Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 60___ Minning: Guðríður Péturs- dóttir Ólafsvík Fædd 10. ágiist 1892 Dáin 9. nóvember 1987 í dag kveðja Ólsarar frá kirkju sinni Guðríði Pétursdóttur. Hana hef ég þekkt fast að 70 árum og margar og margvíslegar minningar því tengdar henni, sem hér verður rejmdar aðeins stiklað á. Fyrst kem- ur þó í huga atburður frá aðventu 1919, en þá reyndist Guðríður Pét- " ursdóttir í Félagshúsi í Ólafsvík sem „saltdrifín hetja, stigin upp frá bár- um“, eins og síðar verður vikið að. Að Valabjörgum í Helgafellssveit bjuggu á öndverðri 19. öld hjónin Sigurður Sigurðsson og Guðfinna Finnsdóttir. Sonur þeirra var Steingrímur, síðar bóndi í Hólsbúð á Brimilsvöllum, en bamsmóðir hans var María, dóttir Jóns Jóns- sonar frá Tjarnarkoti í Fróðárhreppi og Sigríður Hjálmsdóttir frá Hrísum í sömu sveit. Sonur Steingríms og Maríu í Hólsbúð var Pétur faðir Guðríðar, sem hér er minnst, en hún fæddist í Einarsbúð á Brimilsvöllum 10. ágúst 1892. - Móðir hennar var Katrín, borin og bamfædd á Syðra-Lágafelli í Mikla- holtshreppi, dóttir Guðbjargar Gísladóttur frá Ytra-Skógarnesi og Áma Ólafssonar frá Görðum í Bervík. Gísli var Þorvaldsson, fædd- ur að Hofsstöðum í Miklaholts- hreppi, en kona hans var Katrín Bárðardóttir frá Keisbakka á Skóg- arströnd. Ólafur afí Katrínar, var Ámason og kona hans Þórdís Hálf- dánardóttir, bæði úr Bervík. Þessi rakning ber með sér að Guðríður var á alla grein snæfellskrar ættar. Hún eignaðist tvær systur og einn bróður, er urðu fulltíða og var hún elst systkinanna. Komung fluttist puðríður með foreldrum sínum til Ólafsvíkur, þar sem þau áttu heima upp frá því. Meðan Guðríður var að alast upp í Ólafsvík var Helgi Ámason prestur í Nesþingum, en kona hans var María dóttir Torfa Thorgrímsens, verslunarstjóra í Ólafsvík. Árið vl908 sagði séra Helgi brauði sínu vestra lausu, fluttist norður á Kvía- bekk og varð prestur Ólafsfirðinga. María hafði fylgst með Guðríði frá bamæsku, vissi hana geðþýða, röska til verka og sporlétta, svo að hún falaði hana norður til sín, þá seytján ára. Margt lærði Guðríður 'í vistinni á Kvíabekk enda kunni María vel til verka innanstokks. Ung hafði hún verið með fyrstu nemendum Kvennaskólans í Reykjavík og bjó þá á heimili Þóru og Páls Melsteðs. En meðan Páll var sýslumaður Snæfellinga, hafði tekist góð vinátta með honum og Torfa Thorgrimsen. Þegar frú María var að segja til við matar- gerð og hannyrðir var viðkvæði hennar: „Svona á að gera — svona vildi frú Melsteð hafa það.“ Ætíð minntist Guðríður vem sinnar á Kvíabekk með þakklátum huga. Sumarið 1915 barst henni sú fregn, að faðir hennar hefði látist á Patreksfirði, en hann var þá á skipi þaðan. Varð það til þess að hún vildi komast í námunda við móður sína. Ekki var viðdvöl henn- ar í Ólafsvík löng það sinnið, því að hún réðst brátt til frú Sigríðar Bergmann á Sandi. Einnig þar var hún í eins konar „heimaskóla, kvaðst margt hafa lært af Sigríði og lét ætíð vel af vist sinni þar ytra. Sú breyting verður á högum Guðríðar 11. mars 1917, að hún giftist miklum sómadreng, Sumar- liða, syni hjónanna Karitasar Magnúsdóttur og Áma Ámasonar á Jaðri, er var fremsti bær í Snopp- unni í Ólafsvík. Sumarliði hafði, eins og flestir Ólsarar, ekki við aðra handbjörg að styðjast en