Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987
61
Minning:
Helgi Ketilsson
bóndi Álfsstöðum
Fæddur 20. ágúst 1906
Dáinn 29. ágúst 1987
Land míns fóður, landið mitt,
laugað bláum straumi,
Eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta augiit elskum vér,
- ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Helgi Ketilsson, frændi minn,
fyrrum bóndi á Álfsstöðum í
Skeiðahreppi, andaðist á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi, á höfuðdaginn, 29. ágúst
sl. Foreldrar hans voru Ketill Helga-
son, bóndi á Álfsstöðum, fæddur í
Skálholti 11. október 1871, dáinn
11. mars 1965 og kona hans,
Kristín Hafliðadóttir, frá Bimustöð-
um á Skeiðum, fædd 26. júní 1874,
dáinn 18. janúar 1943. Foreldrar
hennar voru Hafliði Jónsson, bóndi
á Birnustöðum, frá Auðsholti í Bisk-
upstungum og kona hans, Sigríður
Brynjólfsdóttir, frá Bolholti á Rang-
árvöllum. Foreldrar Ketils voru
Helgi Ólafsson, bóndi í Skálholti
og Drangshlíð undir Eyjafjöllum,
kona hans var Valgerður Eyjólfs-
dóttir bónda í Vælugerði í Flóa, var
hún systir Ingunnar konu sr. Brynj-
ólfs Jónssonar á Ólafsvöllum. Helgi
Ólafsson fluttist frá Skálholti að
Drangshlíð 1877 og andaðist þar,
er hann jarðsettur að Skógum. Árið
1888 fluttist Valgerður með bömin
sín, ásamt frænku sinni, Þórunni
Helgu Eyjólfsdottur 4 ára að Lax-
árdal í Gnúpveijahreppi. Þar bjó
hún í tvö ár en fluttist þaðan að
Húsatóftum á Skeiðum til Gests
bróður síns, með tvo drengi sína,
Ketil og Ólaf og frænku sína, Þór-
unni Helgu. Hin börnin, Guðmund-
ur, Helga, Helgi og Þómnn, fóm
til starfa á bæi í Eystri- og Ytri-
Hreppum.
Árið 1898 tekur Ketill á leigu
hálfa jörðina Álfsstaði. Flytur móð-
ir hans með honum aðÁlfsstöðum,
einnig Ólafur sonur hennar og Þór-
unn Helga. Ólafur var vinnumaður
hjá bróður sínum til ársins 1923
er hann kvæntist Guðlaugu Sigurð-
ardóttur frá Hrygg í Hraungerðis-
hreppi og hófu þau búskap í
Reykjavík. Valgerður andaðist á
Álfsstöðum 19. mars 1922. Hún er
jarðsett að Ólafsvöllum. Árið 1918
keypti Ketill alla jörðina, eftir það
hefur ekki verið tvíbýli á Álfsstöð-
um. Þeim hjónum var tíu barna
auðið, eitt dó í æsku, en þau sem
upp komust em hér talin í aldurs-
röð: Brynjólfur, fæddur 26. septem-
ber 1901, búsettur í Reykjavík,
starfaði um árabil hjá Reykjavíkur-
borg, hafði áður verið bóndi m.a. á
Bjargi í Árnessýslu. Kona hans,
Elínbjörg Sigurðardóttir var frá
Brúará í Kaldrananeshreppi í Bjam-
arfirði á Ströndum, andaðist 28.
janúar 1986. Ólafur, fæddur 15.
ágúst 1903, bifreiðastjóri á Laugar-
vatni. Kona hans er Svanborg
Ásmundsdóttir frá Neðra-Apavatni.
Valgerður, fædd 29. mars 1905,
búsett á Selfossi. Sigurbjöm, fædd-
ur 6. apríl 1910, búsettur í
Reykjavík, var um árabil skólastjóri
í Ytri-Njarðvík. Kona hans er Hlíf
Tryggvadóttir, kennari, ættuð úr
Garðinum. Ellert Helgi, fæddur 17,
júní 1913, dáinn 10. apríl 1973.
Hann var alinn upp í Reykjavík hjá
föðurbróður sínum, Helga, og konu
hans Elínu. Ellert var lengst af sjó-
maður. Kona hans, Guðmunda H.
Sigurðardóttir, var frá Steinshólum
í Gmnnavíkurhreppi, dáinn 18. apríl
1969. Kristín Ágústa, fædd 6. ágúst
1914, dáin 3. febrúar 1985. Hún
bjó í Forsæti í Villingaholtshreppi.
Maður hennar var Siguijón Kristj-
ánsson, bóndi og listasmiður.
