Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 3 Barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur BARNABÓKIN Olla og Pési eftir Iðunni Steinsdóttur 'er komin út hjá Almenna bóka- félaginu. Sagan gerist í Reykjavík. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þótt Olla og Pési séu afar viðfelld- in böm láta þau ekki bjóða sér hvað sem er, síst Olla. Hún elst upp hjá þremur sérvitringum sem búa á síðasta bændabýlinu innan borg- armarkanna. Vandamál kemur upp sem fullorðna fólkið á erfítt með að ráða við. Þá taka bömin til sinna ráða og hefja baráttu. Og þau standa ekki ein í baráttunni. Skáldi, Málfríður og hesturinn Rauður, sem er vinur Ollu, leggja öll fram krafta sína bömunum til hjálpar." Búi Kristjánsson myndskreytti bókina. Bókin er 176 bls. að stærð. Prent- smiðjuvinnu og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Hið íslenska náttúruf ræðif élag: Fyrirlestur um hugsan- leg tengsl eldstöðva PÁLL Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur, heldur fyrirlestur á inorgun, mánudag, klukkan 20.30, þar sem hann reifar nýjar hugmyndir um að tengsl séu milli megineldstöðva á Islandi, svo sem milli Kröflu og Bárðar- bungu og milli Vestmanneyja og Kötlu. í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu rök fyrir þessum tilgátum og gerð tilraun til að skýra þessi tengsl. Til dæmis má geta þess að þrýstingur undir Bárðarbungu virt- ist minnka þegar kvika tók að streyma upp í kvikuhólf Kröflu. Fýrirlesturinn, sem er öllum op- inn, verður í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 20.30. (Fréttatilkynning) Andspyrnu- hópurinn Hvíta rósin BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út Hvítu rósina eftir Inge Scholl sem kom fyrst út á þýsku í Frankfurt 1955. Einar Heimisson þýddi bókina úr frum- málinu, en Ijóðaþýðingar gerði Helgi Hálfdanarson. Útgefandi kynnir Hvítu rósina m.a. með svofelldum orðum á bókar- kápu: „Ásamt fáeinum vinum dreifðu systkinin Hans og Sophie Scholl flug- ritum til námsmanna í Suður-Þýska- landi á árunum 1942-43, þar sem hvatt var til andspymu gegn stjóm nasista. Þau guldu fyrir með lífí sínu: 18. febrúar 1943 féllu þau í hendur Gestapo, og voru líflátin með fallöxi fjórum dögum síðar. „Hvíta rósin" var dulnefni and- spymuhópsins. í þessari bók segir Inge Scholl sögu Hvítu rósarinnar og lífssögu systkina sinna. Ennfrem- ur geymir bókin „dreifibréf Hvitu rósarinnar“, flugritin sex, sem áttu að ýta við samvisku þýskra náms- manna, bjartar leiðarstjömur á myrkum þýskum himni, sem dauðinn gat ekki slökkt." Hvíta rósin er 138 bls. að stærð. Kápumynd gerði eiginmaður höfund- ar, Otl Aicher, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Safn smásagna Svövu Jakobsdóttur Iðunn Steinsdóttir VAKA-HELGAFELL hefur gefið út í einni bók smá- sagnasöfn Svövu Jakobs- dóttur, Tólf konur og Veisla undir grjótvegg, sem verið hefur ófáanleg um langt skeið. í frétt frá forlaginu segir m.a.: „Svava vakti strax athygli þegar þessar bækur komu út á sjöunda áratugnum. Einkum ber að geta framlags Svövu til bókmennta- legrar umræðu um málefni kvenna og um raunveruleika neysluþjóðfélagsins." Brian Pilkington teiknaði kápu- mynd á bókina, sem er 164 blaðsíður. Prentstofa G. Benediktssonar í Kópavogi annaðist prentvinnslu og Bókfell hf. bókband. Svava Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.