Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
Ekki orðið yart við
„krakk“ á Islandi
„ÞAÐ hefur aldrei orðið vart við
„krakk“ hér á landi, en það er
líklegt að meira beri á því í Evr-
ópu á næstunni, því verð á
kókaíni, sem „krakk“ er unnið
úr, fer lækkandi vegna mikils
framboðs,“ sagði Arnar Jensson,
lögreglufulitrúi hjá fikniefna-
Pólýf ónkórinn:
Messías í
Hallgríms-
kírkju í dag
Pólýfónkórinn flytur Messías
eftir H&ndel i Hallgrímskirkju í
dag, laugardaginn 12. desember
kl. 17:00. Tónleikarnir eru haldn-
ir i tilefni af 30 ára starfsafmæli
kórsins.
Messías er fluttur við undirleik
hljómsveitar sem skipuð er hljóð-
færaleikurum úr Sinfóníuhljómsveit
íslands, konsertmeistari er Simon
Kuran. Þrír íslenskir einsöngvarar
koma fram á tónleikum Pólýfón-
kórsins, þau Inga Backman, sópran,
Sigríður Eiliðadóttir, altó, og Gunn-
ar Guðbjörnsson, tenór. Auk þeirra
syngur enski bassasöngvarinn Will-
iam MacKie einsöng á tónleikunum.
Stjómandi er Ingólfur Guðbrands-
son.
deild lögreglunnar í Reykjavik.
í þætti, sem sýndur var í ríkis-
sjónvarpinu á fimmtudagskvöld, var
§ali"ó um fíkniefnaneyslu í Banda-
ríkjunum. Þar kom fram, að efni
sem heimamenn kalla „krakk“ hef-
ur náð mikilli útbreiðslu á skömm-
um tíma. „Þetta efni er endurunnið
kókam,“ sagði Amar Jensson.
„Kókaíninu er breytt úr ldóríði í
basa, sem þýðir að efnið er ekki
lengur uppleysanlegt og þess er því
neytt með því að reykja það. Áhrifa
verður vart um leið og þess er
neytt, því það fer beint í lungún
og fólk verður strax háð því.“
Amar sagði að „krakk" væri yfír-
leitt mjög hreint kókaín. „Efhið er
seit í skömmtum, sem eru ódýrari
en gramm af kókaíni. Á síðasta ári
varð vart við „krakk" í Evrópu og
ástæðan er að öllum líkindum sú
að kókaínmarkaður í Bandaríkjun-
um er nú mettur vegna mjög mikils
framboðs og því snúa sölumenn sér
til Evrópu. I kjölfar kókaíndufts
fylgir svo þetta „krakk". Þar sem
kókaín er dýrt efíii hefur neysla
þess að mestu leyti verið bundin
við efnameiri hópa, en „krakkið“
er ódýrara og þannig færist neysla
kókaíns í lægri þjóðfélagshópa. Um
leíð og þessi þróun verður í ná-
grannalöndum okkar er sú hætta
fyrir hendi að efnið berist hingað,
en enn sem komið er hefur það
ekki gerst,“ sagði Amar Jensson,
lögreghrfíilltrúi.
ELDUR kom upp í Gistihúsinu
Brautarholti 22 i gær. Slökkvilið-
inu í Reykjavik gekk greiðlega
að ráða niðurlögum eidsins, en
upptök hans eru ókunn.
Slökkviliðið var kvatt á vettvang
um kl. 14. Þá var tilkynnt að eldur
hefði komið upp í herbergi húsvarð-
ar í kjallara Gistihússins. Þegar
slökkviliðið kom á vettvang logaði
glatt í kjallaranum og mikill reykur
hafði komist upp um stigaganga,
Uorgunblaðið/Ámi Sœberg
Hjónin Ólafur Laufdal og Kristin Ketilsdóttir í hinum nýja skemmtistað sinum, Hótel íslandi.
Myndin var tekin i gærkvöldi þegar unnið var að lokafrágangi.
Hótel ísland tekið í notkun
HÓTEL ísland við Ármúla,
stærsti skemmtistaður íslands,
verður tekið í notkun i kvöld,
er Blaðamannaf élag íslands
heldur þar 90 ára afmælis-
fagnað. Skemmtistaðurinn
tekur 2500 manns, þar af 1300
matargesti. Arkitekt er Halldór
Guðmundsson. Yfir 200 iðnað-
armenn hafa lagt nótt við dag
að undanfömu við smiðina und-
ir stjórn Trausta Laufdal
bygRÍngastjúra. Skemmtistað-
urinn verður formlega tekinn
í notkun á fimmtudaginn og
áformað er að opna hótelálm-
una næsta vor.
Morgunblaðið/Júlíus
Eldur kom upp í kjallara Gistihússins Brautarholti 22 í gær. Greið-
lega gekk að ráða niðurlögum hans og engum varð meint af.
Eldur í kjallara Gisti-
hússins Brautarholti 22
Breyting á greiðslukortatímabili:
Enginn frestur á
greiðslu söluskatts
en Gistiheimilið sjálft er á annarri
hæð hússins. Reykkafarar slökktu
eldinn og síðan hófst slökkviliðið
handa við að blása reyk út úr hús-
inu.
Húsvörðurinn var ekki í herbergi
sínu þegar eldurinn kom upp og er
ekki vitað hver upptök hans voru.
Nokkrir gestir voru í húsinu, en
þeir voru aldrei í hættu, enda komst
reykur ekki í herbergin, heldur að-
eins á ganga. Herbergi húsvarðar-
ins er mikið skemmt.