Hafliði, fæddur 16. ágúst 1916,
fyrmm bóndi á Álfsstöðum, búsett-
ur á Selfossi. Guðmundur, fæddur
10. september 1919, búsettur á
Selfossi', mjólkurfræðingur hjá
Mjólkurbúi Flóamanna. Kona hans
er Ingilaug Jónsdóttir frá Litla
Saurbæ í Ólfusi.
Auk þess ólu þau upp Helga, son
Ólafs Helgasonar. Helgi er búsettur
í Reykjavík og er löggiltur fast-
eignasali. Kona hans er Kristín
Einarsdóttir, ættuð frá Flagbjam-
arholti, Rangárvallasýslu.
Helgi Ketilsson ólst upp í syst-
kinahópi, sem öll vom kappsöm og
dugleg til vinnu. Faðir hans missti
heilsuna um fertugt og reyndi þá
mjög á þrek þeirra bræðra, en Ólaf-
ur, bróðir Ketils, var stoð og stytta
heimilisins meðan hann dvaldi þar.
Helgi Ketilsson dvaldi nær alla
sína ævi á Álfsstöðum, eða í 78 ár.
Álfsstaðir em kostajörð frá hendi
náttúmnnar, en jörðin liggur austan
við Vörðufell, er mikil prýði að fjall-
inu, sem _er hæst og svipmest á
móts við Álfsstaði, en þar er Qallið
391 metri yfír sjávarmáli. Álfs-
staðaheiðin er þurrlend og gras-
gefín, sérstaklega góð til ræktunar,
en ekki þarf að ræsa landið eða
íjarlægja steinvölu. Þó túnið hafí
verið stækkað er mikið eftir af heið-
inni, sem ekki hefur verið breytt í
tún. Beitiland er mjög gott í hlíðum
íjallsins og skjólgott land. Skeiðaá-
veitan náði ekki til Álfsstaða vegna
legu landsins, en þeir bræður
byggðu flóðgarða og veittu vatni á
stór áveitulönd úr lækjum og upp-
sprettum Vörðufells. Nú er vatnið
úr Vörðufelli ekki lengur notað til
að veita á útengi, en sjálfrennandi
vatn er lagt í Álfsstaðabæinn úr
Vörðufelli og til nokkurra nærliggj-
andi býla. Á tímum mengunar er
ómetanlegt að hafa hreint og tært
neysluvatn og njóta nágrannar
Álfsstaða þess.
Helgi ólst upp við hefðbundið
búskaparlag þeirra tíma. Heyskap-
ur stundaður með orfi og ljá, en
aðdrættir með hestvögnum. Strax
og véltækin komu til sögunnar var
hafíst handa um að stækka túnið
og kaupa vélakost til búsins.
Vorið 1940 seldi faðir þeirra,
þeim bræðmm Helga og Hafliða,
jörðina og var Valgerður systir
þeirra ráðskona hjá þeim. Þeir
bræður reistu stórt íbúðarhús á
jörðinni, bættu annan húsakost og
stækkuðu túnin.
Helgi hafði yndi af kindum og
góðum hestum, má þar nefna tvo
gæðinga er hann átti, Trölla og
Blesa. Helgi fór ámm saman á fjall
og oftast í Norðurleit. Naut hann
þessara fjallaferða mjög og var vel
kynntur af ferðafélögum sínum.
Meðan sauðfé var rekið til slátmnar
til Reykjavíkur var hann um árabil
rekstrarstjóri fyrir upp Skeiða-
menn. Hann var einn af þeirri
kynslóð er lagði akfæra vegi um
landið með skóflu og haka, má þar
m.a. nefna að hann vann við að
leggja veginn frá Sandlækjarkoti
að Þrándarholti. Helgi hafði gleði
af vinnunni og vann öll sín verk
af trúmennsku.
Helgi Ketilsson var einlægur
stuðningsmaður Framsóknar-
flokksins og Samvinnuhreyfíngar-
innar. Hann var bókhneigður og
hafði yndi af lestri góðra og fróð-
legra bóka, félagslyndur var hann
og mannblendinn, viðræðugóður og
hafði gaman af að fá gesti í heim-
sókn, en oft var gestkvæmt á
Álfstöðum.
í fardögum 1984 hættu þeir
bræður búskap og seldu jörðina
bróðurdóttur sinni, Erlu Ellerts-
dóttur og manni hennar, Bimi
Jónssyni. Þau vom áður búsett í
Hafnarfirði. Með þeirri ráðstöfun
tryggðu þeir að um sinn yrði jörðin
í eigu sömu ættarinnar.
