Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987
45
Athugasemd frá Birnu Þórðar-
dóttur og Guðmundi Hallvarðssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Birnu Þórðardóttur og Guð-
mundi Hallvarðssyni:
Morgunblaðið hefur nokkuð fjall-
að um breytingatillögu sem við
undirrituð lögðum fram við ályktun
landsfundar Alþýðubandalagsins
um verkalýðsmál. Mikill meirihluti
fulltrúa á landsfundinum samþykkti
breytingartillögu okkar, og það í
tvígang.
Samband vestfirskra kvenna:
Byggingn fjórðungs-
sjúkrahúss verði flýtt
STJÓRN Sambands vestfirskra
kvenna samþykkti ályktanir
varðandi byggingu fjórðungs-
sjúkrahússins á ísafirði og
frumvarp um breytingu á áfeng-
islöggjöfinni á fundi sem haldinn
var á ísafirði 2. nóvember.
í ályktun stjómar Sambands
vestfírskra kvenna segir að vest-
fírskar konur harmi þann seinagang
sem verið hafí á byggingu nýja
Fjórðungssjúkrahússins á ísafírði
og hvetji alla Vestfírðinga til sam-
stöðu um að ljúka byggingunni hið
fyrsta. Stjómin skorar á þau stjóm-
völd sem um málið fjalla að
bregðast nú vel við og leggja til
það fjármagn sem þarf til þess að
hægt sé að taka bygginguna í notk-
un að fullu ásamt nauðsynlegum
tækjakosti.
Stjómin samþykkti einnig álykt-
un þar sem fram kemur andstaða
við frumvarp um leyfí til sölu á
áfengum bjór.
Morgunblaðið hefur leitað álits
valinkunnra verkalýðsleiðtoga við
þ'essari samþykkt, en á ekki séð
ástæðu tii að birta það sem um er
rætt.
Þannig að lesendur Morgun-
blaðsins megi upplýsast fömm við
fram á að þessi hluti verkalýðsá-
lyktunar verði birtur í blaðinu og
eigi á verri stað en umræður um
hann.
Með þökk fyrir birtingu.
Birna Þórðardóttir,
Guðmundur Hallvarðsson.
Kafli úr verkalýðs-
málaályktun Aiþýðu-
bandalagsins
„Slæm baráttustaða verkalýðs-
hreyfíngarinnar stafar ekki síst af
því að flokkar sem byggja á tilvist
hennar hafa keppt um að veita
íhaldinu brautargengi bæði í ríkis-
stjómum og innan verkalýðsfélaga.
Verkalýðsflokkar hafa réttlætt
ríkisstjórnarþátttöku með því að
ella hefðu kjaraskerðingar orðið
mun meiri, en það gleymist að í og
með veru sinni í ríkisstjórn og alls
kyns samkrulli við íhaldið draga
flokkarnir tennurnar úr baráttu
launafólks.
í samstjórn íhalds og verkalýðs-
flokka hefur það verið hlutverk
verkalýðsflokka að hafa hemil á
verkalýðshreyfingunni og beita
áhrifum sínum og ítökum til þess.
Skemmst er að minnast ríkisstjóm-
ar Gunnars Thor, en afsprengi
hennar situr raunar enn við völd í
æðstu stjórn ASÍ með hörmulegum
afleiðingum. Er dagar hennar voru
allir, varð auðveldara en ella fyrir
hreinræktaða íhaldsstjórn Stein-
grims Hermannssonar að knýja
fram árásir sínar á launafólk. Fyrst
verkalýðshreyfíngin reis ekki upp
við kjaraskerðingar fyrri stjórnar
því þá nú, var sagt.
Þeir sem réttlættu fyrra kmkk
og kjaraskerðingar, hvað gátu þeir
svo sem sagt þótt íhaldið böðlaðist
áfram eins og jarðýta yfír grund-
vallarhagsmunamál verkalýðs-
hreyfíngarinnar.
