Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 58
T86i mmwrov. 8i H'iOAaiixrvmw .tíioA.iHvmnHOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987
58
Minning:
Aðalheiður Krist■
ín Helgadóttir
Fædd 12. október 1926
Dáin 7. nóvember 1987
Sunnudaginn 8. nóvember sl.
hringdi einn sona Kristínar (svo var
hún yfirleitt nefnd) til mín og til-
kynnti mér, að móðir hans hefði
andast daginn áður. Mér kom þetta
mjög á óvart. Ég hafði að vísu ekki
heyrt neitt í henni í nokkum tíma,
en það þurfti ekki að boða neitt
sérstakt. „Hinn slyngi sláttumaður"
hafði ekki gert boð á undan sér nú
fremur en svo oft áður.
Kristín Helgadóttir fæddist þann
12. október 1926 að Staðarhöfða í
Innri Akraneshreppi. Foreldrar
hennar voru hjónin Helgi Bjömsson
og Ágústína Þórarinsdóttir. Kristín
var yngst ijögurra systkina, og var
nokkur aldursmunur á henni og því
næsta á undan henni. Hún ólst upp
á góðu heimili og við ástríki for-
eldra sinna. Faðir hennar kallaði
hana oft „sólargeislann sinn". Hann
gerði samt stundum talsverðar
kröfur til hennar, þegar hún komst
á legg. Hann varð t.d. dálítið móðg-
aður út í hana, þegar hún tók
lokaprófið í bamaskólanum. Hún
varð næst efst, hann vildi að hún
yrði efst. Þvínæst fór hún í gagn-
fræðanám í Reykjavík. Þá bjó hún
hjá föðursystur sinni, sem hélt
vemdarhendi yfir henni sem for-
eldri væri.
Þegar ég kynntist Kristínu fyrir
rúmum 6 ámm hafði hún á fullorð-
insámm sínum gengið í gegnum
margt mótdrægt, sýnt mikinn
dugnað og hetjulund, en var nú
komin á lygnari sæ. Fullorðinsárin
höfðu reynst henni erfíð gagnstætt
bemsku- og unglingsárunum, sem
höfðu verið ljúf og auðveld, eins og
áður segir.
Hún hafði gengið í 2 hjónabönd,
sem bæði enduðu með skilnaði, en
það var ekki hennar sök. Hún hafði
eignast sjö mannvænleg böm og
komið þeim til manns að vemlegu
leyti ein og óstudd. Það verður að
teljast þrekvirki. Hún var stolt af
bömum sínum og öðmm afkomend-
um og mátti vera það. Ástandið var
t.d. ekki glæsileg eftir fyrri skilnað-
inn. Þá stóð hún ein uppi með 5
böm (2 þau elstu vom farin að
heiman) á aldrinum 4ra til ca. 18
ára í 2ja herbergja leiguíbúð. Úr
því rættist þó síðar. Við þessar
kringumstæður var ekki leitað til
bæjarfélagsins um aðstoð, eins og
margir gera. Nei. Utan heimilisins
var unninn fullur vinnudagur og
síðan unnið heima á kvöldin og fram
á nótt. Bömin hjájpuðu til strax
þegar þau gátu. Á meðan fyrra
hjónabandið stóð yfír lenti fjölskyld-
an í húsbmna og missti allt, þar á
meðal fatnað. Fyrir rúmum 20 ámm
var ekið á Kristínu á götu og fékk
hún slæman höfuðáverka. I sam-
bandi við þetta slys varð hún að
læra að ganga að nýju á Reykja-
lundi. Sitthvað fleira mætti tína til,
en hér verður látið staðar numið.
Það kemur engum á óvart, þó
að þessi erfíðu fullorðinsár hafí sett
sitt mark á Kristínu á einhvem
hátt. Hún var oft á síðari ámm illa
haldin af gigt, vöðvabólgum og
öðmm sjúkdómum. Hún hélt þó
höfuðeinkennum sínum óbreyttum,
sem vom glaðværð, dugnaður og
tryggfyndi.
Eftir að við kynntumst fómm við
í löng og stutt ferðalög saman, en
hún hafði áður fengið fá tækifæri
til ferðalaga. Um helgar var oft
dvalið í sumarbústað í nágrenni
Reykjavíkur. Oft var farið í leikhús
og á aðra skemmtistaði. Ég minnist
margra spilakvölda með kunningj-
um hennar, sem urðu þá kunningjar
mínir. Ég minnist mjög margra
heimsókna til ættingja og vina
hennar. Alls þessa nutum við bæði
í ríkum mæli.