Það var erfíð ákvörðun fyrir
Helga að þurfa að flytjast frá Alf-
stöðum, en hann gerði sér glögga
grein fýrir því að halla tók á starfs-
ævi hans. Þeir bræður keyptu þá
einbýlishús á Selfossi og fluttu
þangað ásamt Valgerði systur
þeirra. Eftir að hann kom að Sel-
fossi stytti hann sér stundir með
því að sækja samkomur á vegum
aldraðra og hitta að máli bændur
í innkaupaferðum, en margir sveit-
ungar komu í heimsókn til þeirra
systkina. Þegar Helgi varð áttræður
fór hann í dagsferð til Grænlands,
var það eina ferðin hans til útlanda.
Ég mun hafa verið 'atta ára
þegar ég kom fyrst að Álfstöðum
til viku dvalar og var það mín fyrsta
sveitadvöl. Þær hlýju móttökur, sem
ég hlaut þá og ávallt síðan hjá
frændfólki mínu þar, vil ég nú
þakka.
Eins og áður segir andaðist Helgi
á höfuðdaginn, þegar halla tók
sumri og haustlitir byijuðu að setja
svip sinn á náttúmna. Útför hans
var gerð frá Selfosskirkju 4. sept-
ember sl. Mikið fjölmenni var við
jarðaförina, ættingjar, sveitungar
og vinir. Séra Sigurður Sigurðarson
jarðsöng. Jarðsett var á Selfossi.
Það er bjart yfír minningu Helga
Ketilssonar frá Álfstöðum, þar er
genginn góður drengur, blessuð sé
minning hans.
Soffía Eygló Jónsdóttir
frá Stóra-Skipholti
Minning:
*
Kristinn J. Arnason
yfirstýrimaður
Fæddur 31. janúar 1933
Dáinn 7. október 1987
Kristinn J. Ámason, yfirstýri-
maður, var kvaddur frá Fossvogs-
kapellu föstudaginn 16. október sl.
Það var bjart yfír þegar Kristinn
J. Ámason, yfírstýrimaður, mætti
til skips við brottfor varðskipsins
Týs frá Reykjavík 6. október sl.
En það skipast fljótt veður í lofti.
Rúmum sólarhring síðar fannst
Kristinn heitinn látinn. Við skips-
félagar hans höfðum hlakkað til að
njóta samvista við hann að nýju,
en Kristinn hafði verið skipherra á
varðskipinu Óðni sl. 8—9 mánuði.
Þetta fráfall kom okkur skipsfélög-
unum ‘i opna skjöldu því Knstinn
hafði ekki kennt sér neins meins.
Kristinn J. Árnason hóf störf hjá
Landhelgisgæzlunni sem yfírmaður
að loknu námi í Stýrimannaskóla
íslands árið 1961, en áður hafði
Kristinn starfað sem undimaður á
varðskipunum Ægi og Óðni, og
fleiri skipum Landhelgisgæzlunnar.
Það var vorið 1953 sem leiðir
okkar Kristins lágu fyrst saman.
en þá vomm við saman sem háset-
ar á varðskipinu Ægi. Alla tíð síðan
hafa leiðir okkar Kristins legið sam-
an með stuttum hléum. Alla tíð
síðan hefur virðing mín fyrir Kristni
heitnum aukist, því hann var vax-
andi maður í starfi. Landhelgis-
gæzlan hafði litið björtum augum
á framtíðina að fá notið starfs-
krafta Kristins heitins um ókomin
ár.
Það er stundum erfitt að sætta
sig við staðreyndir lífsins en svona
er veruleikinn, stundum harður, bit-
ur og sár. Það setur mark sitt á
okkur þegar við sjáum á bak góðum
vini sem starfað hefur með manni
árum saman, sérstaklega þegar um
er að ræða annan eins mannkosta-
mann og Kristinn J. Ámason var.
Það er erfítt að sætta sig við að
Kristinn sé farinn á fund forfeðra
sinna, en ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
honum og starfa með honum.
Mannkostir hans nutu sín vel þegar
erfiðleikar steðjuðu að eins og oft
kemur fyrir í starfi varðskips-
manna.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar míns, bróður, mágs
og tengdasonar,
KRISTINS PÁLSSONAR,
Hryggjarseli 6.
Gerður Sigurðardóttir,
Páll Kristinsson, Ingveldur Kristinsdóttir,
Páll Kristinsson,
Helga Pálsdóttir, Þórir Eyjólfsson,
Ingveldur Kjartansdóttir, Sigurður Jónsson.
Ég man ekki eftir að hafa kynns
tmanni sem var jafn vel að sér í
öllu er að skógrækt laut og jafn
kunnugur hinum ýmsu tijátegund-
um, sem vaxa hér á landi. Það var
oft sem ágreiningur um tijátegund-
ir var borinn undir Kristinn heitinn
og brást aldrei kunnátta hans í
þeim efnum.