Allir kjarasamningar frá 1983
hafa borið þessa merki og menn
verið að súpa seyðið af samkmlli
verkalýðshreyfingar og ríkisvalds.
Allir kjarasamningar hafa verið
gerðir uppá ábyrgð ríkisstjórnar og
hún átt að tryggja að þeir héldu.
Þannig hafa félagar verkalýðs-
hreyfingarinnar verið gerðir mark-
lausir en lífsskilyrði þeirra lögð í
hendur stjómvalda.
Þetta verður að stöðva. Verka-
lýðshreyfingin vinnur enga sigra,
hvorki í kjarabaráttu né annarri
nema því aðeins að þeim krafti sé
beitt sem felst í fjöldanum — félög-
unum. Þá baráttu styður Alþýðu-
bandalagið og hvetur alla félaga
og stuðningsmenn til hins sama.“
By ggingarnef nd
Reykjavíkur:
Kæra byggð á
misskilningfí
BY GGING ARNEFND Reykjavik-
iir Iiefur verið kærð til félags-
málaráðherra, vegna flutnings á
húsi við Tjamargötu 11 á lóð við
Túngötu 12. Að sögn Hilmars
Guðlaugssonar formanns bygg-
ingamefndar, er kæran byggð á
misskilningi þvi byggingaraefnd
hefur ekki gefið samþykki sitt
fyrir staðsetningu hússins við
Túngötu 12.
Að gefnu tilefni sagðist Hilmar
vilja benda á að samþykki bygging-
amefndar þarf til að flytja hús af
einni lóð á aðra. „Byggingamefnd
hefur samþykkt flutning hússins
af lóðinni við Ijamargötu en fre-
staði að taka ákvörðun um stað-
setningu þess, þar sem tillagan sem
fyrir lá, braut í bága við brunamála-
reglugerð, vegna nálægðar við
næsta hús,“ sagði Hilmar. „Það er
því rangt að byggingamefnd hafí
samþykkt húsið og furðulegt að
byggingarnefnd skuli kærð fyrir
samþykkt sem ekki hefur verið
gerð.“
Alþýðusamband íslands:
Skertum
framlögnm
mótmælt
„Miðstjórn Alþýðusambands
íslands mótmælir harðlega þeim
áformum sem felast i tillögum
ríkisstjórnarinnar í fjárlaga-
fmmvarpinu um að ríkissjóður
dragi sér hluta af lögboðnum
framlögum til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs," segir meðal
annars í ályktun, sem miðstjórn
ASÍ samþykkti nýlega.
í ályktuninni segir ennfremur:
„Hið gagnstæða væri eðlilegra, að
framlag ríkisins til sjóðsins yrði
aukið, þar sem sjóðnum hafa á
undanfömum árum verið falin
margvísleg verkefni, sem kostað
hafa hann mörg hundruð milljónir
króna, án þess að auka tekjur
hans“.
HWKR AUGLÝSIR SÁ
sem vill ná
á aldrinum
eyrum fólks
20 til 35 ára?
Útvarpshlustun: 20—35 ára
15. október 1987, svæði 4 stöðva.
A STJORIMUIMINII.
Stjarnan nær betur til þessa hóps
en nokkur önnur útvarpsstöö*.
Vinsældir Stjörnunnar eru slíkar
aö réttmætt er aö taia um yfirburðasigur.
Línuritið flytur auglýsendum skýr boö:
Ef þú þarft aö ná til fólks á aldrinum 20 til 35 ára
þá auglýsir þú á Stjörnunni.
Auglýsingasími Stjörnunnar:
68 99 10
Alla virka daga .. 8.30 til 19.00
Alla laugardaga... 9.00 til 16.00
/ Fivn02,2 & 104
Sigtúni 7 105 Reykjavík Simi 91-689910
•Fjolmlölakönnun Félagsvislndastofnunar H.í. frá 15. október sl. Aldurshópurinn 20—SS árm. Svæði fjögurra stööva.