sjó- mennsku. Með dugnaði, ósérplægni og ástríkri samvinnu fór allt vel að stöfnum hjá Félagshúshjónum fyrsta kastið, nema hvað þau misstu nokkurra mánaða gamlan dreng á öðm giftingarárinu. Nokkra fyrir jól 1919 fór Guðríð- ur ásamt annarri konu í boði fyrram húsmóður sinnar út á Sand til þess- að horfa þar á leikrit. Vora þær um nætursakir ytra og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en daginn eftir að þær vora á heimleið komn- ar í námunda við Forvaðann undir Ólafsvíkurenni. Hann var kletta- bristi, er gekk út úr Enninu og ófært þar um að fara, þegar hækk- aði í, ennfremur illgengur ef hann var klökugur, en svo reyndist þessu sinni. Þar urðu konumar viðskila, því að Guðríður var ákveðin í að fara yfir Forvaðann, en hin sneri við út að Sveinsstöðum, næsta bæ fyrir utan Enni. Guðríður tók að spora með steini fyrir fæti í klakann á Forvaðanum, en rann til á hásnösinni, skall aftur á bak á hnakkann, missti meðvitund og rankaði ekki við sér fyrr en úti í sjó. Með miklu busli og hjálp öld- unnar, en hann stóð af norðaustri, skolaði henni upp í fjörana. Föt hennar síluðu brátt og langaði hana mest til að láta fyrirberast þama á sandkambinum. Sá hún þá ein- hveija hreyfmgu nærri sér og reyndist það vera æðarfugl. Ætlaði hún að hlýja sér undir vængjum hans, en hann reyndist þá vera blautur og kaldur eins og hún sjálf. Meðan hún stansaði var henni hugs- að heim til bónda síns og bams og fékk við það aukinn kjark, en sjálf bar hún þriðja barn sitt undir belti. Með miklum erfiðismunum og smá- hvfldum lánaðist henni að ná út að Sveinsstöðum og varð samferða- konan þá undrandi, því að hún mun hafa haldið Guðríði hafa komist til Ólafsvíkur. Eftir góða hvfld og að- hlynningu og Guðríður á ný komin í þurr föt, lögðu þær stöllur enn af stað, þótt dimmt væri orðið en nú í fylgd með Sveinsstaðabónda. Var þá fallið frá Forvaðanum, en mikið snjófrauð í fjöranni. Ekki varð Guðríði meint af volkinu og ól um næstu sólstöður 14 marka strák. Meðan Sumarliði var enn á besta aldri veiktist hann af berklum og var um tíma á Vífilsstöðum, en lengst af heima þau þijú ár sem barist var við veikina, en hann lést 17. apríl 1930. Það kom því snemma í hlut Guðríðar að vera allt í öllu innan stokks sem utan með bónda sinn sjúkan og fimm böm öll ung. Duldist þá ekki, að henni var eigi fisjað saman. Að- dáunarvert var hvemig hún lagði sig fram um að koma í veg fyrir að böm hennar smituðust. Ekki var um aðra vinnu að ræða en ígrip við heyskap eða fiskvinnu, og eftir að hafa staðið lengi dags við vask, eða breiðslu og saman- tekt, brá Guðríður sér léttstíg að vanda upp á fjall og kom með full- an mópoka á bakinu ofan af Bæjarmýri. Katrín móðir hennar bjó steinsnar frá henni og léði oft hönd og þá ekki síður sá skemmti- legi karl Sveinn Skúlason, sambýlis- maður Katrínar. Jafnsnemma og drengir Guðríðar gátu valdið ár tók Sveinn þá með sér á báthomið sitt, kenndi þeim á grannmiðin og hvemig fara ætti að sjó. Ungir Fædd 3. júlí 1909 Dáin 26. september 1987 Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvildinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésd.) Ferðin hennar ömmu, Helgu Sigríðar Sigurðardóttur, var orðin löng, hún fæddist á Eyrinni hér á Krók 3. júlí 1909. Foreldrar hennar vora hjónin Ingibjörg