Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 70
í
^70
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKIR
Ungu
menn-
imir hita
sig upp
fyrirHM
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik skipað leikmönn-
um 21 árs og yngri fœr
verðug verkefni á nœstu
dögum. Það mœtir portú-
galska landsliðinu í kvöld
og því ísraelska annað
kvöld. Báðir leikirnir fara
fram í Laugardalshöllinni.
Báðir leikimir verða í tengsl-
um við landsleiki íslands
og Póllands, leikurinn gegn
Portúgal í kvöld hefst klukkan
22:00, en leikurinn gegn ísrael
á morgun byrjar fyrr, eða klukk-
an 18:30. Leikimireru mikilvæg
upphitun íslenska liðsins fyrir
HM sem fram fer í Júgóslavíu
daganna 3. til 13. desember
næst komandi. Þar leika íslend-
ingar í riðli með Rússum,
Ungverjum og Norðmönnum.
Þrautin er þung, liðið verður að
vinna tvo leiki til þess að kom-
ast áfram í milliriðil.
Morgunblaöiö/Bjami
Bogdan, landsliðsþjálfari, fylgist með Júlíusi Jónassyni skjóta á mark á æfingu í gær. Guðmundur Hrafnkelsson og Geir Sveinsson eru til vamar.
, Níundi sigurinn gegn Pólverjum í kvöld?
„ Erum þreyttir eftir erfitt íslandsmót," segir Einar Þorvarðarson
ÍSLENDINGAR leika fyrsta leik
sinn af þremur við Pólverja í
kvöld og hefst leikurinn klukk-
an 20:30, fyrri leikirnir tveir
fara fram f Laugardalshöll og
eru vináttuleikir, en þriðji leik-
urinn er liður í KEA-4 þjóða-
mótinu sem fer fram á Akureyri
daganna 20. til 22. nóvember.
Þar keppa einnig landslið
Portúgals og ísrael.
Síðast er Pólvetjar og ísland
mættust, bám Islendingar sig-
ur úr býtum í eftirminnilegum leik.
Leikurinn var liður í Eystrasalts-
keppninni sem fram fór í Austur-
Þýskalandi í byijun þessa árs og
urðu lokatölur 29-28. íslendingar
náðu snemma 2-3 marka forystu
sem þeir héldu megnið af fyrri hálf-
leik, en í síðari hálfleik minnkuðu
Pólveijar muninn niður í eitt mark
og var oft jafnt, en íslendingar nær
alltaf með frumkvæðið. Hraðinn í
leiknum var gífurlegur eins og töl-
umar gefa til kynna og ógleyman-
legur leikur fyrir áhorfendur. Þrátt
fyrir hátt skor, var Einar Þorvarð-
arson markvörður einn besti maður
liðsins, varði 18 skot. Morgunblaðið
bað Einar að rifja leikinn upp og
var hann fús til þess, enda slíkur
hasarleikur að það er eins og hann
hafi verið leikinn í gær.
„Sœtti mig viðtvo sigra“
„Þetta var mjög opinn leikur, það
er óhætt að segja það og hraðinn
gífurlegur eins og tölumar gefa til
kynna. Þetta var jafnframt
skemmtilegur leikur, ekki bara fyr-
ir áhorfendur, heldur einnig fyrir
okkur, því áhorfendur vom mjög á
okkar bandi og hvöttu okkur ákaft.
Pólska liðið var skemmtilegt, gamla
hetjan þeirra Jerzy Klempel var enn
í fullu §öri, en hann verður núna
§arri góðu gamni," sagði Einar.
En hvemig líst honum á Pólveija
sem mótheija nú?
„Handknattleikur í Póllandi hefur
verið í nokkurri niðursveiflu síðustu
árin, en þeir hafa stokkað liðið mik-
ið upp síðustu misserin og em
óðfluga að rétta aftur úr kútnum.
Þótt við séum með reynslumeira
lið, þá em þeir samt býsna leik-
reyndir og em auk þess betur undir
þessa ákveðnu leiki búnir heldur
en við. Það er til dæmis ekki ár
síðan að þeir klámðu B-keppnina
og það er líka styttra síðan að þeir
léku á stórmóti, auk þess sem þeir
hafa æft saman í allt sumar. Þeir
ætla sér stóra hluti og em orðnir
nokkuð vel sjóaðir.“
En íslenska liðið?
