Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 33

Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 33 Anna Einars- dóttir — Níræð Anna Einarsdóttir er níræð í dag. Hún fæddist á Hellissandi, dóttir hjónanna Einars Hákonar- sonar og Jónínu Jónsdóttur frá Klettsbúð, en ólst upp frá bams- aldri hjá hjónunum Jóhönnu Bjöms- dóttur og Hákoni Hákonarsyni, föðurbróður sínum. Hún bjó á Hell- issandi til ársins 1947, en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1956 fór hún aftur vestur með sonum sínum, en hélt enn til höfuðborgarinnar eftir rúman áratug. Síðan hefur hún átt heima í Reykjavík. Böm Onnu Einarsdóttur sem hún eignaðist með Axel Clausen versl- unarmanni eru Arreboe, f. 1918; Dagmar, f. 1922; Haukur, f. 1924; Herluf, f. 1926; Guðmundur, f. 1930 og Friðrik Áskell, f. 1933. Sonardóttir Önnu, Jóhanna Guð- mundsdóttir, ólst upp hjá henni Á heimili Önnu Einarsdóttur í Reykjavík hefur löngum ríkt glað- værð og þar hefur verið gestkvæmt. Þegar Sandarar komu í bæinn hér á árum áður var jafnan heilsað upp á Önnu og bömin. Heimili hennar stóð Söndumm opið og þar var minningin um bemskustöðvarnar sú lang dýrmætasta. Anna sjálf hefur löngum verið glaðlynd og ekki látið mótlæti á sig fá. Börriin erfðu ljúft skap hennar, örlæti, hjálpsemi og ræktarsemi við upp- mnann. Og ekki má gleyma orðkynnginni sem stundum fæddi af sér eftirminnilegar og litríkar setningar. Á heimilinu var glatt á hjalla og gat stundum keyrt úr hófi þegar gáskinn var hvað mest- ur. Þá var skáldskapur hversdags- leikans látinn ráða. Ungum dreng sem bjó um tíma á heimilinu em þeir dagar í fersku minni því að leitast var við að gera dvöl hans að hátíð. Alltaf var eitthvað að gerast, aldrei dauflegt. Frá Önnu og sonum hennar var farið reynsl- unni ríkari með splunkunýtt stæl- bindi úr safni sonanna áleiðis þangað sem slík sundurgerð var sjaldgæf. Þá gerði ekkert til þótt misst væri af rútu og meira að segja líka flugvél. Vesturbæjarlífið var heillandi og þmngið eftirvæntingu. Nú er ástæða til að þakka fyrir dagana á Framnesvegi og svo margt annað. Svo skemmtilega vildi til að við Anna urðum nágrannar seinna þegar hún var aftur flutt til Reykjavíkur og ég hafði fyrir löngu snúið baki við fjöm, túni og jökli og sest að í fæðingarborg minni. Þá var það Vesturbærinn sem enn á ný sameinaði okkur, í þetta skipti Öldugata. Ég kom nýlega til Önnu Einars- dóttur í íbúð hennar við Fumgerði. Við fómm út á svalir og nutum útsýnis til margra átta. Mér fannst hún ekki hafa mikið breyst. Hún varðveitir enn hið liðna, en horfir til framtíðar og fylgist glöggt með því sem er að gerast í kringum hana. Um það hefur hún góð orð, en er gagnrýnin þegar henni sýn- ist. Hún flytur með sér hvert sem hún fer andblæ sjávarplássins sem fóstraði hana. Þar gat stundum orðið hvasst, en hvergi var meiri blíða þegar máttarvöldum þóknað- ist. Anna Einarsdóttir situr nú í skjóli frá veðmm og unir vel sínum hag. Hugur margra verður hjá henni á þessum merkilegu tímamótum. Jóhann Hjálmarsson ^hemmtun./ytö&biÁuz ckj ipennanÁ leppni jh&vfjctt. 5ptfcwncj<2i ojóv&l í 0 V l: Triviaí Pursuit Fæst i bóka- og ieiklanga- verslunum um land allt. ki „Trivial Pursuil" er skrásett vörumerki. Dreifing á Islandi: Eskifell hf., s. 36228. Leikur frá Horn Abbot.Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl. Ltd. í tilefni dagsins bjóðum við upp á heitt súkkulaði meðrjóma ognýbakaðar piparkökur. Komið og skoðið okkar sérstæðu aðventu- skreytingar. Opið alla daga frá kl. 9-21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.