Morgunblaðið - 29.11.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 29.11.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 5 Ný barna- bók eftir Guðmund Ólafsson BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helga- fell hefur gefið út nýja bók eftir Guðmund Olafsson rithöfund og leikara sem hlaut islensku barna- bókaverðlaunin í fyrra fyrir bók sína Emil og Skunda. Nýja bókin heitir Klukkuþjófur- inn klóki og segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda að bókin segi frá „hópi af hressum strákum í kaupstað á Norðurlandi. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum, eiga í útistöð- um við aðra strákahópa og hrella fullorðna fólkið mmeð ýmsum uppá- tækjum sínum. Þeim tekst að velta upp nýjum hliðum á veruleikanum og þótt atburðimir hafi stundum afdrifaríkar afleiðingar situr gam- ansemin í fyrirrúmi." Bókin er 128 bls. Prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar í Kópavogi og bundin í Bókfelli hf. í Kópavogi. Ný bók um Tóbías eft- ir Magneu frá Kleifum KOMIN er út hjá Iðunni bók eft- ir Magneu frá Kleifum sem heitir Tóbías, Tinna og Axel og er fjórða bók höfundar um dreng- inn Tóbías. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í þessari nýjustu bók fylgjumst við með Tobíasi á ferðlagi um landið, ásamt Tinnu og Sighvati, pabba hennar. En um haustið þegar heim kemur á hann að bytja í skóla f fyrsta sinn. Tobíasi líst nú ekki meira en svo á það, því að honum hefur alltaf fundist skólinn eins og stórt skrímsli. En hann á nú eftir að skipta um skoðun ...“ Unglingabók eftir Eðvarð Ingólfsson ÆSKAN hefur gefið út nýja unglingabók eftir Eðvarð Ingólfsson. Hún heitir Pott- þéttur vinur og er þetta níunda bók Eðvarðs. í fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „Pottþéttur vinur fjall- ar um þrjár ólíkar aðalsöguhetjur. Pétur er ein þeirra. Hann hefur nýlega lokið 9. bekk, er vinafár og hefur minnimáttarkennd. Á einu sumri verður mikil breyting í lífí hans þegar hann kynnist bekkjarsystrum sínum, Þóreyju og Stínu, vel. Þær eiga mikinn þátt í að rífa hann út úr búri sínu. Pétur verður hrifinn af Þóreyju en á ýmsu gengur milli þeirra. Hún er opinská og hreinskilin en það á hann ekki alltaf auðvelt með að þola.“ Pottþéttur vinur er 190 bls. Almenna auglýsingastofan hf. gerði kápumynd en Oddi hf. prent- aði bókina. „Halló ! Eg heiti BANGSI BESTASKINN. Éggettalað, sungið og sagt fullt áf skemmtilegum sögum, þar sem ú kynnist vinum mínum, þeim Gormi, Bárði, Fjólu, Lubba, Hnoðra og öllum hinum..." Bangsi Bestaskinn SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Jolatilboð 4.900,- Já, hann Bangsi Bestaskinn er búinn að læra íslensku og er tilbúinn að segja skemmtileg svintýri... hvenær, sem er. Þegar Bangsi talar, hreyfir hann munninn og augun. Bangsi Bestaskinn, besti vinur allra bama.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.