Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 32

Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 NÝ FRÍMERKI1988 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Fyrir rúmri viku sendi Póst- og símamálastofnunin út stutta til- kynningu um þau frímerki, sem hún hyggst gefa út á árinu 1988. Því miður virðist hún seint ætla að geta komið til móts við viðskipta- vini sína — og þá ekki sízt frimerkjasafnara — í þessum efn- um, því að tilkynning sem þessi á að liggja fyrir miklu fyrr eða helzt ekki seinna en í bytjun október og þá með myndum af þeim merkjum, sem út eiga að koma fyrri hluta ársins, ef þess er nokkur kostur. Ég skil raunar ekki, í hverju þetta seinlæti liggur, því að mér er full- kunnugt um það, að ákvörðun um þau merki, sem út eiga að koma á næsta ári, hefur lengi legið fyrir fullmótuð. Hér í þessum þáttum hefur svo sem verið rætt um þetta seinlæti póststjómarinnar á liðnum árum, en því miður virðist þar talað fyrir fremur daufum eyrum. Ég hef hins vegar oft sagt það áður, að erfitt getur verið að ákveða verðgildi frímerkja langt fram í tímann í verðbólguþjóðfélagi. Dæmi um það er Tannvemdarmerkið frá í haust. Verðgildi þess er 12 krónur og var einmitt valið, þar sem það var almennt burðargjald, þegar gengið var frá útgáfu frímerkisins snemma á árinu. Hér hafði póst- stjómin það að sjálfsögðu í huga, að merkið yrði þannig mikið notað og minnti því vel á tannvemd og tannhirðu. Var það líka í samræmi við ósk Heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneytisins og Tannvemdar- ráðs, sem hafa beitt sér fyrir fræðslu í þessum málum. En hver varð svo raunin? Þegar frímerkið kom út, hafði almennt burðargjald verið hækkað í 13 krónur, svo að notkun þessa merkis verður nánast engin og það kemur nær ekkert fyrir sjónir almennings. Hinn ágæti tilgangur með þessu frímerki nær þess vegna ekki þeim árangri, sem menn höfðu vonazt til. Þetta er ein- mitt vandamál, sem íslenzka póststjómin á við að stríða og hún er ekki öfundsverð af. Aftur á móti er erfítt að afsaka þann drátt, sem alltaf er á því að kynna frímerkja- útgáfu næst árs, enda era allar póststjómir í kringum okkur miklu fyrr á ferðinni með tilkynningar sínar. En hvers verður svo að vænta á næsta ári fyrir frímerkjasafnara og aðra notendur íslenzkra frimerlqa? Eins og oft áður koma fyrstu frímerkin væntanlega út í febrúar. Verða það tvö merki í flokknum „Merkir íslendingar", sem er vel þekktur í íslenzkri frímerkjasögu. Að þessu sinni sýna þau myndir af skáldunum Davíð Stefánssyni og Steini Steinarr. Vafalaust þykir mörgum það vel við hæfi. Evr- ópufrímerki í tveimur verðgildum koma út í byijun maí, svo sem venja hefur verið um ijölmörg ár. Verða þau að þessu sinni helguð nútíma flutninga- og samskiptatækni. Þá er boðuð útgáfa tveggja blóma- frímerkja og tveggja fugla- frimerkja. Mörg slík merki hafa komið út á liðnum áram og verið vinsæl meðal safnara. Fer þess vegna vel á því, að íslenzka póst- stjómin haldi þessari venju við um einhver ár til viðbótar. í tilefni Ólympíuleikanna í Seoul haustið 1988 verður gefið út frímerki með myndefni úr handknattleik. Þá er ákveðið að gefa út frímerki með tileinkun um „Heilbrigði fyrir alla“, en það era einkunnarorð Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar 1988. Þá kemur enn út smáörk eða blokk á Degi frímerkisins í október, og er myndefni hennar sótt á sömu mið og áður, þ.e. í ferðabók Gaim- ards. Jólafrímerki koma svo út að venju, en útgáfudagur þeirra er óákveðinn eins og annarra þeirra merkja, sem hér