BREYTING bóksala og ann-
arra verslana á greiðslukorta-
tímabilunum nú i desember
hefur það í för með sér að þær
verslanir sem þetta gera þurfa
að lána ríkinu stærri hluta af
desembersölu sinni frá eindaga
söluskattsins, 25. janúar til
greiðsludags greiðslukortafyr-
irtækjanna, 2. febrúar.
Bóksalar, Mikligarður, Hag-
kaup og ijölmargar aðrar verslanir
hafa tilkynnt viðskiptavinum að
greiðslukortanótum sem inn koma
það sem eftir er af greiðslukort-
atímabilinu, sem lýkur 17.
desember, verði skilað til greiðslu-
kortafyrirtækjanna eftir 18.
desember, þannig að þau koma
ekki til greiðslu fyrr en í byijun
febrúar. Fyrirtækin þurfa samt
sem áður að greiða söluskatt af
allri sölu í desember í síðasta lagi
þann 25. janúar og því þurfa þau
að Iána stærri hluta söluskattsins
en áðuf.
Guðmundur H. Sigmundsson,
formaður Félags íslenskra bóka-
verslana, sagði í gær að breytingin
hefði mælst vel fyrir hjá viðskipta-
vinum. Sagði hann að breytingin
hefði verið gerð í þeim tilgangí
að reyna að minnka álagið á
síðustu dagana fyrir jól og til að
gera þetta mögulegt hefðu bóka-
útgefendur ákveðið að lána
bóksolunum 30% af bókaverðinu
til 2. febrúar.
Greinargerðin lá fyr-
ir á fundi útvarpsráðs
— segir Inga Jóna Þórðardóttir
INGA Jóna Þórðardóttir formaður fráfarandi útvarpsráðs segir að
ekki sé rétt, sem fram kemur í greinargerð fréttamanna útvarps,
að útvarpsráð hafi ekki haft undir höndum greinargerð um frétta-
flutning af tnáli Stefáns Jóhanns Stefánssonar fyrrverandi forsætis-
ráðherra þegar málið var tekið fyrir.
„Þessi greinargerð lá fyrir og öll
önnur gögn sem við höfðum aflað
um málið, sem var í raun og veru
um allt sem fram kom í fréttum og
í öðrum dagskrárliðum í ríkisfjöl-
miðlunum,“ sagði Inga Jóna.
í greinargerð fréttamanna út-
varps sem birtist í Morgunblaðinu
í gær kemur fram sú spuming hvað
vaki fyrir útvarpsráði þegar það fer
fram á að hlutiaus aðili kanni frétta-
flutning af málinu. Inga Jóna sagði
að það sem hafi vakað fyrir út-
varpsráði hafí verið að fá að vita
hvemig svona gæti gerst, af hveiju
ekki væri viðhöfð meiri varkárni
af hálfu þeirra sem stjóma á frétta-
stofunni þegar svona upplýsingar
koma. Útvarpsráð telji að gæta
þurfi varkámi jafnvel þótt frétta-
stofan telji að um trausta heimild
sé að ræða.
„Greinargerðin ber með sér að
jafhvel eftir að í ljós kom hversu
ótraustar heimildamar vom, hélt
fréttastofan samt sem áður að
spinna og fjalla um málið eins og
um ljósar staðreyndir væri að ræða.
Við viljum koma í veg fyrir að
svona geti endurtekið sig. Því er
nauðsynlegt að vita hvað það er í
framkvæmdinni eða vinnubrögðun-
um sem ekki kemur í veg fyrir slys
af þessu tagi,“ sagði Inga Jóna
Þórðardóttir.
114 skátar til Ástralíu:
Kaupum stuttbuxur
og sólolíu fyrir jólin
- segir Ingibjörg Jónsdóttir, einn fararstjóra
fjórtán í Kanada fyrir Qórum árum. ís-
HUNDRAÐ og
íslenskir skátar halda utan á
alheimsskátamót i Ástralíu á
Þorláksmessu, og dvelja þar
fram til 20. janúar. Aldrei
áður hafa svo margir islenskir
skátar farið á mót erlendis,
eða farið jafn langa leið.
Það er Bandalag íslenskra
skáta sem gengst fyrir Astralíu-
förinni, en skátar alls staðar að
af landinu sem sækja mótið.
Skátamir halda utan á Þorláks-
messumorgun og eyða aðfanga-
dagskvöldi í flugvél á leið til
Bangkok, þar sem þeir millilenda
á leiðinni til Sidney, en alls tekur
ferðin 25 klukkustundir.
Alheimsskátamótið verður
síðan sett á miðnætti um áramót-
in, en það er fyrsti viðburðurinn
í hátíðahöldum í tilefni af 200
ára afmæli búsetu hvitra manna
í Ástralíu. Um 60 íslendingar
fóru á síðasta alheimsmót skáta
lendingamir gista hjá fjölskyld-
um í Melboume og Sidney, en
mótið verður haldið 60 km fyrir
utan Sidney.
íslenski hópurinn verður sá
sem kemur lengst að á mótið,
og er auk þess sá flölmennasti
— miðað við höfðatölu. Alls
munu um 18.000 manns frá
hundrað þjóðlöndum sækja mótið
og á að reyna að setja heimsmet
í seglbrettasiglingum á því.
„Við höfum ekkert æft okkur
í segibrettasiglingum ennþá, en
við höfum undirbúið þjóðlaga-
söng og fleiri atriði sem verða á
landkynningu á mótinu," sagði
Ingibjörg Jónsdóttir, einn farar-
stjóra. „Jóiaundirbúningurinn
hjá okkur felst í þvi að kaupa
stuttbuxur og sólolíu fyrir suma-
rið í Ástralíu. Við ætlum þó að
snæða jólahangikjötið í London
og svo ætlum við að hafa
íslenska jólasveina í flugvélinni."