Morgunblaðið - 12.12.1987, Side 68
P&Ó/StA
68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
Neytendasamtökin:.
Innflutn-
ingsbanni
mótmælt
MORGUNBLAÐINU hef ur borist
eftirfarandi frá Neytendasam-
tökunum:
„Neytendasamtökin mótmæla
harðlega nýsettu innflutningsbanni
landbúnaðarráðuneytisins á frönsk-
um kartöflum. Með banninu er
réttur íslenskra neytenda þverbrot-
inn, auk þess sem hér er um
iðnaðarvöru að ræða sem lanbúnað-
arráðuneytinu er óviðkomandi.
Neytendasamtökin krefjast þess nú
sem fyrr, að önnur ráðuneyti beiti
sér fyrir því að fá landbúnaðarráðu-
neytið til að fara að lögum. Einnig
benda samtökin á að íslenskar kart-
öflur henta oftast illa til framleiðslu
á frönskum kartöflum vegna þess
hve litlar þær eru og vatnsmiklar.
Þess vegna má búast við versnandi
gæðum auk verðhækkana."
Olla og Pési
eltir Iðunni Steinsdóttur, myndskreytt
af Búa Kristjánssyni.
Ævintýraleg bók um krakkana Ollu og Pésa. Oila elst
upp hjá þremur sérvitringum sem búa á síðasta
bændabýlinu innan borgarmarkanna. Ásamt hestinum
Rauð eiga hún og Pési í baráttu.
Iðunn Steinsdóttir hefúr þegar skapað sér nafn sem
einn besti barnabókahöíúndur okkar íslendinga
góðbók
Tvær bamabækur
firáAB
SilfurstóIIinn
Fjórða ævintýrabókin eítir C.S. Lewis sem kemur út á
íslandi. Elfráður, Skúti ogjúlía leita kóngssonar í töfra-
landinu Narníu.
Vinsældir bókanna um töfralandið aukast jafnt og
þétt hérlendis. Þýðing Kristínar R. Thorlacius
hefúr verið verðlaunuð.
Hljóðsnældur
aHIióðsnældur
ílHIjóðsnæidur
Hljóð-
snældur
AB
Útgáfunýjung.
Sjálfshjálp,
| barnaefni
! og viðskiptaefni
a hljóðsnældum.
I
?
iii ■'»
Dr. Eiríkur Öm Arnarson fer með slökunarefni. Sex íslenskir afar: Eiríkur Hreinn
Leiðbeiningar og fjögurra vikna slökunardag- Finnbogason, Gunnlaugur Þórðarson,
bók fylgja. Ólafur Skúlason, Róbert Arnfinnsson,
Valur Ambórsson og Þórarinn Guðnason
: fara með uppáhalds söguna sina.
Bjarni Sigtryggsson viðskiptafræðingur tók
saman efni um viðskipti. Þessi snælda er fyrir
alla þá sem hafa áhuga á viðskiptum, ekki síst
stjórnendur í þjónustufyrirtækjum.