hefur verið rætt um. Ég vil hins vegar vekja at- hygli á því, að margir töldu jóla- ftímerki þessa árs hafa verið fullfljótt á ferðinni, þar sem þau era aðallega ætluð til nota á jóla- póstinn. Þetta hef ég beint frá póstmönnum, sem urðu varir við viðbrögð viðskiptamanna póstsins. Þetta hefur líka við veraleg rök að styðjast, enda hefur verið venja að gefa þau út í nóvember, en ekki í október, eins og nú var gert. Menn vilja einmitt nota jólafrímerki á sjálfan jólapóstinn. Ég held, að hentugur útgáfudagur þeirra sé í fyrri hluta nóvember. Kjartan Guð- jónsson listmálari hefur verið fenginn til að teikna jólafrimerki næsta árs. Loks er boðað nýtt hefti frímerkja með landvættunum og þá eðlilega með breyttu verðgildi. ÍSUENSK FRÍMERKI ICEIANDIC STAMPS Ekki dreg ég í efa, að mörgum þyki frimerkjaheftin með landvætt- unum skemmtileg nýbreytni í íslenzkri frímerkjasögu. En hér vil ég enn koma að einni ábendingu til Póst- og símamálastofnunarinn- ar. Hún þarf að auglýsa þessi hefti miklu betur en hún gerir. Satt bezt að segja hef ég raunar alls ekkert séð frá hennar hendi um þau nema það, sem stendur í útgáfutilkynn- ingu hennar. En það nær ekki eyram almennings. Og til hvers hefur hún sérstakan blaðafulltrúa, ef hann á ekki að koma því ræki- lega á framfæri við almenning, hvílíkt hagræði það er að kaupa þessi hefti og hafa í handraðanum, þegar á þarf að halda? Þau era til almennra nota, ..en ekki einungis safngripur. Stór spjöld ættu að vera uppi í pósthúsum landsins, þar sem þessi hefti era kjmnt, og um leið á að benda mönnum á, að þeir geta sparað sér mörg spor með því að kaupa þau og hafa í fóram sínum. Þannig er tilvalið að hafa þau í veskinu og geta síðan gripið til þeirra, þegar frímerkja þarf venju- leg bréf. Eg vænti þess, að lesendur þessa þáttar hafi þetta í huga, næst þegar þeir kaupa frímerki. Ný ársmappa komin út Fyrir stuttu hefur Póst- og síma- málastofnunin sent frá sér svo- nefnda ársmöppu með öllum þeim frímerkjum, sem út hafa komið á árinu 1987. Hafí mönnum þótt ein- hver drangi yfir ársmöppunni 1986, verður það ekki sagt um þá að flestu leyti fallegu möppu, sem menn fá nú í hendur. Mjmdefni hennar er enn sótt á skaftfellskar slóðir, þvf að Lómagnúpur prýðir hana f allri sinni hrikafegurð. Er það ekki of mælt, sem stendur f kynningarbiytlingi póststjómarinn- Soii centrum SKonst SHantveK Soli centrum listiðnaðarskólinn í Svíþjóð kynnir og selur eðalsteina víðsvegar að úr heiminum. Yfir 80 tegundir steina. Steinarnir eru slípaðir og settir í skartgripi, t.d. eyrnalokka, hálsfestar og hin stórkostlegu Soli skartgripasett. Einnig gullfallegir mánaðarsteinar. ■ Ódýr og falleg gjöf fyrir ykkur sjálf eða til jólagjafa. Allur hagnaður rennur í sjóð „Nordiska linbu fondenu til stuðnings norrænum listiðnaðarmönnum. Verið velkomin. 50292 VÖRUMARKAÐUR MIÐVANGI41-53159 VATNIÐ Guðmundur Daníelsson Sviprík og framleg skáldsaga eftir einn af snjöllustu rithöf- undum okkar nú á dögum. Svið sögunnar er Vatnið mikla í ÞjóðvaUahreppi, vesturströnd þess með ógnarlegri gufuorku sinni og væntanlegum aflstöðvabyggingum, eyjan úti í Vatn- inu - Bjarteyja, höfuðstaðurinn, á Grandum - lítið þorp á suðurströnd landsins. Tími sögunnar er áraskeiðið frá 1930 fram yfir 1950, en rætumar Uggja aftur tU ársins 1914. Þá varð getnaður úti í Bjarteyju, þá varð dauðaslys á Vatninu. Eftir- köst þessara atburða verða uppistaða sögunnar. Bókaúfgáfa /VIENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVlK • SÍMI 6218 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.