Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 "45 Ron og Míkhaíl Stolt móðir, Galína Sakharova, heldur á tvíbura- I Míkhaíl og Ronald, í höfuðið á leiðtogum risa- sonum sínum, sem hún ól á fæðingadeild I veldanna, í tilefni undirritunar samkomulags um Moskvuborgar i vikunni. Þeir voru skírðir | eyðingu meðaldrægra kjarnaflauga. Alzheimer-sjúkdómurinn: Sköpunargáf- unni hnignar New York Times. ALZHEIMER-sjúkdómurinn veldur vitsmunalegri hrörnun, en fá tækifæri hafa gefist til að rannsaka áhrif sjúkdómsins á listræna sköpun, eitt af æðstu tjáningarformum mannshugans. Nú hafa tveir vísindamenn í Kali- fomíu fengið innsýn í sjúkdóms- ferlið og skynrænan grundvöll sköpunargáfunnar. Þeir rannsök- uðu verk listamanns, sem talið var, að þjáðist af sjúkdómnum. Vísindamennimir, dr. Jeffrey L. Cummings, Kalifomíuháskóla, og dr. Judy M. Zarit, sem starfar við háskólann í Los Angeles, segja í tímariti bandarísku læknasamtak- anna frá listmálara, sem fór að sýna einkenni um Alzheimer-sjúk- dóminn, þegar hann var kominn hátt á sjötugsaldur. Þegar hann var rannsakaður 74 ára að aldri, gat hann ekki munað orð í þrjár mínútur. Hann var fær um að gera eftirmyndir af flóknum afstraktmyndum, en sköpunargáfu hans hafði hrakað í málverki, sem hann gerði um það leyti, sem einkennanna fór að verða vart, er góð fjarvídd og til- finning fyrir litum og smáatriðum með ágætum. Þegar hann var rannsakaður öðru sinni, sjö árum seinna, hafði öllum þessum sviðum hrakað, en enn mátti greina listræn tilþrif. í þriðju myndinni, sem hann gerði tveimur árum eftir það, getur hann aðeins gert eftirmjrnd af helstu dráttum fyrri myndanna tveggja. Rannsóknin benti til þess, að hann hefði fyrst misst áhugann, minnið og skipulagsgáfuna. Sjón- skynið og líkamleg geta til að teikna entust lengur. Afturför í teikningu: Vindmylla máluð um það leyti sem listamað- urinn sýndi fyrstu einkenni um Alzheimer-sjúkdóminn (efst). Sama mynd máluð aftur sjö árum seinna, og loks skissa gerð tveim- ur árum eftir það. Dollar lækkar og hækkar London. Reuter. DOLLARINN var um tíma í gær lægri en nokkru sinni fyrr en gengi hans hækkaði þegar á daginn leið. Óstöðugleiki var einnig á verðbréfamörkuðum en í heild voru minni verðbreyting- ar á verðbréfum en spáð hafði verið vegna fregna um methalla á utanríkisviðskiptum Banda- ríkjamanna. Dollarinn féll í verði á gjaldeyris- markaði í Asíulöndum og hefur aldrei verið þar lægri. í Evrópu var hann um tíma lægri en nokkru sinni eftir seinni heimsstyijöldina gagnvart vestur-þýzka markinu (markið kostaði 1,6265 dollara) og japanska jeninu (128,10) en síðan hækkaði gengi hans er á daginn leið (1,6315 og 128,45). Við lok viðskipta var hann þó lægri en nokkru sinni í sex ár gagnvart franska frankanum, sem kostaði 5,54275 dollara. Gullúnsan kostaði 493,50 doll- ara við lok viðskipta og háfði því hækkað um 5,50 dollara á einum degi. Tilboð í BCal hækka á víxl London, Reuter. BREZKA flugfélagið British Airways (BA) hækkaði í fyrra- dag tilboð sitt í annað brezkt flugfélag, British Caledonian (BCal), aðeins sólarhring eftir að skandinaviska flugfélagið SAS endurnýjaði sitt tilboð í BCal. BA hækkaði tilboð sitt úr 119 milljónum sterlingspunda í 200 milljónir og vonast forráðamenn fyrirtækisins að það dugi til þess að eigendur BCal hafni tilboði SAS. SAS bauðst til að kaupa 26,14% hlut í BCal í fyrradag fyrir 110 milljónir punda, en félagið hafði áður gert tilboð í flugfélagið. Hugsanleg kaup SAS á BCal hafa vakið litla hrifningu brezkra yfir- valda og sagðist Paul Channon, samgönguráðherra, myndu svipta félagið flúgleiðum ef meirihluti þess félli í hendur útlendinga. Talsmaður BA sagði að engin breyting yrði á flugleiðum BCAL ef af kaupum þess félags yrði. Hann sagði BA hafa hækkað tilboð sitt í BCal vegna tilboða SAS, en sá fyrirvari var hafður á upphaf- legu tilboði British Airways að félagið áskildi sér rétt til að gera nýtt tilboð ef annar aðili byði í