Morgunblaðið - 12.12.1987, Side 47

Morgunblaðið - 12.12.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 47 FraJkkland: Montand í forseta- framboð? París, Reuter. FRAKKAR vetta nú vðngum yfír því hvort einn ástsælasti leikari þeirra, Yves Montand, hyggist gefa kost á sér f forsetakosning- nnnm á nmntn ári. Margt þykir benda til þess að Montand ætii að gefa kost á sér þó hann hafí ekki viljað gefa hiaða- mönnum ákveðin svör. Meðal annars mun hann koma fram í við- talsþætti í franska sjónvarpinu, sem yfírleitt hefur verið ætlaður stjórn- málamönnum. Stjómandi þáttarins hefur ekkert viljað segja um hvað fram komi í þættinum. Montand lét hafa eftir sér fyrir tveim árum að teldi hann þörf á þá myndi hann gefa kost á sér í embætti forseta. Montand, sem er fæddur á Ítaiíu, hefur haft afskipti af sijómmálum og barist fyrir mannréttindum. Hann var kommúnisti fram til árs- , ins 1968 þegar Sovétmenn réðust inní Tékkóslóvakíu, þá sagði hann sig úr kommúnistasamtökum. Sam- kvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Le Parisien eru 29% Frakka tilbún- ir til að kjósa Montand ef hann gefur kost á sér. Hann hefur því í fullu tré við menn eins og Jacques Chirac forsætisráðherra og Raym- ond Barre fyrrum forsætisráðherra, sem báðir eru taldir líkleg forseta- efni. Líklegastur sigurvegari í baráttunni um embættið þykir Francois Mitterrand forseti. Hann hefur þó ekki látið uppi hvort hann gefur kost á sér. Danmörk: Stjórnin stemmistígu við hervæð- ingu Norð- urhafa Kaupmannahöfn. Frá Nito Jaqgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsina. DANSKA þingið samþykkti á fimmtudag tillögu stjórnarand- stöðunnar um að danska ríkis- stjórnin stuðlaði að viðræðum milli Nato og Varsjárbandalags- ins um að draga úr hernaðarupp- byggingu í Norðurhðfum og Iandsvæðunum umhverfis þau, í samræmi við tillögur, sem fram komu í ræðu Míkhails Gorbatsjov f Múrmansk 1. október. í tillög- unni eru ennfremur endurteknar fyrri kröfur um kjamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum að Eystrasalti meðtöldu. Uffe Elleman-Jensen, utannkis- ráðherra, gagnrýndi tillöguna fyrir að takmarka hugmyndina um kjamorkuvopnalausa svæðið aðeins við landsvæði og Eystrasalt en gera ekki ráð fyrir hafínu kringum ísland og Kólaskaga. Hann sakaði Sov- étríkin um að auka svæðisbundna spennu með því að byggja upp flota og herafla á Kólaskaga, við landa- mæri Finnlands og Noregs. „Tillag- an gerir hvorki ráð fyrir Barents- hafí né Norðurfshafí sem gætu orðið frjáls vettvangur fyrir flota Sovét- manna á Norðurhöfum," sagði Elleman-Jensen meðal annars á þinginu. Lasse Budtz, talsmaður Jafnaðarmannaflokksins, hvatti stjómina til að taka Gorbatsjov trú- anlegan og knýja á um viðr-æður «m slökunarstefnu við ríkin í austri. Japönsk framtíðarsýn Japanir hafa f hyggju að búa til eyju 700 ferkflómetra að stærð, á miðju Kyrrahafi. Ætl- unin er að byggja hringlaga stiflugarð og dæla síðan sjónum innan úr stfflunni. Á myndinni sést hvemig japanskur lista- maður gerir sér f hugalund hvemig umhorfs verður þegar sjónum hefur verið dælt burt og hafsbotninn „rís úr sæ.“ Reuter ALLT TYRIR ÁSTINA cftir Bodil iForífberg. Hrifandi ástarsaga um unga elskondur. ÓVÆNTtR ENDURFUNDIR eftir Erling Poulsen. Bók uni ástir ogspcnriandi atburði. LtFIÐ AÐ VEÐI eftir Jadk H'tggins. Frábær spennusaga sem hefur nýlega verið kvikmynduð. I HELGREIPUM Á HAFSBOTNI eftir Duncan Ifyle. Mögnuð spennusaga sem þú lest í einni lotu. (Kæntíi endnifiindii UlESMEWiÉftA !Fölk úr öflum landsfjórðungum segir frá eftirminnilegri og sórstædri ireynslu. Þeir sem rita«igin frásagnir og annarra eru: iHlynur Þór 'Wlagnússon ísafirði, Inga Rósa Þórðardóttir Egilsstöðum, sr. Bernharður Guðmundsson Kópavqgi, Brlingur Ðavíðsson Akureyri, Pátl ’Lýðsson Litlu-Sandvik, Herdís Ólafsdót.tir Akranesi, «r. Jón Kr. (sfeld Garðabæ, Sveinbjörn Beinteinsson Draghálsi, Óskar Þórðarson Reykjavík og Bragi Þórðarson Akranesi. Allar frásagnirnar eru skráðar sérstaklega vegna Útgáfu þessarar bókar. Ævintýralegar ferðir og slysfarir breyta oft viðhorfi fólks til lífsins. LÍFSREVNSLA er áhrifamikil bök sem lætur engan ósnortinn. AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN Hjörtur Grslason ræðir■■við fimtn lands- þékkta aflamenn.sem eru fulltrúar hltra landshluta og íirnm grema útgerðar. Þeir eru: Guðjón A. Kristjánsson, Páli Pálssyni :ÍS, Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyrinni EA, Magni'Kristjánsson, Berki NK. Sigurður Georgsson, Suðurey VE, Ragnar Guðjónsson, Bsjari SH. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðheira ritar inngangsorð bókarinnar. AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN er bók sem gefur raunsanna mynd af lifi sjómanna. Þetta er bók uni menn sem skara fram úr á sjónum, menn sem hafa frá miklu að segja. Sotiíi' vy'K/í/Cc ma.i ermt ÁSWNíA Vinirnir FÚSI OG FRIKKI lenda í spennandi ævintýrum. Þerr leika sér á ströndinni, halda veislu, leita að fjársjóði og fara til tunglsins. Fúsi og Frikid koma ölluni í gott skap. HÖRPUÚTGÁFAN STEKK JARHOl-TÍ 8-10,300AKRANESÍ. fúsi og Frikki fara til tonglsitts ivW , Fúsi ofl Frikki á ströndirmi .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.