Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Fáksmenn samankomnir í annarri hópreið sinni 1926 á gatnamótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar. Myndina tók Magnús Ólafsson. „Hestur í lífi þjóðar: Hlutverk þarf- asta þjónsins í hnotskurn Hestar Valdimar Kristinsson Fyrr á þessu ári var gefin út bókin „Hestur í lífi þjóðar“. Er hér um að ræða myndabók með safni af gömlum myndum þar sem hesturinn er sýndur í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar á seinni hluta 19. aldarinnar og fyrri hluta 20. aldar. Það eru fjórir einstaklingar sem standa að útgáfu bókarinnar. Anna Fjóla Gísladóttir sá um ljós- myndavinnu, ívar Gissurarson safnaði heimildum og skrifaði texta, Marietta Maissen sá um útlit ásamt Pétri Behrens og Max Indermaur frá Sviss gefur bók- ina út. Formála að bókinni skrifar Bjöm Th. Bjömsson og rekur hann þar sögu íslenska hestsins og hlutverk hans frá öndverðu til þessa dags. Þá leiðir Bjöm getum að því að íslenski hesturinn sé hinn uppruna- legi hestur Norður-Evrópu og að e.t.v. sé hann hinn óbreytti stríðsfákur Genghis Khan og að riddarar Vilhjálms bastarðar hafi hleypt slíkum hestum upp brekk- umar við Senlac haustið 1066 og með þeim unnið Bretland undir veldi sitt, svo notuð séu orð Bjöms. í lok formálans segir Bjöm: „Þannig hefur asíski steppuhesturinn,_ frjó- semistákn eiraldar, Sleipnir Óðins, stríðshestur víkingaaldar, haldist á íslandi um 1100 ár, án blóðblöndun- ar, og er enn jafn hreinn og stæltur og þegar hann var fluttur á knerri norður um hafið á níundu öld. Bókinni er skipt í níu kafla sem kallast íslenski torfbærinn, þarfasti þjónninn, dráttarhestar, sunnu- dagstölt, samgöngur og ferðalög, konungskomur, kappreiðar, Græn- landsleiðangur og í þeim síðasta er stutt kynning á þeim ljósmyndurum sem eiga flestar myndir í bókinni. Bók þessi gefur mjög góða mynd af hlutverki hestsins á þessum tímum og má segja að hún beri nafn með rentu. Er bókin merkilegt safn heimilda um íslenska hestinn og meira en það því hún segir margt um húsbyggingar og klæða- burð fólksins á þessum tímum. Fróðlegt er að skoða myndir úr þéttbýli, sem eru aðallega frá Reykjavík og Akureyri, með saman- burð við nútímann í huga. Sérstaklega má geta hér kaflans um Grænlandsleiðangur Kapteins Johans Peter Koch 1912-1913 sem er mjög fróðlegur, bæði myndir og texti. Voru keyptir sextán hestar héðan í þennan leiðangur þar sem átti að fara 1200 km leið yfir Græn- landsjökul. Endirinn varð sá að aðeins fimm hestar fóru upp á há- jökulinn. Um einn þessara hesta. Grána, skrifaði Koch í dagbók sína: „Nú er Gráni einn eftir. Ég vona af öllu hjarta að okkur takist að bjarga þeirri afbragðsskepnu. Hans líkar eru vandfundnir." Éftir ótrú- lega þrautseigju er svo komið í júnílok, að Gráni er farinn að tefja leiðangurinn frekar en hitt, og gripu menn þá til þess ráðs þann 28. júní að draga hann á sleða frekar en að lóga honum. Koch lýsir þessu svo: „Þegar hann gafst upp í morg- Overland-bifreið frá bifreiðastöð Steindórs föst í Steinslæk við Sandhólaferju 1921. Hestar frá Sand- hólafeiju eru tilbúnir að draga bílinn upp úr læknum. Á hestunum eru frá vinstri: Vigfús Pálmason frá Hofshjáleigu, Ágúst Jóhannsson kaupmaður í Vetleifsholtshverfi, Guðmundur Halldórsson bóndi á hestinum Sval og Björgvin Jónsson frá Ármúla. í bilnum eru frá vinstri óþekktur bílstjóri og Steindór Einarsson eigandi bifreiðastöðvarinnar. Sagt er að Steindóri