Morgunblaðið - 12.12.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
53
Úr myndinni Sagan furðulega, fyrstu jólamynd Bíóborgarinnar.
Sagan furðulega — fyrsta
jólamynd Bíóborgarinnar
BÍÓBORGEN hefur hafið sýning’- inni Sagan endalausa.
ar á fyrstu jólamynd sinni í ár Peter Falk er sögumaðurinn sem
og er það ævintýramyndin Sagan les Söguna furðulegu fyrir dóttur-
furðulega. son sinn. Með aðalhlutverkin í
Þessari ævintýramynd er leik- myndinni fara Robin Wright og
stýrt af Rob Reiner og handritið Cary Elwes, auk þess koma fram
er eftir William Goldman. í fréttatil- í myndinni Billy Crystal, Carol
kynningu segir að Sagan furðulega Kane, Mandy Patinkin og svo risinn
eigi margt sameiginlegt með mynd- André. r
- snúrulausa ryksugan frá
AEG Ryksugan er hlaðin á smekklegri
veggfestingu og þar er alltaf hægt að
grlpa til hennar.
AEG Ryksugan fyrir heimilið.sumarbústaðinn
og bílinn.
AEG Ryksugan er ómissandi þeim er reynt
hafa og freistandi þeim er séð hafa.
W*
AEG
ALVEG
EINSTÖK
G/EDI
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 9, slmi 38820
SÖLUAÐILAR UM LAND ALLT.
ÁSÍÐUSTU dögum Víetnamstríðsins er Björn Guðbrandsson
við læknisstörf í Saigon. Skothvellir heyrast í fjarska og herir
kommúnista nálgast borgina. Tveimur áratugum áður er Björn staddur
í Tokyo á vegum bandaríska hersins. Kóreustríðið geisar og Björn
kemst í kynni við mannlegar hörmungar og ógnir styrjalda.
Víða liggja leiðir ...
Björn barnalæknir hefur séð tímana tvenna og komið víða við.
Hann rifjar upp æskuárin í Skagafirði þegar örþreyttir sveitalæknar
riðu um héruð og börn hrundu niður úr barnasjúkdómum. Síðan víkur
hann að dvöl sinni í Þýskalandi eftir stúdentspróf og lýsir kynnum
sínum af forsprökkum nasista árið 1939 þegar Evrópa rambaði á barmi
heimsstyrjaldar.
... gleði og raunir ...
Á stríðsárunum stundar Björn nám við læknadeild Háskóla íslands
og er um leið aðstoðarlæknir á Vífílsstaðahæli. Hann lýsir af hreinskilni
baráttuþreki og dauðastríði sjúklinganna, daglegu lífi þeirra, gleði
og raunum. Síðan heldur Björn vestur um haf og verður þar einn af
fyrstu sérfræðingum íslendinga í barnalækningum. Hann lýsir
sérstæðum mönnum og eftirminnilegum atburðum í lífi sínu sem
maður og læknir í stríði og friði.
... spilltir kerfismenn - og börn.
Eftir Kóreustyrjöldina tekur Björn til starfa við Landakotsspítala
í Reykjavík. í sögu sinni bregður hann upp minnisstæðum myndum
úr læknisstarfi sínu og spítalalífi, stefnumótum við dauðann, sorgum
og sigrum. Hér kemur margvíslegt fólk við sögu - læknar, hjúkrunar-
fólk, templarar, náttúruverndarmenn, spilltir kerfismenn - og börn.
4>
FORLAGIÐ
FRAKKASTÍG 6A, SÍMI 91-25188