Sigurðardótt- ir og Sigurður Lárasson. Sjö ára gömul var amma látin í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjón- anna Björns og Dýrólínu sem þar bjuggu. Reyndust þau litlu stúlk- unni vel og hugsaði hún alla tíð til þeirra með hlýju og þakklæti. Á Fagranesi vann amma sveitastörfin eins og krakkar þurftu að gera í þá daga, eltist við kindur um hlíðar og skriður Tindastóls, hljóp í mýrum og lék við sjóinn ef tími vannst til, þessir dagar vora gersemar í huga hennar seinna á ævinni og þótti henni alltaf vænt um Reykjaströnd- ina. Fjöranni unni hún alla tíð og síðustu árin fannst henni mjög gott að komast niður á sand og labba þar um, hefur það eflaust minnt hana á æskuárin og vera sína við sjóinn. Árið 1932 giftist hún afa okkar, Svavari Ellertssyni frá Holtsmúla, og eignuðust þau 9 börn, Ellert, Hörð, Ingibjörgu, Hallfríði, Jó- hönnu, Guðrúnu, Lilju, Jónas og Svövu. Hörður og Ingibjörg era lát- in. Afkomendur ömmu og afa era bára þeir þvf margan uggann heim í Félagshús til móður sinnar og jafn- vel í verslun, þegar sá guli gein best við sílinu. Meðan Félagshúsböm vora enn öll heima tók Guðríður Karitas tengdamóður sína til sín og var þá orðið býsna þröngbýlt. Þar naut gamla konan ljómandi umönnunar og hafði ætíð á orði, er ég heim- sótti hana, hversu vel færi um sig en hún andaðist 1939. Við, sem áttum Karitas Magnúsdóttur að formóður getum seint fullþakkað Guðríði og bömum hennar og Sum- arliða allan velgeminginn við ömmu okkar, nærgætnina og hugarþelið. Böm Guðríðar og Sumarliða urðu fimm, sem upp komust. Elstur var Pétur. Hann drakknaði af vélbátn- um Ársæli frá Ytri-Njarðvík 11. apríl 1943. Pétur var kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Stykkishólmi og eignuðust þau þijár dætur; Óskar, sem mátti heita þúsund þjala smiður, átti Jóhönnu Þorgeirsdóttur frá Túnsbergi í Hranamannahreppi. Hann lést frá 8 bömum, sumum ungum, 1. júní 1971; Aðalsteina er nú 50 talsins. Hamingjuríkustu árin átti amma í Ármúla, nýbýlinu sem þau afi reistu, þar ól hún flest böm- in sín, hafa þau ár líka oft verið erfið en amma hugsaði ekki um það heldur gladdist yfir minningunum um stóra bamahópinn sinn, býlið og sveitina sem vora henni svo kærar. Alla tíð hafði hún haft mik- ið yndi af skepnum, sérstaklega kindum og kúm, og sagði okkur frá þeim sem þau afi höfðu átt í þeirra búskap. Síðustu árin bjó amma hér á Krók, lengst áf á Bárustíg 8, þar þótti henni gott að vera og þaðan átti hún góðar minningar, var þar oft glatt á hjalla, einkum á sumrin, þegar bömin komu í heimsókn með bamabömin, ömmu leið best með hóp af fólki í kringum sig og alltaf hefur hún verið með börn nálægt sér. Amma hugsaði mikið um bama- bömin sín, gekk okkur sumum í móðurstað um tíma og ef illa stóð á gift Þórði Þórðarsyni, innfæddum Olsara, er starfar við Landsbank- ann í Ólafsvík. Böm þeirra era fimm; Guðni hefur ætíð verið sjó- maður og ávallt einhleypur; Yngst- ur var Sumarliði en hann drakknaði af bát frá Ólafsvík 17. febrúar 1953. Guðríður missti því þijá sonu sína á besta aldri og ennfremur bónda sinn en trúarstyrkur hennar var svo einskær að hún fékkst ekki eins til um mikinn harm og ætla hefði mátt. Guðríður var fremur hlédræg, ávallt glaðsinna og svo bóngóð, að hún braut sig í stykki til þess að geta orðið öðram að liði. Fáa hef ég þekkt taka jafn innilega við gest- um og gangandi sem hún, og þótt oft væri skarpt í búi hennar, varð maður þess ekki mikið var, enda vön að segja glaðbeitt: „Þið takið þessu bara elskumar, eins og það er.