Morgunblaðið - 18.11.1987, Page 39

Morgunblaðið - 18.11.1987, Page 39
Lítið af feitu kjöti á markað Bændurnir vildu það til eigin neyslu HJÁ sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri var alls 47.267 gripum slátrað í nýlið- inni sláturtíð. Af því fór tæpt 1% í svokallaðan OO-flokk sem þýðir 25% verðskerðingu og í O-flokk fóru 5,6% sem þýðir 11% skerðingu. I fyrra var sláturfé alls 46.054 hjá KEA á Akureyri og á Sval- barðseyri. Gunnar Hallsson hjá KEA sagði að nú hefði öll slátrun, sem farið hafði fram á Svalbarðseyri í fyrra, færst til Akureyrar. Hjá útibúi KEA á Dalvík var sláturfé alls 9.000 talsins og mun sláturtíð hafa staðið yfír á Dalvík í aðeins þrjár vikur. Gunnar sagði að bændur hefðu tekið með sér í flestum tilvikum heim það kjöt sem fallið hafði í feitari flokkinn, svokallaðan 00- flokk, þar sem verðskerðingin er þetta mikil, eða 25%. Því hefði aðeins tæpt 1% af því kjöti verið lagt inn. Morgunblaðið/Páll Pálsson Nýr Sléttbakur á siglingu í Eyjafirði SLÉTTBAKUR EA 304 fór í sína fyrstu veiðiferð á sunnudag- inn. Skipið mun hafa stefnt að Grímsey en sökum ógæfta þar mun það hafa fært sig austar á miðunum. Er togarinn fór í tveggja daga prufusiglingu fyrir skömmu komu í Ijós nokkrir annmarkar á vinnslusal sem lagfærðir voru í Slippstöðinni og ætti því allt að vera í lagi um borð í þessari fyrstu veiðiferð þessa fljótandi frystihúss. Áhöfn skipsins telur 26 menn. Skip- stjóri er Kristján Halldórsson. Búast má við að hver veiðiferð taki um mánaðartíma. Mynd þessi var tekin er gestum var boðið í skemmtisiglingu um Eyjafjörð er Slippstöðin afhenti skipið eig- endum sínum Utgerðarfélagi Akureyringa eftir nær árs endur- byggingu. J Slippstöðin smíðar tvo 200 tonna togara eftir áramót í Slippstöðinni á Akureyri. Morgunblaðið/USV SLIPPSTÖÐIN á Akureyri mun hefja smiði tveggja rúmlega 200 tonna togara upp úr áramótun- um. Undirbúningur hófst sl. vor og nú nýverið hefur Byggða- stofnun samþykkt _ lánsloforð vegna nýsmíðinnar. Ýmsir aðilar munu hafa sýnt áhuga á kaupum á skipunum, aðilar að norðan, vestan og austan, en engir kaup- samningar hafa enn sem komið er verið undirritaðir. Gunnar Ragnars forstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að Slipp- stöðin hefði lengst af einbeitt sér að nýsmíði og alveg þar til í mars á þessu ári þegar seinna raðsmíða- skipið, Nökkvi, var afhent Blöndu- ósingum. „Slippstöðin er stórt fyrirtæki með um 250 starfsmenn og til þess að halda þeim í vinnu þurfum við á nýsmíði að halda með þeim viðgerðar- og viðhaldsverk- efnum sem upp koma öðru hveiju.“ Togaramir verða 36 metra lang- ir og 8,60 á breidd. Gunnar sagði að búast mætti við eins árs bygg- ingartíma. Tekið verður erlent lán, sem nemur 80% byggingarkostnað- arins sem greitt yrði upp þegar skipin yrðu seld. Þá fengju væntan- legir kaupendur 65% kostnaðar- verðsins frá Fiskveiðasjóði sem er lánshlutfall sjóðsins til innlendrar smíði og 15% hjá Byggðasjóði, sem samþykkt var í stjórn Byggðasjóðs fyrir skömmu. Gunnar sagði að Slippstöðin hefði haft næg verkefni á sinni könnu þrátt fyrir tíðar ferðir skipa í