Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Gott væri að dreyma BjörgúLf Békmenntlr Jóhanna Kristjónsdóttir Draumaráðningabókin. Þóra Elfa Bjömsson tók saman Útg. Skjaldborg 1987 Hugsanir um drauma okkar leita oft á okkur. Sumir gefa lítið fyrir þá, en það breytir ekki, að alla dreymir. Jafnvel þótt þeir hafi ekki hugmynd um það og draumar hafa lengi verið viðfangsefni hvers kyns sérfræðinga og vísindamanna, sem hafa reynt að kanna eðli og „upptök" þeirra. Með misjöfnum árangri. Því að draumar eru kannski eitt þeirra fyrirbrigða, sem aldrei verða skýrðir til fuilnustu, hvað sem öllum tökum okkur á tækninni líður. Draumspakir menn hafa alltaf verið með landanum. í íslendinga- sögum er sagt frá frægum draumum, en ekki var nóg að dreyma athyglis- verða atburði, það þurfti ekki síður að finna spaka menn, sem gátu túlk- að hvað þessir draumar boðuðu. Það verður ekki alltaf skýrt með vitrænum rökum, hvemig á því stendur að suma virðist dreyma fyrir daglátum, en staðreynd held ég það sé, að fæstir eru ósnortnir af þessu efni. Þóra Elfa Bjömsson hefur nú tek- ið saman skilmerkilega draumaráðn- ingabók, þar sem reynt er að skýra merkingu ákveðinna orða eða at- burða í draumum. Og þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars em all- mörg mannanöfn, sem án efa vekja forvitni, hvað segi. Að dreyma Knút eða Rósu boðar til að mynda þrautir og mótlæti, en ef Rut kemur fyrir í Þóra Elfa Bjömsson draumi merkir það trausta vináttu. Elliði er óheppilegun táknar veikindi eða heilsuleysi, en Eiríkur er hag- stæðari: er fyrir auðæfum og góðum viðskiptum. í upphafi bókarinnar skrifar Þóra Elfa um draumaráðningar og kemur þar meðal annars fram, að fyrsta gamla draumaráðningabókin er Oneirocritica sem Grikkinn Art- emidoros skrifaði á 2. öld eftir Krist og var hún í fimm bindum. Artemido- ros lagði áherzlu á að draumamir væru sendir til manna frá guðunum til gagns og lærdóms. En samt tók hann einnig annan pól í hæðina og vildi ekki ráða drauma of bókstaf- lega. Þóra Elfa skrifar einnig annan stuttan kafla og veltir fyrir sér hvort við munum drauma. Báðir kaflamir em til fróðleiks og listinn yfir lykil- orðin, sem er vitanlega meginefni bókarinnar ljómandi snyrtilega gerð- ur. Iðnaðarhúsnæði á Hellu til sölu. Húsið er 370 fm að stærð og hentugt fyrir all- an almennan iðnað. Til afhendingar strax. Upplýsingar í símum 99-5838 og 99-5238. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Fyrir augu mér hefur borið merkilega nýja orðabók. Hún nefnist Orðalykill, en ritstjóri og aðalhöfundur er Ámi Böðv- arsson cand. mag. Þessi bók skiptist í þrennt. Fyrst er lat- nesk-íslenskur orðalykill úr náttúrufræði, þá skrá um ýmis fræðiorð, íslensk þýðing er- lendra heita og upplýsingar um uppruna þeirra. Síðast en ekki síst eru landafræðiheiti erlend, upplýsingar um uppruna og merkingu og sýnt hvemig eðli- legast sé að mynda sem ís- lenskulegust orð af þeim, þegar t.d. þarf að nefna þjóðina, sem í landinu býr, eða búa til sam- svarandi lýsingarorð. Ég vil nú sýna ykkur nokkur dæmi um efni þessarar bókar og gríp þá fyrst niður í miðkaflanum: anticlimax (lat. úr gr.) koðnun, hnig, hnígandi axiom (gr.) frumregla chauvinismus (lat. úr fr.) þjóðskmm, þjóðrembingur dogmatismus (lat. úr gr.) kreddufesta, skoðanahroki funktionalisme (d.) nýtistefna gruppedynamik (d.) hópefli hedonismus (lat. úr gr.) sældarhyggja, nautnastefna intrigue (fr.) flétta jambus (lat.) öfugur tvíliður kallígrafia (gr.) skrautskrift mutatio (iat.) brigð, stökkbreyting nymfe (gr.) gyðja, brúður ornatus (lat.) orðskrúð rytme (d.) hrynjandi, hrynur volumen (lat.) hljóðmagn þerapeia (gr.) þjónusta, umönnun Ur síðasta kaflanum hef ég þessi dæmi: Asía, ef. Asíu (talið komið um fönikísku úr assýrísku Aszu „Morgunland") Austurálfa, íb. Asiumaður, lo. asiskur. Kórea, Suður-Kórea, ef. Kóreu. Sa.