„Þetta er fyrsti leikurinn á heima-
velli í nokkuð langan tíma, en við
eigum von á mörgum áhorfendum
og það er íslenska liðinu alltaf til
góða. Hins vegar hefur íslandsmó-
tið verið erfitt og ég reikna ekki
með því að við verðum upp á okkar
besta þar sem menn em nokkuð
þreyttir eftir átökin. Aftur á móti
er þetta að byija hjá okkur og ég
reikna með því að liðið sæki sig
jafnt og þétt.“
Og hvert er þá markmiðið?
„Markmiðið er auðvitað að spila
þetta eins vel og við getum. Per-
sónulega yrði ég sáttur ef við
ynnum tvo leiki af þremur. Það
væri mjög gott ef við ynnum alla
leikina, enda verða þetta allt saman
50/50 leikir.“
Áttaslgrar
ísland og Pólland hafa leikið 29
landsleiki í handknattleik og fór sá
fyrsti fram í Gdansk 16. janúar
1966. Var það létt upprúllun, 27-17
fyrir Pólland. Hins vegar hefndu
íslendingar skjótt, unnu þijá næstu
leiki og fjóra af næstu fimm. Fyrsti
sigurinn var í Reykjavík sama ár,
23-21, næsti í Metz í Frakklandi
1970, 21-18 og síðan sá þriðji í röð
í Madrid 1972, 21-19. 1975 vannst
sigur, 16-14, í Ljubliana og tveimur
ámm síðar vannst aftur sigur í
Reykjavík, 22-19. Síðan ekki sög-
una meir í all mörg ár. íslendingar
laumuðu inn einu jafntefli árið
1979, 23-23 í Reykjavík, en næsti
sigur vannst ekki fyrr en árið 1986
í Reykjavík, er uppsveiflan var haf-
in á ný. Þá lágu Pólveijar 19-22. í
sömu heimsókn Pólveija kom aftur-
kippur, átta marka tap, en síðan
hafa þjóðimar leikið tvo landsleiki
og hafa báðir endað með íslenskum
sigri, 22-21 í Moskvu 15. júlí 1986
og svo 29-28 í Wismar í Austur
Þýskalandi í janúar síðast liðnum
eins og frá hefur verið greint.
Þetta gerir átta sigra og eitt jafn-
tefli. Það þýðir að Pólveijar hafa
haft betur æði oft. Alls hafa þeir
unnið 20 leiki og markatala allra
29 leikjanna er Pólveijum vemlega
í hag. Þeir hafa skorað 657 mörk,
en Islendingar svarað með 556
mörkum. Liggur munurinn ekki ein-
ungis í miklu fleiri unnum leikjum
Pólveija heldur einnig, að ísland
hefur aldrei unnið Pólland með
miklum mun, hins vegar hafa Pól-
veijar nokkmm sinnum burstað
ísland. En ekki virðast miklar líkur
á slíku nú. Þvert á móti.
% / || Á ÍSLENSKAR GETRAUNIR
V ■■■ Iþrónamiöstððinni v/Siglún • 104 Reykjavik ísland Simi 84590
GETRAUNAVINNINGAR!
12. leikvika - 14. nóvember
1987
Vinningsröð: X1X-21 2-1X1 -1 2X
1. vinningur: 12 réttlr, kr. 74.265,00,-.
7793+ 40478(4/11) 51338(4/11)
127663(6/11) 224544(12/11) 227006(8/11)+
230287(9/11) 230715 4/11)
2. vinningur 11 réttlr kr. 1.201,-
465* 40442 44813 47934 95041 98735 1277088 229178
787 40684 44815 48131* 95148 98736 127359*+ 229183
1198 40708 44901 48449 95293 98738 127714* 230238
2051 41003 44904 48783 95358 125005 127837 230241
4566 41368 44915 49169+ 95572 125114 127883 230268
5358 41446 44941 45369 95573 125256* 224079* 230554
5379 41546 45411 49591 95825 125304 224591 230693
6035* 41561 45524 49616+ 95826 125425*+ 224720* 230697
7046+ 41729* 45583 50207 95954 125527 224992 230761
7184 42116 45738 50304 96116 125716* 224997 231206*+
8135 43051* 45881+ 50307 96223 125717 224999 231225+
8373 43893*+ 46029 50386 96225 125887 225414 231300
8508+ 43948 46159* 51181 96721 12633^ 226409 T00353
8942 43999 46198 51359 97062 126433 226426* T00354
9042+ 44033 46201 51363 97657 126571* 226639 T00355
40076 44049 46408* 51372 97713 126847* 228047 *=2/11
40128*+ 44138 46878 51408 98446 126899 228125
40439 44394 46941 95002 98447 127086 228773*
Kwiiffwttur er til mánudagsins 7. desember 1887 kl. 12.00 i hádegi.
Elnar ÞorvarAarson Morgunbiaöiö/Júiíus