hafi verið það mjög á móti skapi að Har- aldur Blöndal ljósmyndari skyldi skrá atburð þennan með myndatöku sinni. Það hefur lagst þungt í þennan forgöngumann íslenskrar bilamenningar að vera dreginn upp úr læknum af samgöngutæki fortíðarinnar, hestinum. un, bundum við fætur hans saman og lögðum hann á áklæðið hans ofan á svefnpokana, milli sleða- mastranna, breiddum tvö hrein- dýraskinn og tjaldið ofan á hann og bundum varlega en örugglega á sleðann. Þar lá hann með malpoka sinn á hausnum, jóðlaði ögn af fóð- urbæti í sig og kunni því bersýni- lega vel að láta draga sig.“ Þann fjórða júlí varð þó ekki komist hjá því að taka Grána af lífi og um miðjan mánuðinn lauk þessum merka rannsóknarleiðangri. Útlit bókarinnar er með ágætum en óneitanlega hefði þó verið að- gengilegra að hafa hvem mynda- texta við þá mynd sem hann tilheyrði en ekki alla saman í lok hvers kafla. Athygli vekur að þrátt fyrir háan aldur myndanna eru gæði þeirra margra með ólíkindum mikil. Texti bókarinnar, sem er stuttur og snaggaralegur, er á fjór- um tungumálum, ensku, dönsku, þýsku og að sjálfsögðu á íslensku. Með þessari tilhögun er bókin kjör- in ti) gjafa bæði hérlendis sem erlendis. „Hestur í lífi þjóðar" er enn einn ástaróðurinn til íslenska hestsins í formi bókar. Auk þess er það lofs- vert framtak að þessum myndum skuli safnað á einn stað til útgáfu. Satt best að segja óraði mann ekki fyrir því að til væru svo margar myndir af hestinum frá þessu tíma- bili og alls ekki svo góðar myndir. Hestarnir fimm sem fóru á Grænlandsjökul. Frá vinstri talið: Gráni sem getið er um hér í greininni. Hann situr Vigfús Sigurðsson og teymir Brúnku, Kapt. Koch á Jarpi og Larsen situr Pólaris og teym- ir Kavalerinn. Myndina tók Dr. Alfred Wegener veðurfræðingur. Forverar sjúkrabflanna flýtja hér sjúkan mann til lækningar. Höfundur myndarinnar er ókunnur, auk þess sem ekki er vitað hvenær myndin var tekin eða hvar. Skáldsaga frá Max Frisch á íslensku ÚT ER komin hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi islensk þýðing á skáldsögunni Homo faber eftir Max Frisch. í frétt frá útgefanda segir að Max Frisch sé fremsti rithöfundur Svisslendinga á þessari öld og með- al þekktustu skálda sem skrifa á þýska tungu. íslendingar hafa til þessa einkum þekkt Frisch sem leik- ritaskáld og þá sérstaklega verkin Andorra og Biedermann og brennu- vargamir. Homo faber er sú skáldsagna Frisch sem hefur orðið mestrar athygli og vinsælda aðnjót- andi. Homo faber er nafngift sem vísar annarsvegar til aðalpersónu og sögumanns bókarinnar, Walters Faber, en hinsvegar til ákveðinnar persónugerðar, „tæknimannsins" í nútímasamfélagi, þeirrar mann- gerðar sem telur sig vera æðsta stig „homo sapiens". Walter Faber álítur sig vera slíka tækniveru, með fullt vald yfir umhverfi sínu, en margháttuð og óvenjuleg reynsla, sem hann veðrur fyrir á linnulaus- FABER msB^sKÁLDSAGA MAX FRÍSCH um ferðalögum sínum í sögunni, knýr hann til að endurskoða lífsvið- horf sín. Margt virðist tilviljunum og duttlungum háð og þær hremm- ingar sem Walter Faber ratar í vekja upp þá spurningu hvort hann sé í raun og vem homo faber. Skáldsöguna þýddu Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvalds- son. Þeir hafa jafnframt ritað ítarlegan eftirmála með verkinu þar sem lýst er höfundarferli Frisch og fjallað um ýmis skáldverk hans, með sérstakri áherslu á Homo fa- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.