“ Þá vora ekki, né era, í efa dregin gæði bama hennar. Oft hafði Guðríður á orði, þegar hún vildi koma einhveiju fljótt og vel í verk: „Það þýðir ekki að binda neðan við það.“ Þetta stutta for- spjall var henni sem boðorð. Þegar litið er yfír afkomendahóp hennar og Sumarliða, dylst ekki kunnug- um, að hann er mannvænlegur, þjóðinni verðmætur arfur. Guðríður dvaldist fast að sex áram í St. Fransiskus-spítalanum í Stykkishólmi og þar andaðist hún 9. nóvember síðastliðinn. Naut hún afbragðs aðhlynningar starfsfólks og lækna, sem allir tengdir Guðríði vilja þakka af alhug. Oft leit Birna, sonardóttirin í Hólminum, til ömmu sinnar og margar ferðir áttu Steina og Guðni, seint og snemma þangað inn eftir og sýndu í því sem öðra, hve annt þeim var um móður sína. En Guðni var sá systkinanna sem lengst bjó með henni og sáu allir sem til þekktu, að hún naut frá- bærrar sonarástar. Um leið og við Helga þökkum Guðríði Pétursdottur að leiðarlokum löng og minnisverð kynni, sendum við Steinu, Guðna og öðram ná- komnum henni innilegar kveðjur. Lúðvík Kristjánsson í fjölskyldunni, var hún fús stil hjálpar. Við krakkamir eigum yndislegar minningar um góða ömmu sem af alúð hlúði að okkur, sagði okkur sögur, raulaði vísur og kenndi bæn- ir. Hún var ólöt að spila við okkur á spil, hún virtist alltaf hafa tíma, til alls. Alltaf var amma glaðlynd og kvartaði aldrei yfir erfiðleikum eða veikindum, en veitti birtu og til í kringum sig. Síðastliðin 10 ár bjó hún á Aðalgötu 13 hér í bæ þar sem hún og afi ræktuðu fallegan blómagarð, með fjölskrúðugum gróðri. Hún hafði brennandi áhuga á tijárækt og blómum og veitti garðurinn henni mikla gleði. Amma las mikið og heklaði fal- lega muni sem hún prýddi heimili sitt með, einnig heimili afkomenda sinna. Við þökkum elsku ömmu okkar allt sem hún var okkur, fullviss um að hún hefur átt góða heimkomu. Guð blessi minningu hennar og blessi afa okkar í hans miklu sorg. Þér kærar sendir kvedju með kvöldstjömunni blá. Það hjarta sem þú átt, en er svo langt þér frá þar mætast okkar augu þótt ei aftur sjáumst hér. 0, guð minn ávallt gæti þín ég gleymi aldrei þér. Jóhannes Atli, Berglind, Lydía, Aníta og Guðrún Vigdís. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. (V.Br.) Ég þakka elsku ömmu minni fyr- ir allt. Hvfli hún í friði. Lydía Jónasdóttir, Sauðár- króki. t Þökkum sýndan hlýhug og vináttu viö andlát og jarðarför föður og tengdaföður okkar, ANDREASAR S. J. BERGMANN, Ljósvallagötu 24. Jón G. Bergmann, Ágústa Bergmann, Guðrún I. Schneider, George Schneider, Sigrún Bergmann, Stefán Hallgrímsson, Carl A. Bergmann, Guðrún Skúladóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS SIGURBJÖRNSSONAR, Lindargötu 6b, Siglufirði. María Jónsdóttir, Sigurbjörn Jónsson, Ingibjörg Ása Jónsdóttir, Sverrir Jónsson, Lovfsa Hermína Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ingibjörg Jónatansdóttir, Sigurbjörn Jóhannsson, Guðný Sölvadóttir, Arnar Ingólfsson, Hreiðar Jóhannsson og barnabörn. Helga S. Sigurðar- dóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.