BCal. á miðvikudag ákvað stjóm BCal að leggja til við hluthafafund að gengið yrði að tilboði SAS. Ákveð- ið var hins vegar að fresta hlut- hafafundi þar til brezka flugmála- stjómin (CAA) hefði tekið afstöðu til tilboðs SAS. Júgóslavía: Heilt þorp í hungnrverkfalli Belgrað, Reuter. ALLIR fullorðnir þorpsbúar í þorpi nokkru í Júgóslavíu eru nú í hungurverkfalli til þess að mótmæla handtöku tveggja ung- menna úr þorpinu. Þorpið, sem heitir Mosevac, er í ríkinu Bosníu-Hersegóvínu í mið- hluta júgóslavneska rílqasam- bandsins. Að sögn hins hálfopinbera dag- blaðs, Politika, eru þorpsbúar um 750 manns, en hungurverkfallið hófst á miðvikudag. Áðumefnd ungmenni, sem einnig em í hungur- verkfalli, vom handtekin fyrir að saka staðaryfirvöld um spillingu. Ekki hefur verið unnt að ná síma- sambandi við þorpið til þess að staðfesta fregnir Politika. Grænland: Vilja gjald fyrir herstöðvarnar Nuuk. Frá N J. Bruun, fréttantara Morgnnblaðsins. Landsstjórnin í Grænlandi hef- ur nú uppi kröfur um, að Bandaríkjamenn greiði meira fyrir þá aðstöðu, sem þeir hafa í landinu. Auk þess vill hún, að þeir nýti sér meira þá þjónustu, sem Grænlendingar geta veitt, óg njóti ekki lengur lægri flutn- ingsgjaida með grænlenskum skipum. Jonathan Motzfeldt, sem fer með verslunar- og samgöngumál í lands- stjóminni, hefur lagt til, að Bandaríkjamenn greiði ákveðið gjald fyrir herstöðvamar og hefiir hann skipað nefnd manna tíl að kanna hvemig þeim málum er hátt- að í þeim löndum öðrum, sem hafa bandarískar herstöðvar. Eru þetta viðbrögð landsstjómar- innar við þeirri ákvörðun Banda- ríkjamanna, að borgaraleg flugfélög, þar á meðal SAS, skuli greiða hærri lendingargjöld í Syðri-Straumsfirði. Ém þau núna 1.000 dkr. fyrir flugvél af gerðinni DC-10 en verða 5.600 dkr. eftir 1. janúar. Auk þess munu gjöld fyrir hvem farþega hækka. Grönlandsfly verður því einnig að hækka far- gjöldin í innanlandsflugi. Þá er landsstjómin ekki síður óánægð með, að Bandaríkjamenn sömdu um hækkunina við danska utanríkis- ráðuneytið en ekki við Iandsstjóm- ina. Hlaut bata við að, smitast af alnæmi Boston. Reuter. LÆKNAR segja, að maður, sem var til meðferðar hjá þeím vegna bæklunar i ónæmiskerf- inu, hafi hlotið umtalsverðan bata, eftir að hann smitaðist af alnæmi. Þessi uppgötvun á ef til vill eftir að auka skilning lækna á ónæmiskerfinu. Sjúkdómstilfelli þetta, sem læknar í Bandarísku heilbrigðis- stofnuninni greindu frá í New England Joumal of Medicine (sem út kom sl. miðvikudag), þykir furðufyrirbæri innan læknisfræð- innar, af því að alnæmisveiran eyðileggur venjulega ónæmiskerf- ið- Thomas Fleisher, yfírmaður ónæmisdeildar heilsugæslustöðv- ar stofnunarinnar, og samstarfs- menn hans, sögðu, að þegar sjúklingurinn, sem er 36 ára að aldri og þjáðist af sjaldgæfri bæklun í ónæmiskerfinu, svokall- aðri „hypogammaglobulinemia", hefði smitast af alnæmi, hefði ónæmiskerfi hans farið að starfa. „Eitthvert atvik, sem við höld- um að sé tengt alnæmissmitun- inni, olli því, að frumur í líkama mannsins fóru að framleiða mót- efni, en það höfðu þær ekki gert áður,“ sagði Fleisher í viðtali við Reuter. Mótefni eru undirstöðu- efni ónæmiskerfisins, sem ver líkamann gegn ásókn utanaðkom- andi veira. Fleisher lagði samt áherslu á, að Qarstæðukennt væri að draga þá ályktun af þessu máli, að unnt yrði að lækna „hypogammaglob- ulinemia“-sjúklinga með þessum hætti. „Þetta fyrirbæri er á engan hátt gott í sjálfu sér,“ sagði hann. „Við getum lært nokkuð af því um samspil veirunnar og ónæmi- skerfisins eða önnur atriði, sem varðá veirusýkingar, en það má á engan hátt líta á það sem einhver gleðitíðindi, þar sem maðurinn á nú á hættu að sýkjast af alnæmi í framtíðinni." Þó að þessi uppgötvun kunni að gefa einhveijar upplýsingar um ónæmiskerfið, sagði Fleisher, að það væri bæði ótímabært og óráð- legt að geta sér til, að það hefði einhver áhrif á alnæmisrannsókn- ir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.