Kristín hafði mikið yndi af kveð-
skap. Uppáhalds skáldin hennar
vom t.d. Einar Behediktsson, Davíð
Stefánsson, Tómas Guðmundsson
o.fl. Hún hafði ljóð þeirra á hrað-
bergi. Sjálf setti hún einnig saman
ljóð, og á ég sýnishom af þeim.
Faðir hennar hafði gefíð út ljóðabók
á efri ámm sínum.
Við ræddum nokkuð um fram-
haldslífíð og sóttum miðilsfundi
með nokkmm árangri, síðast 28.4
1987. Ég var búinn að láta vélrita
fundargerð síðasta fundar, en var
ekki búinn að koma því í verk að
senda henni eintak hennar. Kristín
var forlagatrúar, en þar var ég
ekki sammála henni að öllu leyti.
Ég get ekki samræmt það ábyrgð-
inni, sem menn bera á gjörðum
sínum.
Höfuðeinkenni Kristínar vom:
Glaðværðin, sem veikindi vörpuðu
stundum nokkmm skugga á. Þar
sem Kristín var vom gamanmál
höfð uppi. Dugnaðurinn. Honum
var lýst að nokkm hér að framan.
Alltaf var unnið, þegar veikindi
hömluðu ekki. Fómarlundin. Hún
var ótakmörkuð. Af fátækt sinni
var hún oft að gefa börnum sínum,
bamabömum (þau em mörg) og
jafnvel fleirum. Umhyggjan fyrir
velferð bamanna og bamabamanna
var daglegt umræðuefni. Trygg-
lyndi. Nokkrar vinkonur hafði hún
átt í marga áratugi, jafnvel allt frá
fæðingu. Kunningjamir vom marg-
ir, bæði konur og karlar, bæði
skyldir og óskyldir.
Að lokum þakka ég þessari vin-
konu minni stutt, skemmtileg og
að flestu leyti góð kynni. Ég mun
minnast hennar ævilangt sem góðr-
ar og göfugrar konu, sem gaf mér
margt, sem vandfundið er. Eg vænti
þess, að hún, ásamt konu minni og
nánustu ættingjum mínum, muni
taka á móti mér á ströndinni, þegar
ég hefi svamlað yfír „móðuna
miklu“. Ég reikna með, að ég verði
þá hjálpar- og umhyggjuþurfi, eins
og ég var, þegar ég kom í þennan
heim. Á sama hátt trúi ég því og
treysti, að brottfluttir ættingjar
hennar og vinir hafí nú tekið á
móti henni og veiti henni nú sömu
þjónustu. En þetta verður allt að
gerast fyrir miskunn Guðs.
Ættingjum Kristínar votta ég
dýpstu samúð mína. Þeir hafa misst
mikið.
Árni Stefánsson
í byggðasafninu að Görðum á
Akranesi er hluti af baðstofu frá
Staðarhöfða í Innri-Akraneshreppi.
í baðstofu þessari bjó Helgi Bjöms-
son ásamt konu sinni Ágústínu
Þórarinsdóttur. Þar fæddist þeim
stúlkubam þann 12. okt. 1926 er
hlaut nafnið Aðalheiður Kristín.
Auk hennar áttu þau Unni, Áslaugu
og Björn.
Ég kynntist Kristínu um 1970
er dóttir mín gekk að eiga einn af
sonum hennar. Þá þegar var hún
ekki heil heilsu og var aldrei síðan.
Ævi Kristínar var eins og margra
annarra kvenna. Hún fór ung að
heiman og vann fyrir sér við ýmiss
störf. Hún giftist um tvítugt Sig-
urði Karlssyni, ættuðum úr
Húnavatnssýslu. Þau eignuðust
saman 6 börn en eina stúlku átti
Kristín áður. Börn hennar eru: Elsa,
Sigurður Þórir, Helgi Bergmann,
Þórunn Ástrós, Guðjón og Hilmar.
