Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um eitt atriði sem undanfarið hef- ur verið að bijótast í undirvit- und minni. SporÖdreki og BogmaÖur Ég hef lengi verið að velta þvi fyrir mér hvort merkið sé hreinskilnara í hegðun, Sporð- drekinn eða Bogmaðurinn. Eins og við vitum er oft sagt að hinn dæmigerði Sporðdreki sé dulur og frekar lokaður, en hinn dæmigerði Bogmaður sé opinskár, hress og einlæg- ur. Hreinskilni og hrœsni Það sem var að bijótast í mér var því þetta: Þýðir það að Sporðdrekinn sé dulur, að hann eigi til að vera falskur og undirförull? Þýðir það að Bogmaðurinn sé opinskár, að hann sé hreinskilinn? Reynslan Þó það liggi kannski beint við að ætla að framangreind ályktun sé rétt, þá sýnir reynslan og athugun á hegðun þessara tveggja merkja að svo er ekki. í raun er þessu öfugt farið. Sporðdrekar eru að öllu jöfnu hreinskilnir, en Bog- menn eiga oft til að vera yfírborðslegir og falskir. Rétt er að taka fram, varðandi hið síðamefnda, að hér er verið að tala um mögulegar nei- kvæðar hliðar, sem margir einstaklingar í merkinu ná að forðast. JákvœÖur Ástæðan fyrir því að Bogmað- urinn á til vera með hræsni, uppgerð, og látalæti, er senni- lega sú, að hann vill vera jákvæður. í eðli sínu er Bog- maður hress og bjartsýnn. Hann kýs oft að horfa fram- hjá því neikvæða í tilverunni. Ef honum líður illa, reynir hann því að láta sem allt sé í lagi. Ef hann sér eitthvað athugavert hjá næsta manni, lætur hann vera að benda á það. Það má segja sem svo að hvötin að baki þessu sé einlæg eða sú þörf að horfa á það sem er jákvætt í tilver- unni og að vilja ekki blanda sér í neikvæðari mál. Það er hins vegar svo, að hin næm- ari merki taka fljótt eftir því ef allt er ekki með felldu og dæma Bogmanninn: „Þetta er nú ljóta uppgerðin í hon- um.“ Skarpskyggn Sporðdrekinn aftur á móti hefur það ríkt í eðii sínu að leita kjama hvers máls og skyggnast undir yfirborðið. Vegna þess vill hann eða þor- ir ekki að vera með látalæti eða þykjast vera annar en hann er. í fyrsta lagi sér hann í gegnum látalæti annarra og óttast þv( sjálfsagt að aðrir sjái í gegnum hann. Auk þess er öll uppgerð andsnúin grunneðli hans. Hvemig er hægt að komast til botns í viðfangsefnum ef ekki kemur til hreinskilni? NiÖurstaÖan Niðurstaðan er því sú að Sporðdrekar þegja frekar en að segja að þeim finnist það gott sem þeim finnst slæmt. Ef þeir þurfa að viðra skoðun sína þá segja þeir hana hreint út. Þess vegna eiga Sporð- drekar til að vera pínlega hreinskilnir og stuða um- hverfíð. Þeir eru því hrein- skilnir þó þeir séu dulir. Bogmenn aftur á móti vilja vera jákvæðir og láta því ýmislegt fara frá sér sem ekki stenst fullkomlega kröfur um hreinskilni og einlægni. Okk- ur hættir hins vegar oft til að halda að það að vera opin- skár sé það sama og að vera hreinskilinn og einlægur. iiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimnniniiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiuiiiiiiiiiiii ■■ 111...— ... .............. " ' GARPUR (5KETTIK, AF HVERJU 6PyT)R.\ pO ALLTAV KIRSUSER3A- 5TE-(Nt)NU/Vl 'A ÖORE>iE>? J / ÉB VIL GJARWAM HAFaS V SIÆ/M/MT(ATCIE>I EFTIR f /uatiunIJ B7 United Feature Syndicate, im ■ • ' • JYM PAVY5 10-17 © J MI PIB copvnhagen 80 sandgryfjur og ég verð að raka yfir öll sporin í ... bara út af hundinum mínum. Það er sagt að þetta sé mjög fínn golfklúbbur. Allar flatirnar eru í áttina að heitu pottunum! þeim ... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út tígulkóng gegn fjórum spöðum suðurs. Hvemig líta spil AV út og hvem- ig á suður að spila? Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 972 ♦ D96 ♦ 52 ♦ DG1072 Suður ♦ ÁK843 ♦ K ♦ Á3 ♦ Á9653 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði 2 hjörtu Pass Pass 3 lauf 3tíglar 3spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Eftir þessar upplýsandi sagnir ætti ekki að vera mikill vandi að draga upp mynd af spilum AV. Það vantar töluvert inn í liti vesturs, svo líklega á hann 11 rauð spil fyrir svo kröftugum sögnum á hættunni, sennilega sex hjörtu og fimm tígla. Þau tvö spil sem eftir em hljóta að vera spaðar, því austur hefði án efa doblað lokasögnina með fjór- lit í trompi. Allt spilið gæti litið svona út: Norður ♦ 972 ♦ D96 ♦ 52 ♦DG1072 Vestur ♦ DG ♦ Á108432 ♦ KD1084 ♦ - Austur ♦ 1065 ♦ G75 ♦ G964 ♦ K84 Suður ♦ ÁK843 ♦ K ♦ Á3 ♦ Á9653 Það er nauðsynlegt að gefa vestri fyrsta slaginn. Hann gerir þá best í því að taka á hjartaás og spila sig út á tígli. Bjartar vonir vakna þegar vestur fylgir lit með gosanum í spaðaás. Næst kemur lítill spaði, vestur lendir inni á drottningu og verð- ur að gefa blindum innkomu með því að spila hjarta eða tígli út í tvöfalda eyðu. Innkoman er svo notuð til að taka sönnuðu svíninguna fyrir laufkónginn. Umsjón Margeir Pétursson í undanrásum sovézka meist- aramótsins i ár kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Kaidanov, sem hafði hvítt og átti leik, og stórmeistarans Lemer. 38. Hxe5! - Hh8 (Eftir 38. - dxe5, 39. Rf5+ tapar svartur drottningunni eða verður mát), 39. Rf5+ og svartur gefst upp. Að venju voru margir stór- meistarar slegnir út af lítt þekkt- um meisturum i undanrásunum, m.a. þeir Kuzmin, Holmov, Savon og Sveschnikov.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.