar af heildinni hefði minnkað um 15% og Reykjavíkur um 10,5%. í báðum tilfellum hefðu bæjarútgerðir átt í miklum rekstrarvanda og útgerð dregizt saman vegna þess. Grund- arfjörður hefði lækkað um 9,4%, enda hefði þaðan farið eitt skip, en hlutdeild Ólafsfirðinga hefði aukizt um 12%. Hlutdeild Patreksfjarðar hefði lækkað um 13,4% í kjölfar vanda útgerðar þar, hlutdeild Grindavíkur hefði lækkað um 12%, enda þaðan verið seld 2.100 tonn af þorski. Þessum hlutum mætti ekki gleyma, þegar málin væru skoðuð. Of mikið veitt af þorski Hilmar Bjarnason frá Eskifirði sagði of mikið hefði verið veitt af þorski og meðalþyngd hans lækk- aði. Það væri það hættulergast, sem verið væri að gera. Vandi útgerðar á Suðurnesjum hefði vaxið og aðal- orsök þess væri að hrygningar- stofninn hefði minnkað mjög mikið. Vertíðaraflinn hefði dregizt saman og breytt veiðarfæranotkun ylli þar mestu, en togarar og smábátar drægju mest af smáfiskinum úr sjó. Fiskifræðingar legðu til að dregið yrði úr sókn í þorskinn næstu ár og á þá yrði að hlusta. Hagsmunapot má ekki ráða ferðinni Kristján Ásgeirsson frá Húsavík sagði að deilt væri um markmið og leiðir. Horfa yrði á málin utan frá, eigin hagsmunapot mætti ekki ráða ferðinni. Fiskiþing yrði því að leggja til almennan ramma um veiðistjórn- un þannig að heildarmarkmiðum yrði náð. Ekki ætti að setja of mik- ið vald í hendur ráðherranum með reglugerðarákvæðum eða nýjum reglugerðum. Flotinn væri enn of ' stór og ekki hefði tekizt að hefta vöxt hans. Það mætti nefna raðsmíðaskipin og smábátana. Þá yrði að úthluta rækjuveiðileyfum til þeirra, sem veiðarnar stunduðu, annars yrði úthlutunin mun erfiðari og í raun ekki endanleg, þar sem vinnslustöðvar og einstök byggðar- lög þyrftu, fengju þau kvótann, að fá einhvetja til að stunda veiðarnar fyrir sig. Útilokað væri að Fiskiþing mótaði þá stefnu að samkeppni yrði um þann afla, sem til reiðu væri. Að loknum þessum umræðum var málinu vísað til nefndar til frek- ari tillögugerðar fyrir síðari umræður. Bjarnason formaður ijárhagsnefnd- ar og Hjálmar Árnason skólameist- ari reynsluna af nýju samþykktun- um fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nýmæli í atvinnumálum Suður- nesja verða rædd klukkan 13.30 og þá taka til máls þeir Logi Þor- móðsson Fiskmarkaði Suðurnesja, Sigurður Garðarsson framkvæmda- stjóri, Þorvaldur Ólafsson stjórnar- formaður Iðnþróunarfélags Suðurnesja og Lárus Jónsson Þró- unarfélagi Islands. Önnur mál og kosningar verða síðan á dagskrá klukkan 16 og fundinum verður slitið klukkan 18. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Aðalfimdur haldinn 1 Glóðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.