Húsmóðurhlutverkið varð hennar
starf og oft æri erilsamt þar sem
bömin vom mörg, en þau Sigurður
nutu ætíð dyggrar aðstoðar móður
Sigurðar, Þómnnar Sveinbjörns-
dóttur. Hún reyndist Kristínu alla
tíð vel og hefur verið bömum henn-
ar amman, sem alltaf hefur verið
hægt að snúa sér til ef eitthvað á
bjátaði. Þau Sigurður og Kristín
skildu eftir u.þ.b. 20 ára hjónaband.
Kristín hefur seinni árin unnið
við sauma. Einnig var hún um tíma
ráðskona hjá Áma Stefánssyni. Þar
undi hún hag sínum og naut þess
að ferðast með honum er tækifæri
gafst, upplifa landið og fegurð þess
en tækifæri til ferðalaga höfðu ekki
gefíst fyrr á ævinni.
Fyrir skömmu fluttist hún að
Hátúni 10, í íbúð hjá Öryrkjabanda-
laginu en vera hennar þar varð
ekki löng þar sem hún lést þann
7. þ.m.
Um konur eins og Kristínu, sem
mestan hluta ævinnar hafa starfað
innan veggja heimilisins verða ekki
ritaðar stórar æviskrár. Slíkar kon-
ur hafa þó skilað þjóðfélaginu
miklu. Það gerði hún einnig, 7
mannvænlegum bömum sem hún
gaf í arf mannkosti og dugnað.
Hvers er að vænta meir af lífínu?
Hún var ljóðelsk mjög og einnig
listfeng en hún átti ekki kost á að
læra né rækta með sér þessa hæfí-
leika sína en þeir koma fram í
börnum hennar.
Ég þakka Kristínu Helgadóttur
samfylgdina og votta bömum henn-
ar, tengdabömum og bamabömum
samúð mína og bið þeim blessunar.
Hvíli hún í friði.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(G.W. Sacer — Vald. Briem)
Guðrún Thorarensen
Aðalheiður Kristín Helgadóttir
var fædd að Staðarhöfða í Innri-
Akraneshreppi. Var hún yngst af 4
börnum þeirra hjónanna Ágústínu
Þórarinsdóttur frá Reyni og Helga
Björnssonar frá Staðarhöfða. Bæði
Borgfirðingar að ætt.
Það fer fyrir mér eins og mörgum
orðum er minnast látinna æskuvina
að hugurinn leitar aftur í tímann á
bernskustöðvarnar.
Innnesið, þar sem við Kristín ól-
umst upp, er sveitin sunnan
Akrafjalls og fólkið sem þar býr er
kallað Innnesingar. Lífsbjörg þótti
þar nokkuð góð, því úti í Hvalfirði
voru gjöful fiskimið og meðfram
ströndinni voru góðar hrognkelsa-
lagnir. Aftur á móti voru lélegar
grasnetjar víða vegna votlendis. Á
vetrum fóru flestir þeir sem áttu
heimangengt, á vertíð eða til ann-
arra verka, svo eftir voru heima
gamalmenni til að gæta búsmalans
og barna. Var það venja í þessari
sveit sem víðar, að menn yljuðu sér
við það í skammdeginu að kveða
bæjarrímur, kasta fram ferskeytl-
um og yrkja ljóð.
Nú eru allir gömlu torfbæirnir
horfnir og sömuleiðis ljóðin, sem
ort voru, eru gleymd og týnd og
sú stemmning sem þar var heyrir
nú sögunni til.
Á byggðasafninu í Görðum er
smekklega fyrir komið skarsúð með
tveimur rúmum og kofforti. Er þar
kominn annar helmingurinn af
Staðarhöfða-baðstofunni. Lítið sýn-
ishorrv af húsakynnum liðinnar
tíðar. Væri því ekki úr vegi að
staldra við og líta inn í þetta safn.
Ég tek mér sæti á koffortinu. Á
því er geimeglt kúpt lok. í því var
geymdur kirkjufatnaður, nokkrar
gamlar bækur og ef til vill nokkrir
skildingar. Á rúminu situr hús-
bóndinn Helgi Björnsson, hár og
grannur maður, og er að fitla við
blýantsbút. Eitt sinn var hann vask-
ur sjómaður, en fyrir mörgum árum
missti hann heilsuna og hafa veik-
indin rist sínar rúnir á andlit hans.
