Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
C 3
Barnabók
eftir Iðunni
Steinsdóttur
BARNABÓKIN Olla og Pési
eftir Iðunni Steinsdóttur 'er
komin út hjá Almenna bóka-
félaginu. Sagan gerist í
Reykjavík.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Þótt Olla og Pési séu afar viðfelld-
in böm láta þau ekki bjóða sér
hvað sem er, síst Olla. Hún elst upp
hjá þremur sérvitringum sem búa
á síðasta bændabýlinu innan borg-
armarkanna. Vandamál kemur upp
sem fullorðna fólkið á erfítt með
að ráða við. Þá taka bömin til sinna
ráða og hefja baráttu. Og þau
standa ekki ein í baráttunni. Skáldi,
Málfríður og hesturinn Rauður, sem
er vinur Ollu, leggja öll fram krafta
sína bömunum til hjálpar."
Búi Kristjánsson myndskreytti
bókina.
Bókin er 176 bls. að stærð. Prent-
smiðjuvinnu og bókband annaðist
Prentsmiðjan Oddi hf.
Hið íslenska
náttúruf ræðif élag:
Fyrirlestur
um hugsan-
leg tengsl
eldstöðva
PÁLL Einarsson, jarðeðlisfræð-
ingur, heldur fyrirlestur á
inorgun, mánudag, klukkan
20.30, þar sem hann reifar nýjar
hugmyndir um að tengsl séu
milli megineldstöðva á Islandi,
svo sem milli Kröflu og Bárðar-
bungu og milli Vestmanneyja og
Kötlu.
í fyrirlestrinum verður fjallað um
helstu rök fyrir þessum tilgátum
og gerð tilraun til að skýra þessi
tengsl. Til dæmis má geta þess að
þrýstingur undir Bárðarbungu virt-
ist minnka þegar kvika tók að
streyma upp í kvikuhólf Kröflu.
Fýrirlesturinn, sem er öllum op-
inn, verður í stofu 101 í Odda og
hefst klukkan 20.30.
(Fréttatilkynning)
Andspyrnu-
hópurinn
Hvíta rósin
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
hefur gefið út Hvítu rósina eftir
Inge Scholl sem kom fyrst út á
þýsku í Frankfurt 1955. Einar
Heimisson þýddi bókina úr frum-
málinu, en Ijóðaþýðingar gerði
Helgi Hálfdanarson.
Útgefandi kynnir Hvítu rósina
m.a. með svofelldum orðum á bókar-
kápu: „Ásamt fáeinum vinum dreifðu
systkinin Hans og Sophie Scholl flug-
ritum til námsmanna í Suður-Þýska-
landi á árunum 1942-43, þar sem
hvatt var til andspymu gegn stjóm
nasista. Þau guldu fyrir með lífí sínu:
18. febrúar 1943 féllu þau í hendur
Gestapo, og voru líflátin með fallöxi
fjórum dögum síðar.
„Hvíta rósin" var dulnefni and-
spymuhópsins. í þessari bók segir
Inge Scholl sögu Hvítu rósarinnar
og lífssögu systkina sinna. Ennfrem-
ur geymir bókin „dreifibréf Hvitu
rósarinnar“, flugritin sex, sem áttu
að ýta við samvisku þýskra náms-
manna, bjartar leiðarstjömur á
myrkum þýskum himni, sem dauðinn
gat ekki slökkt."
Hvíta rósin er 138 bls. að stærð.
Kápumynd gerði eiginmaður höfund-
ar, Otl Aicher, en bókin er unnin í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar.
Safn smásagna
Svövu Jakobsdóttur
Iðunn Steinsdóttir
VAKA-HELGAFELL hefur
gefið út í einni bók smá-
sagnasöfn Svövu Jakobs-
dóttur, Tólf konur og Veisla
undir grjótvegg, sem verið
hefur ófáanleg um langt
skeið.
í frétt frá forlaginu segir m.a.:
„Svava vakti strax athygli þegar
þessar bækur komu út á sjöunda
áratugnum. Einkum ber að geta
framlags Svövu til bókmennta-
legrar umræðu um málefni
kvenna og um raunveruleika
neysluþjóðfélagsins."
Brian Pilkington teiknaði kápu-
mynd á bókina, sem er 164
blaðsíður.
Prentstofa G. Benediktssonar í
Kópavogi annaðist prentvinnslu
og Bókfell hf. bókband.
Svava Jakobsdóttir