-Asíu, opinb. heiti ríkisins Tach- an-Min’guk, Lýðveldið Kórea, íb. Kóreumaður, lo. kóreskur, höfuðb. Söúl (Seúl), ríkismál kóreska. Kúba, ef. Kúbu (úr indíánamáli cubagua „gull- nárna") Mið-Ameríku, Karíba- hafí, opinb. heiti ríkisins República de Cuba, íb. Kúbu- maður, Kúbvéiji, lo. kúbversk- ur, kúbskur ... Mexíkó, ef. Mexíkós Mið-Ameríku, sp. México, opinb. heiti ríkisins Estados Unidos Mexicanos, íb. Mexíkómaður, lo. mexíkóskur, höfuðb. Mexí- kóborg, ríkismál spænska. Ég þykist vita að landafræði- kaflinn í þessari bók sé sérlega gagnlegur fréttamönnum. Svo oft hef ég fundið að málfari þeirra, að ég vil láta þess getið, að oft undanfarið hef ég heyrt í sjónvarpinu kúbverskur og kóreskur í stað ómyndanna kúbanskur og kóreanskur sem eru gerðar undir áhrifum frá ensku og dönsku, en lúta ekki lögmálum íslenskrar tungu. Þá hafa menn eftir útkomu þessar- ar bókar því minni ástæðu en áður til að nota glapyrði eins og Bavaría fyrir Bæern, Kolonía fyrir Köbi eða jafnvel Kópen- hagen fyrir Kaupmannahöfn. ★ Hrist og Mist vil eg að mér hom beri, segir Grímnir (óðinn) í Grímnis- málum, enda þyrstur af hita þeim og eldi er að honum svarf. Hrist og Mist eru valkyijur, og margar fleiri slíkar nefnir Grímnir I framhaldi vísunnar. Mist hefur á síðustu árum verið gert að skímamafni meyja, en af augljósum smekks- ástæðum hafa menn látið Hrist 417. þáttur ónotaða í því sambandi. Mist er algengur stofn í kenningum til foma, heitir t.d. orusta mist- ardrífa og frost Mistar. Árás er kölluð mistarkviða, sverð mistarknífur, hermaður mist- arlaukur og vígvöllur mistar- vegur. Mist mun merkja hin bjarta, sbr. sögnina að mjata=glansa. Hljóðin i og ja og reyndar jö skiptast oft á í skyldum orðum, sbr. t.d. birta, bjartur og björt, gildi, gjalda og gjöld. ★ í sambandi við rannsóknir okkar Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli á orðasambandinu að týna lífi = láta lífíð, deyja, sagði Magnús Þórðarson í Reykjavík mér frá því, að á starfsárum sínum hér á Morg- unblaðinu hefði sér einu sinni borist bréf frá Pela (gælunafn Jakobs Ó. Péturssonar á sjálfum sér) þar sem hann fann að notk- un þessa orðalags. Magnús ráðfærði sig við Matthías rit- stjóra sem bað menn að gæta hófs í að bannfæra orðalag sem þó kæmi fyrir í klassískum ritum (sjá næstsíðasta þátt). Það þykir vfst dönskulegt að tala um að missa lífið, en Magnús Þórðar- son lofaði mér að heyra merki- legá vísu, þar sem það kemur fyrir. Vísan er býsna glæsileg og hefst í bragarhætti þeim sem nefnist úrkast, en endar á annan veg. Nú langar mig til að biðja ykkur að fræða mig um vfsu þessa: Stóð í hjarta stálið bjarta, stundi undin. Féll af hesti maðurinn mesti missti líf og Helju gistl ★ - Umsjónarmaður hlýtur að biðjast veivirðingar á að hafa misnefnt Sigríði á Kagaðarhóli Sigrúnu á einum stað í síðasta þætti. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HOL Vorum aö fá til sölu meöal annarra eigna: Ágæt íbúð við Furugerði á 1. hæö. um 100 fm. 4 herb. m. innb. skápum. Mjög gott skipulag. Sólsvalir. Geymsla og þvhús í kj. Ágæt sameign. Úrvals staður. Út- sýni. Teikn. og allar nánari uppl. aðeins á skrifst. Úrvals íbúð í smíðum 4ra-5 herb. á 2. hæö á vinsælum staö í Grafarv. Nú fokh., Fullb. u. trév. í júlf nk. Tvennar svalir. Úrvals frág. á öllu. Sérþvaðstaöa. Rúmg. geymsla fylgir á 1. hæö. Bílsk. getur fylgt. Eitt besta verð á markaðn- um f dag. Glæsilegt einbýlishús í Garðabæ Húsiö er rúmir 300 fm nt. á tveimur hæöum. Velbyggt og mjög vand- að aö öllum búnaöi. Skrúögaröur. Stór hornlóö. Útsýnisstaður. Eignask. mögul. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. 3ja herb. íbúð í smíðum nú fokh. fullb. u. trév. í júlf nk. Úrvals frág. á öllu. Sérþvaðstaða. Bílsk. getur fylgt. Rúmg. geymsla á 1. hæö. Eitt besta verð á markaðn- um f dag. í gamla góða austurbænum Endurbyggt timbhús á rúmg. eignarl. Meö 4ra-5 herb. íb. á hæö og rish. um 60x2 fm. Snyrtlng á báöum hæöum. Géður kj. til margs kon- ar nota. Laust fljótl. Neðra-Breiðhoit - HJíðar - skipti Góð 4ra herb. íb. óskast til kaups í Bökkunum. Sklpti mögul. á mjög góöri 3ja herb. íb. skammt frá Miklatúni. í Ártúnshoiti eða nágrenni Fjársterk. kaup. óskar eftir raðh. eöa einbhúsi. Þarf ekki aö vera fullg. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. úrvals íb. Fossvogur - Stóragerði - nágrenni Til kaups óskast raöh. eöa sérh. um 160-180 fm. Rétt eign veröur staðgr. Skammt frá Háskólanum Séríb. á úrvals staö. Þarfn. endurn. Getur veriö tvær ib. Nánari uppl. trúnaðarmál. Oplð f dag laugardag kl. 11.00-16.00. AIMENNA FASTEIGNASALAW LAÚGAVEGI18SIMAR21150-21370 KATTARSAGA Bókmenntlr Jenna Jensdóttir Guðjón Sveinsson: Fríða fant- asía. Teikningar eftir Þorgeir Helga- son. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri 1987. Þetta er sextánda bók höfundar á ritvelli fyrir böm og unglinga. Hér víkur hann sér inn í veröld al- gerrar fantasíu og litla, hvíta kisan Fríða fantasía ber söguþráðinn uppi. Draumórar fylltu kattarkoll- inn. Og morgun nokkum stendur hún á verönd hússins sem hún á Athugasemd Vegna þess misskilnings er gætt hefur vegna greinar minnar er birt- ist í Morgunblaðinu 10. desember undir fyrirsögninni „Hinir augljósu kostir Sigmund8búnaðar“ vill undir- ritaður taka fram, að ekki er átt við það að mb. Tjaldur hafi ekki verið útbúinn samkvæmt gildandi reglum. Það sem átt er við með orðunum, „var Tjaldur ekki búinn þeim björg- unartækjum sem bátar yfir 16 metra eiga að hafa í dag“, er það, að bát- ur, sem útbúinn væri í dag sam- kvæmt regiugerð, yrði að hafa annan búnað en þann sem var í Tjaldi. Ef litið er á gildandi reglur, sem birtust með greininni, kemur skýrt fram í lið 7.6. að skipi, sem upp- fyllir ákvæði eldri reglugerðar (Tjald- ur gerði það), þarf ekki að breyta með hliðsjón af framangreindum heima í — fullviss um að Gullkóng- urinn, bróðir hennar, sé horfinn og hún verði að leita hans. Hún er alveg viss um að hans sé að leita í litla rauða húsinu sem er um- kringt reynitijám í garðinum úti í hrauninu. „Sólin var nýkomin upp rauð og sælleg" — og Fríða fantasía trítlar af stað til rauða hússins. Þegar hún, eftir mikla erfiðleika, kemst inn kemur hún í magnþrunginn heim ævintýranna. Hér hittir hún Nilla Hólmgeirsson, hér hefur Rauðhetta verið og fleiri ævintýra- hetjur. Fríða fantasía lætur sér hvergi bregða þótt fullt sé af fjörug- um dýrum og allir húsmunir séu á reglum nema siglingamálastjóri ákveði annað. Hugleiðingar þessar eru miðaðar við það, að sjósetningarbúnaði fyrir gúmmíbáta yrði komið fyrir í skipi { dag, en margir bátar eru með bún- að samkvæmt eldri reglum. Er aðeins verið að vekja athygli á að sá búnað- ur, sem er um borð I þessum bátum, er ekki að mfnu mati sá besti. Ef framangreind skýring er tekin til greina og greinin lesin með hlið- sjón af þeirri skýringu vonast ég til að hún valdi ekki misskilningi. Ég bið afsökunar á þeim óþægind- um og leiðindum sem þessi misskiln- ingur hefur valdið. Virðingarfyllst, Vestmannaqjum 11. desember 1987. Sigmar Þ. Sveinbjömsson Guðjón Sveinsson fleygiferð og tali hver í kapp við annan. Hún þekkir þetta allt úr ævintýrunum, sem hún hefur heyrt ömmuna heima hjá sér segja böm- unum á bænum. Auðvitað eru það hundamir í allri þessari mergð, sem sækja að Fríðu fantasfu, sem árangurslaust leitar bróður síns. „Hún svitnaði af angist og táraðist af sársauka og reiði“. Ævintýri Fríðu fantasíu lýkur óvænt á enn óvæntari hátt. Saga þessi er um margt keimlík þeim ótal kattasögum sem séð hafa ljós undanfarin ár. Upphristingur dauðra hluta og dýra þar sem allt tekst á og berst í hita fantasíunn- ar. Höfundur hefur gott mál á sfnu valdi og segir fjörlega frá. Bókin er í stóru broti. Myndir teiknaði Þorgeir Helgason og mynd á baksíðu er eftir 9 ára telpu, Guð- rúnu Jónu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.