Blýantinn notar hann til að færa
í letur stökur og ljóð, sem koma
upp í huga hans, því hann er skáld
gott. Á yngri árum gaf hann út
ljóðabók sem heitir Örvar. Á borð-
inu eru vikublöð frá stjórnmála-
flokkunum og tímarit. Við
eldavélina stendur húsmóðirin
Ágústína, fríð kona og býður upp
á kaffí og kandís. Fram við dyr er
lítil telpa að leik. Er það Aðalheiður
Kristín, sem kölluð er Stína. Er hún
að færa tuskudúkkur sínar í ein-
hverjar spjarir. Á fremra rúmi
baðstofunnar situr piltur sem heitir
Bjöm. Er hann sonur hjónanna.
Ég vík mér burtu frá þessari sýn
og geng út í sólskinið. Það sama
sólskin og þegar þessi litla telpa
varð að ungri og fallegri stúlku sem
stökk út úr kotinu til að leita sér
þekkingar og samlagast heiminum.
Fyrst hafði hún athvarf hjá frænd-
fólki sínu í Reykjavík. Stundaði hún
margskonar vinnu, var í vist hjá
góðu fólki, vann við framreiðslu-
störf o.m.fl.
í stríðslokin stofnaði hún heimili
með ungum manni, húnvetnskum
að ætt er Sigurður Karlsson heitir,
hjálpsömum og prúðum pilti. Fengu
þau inni í einum af þessum hundr-
uðum bragga, sem herinn skildi
eftir og íslendingar bjuggu í um
áratuga skeið. Ætla ég ekki að lýsa
þessum olíukyntu húsakynnum og
þeim þrengslum sem ungu hjónin
urðu að búa við. Þar fæddust 4
elstu börnin og til viðbótar tók
Kristín aldurhnigna foreldra sína
og bróður inn á heimilið til sín. Það
gildir einu hvort heimilið var kallað
braggi, skúr eða hús, því þegar inn
var komið mætti manni ung hús-
móðir sem bauð mann velkominn
með þeim hætti að kona í höll hefði
ekki getað dreift meiri birtu og
kærleika um sínar vistarverur.
Þau hjónin eignuðust 6 börn og
eina dóttur eignaðist Kristín fyrir
hjónaband. Eftir nær tveggja ára-
tuga sambúð slitu þau samvistum.
Nú stóð húsmóðirin uppi með flest
börnin í ómegð, en samheldni og
dugfnaður ijölskyldunnar var mikill.
Bömin fóm að hjálpa til strax og
þau komust á legg. Þau gættu
bama, vom sendisveinar í búð, röð-
uðu ölflöskum í kassa, vom hjálpar-
drengir á verkstæðum o.m.fl.
Ef satt skal segja veit ég ekki
hvemig hefði farið ef tengdamóðir
hennar, Þórunn Sigurðardóttir,
hefði ekki litið til með þeim á marg-
an hátt.
Vera má að þessir dagar hafi
verið Kristínu erfiðir um of, því
heilsu hennar fór að hnigna upp frá
því.
I afmælisfagnaði sem haldinn var
í sumar mætti Kristín ásamt nokkr-
um Innnesingum. Lék hún þar á
als oddi og steig til spors eins og
ung væri.
Kristín bar alltaf höfuð sitt hátt,
enda gat hún gert það með stolti.
Hún hafði komið til manns 7 böm-
um sem öll hafa reynst nýtir og
góðir borgarar.
Nú þegar hún víkur af braut til
þess ókunnuga viljum við hjónin
þakka þessari góðu konu fyrir sam-
fylgdina og árnum ættingjum
hennar allrar blessunar.
Oddgeir Ottesen
t
Maðurinn minn,
ÁGÚST KRISTJÁNSSON
prentari,
andaðist 16. nóvember á heimili sínu, Furugrund 24, Kópavogi.
Sigurlaug Jónsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK SIGURJÓNSSON
fyrrverandi hreppstjóri,
í Ytrihlíð,
lést í sjúkradeild Elliheimilisins á Vopnafirði föstudaginn 1 3. nóv-
ember.
Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 21. nóvember
kl. 14.00.
Jarösungið verður á Hofi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Elskuleg móðir ókkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLVEIG STEINDÓRSDÓTTIR
frá ísafirði,
Merkurgötu 4, Hafnarfirði,
lést í Landakotsspítala 16. nóvember.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bjóddu vetrinum byrginn með
stmuuesnne
undir bilnum!