Kristinn J. Ámason fæddist á
Ólafsfírði 31. janúar 1933. Hann
var sonur hjónanna Áma Bergsson-
ar, kaupmanns og símstöðvarstjóra,
og konu hans, Jóhönnu Magnús-
dóttur. Kristinn ólst upp í foður-
húsum, en þá lá leiðin til sjós eins
og leiðir margra ungra manna í
sjávarplássum gera. I fyrstu var
hann á fískiskipum, en seinna lá
leiðin á flutningaskip og varðskip.
Kristinn giftist árið 1960 Sigríði
Auðunsdóttur frá Dvergasteini í
Álftafírði. Þau tóku tvo kjörsyni,
Áma fæddan 8. desember 1965 og
Auðun, fæddan 18. mars 1972. Þau
Kristinn og Sigríður slitu samvist-
um eftir langan hjúskap. Síðastliðið
ár bjó Kristinn með Freyju Jóns-
dóttur.
Við skipsfélagar á varðskipinu
Tý þökkum fyrir samvistina með
Kristini og vottum ættingjum og
ástvinum hans hluttekningu okkar.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Þ. Árnason, skipherra.
Oft er sagt að engar fréttir séu
góðar fréttir. Og víst er um það
að margt af því besta sem við þekkj-
um og eigum í lífínu er svo vandlega
ofið í hversdagsleikanum að við
veitum því oft enga athygli.
Hver hefur ekki einhvem tíma
vaknað að morgni í blikandi
hauststillu, laugaður skýmöttum
sólargeislum? Gengið síðan út í
ferskt loftið og notið þessaar birtu
til fulls án þess að leiða raunveru-
lega að henni hugann?
Það er engin fjarstæða að líkja
hlut Kristins heitins í tilvem okkar
systkina við hina mildu og fogm
hlið náttúraaflanna, við sólarbirtu,
lognviðri og roðableik kvöldský.
Enginn vafí leikur á því að hann
var sólskinið í lífi móður okkar þann
tíma sem þau nutu saman. Sá tími
var stuttur í vemnni, langur í minn-
ingunni. Hamingjurík sambúð þeira
var orðin okkur systkinunum
ánægjuleg og sjálfsögð staðreynd,
rétt eins og fegurð himinsins og
smáyndi hversdagsins.
Kristinn var okkur sannarlega
ekki daglegur félagi. En í hvert sinn
sem fundum okkar bar saman, varð
okkur til ánægju ljós sú lífsgleði
sem mótaði samband hans og móð-
ur okkar. Gleði þeirra yfír að njóta
lífsins saman eðlileg og blátt áfram
og virtist svo sjálfsögð þótt slík
gleði sé það alls ekki nú á tímum
hjónaskilnaða og íjölskylduupp-
lausnar.
Það þarf ekki að tíunda að hin
óvænta sorgarfregn varð okkur
þungt áfall. Hún var skyndilegt
óveður í okkar lognmilda hvers-
dagsamstri. Og auðvitað var erfítt
að sætta sig við fráfall Kristins.
En jafnframt var fregnin áminning
um það að maður skyldi ávallt vera
viðbúinn óláninu og taka ekki þá
hamingju sem fréttaleysi og hvers-
dagsleikinn gefa, sem sjálfsagðan
hlut. Því hvað sem öllum óskum
líður og þrátt fyrir þá lognöldu sem
kannað hvfla á yfírborði daglegs
lífs, þá era óttinn og óvissan eilífur
fylgifiskur mannsins, fastur hluti
af lífinu.
Á þessum fallegu haustdögum
þegar við eram að jafna okkur eft-
ir þetta áfall og reyna að sætta
okkur við bitur örlög verður okkur
ljóst gildi hinnar daglegu og fá-
breyttu hamingju. Kær vinur hefur
fallið frá en líf okkar hinna heldur
áfram með sínu daglega amstri,
brauðstriti og tómstundum, ást og
vináttu; haustsólin heldur áfram að
bijótast gegnum skýjaþykkni og
fagrar dagar h'ða hindranarlaust.
Og sjaldan hefur sólin skinið fegur
í haust en daginn sem Kristinn
heitinn var jarðsunginn.
Og sem við huggum okkur við
það að góðar minningar um kæran
vin munu eftir lifa, þá staðfestir
fegurð umhverfisins og haustsins
árstíð dauðans, þá trú okkar og
flestra manna um að annað líf leysi
jarðlíf af.
Með þá trú hugfasta kveðjum við
Kristin og biðjum sálu hans friðar
og blessunar. Um leið vottum við
ættingjum hans og ástvinum okkar
dýpstu samúð.
Agúst, Aðalbjörn,
Ragnheiður, Þorbjörg.
Blóma- og
w skreytingaþjónusta ©
hvertsemtilefniðer. ^
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfheimum 74.sími 84200