við- gerðir erlendis. „Það getur vel verið að við höfum misst skip út úr landi í viðgerðir, en við höfum líka feng- ið erlend skip hingað. Kjölfestan í rekstri okkar vom til dæmis breyt- ingar á kanadískum skipum á árunum 1985, 1986 og fyrri hluta þessa árs. Því er ekki að neita að Slippstöðin býr við sömu aðstæður og ýmis annar atvinnurekstur hér á landi. Við höfum búið við óbreytt gengi í ijögur ár, en erum með helmingi meiri verðbólgu en þau lönd sem við erum að keppa við. Ljóst er að samkeppnisstaða okkar er miklu lakari núna en til dæmis á árunum 1983 og 1984. Það eru ýmsir sem kvarta meira en við vegna hinnar svokölluðu fastgeng- isstefnu á sama tíma og mikil þensla rikir hér innanlands. Þó ég sé mótfallinn gengisfellingu hlýtur að koma að því nema við höldum , ró okkar áfram og reynum að haga okkar málum á skynsaman hátt. Hitt er þó ljóst að það hefur sigið á verri veg hjá okkur vegna kostn- aðarhækkana hér innanlands og verðbólgu, sem er miklu meiri en í nágrannalöndunum. Víða erlendis er þessi iðnaður á fallanda fæti. Verið er að undirbjóða verk og svo grípa ríkisstjórnir inn í með styrkj- um og niðurgreiðslum," sagði Gunnar. Hann sagði að mannekla væri svo til engin hjá Slippstöðinni. Hins- vegar væri hægt að bæta við nokkrum járniðnaðarmönnum og of lítil endurnýjun væri á stálsmið- um og vélvirkjum. Gunnar sagði að unnið hefði verið að því að ráða pólska járnsmiði til starfa sl. vor, en vegna seinagangs í „kerfinu" var hætt við það. „Þetta tók allt óhemju tíma og við vissum ekkert hvað framtíðin bæri í skauti sér hvað varðar verkefni. En, það eru einmitt nýsmíðarnar sem setja þessa kjölfestu sem að öðru leyti gerir okkur ókleift að gera ýinsar skynsamar ráðstafanir,“ sagði Gunnar. Þessa dagana standa yfir hjá Slippstöðinni breytingar á Hvanney frá Hornafirði. Verið er að lengja skipið, byggja yfir og hækka stýris- húsið. Þá er verið að gera viðamikl ar endurbætur á Bjarnarey frí Vestmannaeyjum, unnið er við ac endurskipuleggja vinnudekkið í Drangcy og Dagstjarna Útgerðar félags Akureyringa er í klössun. Færavindur frá DNG til Nýfundnalands KRISTJÁN Jóhannesson fram- kvæmdastjóri DNG á Akureyri og Reynir Eiríksson markaðs- stjóri eru á leið til Nýfundna- lands til að setja upp sjálfvirkar færavindur um borð í þarlenskt skólaskip. Kostnaðarverð vind- anna tveggja nemur 260.000 krónum. Jafnframt uppsetn- ingu vindanna ætla þeir Kristj- án og Reynir að kynna sér sjávarútveg á Nýfundnalandi og kynna þá um leið fram- leiðslu fyrirtækisins með tilliti til frekari viðskipta. Reynir sagði í samtali við Morg- unblaðið að skipið væri í eigu skóla á háskólastigi sem útskrif- aði um 200 fískimenn á ári auk verkfræðinga. Fulltrúi frá skólan- um hafði komið á sjávarútvegs- sýninguna, sem haldin var í Laugardalshöll í haust og sýndi þá strax mikinn áhuga á að fá færavindurnar um borð í skipið. Reynir sagði að markaðurinn væri mjög stór á Nýfundnalandi en svo virtist sem búnaður ski- panna væri ekki eins góður og gerðist hérlendis. Að minnsta kosti væri svo farið um færavind- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.